Helgarpósturinn - 09.01.1995, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 1995
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
11
Eins og fram kom í síðasta tölublaði MORGUNPÓSTSINS á að fara að
stofna samtök fórnarlamba læknamistaka. Eitt af umkvörtunarefn-
um þeirra er seinagangur og hlutdrægni Landlæknisembættisins
Hvergi í heiminum
jafn auðvett að kvarta
segir Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir.
„Ég held að það sé hvergi í heim-
inum eins auðvelt að koma kvört-
unum á framfæri eins og hér á
landi,“ sagði Matthías Halldórs-
son aðstoðarlandlæknir í samtali
við MORGUNPÓSTINN í gær. „Ef
fólk vill kvarta yfir einhverju í heil-
brigðisþjónustunni þá bjóðast því
ýmsir möguleikar. Það er í íyrsta
lagi hægt að kvarta við viðkomandi
stofnun eða yfirlækni hennar eða
hjúkrunarforstjóra, eftir því um
hvað er að ræða. Síðan er hægt að
kvarta til héraðslæknis í viðkom-
andi héraði, en þeir eru átta talsins
á landinu. Einnig er sérstök nefnd
starfandi um ágreiningsmál sem
rísa vegna samskipta almennings
og aðila innan heilbrigðisþjónust-
unnar. í henni eru tveir læknar og
einn lögfræðingur, sem jafnframt
er formaður hennar. Hún á að láta í
té álitsgerð samkvæmt skriflegum
tilmælum dómstóla og málsaðila
hverju sinni. í þessari nefnd má
enginn vera starfsmaður heilbrigð-
isþjónustunnar, ekki heldur lækn-
arnir. Hún er hins vegar mjög lítið
notuð, hefur fengið svona to mál til
meðferðar á undanförnum tveimur
eða þremur árum en mun færri
þangað til.“ Að sögn Matthíasar
leita flestir til Landlæknisembættis-
ins með sínar kvartanir, og finnst
Kvartanir og kærur til Land-
læknisembættisins árið 1993
Alls bárust Landlæknisembættinu 260 kvartanir á árinu 1993. Af þeim
voru 206 skoðaðar nánar.
Aðilar sem kvartað var undan:
Sjúkrahús: .......................................112 kvartanir
Þar af:
Slysadeildir:.............................................30 kvartanir
Hand- og lýtalækningadeildir:.............................24 kvartanir
Geðdeild og áfengisdeild:.................................16 kvartanir
Kvennadeild: .....................................8 kvartanir
Bæklunarlækningadeild: ...........................8 kvartanir
Læknar á heilsugæslustöðvum:...............................26 kvartanir
Sérfræðingar á stofu:........................................18 kvartanir
Tannlæknar:.................1.......................9 kvartanir
Heimilislæknar á eigin stofu: .....................5 kvartanir
Læknavaktin: ......................................3 kvartanir
Hjúkrunarheimili: .................................2 kvartanir
SamskiptiviðTryggingastofnunogannað:...............31 kvörtun
Helstu umkvörtunarefni:
Röng meðferð:..............................................47 kvartanir
Ófullnægjandi meðferð:.......................................68 kvartanir
Ófullnægjandi eftirlit: ...........................10 kvartanir
Samskiptaörðugleikar:........................................30 kvartanir
Ófullnægjandi aðgengi að þjónustu: ................16 kvartanir
Tafir á afgreiðslu læknisvottorða:...........................16 kvartanir
Meint trúnaðarþrot: ..........._............ .....10 kvartanir
Niðurstöður rannsókna
Landlæknisembættisins:
Kvörtun staðfest:.........................................53 tilfelli
Kvörtun staðfest að hluta:................................18 tilfelli
Kvörtun ekki staðfest (vísað frá):........................75 tilfelli
Ekki hægt að fá óyggjandi niðurstöðu:.....................36 tilfelli
Ekki unnið frekar í málinu:...............................12 tilfelli
Ólokið (í nóvember ‘94):.............................22 mál.
Aðgerðir Landlæknisembættisins:
Engin:...........................................106 tilfelli
Ábending: ............................................59 tilfelli
Aðfinnsla:.................................................13 tilfelti
Lögformleg áminning: ..................................3 tilfelli
Tillaga um leyfissviptingu: ............................Engin
Keflavík
Matthías Halldórsson segir fólk hafa fjölda möguleika vilji það koma
kvörtun á framfæri vegna mistaka í heilbrigðiskerfinu. Þó telur hann
eðlilegast að leitað sé til Landlæknisembættísins.
honum það eðlilegt. „Sumum
finnst eðlilegra að leita til nefndar-
innar, en hvort sem hún er of illa
kynnt eða af því fólki finnst að-
gengilegra að koma hingað, þá leita
nú flestir til okkar. Það finnst mér
enda vænlegra til árangurs. Land-
lækni ber einnig skylda til þess
samkvæmt lögum að taka við
kvörtunum og kærum almenn-
ings.“ Árið 1993 bárust Landlæknis-
embættinu um það bil 260 kærur
og kvartanir. Leitað er álits sérfræð-
inga í flestum alvarlegum tilfellum,
og stundum er leitað álits lækna-
ráðs, sem er ráðgefandi aðili fyrir
embættið.
„Ég fór yfir þessi mál og tók út
þær kvartanir sem voru hálfgerð
vitleysa ef það má orða það þannig,
algjörlega órökstuddar kvartanir.
Eftir stóðu 206 kvartanir, mismun-
andi alvarlegs eðlis. Við reynum að
afgreiða þessi mál eins hratt og vjð
getum en þó getur komið fyrir að
þau dragist í meira en eitt og jafnvel
meira en tvö ár.“
En hvað er gert þegar niðurstaða
um mistök læknis liggur fyrir?
„Fyrir minniháttar mistök eða
brot í starfi er viðkomandi aðila
gefin ábending um það sem betur
mætti fara. Næsta stig er að land-
læknir finnur að störfum viðkom-
andi læknis, annað hvort skriflega
eða munnlega. Samkvæmt lögum
má síðan veita læknum lögform-
lega áminningu ef um alvarlegt
brot er að ræða og er ráðherra þá
sent afrit af áminningunni. Þetta
gerist sem betur fer ekki oft. Ef slík
áminning kemur ekki að haldi eða
ef brot er mjög alvarlegt þá er lögð
fram tillaga um sviptingu á lækn-
ingaleyfi, sem ráðherra verður að
framfylgja, það er ekki í verkahring
embættisins. Engar tillögur um
leyfissviptingar voru gerðar árið
1993, en tvær árið 1992, og náðu
báðar fram að ganga. Slíkar tillögur
eru sjaldan gerðar nema fyrir liggi
að áfengi eða fíkniefhi tengist mál-
inu.“
Matthías aðhyllist ekki þá hug-
mynd að ráða umboðsmann sjúk-
linga til starfa, líkt og gert var í
Danmörku fyrir skemmstu.
„Slíkur umboðsmaður er fyrst
og fremst hugsaður til þess að leið-
beina fólki í gegnum kerfið og það
hefur verið borin upp tillaga um
slíkan umboðsmann hér. Við erum
hins vegar svo miklu minni hér að
það er spurijing hvort þörf er á slík-
um umboðsmanni í heilt starf.
Enda lítum við á okkur sem eins
konar umboðsmenn sjúklinga líka
þótt við séum læknar.“
Matthías telur ekki að hlut-
drægni gæti hjá Landlæknisemb-
ættinu á kostnað sjúklinga. „Það
kemur ósjaldan fyrir að læknar eru
reiðir við okkur, rétt eins og sumir
sjúklingar, þannig að þetta er nú á
báða bóga. Ég held að það sé yfir-
leitt reynt að ná sanngjarnri og
góðri lausn á þessum málum, enda
er það það eina sem skiptir máli
fyrir þetta embætti."
-æöj
Akureyri
Maður réðst inn á heimili eldri konu
og réðst á nágrannakonu hennar
Laust fyrir klukkan eitt aðfara-
nótt sunnudagsins réðst 28 ára
gamall maður inn á heimili konu á
sjötugsaldri í Keflavík. Konan var
ein heima þegar maðurinn kvaddi
dyra en hún kannaðist ekkert við
hann og vildi ekki opna fyrir hon-
um. Skipti þá engum togum að
maðurinn braut spjald í útidyra-
hurðinni og þröngvaði sér til inn-
göngu. Konan náði að hringja í vin-
konu sína í næsta húsi, sem er á
svipuðum aldri, og tókst síðan að
forða sér út úr húsinu við illan leik.
Maðurinn fór á eftir henni en ná-
grannakonan hitti hann fyrir í inn-
keyrslunni. Maðurinn réðst þá á
hana og tók hana kverkataki og
skellti henni á gangstéttina. Karl-
maður í nærliggjandi húsi varð var
við átökin og kom konunum til
hjálpar og í þann mund renndi lög-
reglan að húsinu. Hafði hún hendur
í hári árásarmannsins og var hann
fluttur í fangageymslur. Honum var
sleppt að loknum yfirheyrslum í
gær en gat ekki gefið neinar skýr-
ingar á framferði sínu. Konurnar
Ekiðáhross
og ijósastaur
Mikil hálka var á vegum norðan-
lands um helgina og töluvert af
umferðaróhöppum. Fernt var flutt
á sjúkrahús eftir bílveltu í Garðsvík
á Svalbarðsströnd, gegnt Akureyri,
á föstudagskvöld og er bíllinn tal-
inn gjörónýtur. Hvasst var í veðri
og skyggni lélegt. Um þrernur
stundarfjórðungum síðar sama
kvöld ók bíll á ljósastaur við Glerár-
götu á Akureyri og valt og endaði á
toppnum. Einn maður var í bílnum
og slapp hann við alvarleg meiðsli.
Þá var ekið á hross við bæinn Mógil
á Svalbarðsströnd aðfaranótt laug-
ardagsins. Hesturinn er talinn hafa
drepist samstundis og bíllinn
skemmdist töluvert. ■
Grindavík
Ók á kyirstæðan bíl
og twfflqálkabrotnaði
Ekið var á kyrrstæða bifreið á
Grindavíkurvegi undir morgun í
fyrrinótt. Tveir 18 ára piltar voru í
bílnum og tvíkjálkabrotnaði annar
þeirra en hinn slapp frá árekstrin-
um án umtalsverðra meiðsla. Báð-
ir piltarnir voru taldir ölvaðir en
ekki er enn að fullu ljóst hvor
þeirra ók bílnum sem skemmdist
verulega. ■
I návíqi
Eiríkur Jónsson,
formaður Kennarasambandsins
„Það er tími til að
gera hreinty “ segir
formaður KÍ
Kennarar rnunu ganga til at-
kvæðagreiðslu um verkfall 19. og
20. janúar og eru allar líkur á því að
það verði samþykkt og verkfallið
hefjist þann 17. febrúar, náist ekki
samningar fýrir þann tíma. Eiríkur
Jónsson, formaður Kennarasam-
bandsins, stendur því í ströngu
núna.
Hverjar eru meginkröfur kenn-
ara?
„Það nrá skipta kröfunni í tvo
flokka. Annars vegar þann sem
varðar beinar launahækkanir en við
förum fram á tveggja flokka hækk-
un á öll starfsheiti og fjögurra
flokka hækkun á tveimur fyrstu ár-
um í starfi. Hver launaflokkur gef-
ur þriggja prósenta hækkun og svo
kemur starfsaldurshækkun til við-
bótar. Hinn hluti kröfugerðarinnar
tekur til þeirra breytinga sem hafa
orðið á skólastarfi á síðustu árum.
Þessi hlutur kröfunnar gæti orðið
kostnaðarauki fyrir ríkið en hann
felur ekki í sér neinar breytingar á
launatöxtum."
Hvernig breytingar eru þetta?
„Ég get nefnt það sem dæmi að
við göngum út frá því í kröfunni að
það verði viðurkennt sem fullt starf
að kenna og hafa umsjón með ein-
um bekk. Ef við tökum yngri bekk-
ina þá er þetta ekki metið í dag
nema sem 2/3 úr starfi. Eftir því
sem einsetnum skólum fjölgar, líkt
og þróunin er í dag, þá eiga þessir
kennarar minni möguleika á að
bæta sér þetta upp með kennslu í
öðrum bekkjum. Það er því svo að
margir þeirra kennara sem hefja
kennslu'í dag og fá fyrir fullt starf
byrjunarlaun kennara sem eru
68.500 krónur fá innan við 50.000 í
laun á mánuði. Þessi hluti kröfunn-
ar snýst því um að aðlaga kjara-
samninga að einsetnum skóla.“
Nú er tímasetningin mjög krí-
tísk og hætta á að sett verði bráða-
birgðalög á verkfallið, eða þá eins
og einn stjórnmálamaður hefur
bent á, að \il greina kæmi að flýta
kosningum. Hvernig horfir þessi
tímasetning við þér? Eruð þið að
vonast til að kjör kennara verði
stórt kosningamál?
„Það er ríkisstjórnin sem hefúr
verið að stilla þessu upp sem kosn-
ingamáli. Við höfum ekki fengið
umræðu um okkar sérmál og allar
umræður um kaup og kjör hafa ver-
ið leystar með allsherjar lækninga-
meðali úti á hinum almenna
vinnumarkaði. Við, það er HÍK og
Kl, hófum okkar undirbúning á
miðju síðasta ári og lögðum fram
okkar kröfur í nóvember. Við höf-
um síðan átt marga fundi með rík-
isvaldinu. Reynslan kennir okkur,
líkt og þegar samningar losnuðu í
ársbyrjun 1993 og það var fellt, að
fara út í verkfall. Þá vorum við
samningslaus í tólf og hálfan mán-
uð og eftir stöðugur viðræður, sem
voru meira eða minna rabb, varð
niðurstaðan sú að ekkert náðist
fram. Verkfall er auðvitað ekki
markmið og algert neyðarúrræði
en það er nærri því vonlaust að
draga fram lífið á þessum launum
og fólk vill ekki láta bjóða sér þetta
lengur.“
En hvað með bráðabirgðalög
eins og ég impraði á áðan?
„Ríkisstjórnin er nokkuð ráða-
laus og hefur í raun og veru afhent
samningsumboð sitt til Vinnuveit-
endasambandsins og fjármálaráð-
herra lýsti því yfir á fundi með okk-
ur nú fyrir helgina að hann liti svo á
að þar væru kjarasamningar í raun
gerðir. Það er alvarlegt að ríkið,
sem er stærsti atvinnurekandi í
landinu með 25.000 starfsmenn,
skuli hafa fjármálaráðherra sem
„Það hefur einkennt kjaravið-
rœður á undanfömum árum
að samningsréttur opinberra
starfsmantm hefur verið fótum
troðinn. Menn trúðu því lengi
vel að það vceri vilji til að gera
eitthvað í þessutn málum en
því miður bendir allt til þess að
ríkisvaldið vilji halda niðri
launutn almenns launafólks og
það sé í raun liður íþví að
bæta kjör þeirra sem nóg hafa
fyrir.“
lýsir því yfir að hann geti ekkert að
gert fyrr en hann fái skilaboð úr
Garðastrætinu. Við höfum því velt
möguleikanum á bráðabirgðalög-
um fyrir okkur en það verður að
koma í ljós.“
Bítur verkfallsvopnið, Eiríkur?
Er ekki hætta á löngu verkfalli sem
skilar litlu í vasa kennara?
„Það hefur einkennt kjaravið-
ræður á undanförnum árum að
samningsréttur opinberra starfs-
manna hefur verið fótum troðinn.
Menn trúðu því lengi vel að það
væri vilji til að gera eitthvað í þess-
um málum en því miður bendir allt
til þess að ríkisvaldið vilji halda
niðri launum almenns launafólks
og það sé í raun liður í því að bæta
kjör þeirra sem nóg hafa fyrir.“
En jafnvel þó að kröfurnar nái
fram að ganga, jafna þá ekki af-
leiðingarnar allan ávinning við
jörðu?
„Það er háð vilja manna til að
varðveita það sem fæst út úr samn-
ingum. En um leið og á að hreyfa
við kjarasamningum hjá þeim sem
hafa lökust kjörin, en þeir eru
miklu fleiri en kennarar, þá er talað
um að öllu sé stefnt í voða. Það
kemur þó fyrst og fremst til af því
að þegar hreyft er við þeirra laun-
um lítur ríkisstjórnin á það sem
skyldu sína að færa fjármagnseig-
endum bætur á silfurfati, en þeir
eru ekki tilbúnir að rjúfa tengslin
milli launa og lánskjaravístölu.“
Verður þetta hart verkfall?
„Við lítum svo á að það sé tími
til þess að gera hreint. Það er í
deiglunni að flytja grunnskólahald
yfir á sveitarfélögin og þrátt fyrr
stöðuga umræðu um að kjör kenn-
ara séu óviðunandi, en mennta-
málaráðherra hefur sjálfur margoft
lýst því yfir, hefur ekkert verið gert
til úrbóta. Það er öllum Ijóst að
sveitarfélögin hafa enga þá tekju-
pósta sem gerir þá að betri viðsemj-
endum en ríkið. Ríkisvaldið verður
að taka til hjá sér áður en það veltir
byrðunum yfir á aðra.“ -ÞKÁ