Helgarpósturinn - 09.01.1995, Side 4

Helgarpósturinn - 09.01.1995, Side 4
4 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 1995 Sérdeildin í Digranesskóla yfirfull og verður að vísa nemendum frá Ólafur Ragnar Grímsson Ánægður með 80 prósenta stuðn- ing í skoðanakönnun Alþýðu- bandalagsins í Reykjanesi. Skoðanakönnun Alþýðubandalags í Reykjanesi Yfirburða- sigur Olafs Ragnars Sigríður Jóhannesdóttir varaþingmaður í 2. sæti. „Ég er mjög þakklátur fyrir þann eindregna stuðning sem kemur fram í þessari niðurstöðu og þykir vænt um það að félagar mínir skuli meta samvinnu okkar á liðnu kjör- tímabili á þennan hátt,“ segir Ólaf- ur Ragnar Grímsson um niður- stöðu í skoðanakönnun Alþýðu- bandalagsins á Reykjanesi. ðlafur hlaut yfir 80 prósent tilnefninga en skoðanakönnunin fór þannig fram að flokksfélagar tilnefndu þá ein- staklinga sem viðkomandi vildu sjá á listanum, mest 6 nöfn. Þátt tóku 367 sem er um 60 prósenta þátt- taka. í fréttatilkynningu frá kjörnefnd segir að á eftir Ólafi hafí 6 aðilar verið með 30-55 prósent tilnefn- inga. í stafrófsröð eru það Guðný Halldórsdóttir, leikstjóri og bæjar- fulltrúi í Mosfellsbæ, Jóhann Geirdal bæjarfulltrúi og formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, Lúðvík Geirsson, formaður BÍ og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, Pétur Vilbergsson vélstjóri í Grindavík, Sigríður Jóhannesdóttir kennari og varþingmaður í Keflavík og Val- þór Hlöðversson bæjarfulltrúi í Kópavogi. Samkvæmt heimildum MORG- UNPÓSTSINS varð Sigríður í öðru sæti og reyndar fengu þessir þrír fulltrúar Suðurnesja mjög góða kosningu enda kjörsókn víðast 80- 90 prósent. Til samanburðar var hún rétt ríflega 30 prósent í Hafnar- firði og rúmlega 50 prósent í Kópa- vogi. Það vakti líka athygli hve hlutur Lúðvíks og Guðnýjar var góður enda höfðu þau ekki lýst áhuga á framboði en Guðný mun hafa komið sterkust út, utan Suð- urnesja, að formanninum frátöld- um. Kópavogsbúar, með Valþór í broddi fýlkinga, vildu prófkjör og ólíklegt er talið að Valþór taki sæti á listanum. Ef ekki komi nýtt fólk á listann er talið fúllvíst að Sigríður skipi annað sætið. Kjörnefnd skilar tillögum um næstu mánaðamót en ekki er útilokað að kosið verði affur um einstök sæti. -pj yfirvöld en án árangurs. Úrlausn ráðherrans var sú að annað barnið fór í sérdeild í Melaskóla og hefur stuðningskennara sem sinnir því eingöngu en starfsmaður sækir barnið í skóla og sinnir því í tvo tíma til viðbótar. Hitt barnið fær kennslu í heimahúsi 13 tíma á viku, auk þess sem uppeldisfulltrúi sinnir því á daginn en það er ljóst að slík úrræði eru dýr og varla til lang- frama enda eru foreldrarnir ekki óánægðir með lausn mála að öðru leyti en að hún er bráðabirgðalausn og málin því enn í óvissu. Vísað af skóladagheimili „Eftir að við fengum inni í sér- deild Melaskóla með sólarhrings- fyrirvara voru óleyst dagvistarmál- in en í október var brugðið á það ráð að láta hann á almennt skóla- dagheimili,“ sagði Ástrós Sverris- dóttir móðir drengsins í Melaskóla. „Honum var hins vegar vísað það- an eftir tvo daga og það var ekki fyrr en í nóvember að kona var fengin til að sækja hann í skóla og gæta hans til að hann fengi jafn- langa gæslu og er í Digranesskólan- um. Ég er í sjálfu sér mjög ánægð með þann stuðning sem hann fær í Melaskóla en það er talað um þetta sem bráðabirgðalausn og því nærri sýnt að hann þurfi að skipta aftur um skóla enda er þetta sjálfsagt dýrt að hafa kennara í fullu starfi ein- göngu fyrir hann. Það kemur líka til að fleiri börn bætast í hóp ein- hverfra skólabarna að hausti og þá er ljóst að ráðuneytið verður að bregðast við með því að stækka deildina eða stofna nýja. Það sem er erfiðast í þessu máli er óvissan því að einhverf börn þurfa aðlögunar- tíma og undirbúning ef vel á að vera.“ Einhverf börn þurfa sérstakan aðbúnað „Það sem er óviðunandi er að honum skuli vera neitað um skóla- vist en í sjálfu sér er ekkert athuga- vert við þá kennslu sem hann fær hérna heima,“ sagði Sabína Marth móðir annars barnsins sem um ræðir. „Það þarf að vera sérdeild fyrir öll þessi börn því að þau þurfa sérstakan aðbúnað og venjulegar sérdeildir duga ekki til því að minnsti hávaði hefur truflandi áhrif á þau. Þau geta hins vegar náð mjög miklum árangri með réttri þjálfun. Það er nefnd á vegum for- eldrafélags einhverfra barna að vinna í málinu núna og þrýsta á um úrbætur og vonandi að úr rætist." „Tvö einhverf börn fengu ekki aðgang í sérdeild Digranesskóla fýrir einhverfa í haust vegna pláss- leysis í skólanum en áður en börnin fóru á skólaaldur hafði fræðsluyfir- völdum verið gert viðvart um sér- þarfir þeirra,“ segir Sigrún Hjart- ardóttir, forstöðumaður sérdeild- arinnar. Að sögn Sigrúnar þurftu þrjú 6 ára einhverf börn skólavist í haust en sérdeildin er orðin of lítil og óskað var eftir stækkun deildar- innar eða nýrri sérdeild sem tæki mið af einhverfum börnum. For- eldrar barnanna fengu bráða- birgðaúrlausn sinna mála er þeir voru orðnir nær úrkula vonar um að ráðuneytið ætlaði að aðhafast nokkuð í málunum og fimm aðrir foreldrar sem þurfa á skólavist að halda fyrir einhverf börn sín eru farnir að örvænta um að nokkuð gerist. Þegar ekkert hafði gerst í málinu nú í sumar voru talsverðar blaða- skriftir af hálfu foreldranna sem lyktaði þannig að í haust þegar skólar voru hafnir og tvö barnanna stóðu á götunni, skrifaði Ólafur G. Einarsson svargrein í Morgunblað- ið þar sem hann sagði að aðhafst yrði í málinu. Þá höfðu foreldrarnir þrýst bæði á ráðuneytið og fræðslu- Ólafur G. Einarsson lofaði úr- bótum fyrir bömin en síðan eru liðnir margir mánuðir án þess að neitt hafi gerst. Astrós Sverrisdóttir með son sinn Bjarna Harald, sem fékk ekki inni í Digranesdeildinni fyrir einhverfa, en deildin fékkst ekki stækkuð fyrir haustið og hefur sprengt af sér öll bönd. Fimm þurfa skólavist næsta ár Fimm önnur einhverf börn þurfa skólavist næsta ár og foreldrar þeirra eru farnir að örvænta um að nokkuð gerist í málinu. „Við höf- um verið undanfarin ár að þróa að- ferðir í sjónrænni kennslu og um- hverfi. Foreldrar þessara barna vita að þetta er sú aðferð sem gefúr mesta möguleika og finnst hart að þurfa að berjast fyrir því að börnin fái kennslu við hæfi líkt og lög segja til um,“ sagði Sigrún Hjartardóttir. -ÞKÁ Einhverfum bömum nevtað um skólavist Ný sameining í prentbransanum ■ Blöðin sigruðu sjónvörpin ífrostinu ■ Sjúkraliðum ekki leyft að ganga í kringum jólatréð í verkfallinu ■ Ogþurftu að skrifa undirvíxil tilað fá jólabónusinn ■ Radíóamatör vitni afhlerunum löggunnar Mikii tíðindi urðu í prentbrans- anum um áramótin þegar Prent- smiðja Árna Valdemarssonar og Steindórsprent-Gutenberg samein- uðust. Gert er ráð fyrir að höfuð- stöðvar þessa nýja fyrirtækis verði í Síðumúlanum. Þetta verður næst stærsta prentsmiðja landsins, næst á eftir Odda. Þegar hefúr heyrst af því að ætlunin sé að fara af stað undir slagorðinu: „Eins og stafur á bók“. Skrifað var undir sameining- una á gamlársdag en hið nýja fyrir- tæki starfar frá og með 1. janúar. Viðræður höfðu verið i gangi síðan í haust en höfðu verið bundnar þvi að Prcntsmiðja Árna Valdcmars- sonar næði nauðasamningum. Prentsmiðjan mun heita Gutenberg en eignaraðilar eru Steindórsprent- Gutenberg hf. og Prentsmiðja Árna Valdemarssonar hf... eir voru sein- heppnir sjónvarps- mennirnir sem slógust í för með bændum til að bjarga hrossunum sem komust i sjálf- heldu í Skarðsheið- inni í miðjum ára- mótafögnuði lands- manna. Bæði DV og Morgunblaðið birtu dramatískar myndir af björguninni en lifandi myndir í sjónvarpi hefðu slegið það rækilega út. Kuldinn og kafaldsbyl- urinn á fjallinu gerði það hins vegar að verkum að kvikmyndatökuvél- arnar frusu þannig að sjónvarps- mennirnir fengu þvi ekki annað út úr ferðinni en puðið... Ymsar uppákomur í tengslum við verkfall sjúkraliða, sem lauk rétt fyrir áramót, hafa haft neikvæð áhrif á vinnuandann á þeim stofnunum sem þeir vinna á, eftir því sem fregnir herma úr her- búðum þeirra sjálfra. Dæmi um það er hjúkr- unarhcimilið Eir. Sjúkraliðum, ein- um stétta sem þar starfa, var ekki boðið til jólaskemmtunar sem hald- in var á meðan á verkfallinu stóð. Þeim mun hafa þótt það högg fyrir neðan beltisstað að vera sniðgengn- ir með þessum hætti... F leiri dæmi hafa heyrst um kergju sjúkraliða vegna atburða sem urðu í verkfalli þeirra. Sjúkraliðar áttu rétt á jólabónus, eins og flestallir launa- menn i landinu, en dæmi voru um það að sjúkraliðar hafi þurft að skrifa undir vixil til að fá hann út- borgaðan. Samt telja sjúkraliðar, og hafa mikið til síns máls, að hvort sem þeir hefðu snúið aftur til starfa eða ekki þá hafi þeir verið búnir að vinna sér inn jólaglaðninginn áður en verkfallið skall á... Vegna ásakana, sem fram hafa komið um að lögreglan hafi beitt símhlerunum óspart við leitina að Sigrúnu GIsladóttur og börnum hennar og Aðalsteins Jónssonar, hafa gamlar sögur um innra eftirlit rikisins aftur fengið byr undir báða vængi. Nýlega birti MORGUNPÓST- URINN upplýsingar um fjölda hlerana sem lögreglan hafði beitt samkvæmt dómsúrskurði, sem er forsenda þess að leyfilegt sé að beita slíkum aðferðum við lausn sakamála. Þar kom fram að þær voru aðeins tíu talsins árið 1993 og stefndi í svipaða tölu á síðasta ári. Radíóa- matör, sem sam- band hafði við blaðið, sagð- ist nýlega hafa hlustað á fjarskipti lögreglunn- ar og heyrt beiðni lög- rcglumanna á bíl um að samband yrði haft við Póst & síma og bílasíminn tengdur þannig að þeir gætu hlustað á grunsamlegan mann sem var að tala í síma í söluturni. Þessi rad- íóamatör segist hafa heyrt fleiri slíkar beiðnir og kvaðst þess fúllviss að einhvers konar innra eftirlit ríkisins hefði ffjálsar heimildir til að veita leyfi til sím- hlerana, óháð lagabókstafnum, og það hefði eigin starfs- mann hjá Pósti & síma. Sú saga hefur lengi verið á kreiki að Út- lendingaeftirlitið sé aðeins forhliðin á slíkri stofnun. Aldrei hefur hins vegar ver- ið sýnt fram á það með sennilegum rökum...

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.