Helgarpósturinn - 09.01.1995, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 09.01.1995, Blaðsíða 32
Varréttað Sigrúnuforræði bama sinna? I hveriu tölublaði leqqur Morqunpósturinn spurninqu fyrir lesendur, sem beirqeta kosið um ísíma 99 15 16. Veður Heimsbikarinn í alpagreinum skíðaíþrótta Snillingur á Selfossi ■ AfKanamálum KR Leon Perdue heitir nýr leikmaður hjá 1. deildar liði Selfyssinga í körfu- knattleik. Um helgina lék hann fyrstu leiki sína með liðinu þegar það fór austur á Egilsstaði til að leika tvo leiki gegn Hetti. Selfoss vann báða leikina og má þar engum öðrum þakka en Perdue. í fyrri leiknum skoraði hann 48 stig en í þeim síðari 55 stig. Perdue þessi er mikill skotmaður og skoraði sam- tals 16 þriggja stiga körfur í leikjun- um tveimur. í seinni leiknum var hann kominn með 22 stig eftir sjö mínútur. Höfðu margir það á orði að hann hefði aðeins verið keyptur fyrir þessa helgi því Selfoss varð að vinna þessa tvo leiki til að halda sér uppi í deildinni. Svo mun þó ekki vera... Eins og allir vita hafa KR-ingar verið fádæma óheppnir með útlend- inga í körfuboltanum á síðustu ár- um. Nú eru KR-ingar enn einu sinni í þeirri aðstöðu að vera að leita sér að leikmanni og hafa þeir mjög sterkan leikmann í sigtinu. Sá er 197 sm á hæð og lék í fyrra með UTEP- háskólanum (University of Texas E1 Paso) og skoraði um 17 stig að með- altali og var varnarmaður ársins í riðlinum sem UTEP leikur í. Meðal þeirra sem leikið hafa með UTEP eru Tim Hardawav og Nate Archi- bald. Nú er bara að sjá hvort þessi efnilegi leikmaður láti slag standa eða svlki KR-inga á síðustu stundu eins og viljað hefur brenna við... Hvað söaðu þeir eftir leikinn? Þorbergur Aðalsteinsson, lands- liðsþjálfarí íslands: ! heildina cr ég mjög sáttur við vörnina og fyrstu fimmtán mínútur seinni hálfleiks. Við vorum með sjö marka forskot en klúðruðum nokkrum sóknum í röð og þeir svöruðu með 3-4 mörkum. Þá urðu menn taugaveiklaðir og það sem eftir lifði Ieiks vorum við í miklu basli. Það veikti leik okkar óneitanlega að Sigurður Sveinsson var þreyttur og fann sig ekki nógu vel í sókninni." Amo Erhart, landsliðsþjálfari Þýskalands:„Þetta voru mjög erfiðir leikir en samt er ég þokkalega sáttur. Ég er ánægður með síðustu 20 mínútur leiksins. Með smá hcppni hefðum við getað unnið leikinn. Það fór bara of mikil orka í að vinna upp sjö marka forskot íslcndinga og því náðum við ekki að klára dæmið. Það kom niður á leik okkar að við söknum ieikmanna eins og Martsins og Serbe, sem gátu ekki komið fneð okkur til fslands." ■ Tomba la bomba Italinn digurvaxni breytti ekkert út af vana sínum um helgina og vann enn einu sinni í svigkeppni heimsbikarsins. Á minni myndinni fagnar unnusta hans, Martina Columbari, hetjunni sinni þeg- ar úrslit voru kunn. Alberto Tomba ísérfíokkí Veðurhorfur næsta sólarhring: Norðvestan gola eða kaldi suðvestan lands í fyrstu en annars norðan- eða norðaustan átt um um allt land. Víða stinningskaldi norðaustan til og norðan til á Vestfjörðum síðdegis en kaidi syðra. Pá léttir smá saman til um landið sunn- anvert eftir því sem liður á daginn en norðanlands fer éljagangurinn heldur vaxandi. Veður fer kólnandi með kvöld- inu með 3ja til 6 stiga frosti. Horfur á þriðjudag: Norðan og norðvestan kaldi og smá él austan lands, en suðaustan gola eða kaldi og snjókona á suður og Suðvestur- landi. Annars staðar skýjað en úrkomu- lítið. Frost 8 til 9 stig. Horfur á miðvikudag: Suðaustan kaldi og snjókoma sunnan og vestan lands, en hægviðri og úr- komulaust annars staðar. Frost 3 til 6 stig. íslendingar sigruðu Þjóðverja í tveimur æfingalandsleikjum um helgina. Fyrri leikurinn vannst með tveimur mörkum á laugardag en í gærkvöld vannst með einu marki eftir að íslenska liðið hafði verið yfir allan leikinn. Á myndinni skorar Dagur Sigurðsson, sem átti góðan leik, eitt marka sinna. Sjá nánar á bls. 31. Italir voru sigursælir í keppni í svigi og risasvigi á heimsbikarmót- inu í Austurríki í gærdag. Deborah Compagnoni sigraði í risasvigi kvenna og Alberto Tomba hélt uppteknum hætti og sigraði í svigi. Þetta er sjöundi sigur hans í heims- bikarnum á tímabilinu og engum vafa er undirorpið að hann er besti skíðamaður heims í dag. Tornba hefur unnið allar fjórar svigkeppnirnar í heimsbikarnum það sem af er vetrar og fór sigur- ferðina í gær á 49,97 sekúndum, 27 sekúndubrotum á undan Slóven- anum Jure Kosir sem varð annar. Austurríkismaðurinn Thomas Stangasinger varð þriðji. Tomba var himinlifandi nteð sig- urinn en sagði þetta hafa verið afar erfítt og á tímabili hefði hann verið að hugsa um að stoppa og hætta keppni. „Brekkan var mjög erfið,“ sagði hann eftir keppnina. „Ég var í uppnámi eftir fyrri ferðina. En sig- urinn var frábær og þrátt fyrir að ég sé afar þreyttur núna vona ég að ég haldi þessu formi til streitu.“ Tomba segist nú beina allri sinni athygli að heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Sierra Nevada á Spáni seinna í mánuðinum. „Ég tel að heimsmeistaratitillinn skipti öllu máli og ég myndi skipta öllum heimsbikarsigrum fyrir einn heimsmeistaratiti!,“ sagði hann við blaðamenn. Marc Girardelli sem varð sjötti í svigkeppninni á mótinu sagði að Tomba væri líklega betri nú en nokkru sinni og að hann væri í sér- klassa.■ Er krötum í Hafnarfirði treystandi til að taka aftur við stjórn bœjarins? ffli Hlustum allan sólarhiinginn Greiddu atfcvæði 39,90 krónur mínútan Það er einfalt að taka þátt. Þú hringir í síma 99 15 16, hlustar á spurninguna og greiðir síðan atkvæði með því að ýta á 1 eða 2 á símtækinu þínu. A sunnudaginn verður síðan talið upp úr Kjörkass- anum og niðurstöðurnar birtar í mánudagsblaði MORGUNPÓSTSINS. 2 1900

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.