Helgarpósturinn - 12.12.1994, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 12.12.1994, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTASKÝRING 7 Stöðuveiting umboðsmanns barna Kvartað til umboðs Guðrún Hjartardóttir, ritstjóri „Þetta er að því er virðist skyndiákvörð- un Þórhildar að sækja um skrautstöðu í embættismannakerfinu.“ Guðrún Hjartardóttir, ritstjóri tímaritsins Uppeldis og einn umsækjenda Vanvirðing við aðra um- sækjendur Guðrún Hjartardótlir, ritstjóri tímaritsins Uppeldis, er mjög ósatt við þau vinnubrögð sem viðhöfð voru við ráðningu Þórhildar Lín- dal í starf umboðsmanns barna. „Þórhildur er sú eina sem hafði tækifæri til að kynna sig persónu- lega í forsætisráðuneytinu, okkur hinum var ekki einu sinni boðið í viðtal. Stöðuveitingin er vanvirðing við aðra umsækjendur þar sem alls ekki var staðið faglega að verki. Ég hef ekki fengið umsókn rnína endursenda en í hréfi frá forsætis- ráðuneytinu var mér tilkynnt að Þórhildur hefði fengið stöðuna. Starsferill hennar er þar rekinn í stórum dráttum en varla er hægt að kalla þann feril rökstuðning fyrir ráðningunni. Þar kemur fram að hún hefur einungis níu mánaða starfsreynslu af málefnum barna og unglinga," segir Guðrún. „Embættið er gífurlega mikil- vægt og í það þarf hæfileikaríkan og duglegan einstakling en ekki aðila sem tekur, að því er virðist, skyndi- ákvörðun um að sækja um skraut- stöðu í embættismannakerfinu. Sorglegast er þó að Þórhildur getur á engan hátt staðið undir því. Hún er of nátengd „kerfinu“ og á því mjög erfitt með að vekja athygli á þeim misbrestum og hnökrum sem þar finnast. Það má búast við að hún sitji sem umboðsmaður barna næstu fimm eða tíu árin,“ segir Guðrún í samtali við MORGUN- PÓSTINN. HM verið að vísa fyrirspurnum til ann- ars starfsmanns í ráðuneytinu. Þór- hildur sækir samt sem áður um og er starfsmaður þess sem síðan veitir stöðuna. Páll og Benedikt segja, að forsæt- isráðherra geti talist vanhæfur sam- kvæmt nýjum stjórnsýslulögum en þar kemur meðal annars fram að starfsmaður er vanhæfur ef fyrir hendi eru aðstæður sem draga óhlutdrægni hans í efa. Spurningin sé hvort forsætisráðherra geti talist vanhæfur þar sem hann er yfirmað- ur Þórhildar en að auki hefur verið bent á sterk vináttutengsl þeirra. Skylda ráðherra sé að beita mál- efnalegum sjónarmiðum við ráðn- ingar og honum ber að líta hlut- laust á málin. Það er ólögfest regla að ef hann lætur stjórnast af per- sónulegum atriðum, svo sem vin- áttu eða pólitík, þá flokkast það undir valdníðslu. Páll og Benedikt hafa í hyggju að leggja inn kvörtun til umboðs- manns Alþingis og fá þannig úr því skorið hvort um lögbrot hafi verið að ræða. Forsætisráðherra er æðsti maður stjórnsýslunnar og eins og málurn er háttað er ekki hægt að kæra til hans. Umboðsmaður Al- þingis er í störfum sínum sjálfstæð- ur og óháður fyrirmælum frá öðr- um. Ef niðurstaða hans er sú að óeðlilega hafi verið staðið að ráðn- ingunni er hugsanlegt að málinu verði vísað til dómstóla þar sem hægt er að höfða viðurkenningar- mál og gera þá kröfu að skipan Þór- hildar í starfið verði dæmt ógild. -HM Benedikt Sigurðarson „Forsætisráðherra ber að rökstyðja ákvörðun sína innan tveggja vikna en það hefur hann ekki gert.“ Davið Oddsson, forsætisráð- herra á yfir höfði sér kæru vegna stöðuveitingar í embætti umboðs- manns barna. Tveir umsækjenda, Páll Tryggvason læknir og Bene- dikt Sigurðarson skólastjóri, telja ráðningu þórhildar Líndal, lög- fræðings í forsætisráðuneytinu, í starf umboðsmanns barna vera brot á nýjum stjórnsýslulögum. Lögin tóku gildi urn síðustu áramót og voru samin fyrir tilstilli forsætis- ráðherra. Þórhildur Líndal var síð- an fengin til að kynna almenningi lögin, meðal annars með því að semja um þau sérstakan kynningar- bækling. Það var Eiríkur Tómas- son, lögfræðingur og eiginmaður Þórhildar, sem átti stærstan þátt í samningu laganna. „Fjórar vikur eru liðnar síðan við Páll skrifuðum bréf til Davíðs og kröfðumst rökstuðnings hans fyrir stöðuveitingunni. Samkvæmt stjórnsýslulögunum ber honum að wara skriflega innan 14 daga en nú :tæpum mánuði síðar hefur okkur enn ekkert svar borist. Þolinmæði iokkar er nú á þrotum,“segir Bene- dikt. „Allir eiga að njóta jafnræðis gagnvart stjórnsýslunni. Okkur hafa ekki enn verið sýnd rök sem sýna ffam á að hæfni Þórhildar í starfið sé meiri en annarra, síður en svo. Ég veit að reynsla hennar af málefnum barna er gerð meiri en ástæða er til. Það er einkennilegt að forsætisráðherra skuli liggja svona á Þorhildur Lindal Skipun hennar dregur dilk a eftir sér. þessum rökum. Auk Þórhildar sóttu fimm lögfræðingar um starf- ið, Áslaug Þórarinsdóttir, Elín Norðdahl, Brynhildur Flóvens, Björn Baldursson og Guðrún Ag- nes Þorsteinsdóttir. Við viljum láta reyna á þessar nýju leikreglur sem settar hafa verið og fá úr því skorið hvort um lögbrot sé að ræða,“ segir Páll. Á grundvelli þeirra vinnubragða sem viðhöfð voru við ráðningu Þórhildar í starfið, íhuga nú PáU og Benedikt málsókn. Að þeirra mati hlýtur það að teljast óeðlilegt að Þórhildur hafi tekið við umsóknum og svarað fyrirspurnum annarra umsækjenda. Á þann hátt hafði hún forgang fram yfir hina 23 sem sóttu um stöðuna. Réttast hefði Páll Tryggvason „Um stjórnsýsiulögum." er að ræða margfalt brot á Hörður Svavarsson, formaður Foreldrasamtakanna Davíð Oddsson Óttumst að embættið verði ekki tekið ah/arlega Foreldrasamtökin vilja að um boðsmaður Alþingis rannsaki stöðuveitingu forsætisráðherra í embætti umboðsmanns barna. í samtali við MORGUNPÓSTINN segir Hörður Svavarsson, formaður Foreldrasamtakanna, að ef enginn lUmsækjenda kæri stöðuveitinguna þá muni hann semja kvörtun til umboðsmanns Alþingis og fá þannig úr því skorið hvort rétt hafi -verið staðið að málum. „Við hjá Foreldrasamtökunum höfum bar- ast fyrir að þessu embætti yrði kom- ið á fót frá árinu 1987. Okkur finnst miður að ekki skuli ríkja friður um stöðuveitinguna þar sem mikilvægt er að mark sé tekið á umboðs- manni barna. Enginn tekur emb- ættið alvarlega ef því er haldið fram að ólöglega sé að ráðningunni stað- ið og að Þórhildur hafi hreppt stöð- una fyrir kunningsskap og vináttu- tengsl. Það getur ekki talist annað en óheppilegt að kerfið skuli ráða manneskju úr kerfinu til að hafa eftirlit með kerfinu. Við erum ekki að efast um lögfræðilega hæfni Þór- hildar en drögum í efa að lögfræði- menntun í þetta starf sé æskileg,“ segir Hörður. -HM Hörður Svavarsson „Það getur ekki talist annað en óheppilegt að kerfið skuli ráða manneskju úr kerfinu til að hafa eftirlit með kerfinu." Svarar í vikunni í samtali við MORGUNPÓSTINN segir Davíð Oddsson, forsætisráð- herra að afskaplega vel hafi verið staðið að ráðningu Þórhildar Lín- dal í starf umboðsmanns barna. „Áður en tilkynnt var opinberlega að Þórhildur hefði verið ráðin, voru umsóknir annarra endur- sendar. Þeim fylgdi jafnframt ákveðinn rökstuðningur fyrir af hverju Þórhildur var ráðin en það er yfirleitt ekki vaninn við stöðu- veitingar sem þessar. Ég hef verið í útlöndum að und- anförnu en mun svara síðar í vik- unni. Umfjöllun MORGUNPÓSTS- INS frá 5. desember um stöðuveit- inguna er vitleysa frá upphafi til enda. Það er til að mynda ekki rétt að Páll Líndal, faðir Þórhildar, hafi verið borgarlögmaður þegar ég var borgarstjóri þar sem hann hætti 1978 en ég varð borgarstjóri 1982,“ segir Davíð. Davíð Oddsson „Ákveðinn rök- stuðningur fylgdi þegar umsóknir voru endursendar."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.