Helgarpósturinn - 12.12.1994, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 12.12.1994, Blaðsíða 10
10 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR Lögreglan í Hafnarfirði seinheppin í umferðinni Klessukeyit tvo bOa á þremur vikum Óheppni Hafnarfjarðarlögregl- unnar ríður ekki við einteyming ef dæma á eftir örlögum lögreglubif- reiða sem brúkaðar eru í Firðinum. Þann 15. nóvember lentu lögreglu- menn sem voru á ferð í Toyota Ca- pri-bifreið embættisins í því að keyrt var svo hressilega aftan á bíl- inn að hann varð óökufær. Toyotan var flaggskip lögreglu- bílaflotans þarna suður frá svo óneitanlega var hafnfirskum lag- anna vörðum töluverður missir í bílnum. Til að hlaupa undir bagga með lögreglumönnum í Hafnar- firði lánaði dómsmálaráðuneytið þeirn sérstakan tilraunabíl sem ráðuneytið keypti í vor. Bíllinn þessi er af gerðinni Ford Mondeo og er útbúinn sérstökum myndavé- lagræjum frá Danmörku sem ætl- aðar eru til þess að festa ökuníðinga á filmu. Þannig er hægt að sýna við- komandi ökumönnum svart á hvítu, með útprentaðri mynd þar sem ökuhraði, tími, dagur og ár kemur fram, ef þeir hafa til dæmis ekið gegn rauðu ljósi. Hafnfirðingar munu hafa verið fljótir að taka gleði sína á ný eftir Fordinn var korninn í þeirra hend- ur. Sú gleði stóð hins vegar ekki mjög lengi því í síðustu viku vildi ekki betur til en svo að ekið var í veg fyrir Hafnfirðingana þar sem þeir voru á ferð á tilraunabílnum á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Stekkjarbakka. Tveir lögregiumenn sem voru farþegar í bílnum lemstruðust lítil- lega en bíllinn öllu meira. Hann er nú kominn á verkstæði og er því annar bíllinn sem hafnfirskir lög- reglumenn missa á þrem vikum. -jk MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 199' Hafnarfjarðarlögreglan fékk þennan bíl að láni eftir að flaggskipið í bílaflota þeirra varð óökufært í árekstr um miðjan nóvember. Þennan klesstu hafnfirskir laganna verðir í síðustu viku. Framboðsmál Kvennalistans '.luJtl. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ gna gjmnim mm £ 'itmgi Úr sagnabrunm íslendinga og Ljóðabók Jóhanns Siguijóns- sonar eru nýjar bcekur í ritröðinni Sólstöjum, einhverjum fegurstu og eigulegustu bókum sem gefnar eru út á Islandi. I bókinni Úr sagnabrunni íslendinga eru tekin saman fleygustu orðin ogfrœgustu tilsvörin úr íslendinga- sögunum, gullkom eins og: „Munu eigi bila vopnin efþér dugir hugurinn ", „Eigi leyna augu ef ann kona manni “ og mörgfleiri. Ljóöabók Jóhanns Siguijónssonar erfyrsta heildarsafh þeiira Ijóða sem hann orti sem juUþmska skáld. Jóhann var leikritaskáld, en þau Ijóð sem hann orti urðu dáðar perlur og leiðarljós annarm skálda. Bókin inniheldur 68 Ijóð og þar er m.a. að fmna Ijóðin Sorg, Bikarinn, Tárið ogSofðu unga ástin mín. ÍSólstöfum hafa áður komið út Ferskeytlan og Hver er sittnar gœfu smiður, sem nú er loks ajtur fáanleg. §emmm§a lœrir dð synda er þriðja bókin i flokknum um Öddu litlu lœknisdóttur sem sífellt lendir í einhverjum ævintýrum. Oddubækumar ejhrJennu og Hreiðar eru löngu orðnar sígildar og þessar | skemmtilegu og þmskandi bamabækur hafa notið mikilla vinsœlda alltfrá því þær komu jyrst útjyrir tœpum 50 árum. Bókin erskreyttjjölda fallegm teikninga eflir Erlu Sigurðandóttur. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ kostá A laugardag rann út frestur félagskvenna í Kvennalistanum til að kjósa um uppröðun á framboðslista flokksins í Reykjavík. Kosningin telst bindandi ef 60 prósenta þátt- taka næst og ef frambjóðandi fær helming greiddra atkvæða í ákveðið sæti. Að öðrum kosti er uppröðun í höndum uppstill- inganefndar. „Kjörkassar verða ekki opn- aðir fýrr en í fýrsta lagi á mið- vikudag. Við gáfum konum kost á að póstleggja seðlana og það getur tekið 2-3 daga að þeir berist til okkar. Við erum svo rólegar í tíðinni. Listinn verður fýrst kynntur á félagsfúndi en afgerandi úrslit komum við til með að tilkynna síðar í vik- unni,“ segir Sigrún Sigurðar- dóttir í uppstillinganefnd. Effirtaldar 16 konur gefa kost á sér: Auður Styrkársdóttir stjórnmálafræðingur, Elín G. Ólafsdóttir fyrrum borgar- stjórnarfulltrúi, Eygló Stef- Bókaflóðið 1 gáfu ser ánsdóttir hjúkrunarfræðingut Guðný Guðbjörnsdóttir vara þingmaður og kennari í upp eldisfræðum við Háskóla Is lands, Guðrún Halldórsdótti þingkona, Hansína Einars dóttir afbrotaffæðingur, Jak obína Ólafsdóttir hagfræðing ur, Jóna Óladóttir skrifstofu kona og landvörður Kristíi Ástgeirsdóttir þingkona María Jóhanna Lárusdótti íslenskukennari og fýrrv. vara þingmaður, Ragnhildur Vig fúsdóttir ritstýra Veru, Salvöi Gissurardóttir viðskiptafræð ingur, Sigríður Ingibjörc Ingadóttir sagnfræðingur, Sig rún Helgadóttir lífffæðingur Sjöfn Kristjánsdótir læknir oj Þórunn Sveinbjarnardóttii stjórnmálafræðingur og starfs- kona Kvennalistans. Samkvæmt útskiptareglurr Kvennalistans getur Kristír Einarsdóttir, sem setið hefur ; þingi í átta ár, ekki gefið kost í sér aftur. -HM Sniglaveislan á toppnum Sniglaveisla Ólafs Jóhanns Ólafssonar trónar á toppi sölu- lista bókaverslana Eymunds- sonar vikuna 4. til 10. desember þrátt fyrir að hún hafi fengið misjafna dóma gagnrýnenda. Aðeins tvær aðrar íslenskar skáldsögur komast á lista yfir 10 söluhæstu bækurnar en þær eru Grandavegur 7 eftir Vig- dísi Grímsdóttur í þriðja sæt- inu og Kvikasilfur Einars Kárasonar í því níunda. Barna- bókin Enn fleiri athuganir Berts er lang söluhæsta barna- bókin og kemur strax á eftir Sniglaveislunni í heildarsölu Eymundssonar þessa vikuna. yiðtalsbók Hans Kristjáns Árnasonar við Gunnar Dal, Að elska er að lifa, vekur áhuga margra enda Gunnar einn af þekktari hugsuðum þjóðarinn- ar og er bókin fjórða í röð sölu- hæstu bókanna. Vinsældir NBA-deildarinnar í körfubolta fara síst dvínandi og bókin urn skærustu stjörnurnar í banda- ríska boltanum vermir fimmta sæti listans. Strax þar á eftir er Bankabók Örnólfs Árnasonar og Fólk og firnindi Ómars Ragnarssonar. Ormagull er safn verðlaunasmásagna sem gefið var út í tilefni árs fjöl- skyldunnar og situr bókin í ní- unda sæti listans. Loks rekur Bókasafnslögga Stephen Kings lestina á listanum yfir 10 söluhæstu bækurnar þessa vik- una. -lae 1. Sniglaveislan 2. Enn fleiri athuganir Berts 3. Grandavegur 7 4. Að elska er að lifa 5. NBA - Skærustu stjörnurnar 6. Bankabókin 7. Fólk og firnindi 8. Ormagull Smásögur 9. Kvikasilfur 10. Bókasafnslöggan Ólafur Jóhann Ólafsson Anders Jacobsson og Sören Olsson Vigdís Grímsdóttir Hans Kristján Árnason Eggert Þór Aðalsteinsson og Þórlindur Kjartansson Örnólfur Árnason Ómar Ragnarsson Ýmsir höfundar Einar Kárason Stephen King

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.