Helgarpósturinn - 09.01.1995, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 1.995
MORGUNPÓSTURINN FÓLK
15
Nýliðið ár var vissulega árið þegar friðarhorfur jukust fyrir botni Miðjarðarhafs, árið sem Svíar og
Finnar ákváðu að ganga í Evrópusambandið, árið þegar lá við stríði í Kóreu og árið þegar Nelson
Mandela sór eið sem forseti Suður-Afríku. En á síðasta ári gerðist líka margt sérkennilegt sem ekki féll
að hefðbundnu fréttamati vestrænna fjölmiðla. Hér er sýnishorn af fréttum úr hinni undarlegu veröld.
Þetta gerðist líka
The Klington Language Institute
(Klington-málræktarstofan) í Flo-
urtown í Pennsylvaniu tilkynnti að
lokið væri þýðingu á Biblíunni yfir
á Klington, sem er tungumál sem
aðeins er notað í Star Trek-þáttun-
um. í þessari þýðingu hljómar
þriðji kafli sextánda vers Jóhannes-
arguðspjalls þannig: „toH qo’ muS-
Ha’qu’mo joH'a’, wa’puqloDDaj
nobqu’ ghaH ‘ej ghaH Harchugh
vay’, vaj not Hegh ghaH, ach yln
jub ghajbej ghaH.“
Takeji Harada, sextán ára jap-
anskur drengur sem átti engan
draum heitari en að verða
sumo-glímumaður, lét græða
ofan á höfuðið á sér sex tommu
þykkan silicon-hnúð til að upp-
fylla kröfur sumo-glímusam-
bandsins um lágmarkshæð
glímumanna.
Fjórtán ára gömul stúlka frá
Lincoln í Nebraska og tólf ára
bróðir hennar voru kærð fyrir
ólögmæta frelsissviptingu eftir að
þau höfðu lokað móður sína inni í
þvottaherbergi í kjallaranum heima
hjá sér af því hún neitaði að gefa
þeim ís.
Maður í Tokyo var handtekinn
fyrir sextíu og fimm þúsund símaöt
heim til fyrrum yfirmanns síns sem
hafði rekið manninn. Einn daginn
hafði honum tekist að hringja tólf
hundruð sinnum.
Roar Karlson frá Osló var sekt-
aður um 42 þúsund krónur fyrir að
hafa ekið hjólastólnum sínum und-
ir áhrifum áfengis. Hugsanlega hef-
ur honum mistekist eftir handtök-
una að ganga eftir beinni línu.
Breska rikissjónvarpið, BBC,
greiddi hjónum 1,2 milljónir fyrir
að stunda kynmök þrisvar á dag í
sex vikur vegna upptöku á þætti
um kynlíf. Inn í Wendy Duffield,
þrjátíu og eins árs, var komið fyrir
1,5 milljóna króna örmyndavél og
eiginmaður hennar, Tony, þrjátíu
og átta ára, var með aðra örmynda-
vél fasta á limnum.
Sala á Ford Bronco jókst um 65
prósent í Suður-Kaliforníu á síð-
asta ári. Sölumenn eru ekki í
vafa um að eltingarleikur lög-
reglunnar við O.J. Simpson sé
ástæðan. „Bíllinn tók sig ein-
staklega vel út þarna á hrað-
brautinni,“ segir Scott Strotz.
sölustjóri á bílasölunni Kemp
Ford ÍThousand Oaks.
Umferðarnefnd New York-borg-
ar sektaði Michael Durant, þrjátíu
og eins árs gamlan strætóbílstjóra,
um eins dags laun þegar hann kom
tólf mínútum of seint til vinnu eftir
að hafa dregið mann úr brennandi
bíl sem hann ók fram á á leið til
vinnu.
Vísindamenn við rannsóknir á
hafsbotninum úti fyrir Guatemala
urðu vitni af því þegar tveir karl-
kyns kolkrabbar, hvor af sinni teg-
undinni, áttu í kynmökum. Janet
Voight frá Náttúrufræðisafni
Chicagó-borgar sagði af þessu til-
efni: „Þetta vekur upp alls kyns
spurningar um hvað í ósköpunum
gangi á þarna niðri.“
Þegar upptökur úr svarta kassan-
urn úr Aeroflot-flugvél, sem hrap-
aði í Síberíu með þeim afleiðingum
að sjötíu og fimm farþegar létust,
var spiluð, kom í ljós að flugstjór-
inn, Yaroslav Kudrinskjí, var að
kenna börnum sínum tveimur á
þotuna þegar hún hrapaði. „Pabbi,
má ég ýta á þennan takka?“ má
heyra tólf ára dóttur flugstjórans
segja rétt áður en vélin steyptist til
jarðar.
í bók sinni, Eiginkonurnar í
Kreml, fullyrðir Larisa Vas-
iljeva að seinni kona Joseps
Stalíns Nedezhda Alliujeva,
hafi í raun verið dóttir hans.
Stella Liebeck, áttatíu og eins
árs kona frá Albuquergue, fékk
dærndar 2,9 milljónir dollara bætur
eftir að hellst hafði úr kaffibolla yfir
kjöltu hennar á McDonalds-stað í
borginni.
Brjóstaberi dansarinn Cynthia
Hess — öðru nafni Chesty Love
— fékk heimild skattayfirvalda til
að draga 2.088 dollara brjósta-
stækkun frá skattskyldum tekj-
um sinum þar sem þarna væri
um að ræða útlagðan kostnað
tengdum atvinnurekstri hennar.
Cynthia notar nú brjóstahaldara
númer 56FF.
George Clark frá St. John á Ný-
fundnalandi réttlætti marbletti á
baki eiginkonu sinnar með því að
hann hafði þurft að halda hanni
mjög fast þegar þau áttu mök sam-
an þar sem typpið á honum væri
svo lítið. Hann var eftir sem áður
dæmdur sekur um ofbeldi gagnvart
eiginkonunni.
Maður, eyðilagður yfir skyndi-
legu fráfalli Felix Houphouet- Bo-
igny, forseta Fílabeinsstrandarinn-
ar, henti sér í kastaladíkið í höfuð-
borginni Yamoussoukro og dró að
múg og margmenni sem fylgdust
með krókódílum gæða sér á mann-
inurn í eina tvo daga.
Milton Ross, fjörutíu og eins árs
verkamaður frá St. Joseph í Misso-
uri, var rekinn úr vinnunni eftir að
festist á filmu öryggis-víedóvélar að
hann kastaði af sér þvagi í kaffi-
könnur starfsfólksins.
Leikarinn Rip Torn stefndi leik-
aranum og leikstjóranum Dennis
Hopper eftir að sá síðarnefndi
greindi frá því í viðtali að Rib hefði
reynt að leggja til sín með hnífi eftir
að honum var sagt að öll atriði með
honum hefðu verið klippt út úr
Easy Rider. Rip heldur því fram að
það hafi verið Dennis sem dró upp
hnífinn.
Leikfangaverksmiðjan Mattel til-
kynnti að stefnt væri að því að setja
á markaðinn Nancy Kerrigan-
dúkkur.
Nokkrum vikum eftir að fjalla-
ljón hafði drepið og étið fertuga
ferðakonu í Sierra Nevada-fjöllun-
um hafði tekist að safna um 9 þús-
und dollurum í sjóð til styrktar
börnum konunnar. Á meðan hafði
safnast í sjóð til styrktar ljónsunga
ljónynjunnar, sem var drepin eftir
atvikið, um 21 þúsund dollarar.
Eftir að Susana Higuchi, eigin-
kona Alberto Fujimori, forseta
Perú, kallaði eiginmann sinn ein-
ræðisherra í sjónvarpsviðtali, lagði
forsetinn fram frumvarp til laga í
þinginu sem bannaði eiginkonu
hans að bjóða sig fram til forseta á
næsta ári, reyndi að „reka“ hana úr
embætti forsetafrúar, skrúfaði fyrir
vatn, síma og rafmagn í íverustað
hennar og múraði upp í dyrnar á
milli álmu eiginkonunnar og ann-
arra álma forsetahallarinnar.
Forseti brasilísks knattspyrnuliðs
skaut og drap einn leikmanna sinna
eftir að sá hafði óskað eftir að verða
settur á sölulista.
Fimmtíu og níu ára breti var
fundinn sekur um að hafa átt kyn-
mök við hund sinn eftir að vídeó-
upptaka af atburðinum var óvart
sýnd gesturn í brúðkaupi mannsins
sem töldu sig vera að fara að horfa á
upptöku af giftingarathöfninni.
Maðurinn reyndi að verja sig með
því að ekki væri um eiginleg kyn-
mök að ræða heldur sviðsetningu.
Italskur eðlisfræðistúdent, Lino
Missio, fékk einkaleyfi til að fram-
leiða smokka sem spila laglínu eftir
Beethoven ef það kemur gat á þá.
Þrjátíu og sjö ára maður frá
Dnepropetrovsk í Úkraínu rakst á
hund sem hafði ráðist á hann í
skemmtigarði og beit hann á bark-
ann fyrir framan eiganda hundsins.
Rannsóknarstofa Pennsylvaníu-
háskóla í atferli dýra byrjaði að gefa
þunglyndum hundum tískulyfið
Prozac í lækningaskyni.
Jeff Goldstein frá Madison í
Wisconsinvar stefnt fyrir dóm fyrir
að virða að vetfugi reglugerð borg-
arinnar um að gras á almannafæri
ætti að slá þegar það næði átta
þumlunga hæð. Jeff sagði í sjón-
varpsviðtali, sem tekið var á flöt-
inni fyrir framan hún hans, að
hann bæði fyrir grasinu og bætti
því við að reglugerðin væri „helför
gegn þessum litlu grænu lífverum.
Borgarstjóri smábæjarins St.
Raphael í Suður Frakklandi,
Charles Omédé, knúði fram
reglugerð sem bannaði karlmönn-
um að ganga berir að ofan á al-
mannafæri. Viðurlög við brotum á
reglugerðinni er sekt upp á 2.500
krónur.
Antony Hicks, breskur tónlist-
aráhugamaður, lét breyta nafni
sínu af einskærri ást til hljómsveit-
arinnar Level 42. Nýja nafnið hans
inniheldur nöfn allra upphaflegu
liðsmanna sveitarinnar og sömu-
leiðis allra platna Level 42. Antony
Higgs heitir nú Antony Phillip Le-
vel Forty Two The Persuit of Acci-
dents The Early Tapes Standing in
the I.ight True Colors A Physical
Presence World Machine Running
in the Family Platinum Edition Star-
ing at the Sun Level Best Guaranteed
The Remixes Forever Now Influenc-
es Changes Mark King Mike Lindup
Phil Gould Boon Gould Wally Bad-
arou Lindup- Badaroe.
Til að sýna stuðning sinn í verki
við Michael Jackson, sem sakað-
ur var um kynferðislega áreitni við
unglingspilt, lét Joan Marie
Schaublin, þrjátíu og átta ára kona
frá Green Bay í Wisconsin, breyta
nafni sínu í Michael Jackson.
Robert Farrell frá Boise í Idaho
var settur á geðveikrahæli eftir að
upp komst að hann hefði smurt lík
móður sinnar sem dó áttatíu og
átta ára árið 1987 og gengið frá því á
sama hátt og Egyptar til hins forna
breyttu faróum sínum í múmíur.
Farrell lét múmíu móður sinnar
sitja í sófanum í stofunni og horfa
með honum á sjónvarpsdagskrána.
Stuart Berger, höfundur bókar
um árangursríkar megrunarað-
ferðir, lést aðeins fertugur að
aldri en hvorki meira né minna
en rétt tæp tvö hundruð kíló.
Áhöfn hjálparflugvélar frá Sam-
einuðu þjóðunum misreiknaði sig
þegar hún átti að varpa niður sjötíu
tonnum af hjálpargögnum og
farmur lenti í miðjum flótta-
mannabúðum, slasaði fjölda
manns, eyðilagði næstum því
hjálparþyrlu og rústaði skólabygg-
ingu.
Itamar Franco, sextíu og
þriggja ára forseti Brasilíu, var
myndaður á kjötkveðjuhátíðinni í
Rio de Janeiro við hliðina á Líli-
an Ramos, tuttugu og sjö ára
fyrrum fyrirsætu hjá Playboy, en
Lílian var í ákaflegu litlu pínupilsi
og engum nærbuxum. Seinna
sagði Franco forseti af þessu til-
efni: „Hvernig í ósköpunum á ég
að vita hverju fólk klæðist næst
sér?“