Helgarpósturinn - 12.12.1994, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 12.12.1994, Blaðsíða 21
28 MORGUNPÓSTURINN MENNING MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 1994 Lista „Takturinn er nœrgamla diskóinuþó ogþað er stutt í galsann. “ erlendu blaði — það væri víst ekk- ert nýmæli í þessu fagi hér á Fróni. Fyrst ég var að tala um Evelyn Waugh, þá sýnir Laugarásbíó þessa dagana myndina Good Man sem er allmjög í anda hans. Flún gerist á einhverjum síðnýlendutíma í fá- ránlegu Afríkusmáríki og lýsir dekadens og dellu; söguhetjan er seinheppinn aulabárður - - ekki ósvipað og í einhverjum mein- fyndnustu bókum Waughs, Black Mischief og Scoop. Það má myndin eiga að hún er alveg laus við þá rétthugsun að negrar séu á hærra siðferðisstigi en hvítir nýlendukúgarar; þarna eru negrarnir hjátrúarfullir, heimskir og spilltir, en Vesturlandamennirn- ir fullir, heimskir og spilltir. Samt verður þetta ekkert ærandi fýndið. Ég er viss um að skáldsagan sem myndin byggir á hefur verið miklu betri. Þarna eru afburðaleik- arar og gera margt skemmtilega; þeir hafa sjálfsagt leikið fyrir lítinn pening af því leikstjórinn Bruce Beresford er svo vel kynntur. Þekktur er hann fyrir að halda sig frekar utan alfaraleiðar. Fiann varð frægur fyrir mynd um réttarhöld í Suður-Afríku einhvern tíma nálægt aldamótunum sem við fyrstu sýn hefði átt að verða hundleiðinleg. Svo gerði hann mynd um gamla kerlingu og bílstjóra hennar og fékk Óskarsverðlaun fyrir vikið. Síðast man ég að hann gerði mynd um hreinlífan franskan klerk á indíána- slóðum í Kanada — sú var miklu betri en Dances with Wolves sem sýnd var um svipað leyti. En hérna skjöplast honum frek- ar. Það er ekki eins og hann, né neinn annar, hafi vitað hvað átti að fara með þessari mynd. Þann 5. desember síðastliðinn skrifaði Flannes Lárusson mynd- listarmaður og myndlistargagnrýn- andi grein í Morgunpóstinn um samsýningu átta listamanna (sem ég á hlutdeild að) í Nýlistasafninu, sem hann nefndi „Dularfulli garð- urinn“. Greinin (ég kalla þetta grein því orð eins og „umsögn", „umfjöllun" eða „gagnrýni" eru of einangruð fyrir þessi skrif Hannesar) var hressileg viðbót við vangaveltur hans um hlutverk og stöðu mynd- listar og myndlistarmanna í nú- ■ Ekki gott en með skárra móti miðað við annað sem sýnt er í bíói þessa dagana. - Egill Helgason. „Góður grautur sagðiég“ GallerI Birgir Andrésson Halldór ásgeirsson, DES. ‘94-IAN. ‘95 Á erlendri grund finna einangr- aðir eyjaskeggjar oft til innbyrðis samhygðar þar sem þeir telja hvor öðrum trú um að ofstopafull minnimáttarkennd, klaufaskapur og í besta falli dálítil sérviska teljist til algildra dyggða. 1 hita leiksins finnst þeim þá að öllum hljóti að finnast eins og þeim að útkjálkaleg og ósjálfstæð byrjendaverk hljóti að teljast til tíðinda í heimslistinni, ekki síst ef óupplýstir útlendingar gerast ósparir á hrósið í taugaveikl- aðri kurteisi. Og nóg virðist vera til af gæðablóðunum til að skrifa lof og skrum um ósjálfstæða lista- mennina og í seinni tíð þykir þunn- ur þrettándinn á erlendri grund ef ekki er boðið upp á soðningu á opnun. Svo virðist sem einn helsti hornsteinn íslenskrar menningar sé að menn telji hver öðrum trú um að íslenski meðalmaðurinn og verk hans heyri til tíðinda, ekki síst ef tekst að koma hvor tveggja yfir haf- ið. Glamrið og lausagangurinn er að verða eins og ómótstæðileg nauðsyn eða múgsefjun innan ís- lenskrar menningar. En það vita auðvitað allir innst inni, því það stríðir gegn almennri skynsemi, að tímasamfélagi á fslandi. í síðari hluta greinarinnar beinir Hannes spurningu að sýnendum og óskar effir viðbrögðum á móti því að hann nafngreini einungis og vitni í þann sem skrifar formálann í sýningarskrána. Ekki get ég fullyrt neitt um viðbrögð samsýnenda minna en segi: Fyrir mitt leyti var það ágætt og það er alger óþarfi að nafngreina hvern þann sem sýnir á samsýningu og velja svo umsögn við hæfi. Það hefði komið mér verulega á óvart ef Hannes hefði látið það beinlínis inn íþessa sögu? „Já, ja, ég hef reynt að átta mig á því hvernig þetta stemmir saman. Ég komst að því að þessi sögumaður er tveimur árum yngri en ég, hann var í Menntaskólanum við Hamra- hlíð ég var við Menntaskólann við Tjörnina. Hann er eitthvað að gutla við íslensku upp við Háskóla og flo- snar upp úr því, það er ekki alfjarri mínum háskólaferli. Að því leyti eig- um við eitt og annað sameiginlegt. En ég hef oft verið spurður af fólki sem þekkir til, hvort fjölskylduað- stæður mínar og hvort mín ætt- menni eigi ekki ýmislegt skylt við ættingja sögumannsins. Ég átti til dæmis föðurbróður sem minnir ansi mikið á Salómon þennan þögla og ég átti annan föðurbróður sem minnir töluvert mikið á eina aðal- sögupersónu verksins og hans fjöl- skyldu. En það er bara eins og geng- ur að þeir sem segja sögur sækja sér söguefni í sitt nánasta umhverfi. Rétt eins og flestar skáldsögur ís- lendinga gerast á Islandi. Það er ein- faldlega reynsluheimurinn. En það skiptir máii, talandi um skáldskap og ísland, að það er eins og gull- fiskabúr. Ég er ekki frá því að til þess að búa til eitt samfélag þurfi um 250 þúsund gerðir af fólki. Sem þýðir að í Bandaríkjunum eru til um þúsund eintök af hverri gerð, í Svíþjóð og Danmörku tuttugu, þrjátíu, ég hef ekki reiknað það út. Á íslandi er til einn af hverri gerð og fyrir vikið hafa allar skáldsögur „tendens“ til þess að vera það sem kallað er lykilróman. Tökum Láka Heimdelling sem dæmi, það er bara einn maður á Is- landi sem hefur sungið Amal og næturgestirnir í sjónvarpi og það er maður sem margir þekkja. Hins vegar er augljóst að það er ekkert annað sem hann á sameiginlegt með þessari sögupersónu nema kannski það að hafa verið fríður og efnilegur. Það er svo sem ekkert sem hægt er íslendingar búsettir í Bandaríkj- unum og Bandaríkjamenn eru við- fangsefni Friðriks Arnars Hjalte- sted, sem á laugardaginn opnaði ljósmyndasýningu í Listhúsi Ofeigs við Skólavörðustíginn. I samtali við MORGUNPÓSTINN sagði Friðrik að myndir hans væru flest allar svart/hvítar en tónaðar með mis- munandi aðferðum. Friðrik, sem er einn fjölmargra Islendinga sem hafa verið við nám í englaborginni Los Angeles, vann flestar þær 21 mynd sem hann sýnir næstu daga samhliða náminu. Þótt hann hafi útskrifast í ágúst er hann ekki kom- inn til að vera enda hyggst hann nýta sér það eins árs atvinnuleyfi sem nemar í Bandaríkjunum fá að loknu námi. Nú veit maður af mörgum í Ijós- myndanámi í USA, erþetta ekki orð- inn afar harður bransi? „Mér skilst að þetta sé mjög erfitt íslensk menning, fræði eða vísindi geta ekki þrifist ef fyrirgangurinn og hávaðinn í framhleypnum og iðnum meðalmönnum verður slík- ur að þeir fari að verða hin almenna viðmiðun. Það sem vísindi og listir þurfa á að halda meira en nokkru sinni fyrr er frumleg og sjálfstæð hugsun. Magnið, þúsund rangar lausnir og nægjanlegt markmið og farið að gagnrýna út frá hefðbundinni já- kvæðni eða neikvæðni. Hannes gerði sitt besta til að vera sjálfum sér líkur og kom margt fram í greininni sem búast mátti við, svo sem það að segja athyglisverðasta verkið á sýningunni vera ljósmynd á sýningarskránni, enda mynd sem hefði auðveldlega getað poppað upp á sýningu hjá honum sjálfum. 1 raun var ekki nema tvennt sem kom mér verulega á óvart hjá Hannesi. Annars vegar voru það lýsingar hans á ímyndaðri hegðun að kveina undan.“ Hefurðu orðið fyrir því að einhver hefur komið að máli við þig og kveinkað sér undan því að hafa ekki verið nógu skemmtilega upp dreginn í bókum þínum? „Ég hef aldrei reynt að leyna því að persónur mínar ýmsar eiga sér fýrirmyndir. Enda finnst mér það hallærislegt og skil oft ekki hvað menn eiga við. Það stendur til dæm- is gjarnan ffemst í bókum: Allar per- sónur þessarar sögu eru hreinn skáldskapur og hver sem kynni að þekkja sjálfan sig gerir það á eigin ábyrgð. Jafnvel í sögum sem eru næstum alveg ódulbúnar ævisögur manna þar sem engu er breytt nema nafninu á aðalpersónunni. Þá er því samt haldið ffam að þetta sé hreinn skáldskapur og þeir sem þekki sig geri það á eigin ábyrgð. Hvað eru menn að ábyrgjast sem lesa bókina? Ha? Halldór Laxness hlýtur að vera hin sígilda fyrirmynd yngri rit- höfunda, aldrei hvarflaði að honum að leyna því að Magnús í Melkoti er á vissan hátt fyrirmynd Björns í Brekkukoti eða Magnús Hjalta- son var fyrirmyndin af Ólafi Kára- syni og svo framvegis. Það í sjálfu sér stendur hvergi í bókunum en ef ein- hver spyr mann: Varst þú ekki að skrifa um Bóbó á Holtinu? þegar ég skrifaði um Thulekampinn, þá er ég ekkert að neita því, auðvitað hafði ég heyrt ýmislegt um Bóbó á Holtinu. Ég reyni ekki að neita því, eða að Jósefína á Nauthól sé á einhvern hátt kveikjan að Karólínu spákonu. Merkilegt nokk þá hafa menn yfir- leitt ekki kveinkað sér undan þessu. Ég hitti til dæmis Bóbó á Holtinu oft eftir að þessar bækur komu út og það var búið að sýna leikrit eftir þeim og framvegis og hann sagði mér alltaf að það væri allt annað líf fýrir sig að slá menn um fimm- hundruð kall eftir að hann varð svona ffægur.“ þúsund ósjálfstæð listaverk, verða á svipstundu nær einskis nýt frammi fyrir einni réttri lausn og einu frumlegu listaverki. Þess vegna er ekki ósamkvæmni í því að segja að merkasta framlag til myndlistar í bænum nú sé sýning á einu meðal- stóru verki í einu 14 m2 heimagall- eríi sem opið er einn dag í viku en annars eftir samkomulagi. Hér er sýnenda og hins vegar hve vel hann var stemmdur inn á aðra gagnrýn- endur Morgunpóstsins sem í flest- um tilfellum byggja skrif sín á yfir- lætislegum og sjálfumglöðum töf- faraskap. Ég vona að það sé ástæð- an (frekar en treggáfa mín) fyrir því að ég þurfti að lesa greinina fjórum sinnum til þess að átta mig á því hvort ég væri að misskilja eitthvað eða ekki. Yfirbragðið (töffaraskapurinn) er mikill ljóður á greininni sem hef- ur marga áhugaverða punkta. Ýtir undir nánari íhugun á stöðu mynd- Þannig að menn hafa frekar verið ánœgðir með aðfinna sig í bókunum en hitt? „Ég veit það ekki. Hugsanlega hefur eitthvað fólk talið sig finna lýs- ingu á sjálfu sér og ekki verið ánægt með hana. En þá er samt ekki auð- velt að bregðast við. Varla fer það að standa upp og hrópa: Ég er ljóti kall- inn í sögunni! Og svo við tökum nærtækt dæmi, af því þú kemur frá MORGUNPÓSTINUM, að ekki dettur Gunnari Smára í hug að fara í mál við Gysbræður út af Slefbert Illhuga, hvorki út af uppnefninu né karakt- ernum, jafhvel þó að það væri fýllsta ástæða til.“ Talandi um Gunnar Smára, hvað er þetta með nóbelsskáldið? Þú ert með „sítat“ í það í upphafi beggja þátta bókarinnar? „Svo ég sýni hvernig spilagaldr- arnir eru framkvæmdir þá er það svo einfalt að, fýrir utan að þessi „sí- töt“ eiga vel við, fannst mér sterkt að vera með fullt nafn skáldsins, Halldórs Kiljan Laxness, þó ekki væri nema fýrir þá sem voru að komast til vits og ára síðustu fimm- tán, tuttugu árin og eru ekki með á hreinu að hann er Kiljan líka.“ Með Kvikasilfrið, það fer illa fyrir flestum sögupersóna, í yfirfœrðri merkingu, sérðu þennan kafla ís- landssögutmar bölsýnutn augum? „Nei. Ef einhverjir sem lesa þetta sjá þennan kafla Islandsögunnar í því ljósi þá er það andskotalaust af minni hálfu og ég er ekkert ósam- mála því. En ég, hvorki fýrirfram né eftir á, legg mínar hugmyndir fram eins og ég sé einhver galdramaður eða véfrétt, ég er bara sögumaður. Það verða dramatískir atburðir sem eru söguefni. Þetta er bara mismun- andi stíll. Það eru margir sem geta skrifað fallegar sögur sem ekkert gerist í. Jafnvel alveg frábærar sögur og einn af uppáhaldshöfundum, Hamsún tU dæmis, var leikinn að um að ræða sýningu Halldórs Ás- geirssonar „Hraun-um-myndir“. Undanfarin ár hefur Halldór kreist hraunið með eldibröndum sínum og náð út úr því ummyndunum sem jarðfræðingar Norrænu eld- fjallastöðvarinnar gætu ekki látið sig dreyma um. Enda eru „hraun- gögn“ og „hraunflugur" ekki á dag- skrá jarðfræðinganna, það eru til- listar á íslandi og ætti að vera skyldulesning (að minnsta kosti fjórum sinnum) allra sem hafa séð sýninguna. Henni er reyndar potað einhvers staðar þar sem fæstir taka eftir henni og feUur því í skuggann á „hverjir voru hvar“ og „hver er dýrasta jólagjöfin sem þau hafa gef- ið“. Það er kannski ekki hægt að búast við öðru frá fjölmiðlum landsins og vænti ég þess að ef ein- hver rekst á þessa stuttu grein mína, hljóti hann að hafa rekist á „Dularfulla garðinn“. Jón Bergmann Kjartansson skrifa yndislegar bækur þar sem ekkert gerist. Svo eru aðrir höfund- ar eins og Dostojevskí (án þess að ég sé á nokkurn hátt að bera mig saman við þessa höfunda) sem gat ekki hugsað sér skáldsögu án þess að þar kæmi að minnsta kosti eitt morð við sögu. Og ég hallast frekar á sveif með Dostojevskí í þessu og hentar mér betur að fást við sögu- efni þar sem eitthvað stórbrotið gerist. En stundum les ég bækur sem fjalla um mikla atburði en við- brögð persóna er með þeim hætti að það er vonlaust að botna í þeim og ekki heil brú. Sem er ægilegur Akkilesarhæll sem og eintóna sál- fræði sem á við í dægurlögum eins og „In the Gettho“ með Elvis Presley, þar er lítil dæmisaga, maður fæðist í fátækrahverfum Chicago, það er ekkert að borða, hann stelur bíl, drepur mann og lögreglan tekur hann. Þetta er svona vasabókarsálfræði sem getur vel gengið í dægurlagatextum og er ekkert vitlaus. En það verða að vera meiri víddir á skáldsagnapersónum svo framarlega sem þær eru ekki aukapersónur." Að byggingunni, ekki hefur lesand- itin það á tilfinningunni að það fari illa fyrir helstu sögupersónutn heldur segirðu það með innskotsköflum áður en til þeirra kemur. Hafðirðu engar áhyggjur af því að þú vœrir með því að taka út spennufaktorinn? „Þetta er ekki þrælhugsað, frem- ur tilfinning. Einhverjir hafa sagt að þetta fari furðu rólega af stað miðað við það sem gerist í lokakaflanum. Það var meðvitað, ég vildi ekki byggja þetta upp eins og spennu- sögu. Ekki nota hin margþvældu og ofnotuðu trix spennusagnanna sem mig grunar að allt of margir höf- undar detti ofan í að nota, til dæmis með að segja: „Hann átti aldeilis eff- ir að skipta um skoðun í ljósi þeirra atburða sem gerðust þremur vikum seinna.“ Þetta finnst mér algjörlega óþolandi. Þegar atburðirnir koma og gerast er ekkert allt of miklu við það að bæta. Það er hugsunin.11 Berandi saman tvo ritdóma sem stangast gersamlega á. Kolbrún Bergþórsdóttir er ákaflega lukkuleg með lokakaflann meðan Orn Ólafs- son kýs að líkja honum við Öldina okkar. Hvað gerir þennan kafla sér- staklega umdeildan? „Ég held að þessi kafli hafi komið þeim á óvart og þannig verða við- brögðin ólík. Ég held að Örn sé að gefa í skyn að ég hafi búið til ágæta fjölskyldumynd ög síðan orðið of hræddur við að þetta væri of hvers- daglegt og þá hlaðið utan á söguna stórum atburðum úr okkar sam- tíma. Án þess að það skipti máli þá gerðist það ekki þannig heldúr, fyrir 10-15 árum löngu áður en ég byrjaði að skrifa um þessa fjölskyldu, er þetta meginhugmyndin, þessir at- burðir var það sem ég vildi fjalla um og stefndi alltaf í þessa átt. Eins og ég nefndi áðan þá hef ég aldrei verið feiminn við að viðurkenna að sögu- persónur mínar eiga sér fyrirmynd- ir og persónur sem er í miðju þess- raunir og innsýn listamannanna sem fá efnið til að fljúga og Halldór hefur náð fluginu í hrauninu. 1 verkinu „Hraun-um-myndir“ hefur Halldór beint kyndli log- suðutækisins að úfnum hraun- hnullung sem hangir í lofti rýmis- ins þannig að niður leka hárfínir taumar af hrauni sem ýmist ná nið- ur á gólf eða enda í dropum. Þar sem eldurinn nemur við hraunið myndast kolsvartur glerjungur sem stundum verða á litbrigði eins og af hrafnsfjöðrum. Upp af gólfinu þar sem hraunhárið endar hefur verið byggður opinn ferningur úr á ann- að hundrað brennivínsflöskum sem í er litaður vökvi þar sem farið er frá glæru vatni, í gegnum litrófið og endað í svörtu. Og þá spyr les- andinn auðvitað; og hvað er svona merkilegt við þetta? Og svarið er: hér er um að ræða verk sem er nið- urstaða af tilraunum og þreifmgum sem hafa vafalaust haft óviss mark- mið í byrjun eins og allar sannar rannsóknir en leiða síðan smám saman til opnunar á nýjum mögu- leikum og frá þessum möguleikum verður ekki sagt í fáum orðum heldur verður hér að taka við næmi, heiðarleiki og innsýn áhorf- Bréf til biaðsinns Ekki bara til Hannesar Friðrik Öm Hjaftested sýnir Ijósmyndir í Listhúsi Ófeigs Möguleikamir miklir fyrir þá metnaðargjömu hérna heima. Ég ætla engu að síður að gera tilraun til hella mér út í ljósmyndunina eftir árið í Bandaríkjunum," segir Friðrik en þess má geta að þrír voru samtíða honum í Brooks Institute of Photography og fjölmargir eru í ljósmynda- námi í öðrum skólum í Kali- forníu. „Það sem mér líkar best við í Bandaríkjunum er sú ro- salega sérhæfing sem er þar. Til dæmis er hægt að verða millj- ónamæringur með því að stunda aðeins Ijósmyndun á lækningatækjum. Þótt þar sé einnig mikil samkeppni eru möguleikarnir góðir fyrir þá metnaðargjörnu.“ Friðrik segist fá gífurlega reynslu í Los Angeles, enda sé ekki hvað síst mikið að gerast þar í ljósmyndun samhliða ' vikmyndaiðnaðinum.B Friðrik Örn Hjaltested sem sýnir 21 Ijósmynd af (slendingum búsettum í Bandaríkjunum og Bandaríkjamönn- um, í Listhúsi Ófeigs við Skólavörðu- stíginn. Hann segir að hægt sé að verða milljónamæringur með því að stunda aðeins Ijósmyndun á lækninga- tækjum. MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN MENNING 29 Aðsókn og sætanýting í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu haustið 1994 Leynimelur 13 Gauragangur Vald örlaganna Óskin Hvað um Leonardo Gaukshrieðrið Sannar Sögur Snædrottningin Dóttir Lúsífers Ófælna stúlkan 24 sýningar 1 Borgarleikhúsið I Þjóðleikhúsið Sætanýting 88,4 c. Sætanýting 93,1 % Sætanýting 77,6 % Sætanýting 62,1 % Sætanýting 60 % Sætanýting 86,6 % Sætanýting 78,2 % Sætanýting 84,5 % Sætanýting 87,3 % Ef borin er saman áhorfendafjöldi Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins kemur í Ijós að 6.110 fleiri gestir hafa sótt Þjóðleikhúsið í haust en þar hafa verið 97 sýningar á móti 93 í Borgarleikhúsinu. Vald örlaganna er með bestu sætanýt- inguna af verkum Þjóðleikhússins eða 93.1 prósent en Gaukshreiðrið rekur lestina með 60 pró- senta sætanýtingu. Sætanýting Borgarleikhússins er mun minni ef yfir heildina er litið, en Leikfélag Reykjavíkur státar þó af vin- sælustu sýningu vetrarins, Leynimel 13, með um 9.400 áhorfendur þótt sætanýtingin hafi aðeins náð 75.3 prósentum. Samtals 45.000 gestir í stóru leikhúsin í haust 20 prósent færri í Borgarleikhúsið í ár. Horfið á sió \ sjonvarp með Dr. dunna Látið Dr. Gunna leiða ykkur um frumskóg dagskrárinna i Ríkissjónvarpið Stöð2 Mánudagur 12. desemfoer ara dramatískustu atburða, banka- stjórinn og dóttir hans sem tengjast þessu morðmáli, eiga sér fyrir- myndir og eru í rauninni kveikjan að því að mig langaði til að gera fjöl- skyldusögu að þessu tagi. Áður en ég byrjaði að skrifa um fólkið í Thulekampinum var ég kominn með drög en sem betur fer gerði ég ekki þessa bók þá. Bæði átti ég svo marg ólært og að auki hef ég orðið ákveðna fjarlægð á efnið.“ Nú hefur komið fratn sífelld kvört- unfrá harðari kreðsuntti ífemínism- anutti að ákveðitm hópur miðaldra karlarithöfunda séu eilíft tneð sintt eigin strákaheim til umfjöllunar. Hvað er í gangi? „Ja, það mætti einhver bók- menntafræðingur velta því fyrir sér hvort það sé meira um þetta núna en hefur verið í gegnum bók- menntasöguna: Hvort Gunnar Gunnarssonar hafi verið undir áhrifum frá Pétri Gunnarssyni þegar hann skrifaði Fjallkirkjuna, sem manni finnst reyndar ósenni- legt, einkum með það í huga að Gunnar er einhverjum sextíu árum eldri en Pétur, eða hvern djöfulann það var. Það eru reyndar tveir höf- undar sem hafa skrifað bækur sem byggðu á æsku ungra drengja í Reykjavík á fyrstu áratugunum eftir stríð. En ég sé ekki hversu mikinn skóla er hægt að .gera úr því. Og ef við segjum að það sé algengara að aðalpersónur karlkynshöfunda séu karlar, þá er það alveg hárrétt. Ég held að það sé líka algengara að að- alpersónur höfunda eins og Stein- unnar Sig, Vigdísar Gríms eða Svövu Jakobs séu kvenfólk. Mér finnst það lítt prógressív bók- menntaumræða að kljúfa þetta í tvennt og kalla þetta stelpu- eða strákabókmenntir." En nú virðist manni þetta verið orðinn einhver kafli í bókmenntaum- rceðu hérlendis? „Ég bara get ekki ímyndað mér þann tíma í bókmenntasögunni þar sem þetta hefur ekki verið algengt stef þannig að mér er fyrirmunað að sjá punktinn. Ég einfaldlega skil ekki hvað fólk er að tala um.“ Staða skáldsögunnar í fjölmiðla- heimi dagsins í dag — örstutt? „Lesendur skáldsögu og bók- mennta er að fækka og á eftir að fækka frá því sem verið hefur. En hversu mikil áhrif það mun hafa á skáldsögugerð á ég erfitt með að sjá. Það hefur verið hálfgert fríkástand á þessari öld — að meirihluti fólks kunni að lesa - - fyrr var þetta af- markaður og lítill hópur sem hafði aðgang að bókum án þess að þær sem slíkar væru verri á nokkurn hátt. Hvað var stór hluti almenn- ings í Rússlandi að lesa þega Do- stojevskí var að skrifa sín verk? Ólæsi er mikil ógæfa sem nauðsyn- legt er að bregðast við og hafa áhyggjur af en við skulum samt muna að ólæsi er ekki eingöngu vandamál bókmenntanna heldur fyrst og fremst þeirra sem ekki kunna að lesa.“ Það var nefnilega það. -JBG Töluverð breyting hefur orðið í leikhúslífi landsmanna á undan- förnum árum. Samkeppnin við Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið fer vaxandi og mikil gróska er í litl- um atvinnuleikhúsum. Að sögn Stefáns Baldurssonar Þjóðleik- hússtjóra og Sigurðar Hróarsson- ar, leikhústjóra í Borgarleikhúsinu, hefur þessi aukna samkeppni ekki orðið til þess að dregið hafi úr að- sókn í stóru leikhúsunum og í haust hefur hún verið svipuð og á sama tíma í fyrra. „Aðsóknin er búin að vera virki- lega fín á allar sýningar hjá okkur,“ segir Stefán. „Það er merkilegt nokk hversu vel hefur gengið mið- að við hvað það eru margar góðar sýningar í gangi.“ 500 áhorfendur komast fyrir í stóra salnum og í haust er búið að sýna Gauragang 20 sinnum fýrir 8.932 áhorfendur og Gaukshreiðrið 12 sinnum fyrir 3.581 áhorfanda. Auk áðurnefndra verka hefur óper- an Vald örlaganna verið sýnd þar 15 sinnum fyrir 6.410 áhorfendur og barnaleikritið Snædrottningin 7 sinnum fyrir 2.514 áhorfendur. 1.438 gestir hafa séð Dóttur Lúsifers á 19 sýningum á litla sviðinu en sal- urinn tekur 90 áhorfendur. Smíða- verkstæðið er hins vegar nokkuð stærra og rúmar 150 áhorfendur en Sannar sögur af sálarlífi systra hefur verið sýnt þar 24 sinnum í haust fyrir 3.035 manns. Samtals hafa því 25.910 gestir komið í Þjóðleikhúsið í haust á samtals 97 sýningar. Á sama tíma í fyrra voru gestir leikhússins 19.573 en sýningar nokkru færri, eða 88. Árið 1992 var hins vegar metár í Þjóðleikhúsinu með 141 sýningar og 34.923 áhorfendur. Sigurður Hróarsson leikhústjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur segist vera „bærilega ánægður“ með áhorfendasfjöída Borgarleikhúss- ins, um 19.800 gestir hafa mætt á leiksýningar LR frá því sýningar hófust í haust. Hér er um töluverða fækkun að ræða því á sama tíma í fyrra höfðu tæplega 25.000 manns skilað sér í hús. Flestir hafa farið á gamanleikinn Leynimel 13 eða um 9.400 áhorfendur. Verkið hefur verið sýnt 24 sinnum en 520 áhorf- endur komast í stóra salinn. Leik- ritið Óskin hefur gengið hlutfalls- lega betur en nú er búið að sýna það 47 sinnum fýrir samtals um 4.700 áhorfendur í minni salnum sem tekur um 140 gesti. Unglingaleikritið Ófælna stúlkan hefur fengið góðar viðtökur að sögn Sigurðar en um 1100 leikhús- gestir hafa komið á þær 9 sýningar sem er lokið. Leikritið Hvað um Leonardo? sem var sýnt aðeins 13 sinnum á stóra sviði Borgarleikhússins verð- ur að teljast flopp haustsins í leik- húsunum ef litið er til fjölda áhorf- enda en einungis 4.200 gestir mættu á það. Sigurður segir því til skýringar að verkið hafi verið þess eðlis hann hafi ekki búist við fleiri gestum og sé sáttur við útkomuna þegar á heildina er litið. Frú Emilía er líklega stærsta „litla atvinnuleikhúsið“ en það er með sýningar í Héðinshúsinu við Selja- veg. I fyrra komu samtals 10.000 áhorfendur á sýningar þar en leik- húsið hefur farið rólega af stað í ár. Macbeth var sýndur 16 sinnum fýr- ir 1200 áhorfendur en það þykir vel viðunandi útkoma á verki eftir Shakespeare. Kirsuberjagarður Tjekovs gengur hins vegar gíimrandi vel og verið nær uppselt á þær 13 sýningar sem þegar hafa verið. Um 1400 áhorf- endur hafa séð Kirsuberjagarðinn en salur Frú Emilíu tekur rúmlega 100 hundrað áhorfendur. Farand- uppfærsla á barnaleikritinu Ævin- týri Trítils hefur loks verið sýnd tvisvar síðan í haust en 103 sýningar voru á því í fyrra. Ómögulegt er að segja til um áhorfendafjölda á far- andsýningum þar sem leikhúsin sjálf standa ekki fyrir sölu aðgöngu- miða á slíkar sýningar. Möguleikhúsið leggur einnig mikið upp úr farandsýningum en það hefur sýnt Umferðarálfinn Mókoll um 60 sinnum í haust auk jólaleikritsins Trítiltopps, sem boð- ið er upp á í húsnæði leikhússins við Hlemm. Trítiltoppur hefur ver- ið sýndur um 15 sinnum fyrir nær ftillu húsi. Kaffileikhúsið í Hlaðvarpanum við Vesturgötu var stofnsett í haust og hefur farið af stað með fítons- krafti. Leikhúsið hefur aðeins verið starfrækt í tvo mánuði og tekið inn 2000 áhorfendur á 30 sýningar á þeim fimm verkum sem það hefur þegar frumsýnt. Mesta aðsóknin hefur verið á Sápu eftir Auði Har- alds en á þá sýningu rúmast um 90- áhorfendur í salnum. Leikhúsgestir virðast kunna vel að meta að geta komið og snætt kvöldverð fyrir sýningu og notið hennar síðan yfir kaffibolla eða rauðvínsglasi. -lae 15.00 Alþingi 17.00 Fréttaskeyti 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Jól á leið til jarðar 18.05 Þyturílaufi (11:65) 18.25 Hafgúan (4:13) 19.00 Flauel 19.15 Dagsljós 19.45 Jól á leið til jarðar (e) 20.00 Fréttir, íþróttir og veður 20.40 Danska Þorpið (4:12) 21.10 Ævi og samtíð Jesú 2. þáttur: Hver var Jesús? 22.05 Músin i horninu Breskt sakamátafjör eftir Ruth Rendell með Wexford töffara. 23:00 Ellefufréttir 23.20 Viðskiptahornið 23.30 Dagskrárlok 13.30 Alþingi 16.45 Viðskiptahornið (e) 17.00 Fréttaskeyti 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Jól á leið til jarðar 18.05 Molóbúamýri (2:13) 18.30 SPK(e) 19.00 Eldhúsið 19.15 Dagsljós 19.45 Jól á leið til jarðar 20.00 Fréttir, íþróttir og veður 20.45 Staupasteinn (25:25) Siðasta bjórglasið. 21.10 Músin i horninu (2:2) 22.05 island, Norðurlönd og Evrópa Umræðuþáttur. 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok 13.30 Alþingi 17.00 Fréttaskeyti 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Jól á ieið til jarðar 18.05 Myndasafnið 18.30 Völundur 19.00 Einn-X-tveir 19.15 Dagsljós 19.45 Jól á leið til jarðar (e) 20.00 Fréttir, íþróttir og veður 20.50 i sannleika sagt 21.45 Nýjasta tækni og vísindi 22.10 Finlay læknir (6:6) 23.10 Tíu minútur yfir ellefufréttir 23.25 Einn-X-tveir (e) 23.40 Dagskrárlok 09.00 Sjónvarpsmarkaðurinn 12.00 Hlé 17.05 Nágrannar 17.30 Vesalingarnir 17.50 Móses 18.15 Táningarnir í Hæðagarði 18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.19 19:19 20.20 Eiríkur 20.50 Matreiðslumeistarinn 21.40 Fimmburarnir (2:2) 23.20 Rósastríðið 01.15 Dagskrárlok 09.00 Sjónvarpsmarkaðurinn 12.00 Hlé 17.05 Nágrannar 17.30 PéturPan 17.50 Ævintýri Villa og Tedda 18.15 Ég gleymi þvi aldrei 18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.19 19:19 20.20 Sjónarmið Stefáns Jóns 20.50 Visasport 21.30 Handlaginn heimilisfaðir 22.00 Þorpslöggan 22.50 New York löggur (6:22) 23.40 Raising Arizona Eftir Coen-bræður. Ein besta mynd i heimi. 01.10 Dagskrárlok 09.00 Sjónvarpsmarkaðurinn 12.00 Hlé 17.05 Nágrannar 17.30 Litla hafmeyjan 17.55 Skrifað í skýin 18.15 Visasport 18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.19 19:19 20.20 Eiríkur 20.55 Melrose Place (20:32) 21.50 Stjóri 22.40 Tiska 23.10 Veðmálið Dogfight Ágæt mynd með River Phoenix. Nokkrir landgönguliðar stunda þann leik á barnum að reyna að pikka upp Ijótustu gell- una. River krækir ieina ófriða en verður svo hrifinn af henni og spinnast þá upp mörg siðfræðiieg vandamál. 00.40 Dagskrárlok Miðvikudagur 14. desember Grín í akkorði andans. I listum eru árangursríku verkin þau sem opna nýja mögu- leika og nýja sýn, hin árangurs- minni eru þau sem einungis stað- festa og endurtaka það sem er full- reynt. Kosturinn við smæð gallerís Birgis Andrésssonar er að áhorf- andinn þarf ekki að óttast truflun frá kraðaki of margra verka. En er hægt að gefa litlu verki í 14 m2 gall- eríi fjórar stjörnur á sama tíma og hent er gaman af úttroðnum sýn- ingum á heimsfrægu fólki í öðrum sölum bæjarins og þykir gott ef þær sýningar komast af núllpunktinum og fá ýmist hauskúpu eða eina stjörnu? Svarið er einfalt: nýir möguleikar eru óteljandi sinnum meira virði en ráðaleysið, íhaldið og þvermóðskan. Þess vegna væri eðlilegt að ein sýning eða eitt verk fengi þúsund stjörnur en öll hin verkin væru brennimerkt með hauskúpu til marks um dauðan hugsunarhátt. Það hefur því meira gildi í Islandskynningu að bera fram þó ekki væri nema ígildi einn- ar stjörnu, eins neista, á við þúsund þorsk- og sviðahausa. I gamla daga áttu börn og ung- lingar til að stökkva óvænt upp á bakið hvert á öðru, sá sem lyppað- ist niður var kallaður fransbrauð, sá sem stóð var kallaður rúgbrauð. Nú standa íslandskynningabessarnir, hvort sem þeir kallast nú Gunnar, Bera, Halldór, Þorgeir, Pétur, Jak- ob, fisksalar og útflytjendur, ónefndir listamenn eða dularfullir útlendingar, frammi fyrir því hvort setja eigi fransbrauð, rúgbrauð eða jafnvel skútuskonrok í pakkana. — Því meira sem maður skoðar lista- heiminn því ljósara verður að hve miklu leyti hann snýst um mat. ■ Nýir möguleikar eru þúsund stjörnu virði á sama tíma og of- gnóttin og listarulsið ætti að fá jafngildi i sviðahausum og þorskhausum sem þó má setja í pottana svo enginn fari svangur heim. Halldór hefur kreist nýja sýn og nýja möguleika út úr hrauninu með kyndlum sínum og eldibröndum. Við skulum fylgjast með flugi og litbrigðum hraunflugnanna. Ef gestirnir taka upp á þvi að drekka úr marglitum flöskum Halldórs þá býður Birgir galleriisti upp á rúgbrauð eða skútuskonrok. Imbakassinn StöÐ 2 •kk Eftir mikla yfirlegu hef ég kom- ist að markmiði grínþátta. Þeir eiga að vera fyndnir. Eða það held ég. Imbakassinn á Stöð 2, sem hef- ur verið í gangi síðan Spaugstof- unni fækkaði um tvo fyrir nokkr- um árum, tekst sárasjaldan að vera beint sprenghiægilegur, en hann er oftast alveg la la, með frávikunum hundleiðinlegur og góður. Hund- leiðinlegustu lægðunum ná spaug- ararnir í söng sínum á meintum grínvísum um stjórnmálamenn. Þær ætti að einangra við Skaupið, en helst að flytjast eingöngu á Þorrablóti Alþingis. Þó vissulega sé grínsmekkur manna misjafn get ég ekki ímyndað mér að nokkur hafi gaman að samansúrruðum rullum um Jón Baldvin þetta og Ólaf Ragnar hitt. Skemmtilegast er að Imbakass- anum þegar fjórmenningarnir fá einhverja frétt með grínvænni hlið upp í hendurnar og ná að kreista eitthvað annað en hið augljósa gys út úr efninu. Þó er oftast keyrt í það sem auðveldast er og sjaldan reynt að spinna úr efninu og flytja það í hærri grínhæðir. Líklegast hafa grínararnir ekki mjög mikinn tíma til undirbúnings, enda mikið bókaðir á öðrum vettvangi, og því kannski ekki hægt að biðja um útpælt grín. Þetta grínakkorð skýr- ir einnig hið mikla magn ófynd- inna aulabrandara, oft tengdu tví- hliða merkingu orðasambanda (til dæmis „að breiða yfir“), sem flæð- ir ótæpilega um Imbann. Grínararnir eru án nokkurs efa helstu grínhetjur þjóðarinnar til margra ára og hafa komið hverjum kjafti til að hiæja um áraraðir. Laddi er auðvitað kóngurinn, er elstur í spaughettunni og á að baki stanslausa sigra. Honum tekst oft ágætlega upp þó langt sé orðið síð- an hann fann upp verulega góða týpu. Það sama má segja um Sigga. Flestar nýju týpurnar hans „Grínararnir eru án nokkurs efa helstu grínhetjur þjóðarinn- ar til margra ára og hafa komið hverjum kjafti til að hlœja um áraraðir.“ tala eins og meistaraverkin, Ragnar Reykás og Kristján heiti ég. Á með- an Laddi og Siggi hafa sérhæft sig í týpunum eru Pálmi og Örn sleipir í herminu. Þeirra grín byggir aðal- lega á skopstælingum, og á meðan Örn er farinn að þreytast sem Dav- íð Oddsson og Kristján Jó- hannsson er Pálmi ferskari: Til dæmis var túlkun hans á Jóni Við- ari leikhúsgagnrýni æðisleg þó textinn væri þunnur og byggður á óyfjrbreiddum sárindum leikara. Á meðan gömlu grínkóngarnir gantast með misjöfnum árangri eru blikur í lofti. Radíusbræður taka þeim gömlu fram í skemmti- legheitum og frumleika og ef nýja prógrammið þeirra verður eitt- hvað í líkingu við Limbó verður gaman að vera fyrir framan sjón- varpið eftir áramót. Einhvers stað- ar hljóta svo að vera fyndnir menn í skáp, Jón Gnarr og Siggi Best ættu til dæmis að troða sér í sjón- varpsþátt því leikþátturinn „Við- gerðarmenn í vanda“, sem verið hefur á stopulli dagskrá á Rás 2, er ekkert annað en grínsnilld af bestu gráðu. Svo má ekki gleyma Hjálm- ari Hjálmars, sem er til alls vís ef hann nennir og fær pláss. Til að eiga einhvern séns í upp- rennandi grínhetjur þurfa Imbak- assamenn að standa sig betur. Helst að segja upp í leikhúsinu og hætta öðru sukki. Grín í akkorði verður aldrei annað en sæmilegt grín sem er farið að missa tenn- urnar.B

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.