Helgarpósturinn - 12.12.1994, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 12.12.1994, Blaðsíða 22
30 MORGUNPÓSTURINN FÓLK MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 1994 Nóbelsverðlaunin í hagfræði einfari í skóla og þótt ólíkur öðrum stúdentum. Hann gifti sig síðla árið 1957 og ári seinna gekk kona hans með barn þeirra. Það var þá sem Nash tók sjúkdóminn og vorið 1959 var hann lagður inn á geðsjúkrahús. Á undangengum mánuðum var sem Nash hefði skipt um persónu- leika. Hann óð úr einu í annað og sumir fyrirlestrar hans voru ekki á vitrænum nótum. Hann fór líka að skrifa undarleg bréf til opinberra persóna og ofsóknarhugmyndir hans uxu stig af stigi. I fyrstu töldu læknar Nash í anda Freudismans að það sem þjakaði hann væri legöf- und vegna óléttu eiginkonunnar og fékk hann því enga raunhæfa með- ferð heldur útskrifaðist skömmu eftir fæðingu barnsins. Eftir sjúkrahúsdvölina sagði hann starfi sínu lausu hjá M.I.T, Tækniháskólanum í Boston og þvældist eirðarlaus um í Evrópu frá einni borg til annarrar. Þaðan sendi hann póstkort með undarlegum skilaboðum til starfsbræðra sinna og eiginkonu heima fyrir. Honum fannst sér ógnað hvarvetna, hann óttaðist persónunjósnir og á tíma- bili reyndi hann að gefa bandarískt ríkisfang upp á bátinn. Á endanum skildu þau hjónin algerlega að borði og sæng og Nash flutti til að búa með móður sinni á æskuslóðum sínum í Vestur-Virginíu. Hugsanabrengl og rugl Venjulega veikist fólk af geðklofa á táningsárum eða rétt eftir tvítugt þegar það er um það bil að breiða út vængina og hefja sig til flugs. Hitt gerist líka að sjúkdómurinn hitti fólk íyrir seinna þegar það hefur tekið flugið og í tilfelli Nash var fall- ið hátt frá heimsfrægum háskóla- borgara til þess að verða óvinnufær sjúklingur. Geðklofa er oftsinnis ruglað saman við geðbrigðasýki sem hefur þjáð marga af helstu sén- íum sögunnar svo sem Vincent Van Gogh, Virginíu Wolf, Sylvíu Plath og skáldið Robert Lowell sem var sjúklingur samtíma Nash á geðspítalanum sem hann lagðist inn á fyrst þegar hann veiktist. En geðbrigðasýkin ruglar ekki hugsun heldur geðslag og þeir sem þjást af henni eru því færir samt sem áður um að hugsa rökrétt og milli kasta er fólk því fært um að leysa krefj- andi verkefni. Geðklofi á hinn bóg- inn ruglar alla hugsun og skynjun og er því ólíklegt að hann fari sam- an við mikil afrek á sviði hugsunar. Þó að ástæður sjúkdómsins séu enn óþekktar hafa þó komið fram lyf á síðustu árurn sem gera fólki kleift að lifa sem eðlilegustu lífi. Af þeim sem veikjast nær um það bil fjórð- ungur sér alveg. Meirihlutinn nær sér að einhverju leyti en brot sjúk- linganna nær sér aldrei. Brautryðjandi í leikjafræði Þó að leikjafræðin sjálf sé flókin er grunnhugmynd hennar einföld. „1 mörgum bandarískum kvik- myndum hefur verið sviðsettur glæfraleikur sem var stundaður af unglingum, það er þegar tveir bílar keyra beint á móti hvor öðrum og sá sem fyrr víkur tapar en þannig má líka hugsa sér grófa einföldun af upphaflegu hugmyndinni," sagði Það vakti óneitanlega athygli þegar nóbelsverðlaunin í hagfræði í ár féllu í skaut John Forbes Nash en hann greindist með alvarlegan geðklofasjúkdóm, „Paranoid schiz- ophrenia," fyrir 36 árum þegar hann stóð á hátindi ferils síns, þá þrítugur að aldri. Verðlaunin sem nú falla honurn í skaut eru veitt fyr- ir rannsókn sem birtist, 1949 er hann var 21 árs gamall í doktors- námi við Princeton-háskóla. Nash hefur sýnt ýmis batamerki á síðustu tíu árum og því fær um að veita verðlaununum viðtöku í eigin per- sónu. Sá heiður sem honurn er sýndur er því gleðiefni fyrir marga þá sem berjast við að eyða fordóm- um í garð geðsjúkra. Nóbelsverðlaunin í ár fara til þriggja hagfræðinga, Reinhard Selten frá háskólanum í Bonn, John C. Harsanyi frá Berkleyhá- skóla í Kaliforníu og J.F.Nash sem síðast kenndi við Princeton háskóla þó að hann hafi mestmegnis dvalið inni á sjúkrahúsum eða á æskuslóð- urn sínum eftir að hann tók sjúk- dórninn. Allir hafa þeir getið sér gott orð innan leikjafræðinnar eða „Game Theory“ eins og hún kallast á frummálinu. Nash er einn helsti frumkvöðull leikjafræðinnar eða sá sem beindi henni í þann farveg sem nútíma leikjafræði byggist á og er notað við hagstjórnun til að sýna samspil ýmissa hópa, til dæmis seðlabanka og stjórnvalda, almenn- ings og stjórnvalda og sem slík er hægt að nota kenningar innan leikjafræðinnar til að meta trúverð- ugleika ýmissa hagstjórnaraðgerða. Nash-jafnvægið, eins og ein af grunnkennisetningum leikjafræð- innar kallast í höfuðið á höfundi sínurn, er mikið notuð í stofnana- hagfræði og til að skilja samspil fá- keppnisfyrirtækja, (sem búa við takmarkaða samkeppni eða hafa einokunaraðstöðu). Snillingur Nash ólst upp í bænum Bluefield í Vestur-Virginíu. Faðir hans var rafmagnsverkfræðingur en móðir hans kennari. Ómannblendni hans var oft rakin til upprunans af því fólki sem kynntist honum bæði í Tækniháskólanum í Boston og seinna í Princeton. En Bluefield var þó ekki venjulegt krummaskuð heldur voru meðaltekjur þar þær hæstu á íbúa í öllu fylkinu og for- eldrar hans lögðu metnað sinn í að rnennta börnin sín á öllurn sviðurn og hann fékk tilsögn í tónlist og skák og fleiri greinum. Nash skaraði þó ekki fram úr í skóla þó að hon- um gengi vel að læra og hann fékk ekki alltaf fýrstu einkunn. I barna- skóla kallaði kennarinn móður hans fyrir og sagði að sonurinn ætti við erfiðleika að etja í stærðfræði. „Hann notaði gjarnan aðrar úr- lausnir við verkefni heldur en bókin segði til um.“ Nash byrjaði að læra efnafræði í Carnegie Mellon en skipti yfir í stærðfræði strax á fyrsta ári og út- skrifaðist með BS gráðu tveimur ár- um seinna frá Carnegie Tech í Pitts- burgh. I MA-náminu fékk hann fyrst snillingsviðurnefnið þegar stærðfræðiprófessorinn kallaði hann „hinn unga Gauss,“ og vísaði þar með til hins snjalla þýska stærð- fræðings. Meðmæli hans frá um- sjónarprófessornum í MA-náminu voru stutt og gagnorð. „Maðurinn er snillingur." Stjörnuhrap Nash var meistari á sviði stærð- fræðinnar og afar hátt skrifaður í sínu fagi en það var árið 1958 skömmu eftir að tímaritið Fortune hafði valið hann sem snilling á sínu sviði og stjörnu stærðfræðinnar, að hann hann veiktist og á stuttum tíma lagði sjúkdómurinn bæði einkalífíð og líf hans sem háskóla- borgara í rúst. Nash hafði þótt vera Alicia Nash eiginkonan, með ungan son þeirra í kringum 1960. John Forbes Nash skömmu eftir að hann var tilnefndur til nóbels- verðlaunanna. Tryggvi Herbertsson hjá Hag- fræðistofnun. „Upphaf leikjafræð- innar er rakin aftur til seinni heims- styrjaldarinnar þegar svipuð tækni var notuð til að ákvarða birgða- flutninga en þeir sem komu með hana inn í hagfræðina hétu Oscar Morgenstern og Von Neumann. Það var hins- vegar Nash sem byrjaði að nota hana til að greina vandamál og þró- aði aðferðir í því sambandi sem ruddu brautina að nútíma leikja- fræði.“ Meðan að hinir frumkvöðlarnir höfðu einbeitt sér að því að sigur eins í samkeppni væri ósigur hins einbeitti Nash sér að því að rann- saka hvernig allir stríðandi aðilar hefðu einhvern hag af samkeppn- inni. Hann sýndi fram á jafnvægi þar sem enginn gæti gert betur vit- andi hvað mótaðilinn hefðist að. I hans höndum varð leikjafræðin tæki sem hagfræðingar gátu notað til að greina vandamál. Spurnir um Nash Sænska nóbelsverðlaunanefndin hafði haldið uppi spurnum um Nash í nokkurn tíma áður en ákveðið var að verðlaunin gengu til hans. Það voru ekki aðeins verk hans sem að nefndin var að grennslast fyrir um heldur hugar- ástand hans. Það eru þó engar regl- ur sem kveða á um að verðlauna- hafar þurfi að ferðast til Stokk- hólms til að taka við verðlaunun- um, halda fyrirlestur og flytja þakk- arávarp fýrir kónginn og drottning- una, gefa blaðaviðtöl og svo fram- vegis. Það er heldur ekki í reglum að starfsframi verðlaunahafa þurfi að hafa verið óslitinn eft ir að framlagið sem hlýtur verðlaunin lá fyrir en í tilfelli Nash var það þegar árið 1950. Nash hélt uppá fréttirnar með eiginkonu sinni fyrrverandi, sem býr með honum í húsi nærri Princeton þrátt fýrir að þau séu löngu skilin, syni sínum sem einnig er stærðfræðingur og nánustu íjöl- skyldu og vinum. Síðar ráðgaðist hann við aðra nóbelsverðlaunahafa um þakkarávarpið fyrir kóngafólk- ið, hélt blaðamannafund og í lok síðasta mánaðar var honum boðið í heimsókn í Hvíta húsið. Sumir stærðfræðingar vilja meina að afrek Nash á sviði stærð- fræði hafi verið mun merkilegri en leikjafræðin sem hann er verð- launahafi Nóbels fýrir og þeir segja að væru veitt verðlaun á sviði stærðfræði væri Nash vel að þeim kominn. Háskóladraugurinn Það voru kollegar Nash innan leikjafræðinnar sem knúðu á um að hann fengi verðlaunin og nú er það orðið að veruleika. Maðurinn sem í áratugi hefur verið skráður prófess- or við Princeton-háskóla en verið lítið annað en draugur þar innan dyra og skáldsagnapersóna í bók- inni, „Mind and body problem,“ eftir Rebeccu Goldstein. Sagan gerist í Princeton-háskóla og er ekki ósvipuð Óperudraugnum nema hvað að í bókinni er það Princeton- háskóli og Nash sem er vafrandi milli bygginga. Hann hefur nú Nash nýorðinn doktor í stærð- fræði. fengið uppreisn æru. Það eru tíu ár síðan Nash fór að vakna til lífsins og hafa samband við kollega sína og í framhaldi af því geta fengist við stærðffæði aftur. Læknar segja það kraftaverki líkast enda er ekki hægt að rekja afturbatann til neinna lyfja eða meðferðar. Það er þó fremur ólíklegt að Nash sem er 66 ára gam- all geti afrekað eitthvað í líkingu við það sem hann gerði á yngri árum eftir allan þennan tíma í þögn. Tryggvi Herbertsson sagði að nóbelsverðlaunin í hagfræði færu yfirleitt til manna á gamals aldri og oft hefðu þeir ekkert afrekað í fjöldamörg ár heldur væru þau hugsuð sem viðurkenning fyrir það starf sem lægi að baki. Vegna þess væri Nash vel að verðlaununum kominn sem frumkvöðull á sviði ieikjafræðinnar. -ÞKÁ Háskóladraugurínn fær upp reisn æru

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.