Helgarpósturinn - 09.01.1995, Page 30
I
I
I
Dregið í áskriftargetraun morgunpóstsins og Heimsferða
Það var ánægð fjölskylda sem tók við farseðli fyrir tvo til Kanaríeyja úr hendi Andra Más Ingólfssonar, framkvæmdastjóra Heimsferða og Sveinbjörns Kristjánssonar, dreif-
ingarstjóra MORGUNPÓSTSINS. Frá vinstri: Andrea í fangi föður síns, Benedikts Ólafssonar, Ásdís Kristjánsdóttir, Andri Már Ingólfsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, og
Sveinbjörn Kristjánsson dreifingarstjóri MORGUNPÓSTSINS.
Hinn 20. desember síðastliðinn
var dregið í áskrifendahappdrætti
MORGUNPÓSTSINS og vinningur-
inn síðan afhentur á þrettándan-
um. Þúsundir áskrifenda söfnuðust
í áskriftarherferð blaðsins í haust
og þeirra á meðal voru þau Bene-
dikt Ólafsson, sjómaður í Hafnar-
firði, og kona hans Ásdís Krist-
jánsdóttir. Þau hrepptu aðalvinn-
inginn í happdrættinu, sem var ferð
fyrir tvo til Kanaríeyja á vegum
Heimsferða að verðmæti 140.000
króna.
„Við erum að spá í að fara um
miðjan mars,“ sagði Benedikt í
samtali við blaðið, og var að vonum
ánægður með vinninginn. „Þetta er
mjög gott og styttir veturinn heil-
mikið fyrir manni. Tilbreyting að
fljúga til Kanarí í staðinn fyrir að
sigla til Þýskalands. Við tökum
auðvitað dóttur okkar, hana Andr-
eu, með og þetta verður ein alls-
herjar afslöppunarferð fyrir alla
fjölskylduna." Að sögn Benedikts
var það ekki á áætlun hjá fjölskyld-
unni að fara í utanlandsferð á ár-
inu. „Hins vegar ætluðum við til
Kanaríeyja í fyrra en urðum að
hætta við af fjárhagsástæðum.
Þannig að þetta er kærkomin upp-
bót fyrir þessa ferð sem aldrei var
farin.“
„Ég hlakka mikið til ferðarinnar
og líst bara í alla staði vel á þetta
ferðalag, sérstaklega í þessu veðri
sem er hérna núna,“ sagði Ásdís.
„Mér er strax farið að hlýna við til-
hugsunina eina.“ Hún er þó ekki á
því að hún sé farin að verða brún
ennþá, þó ekki megi miklu muna.
Fjölskyldan mun dvelja í þrjár vik-
ur í sólinni á Kanaríeyjum.
Ánægð með
MORGUNPÓSTINN
„Mér líst alveg ágætlega á Morg-
unpóstinn,“ segir Ásdís. „Ég les það
alltaf um leið og ég kem heim úr
vinnunni. Mér fínnst ákaflega
þægilegt að vera áskrifandi að blaði
sem kemur ekki nema tvisvar í
viku. Hin blöðin vildu hrannast
upp hjá okkur nánast ólesin nema
rétt um helgar. Það sem mér líkar
einna best við þetta blað er að það
fylgir fréttunum eftir, sem mér
finnst vanta í flesta aðra fjölmiðla.
Það er kannski sagt frá einhverju
forvitnilegu í sjónvarpinu eitthvert
kvöldið, og maður vill gjarnan fá að
vita eitthvað meira um málið, en
það kemur bara ekki. Þessu er betur
farið á Morgunpóstinum og mér
líkar það vel.“
„Ég tek þetta alltaf með mér út á
sjó og les það þar. Mér hefur litist
ágætlega á blaðið hingað til og
fannst gott að fá smáauglýsingarnar
inn. Við höfum einu sinni auglýst
og það gaf góðan árangur. En fyrir
mig er mikilvægast að hafa nóg les-
efni og það vantar ekkert upp á það
í Morgunpóstinum,“ sagði Bene-
dikt að lokum. ■