Helgarpósturinn - 09.01.1995, Blaðsíða 18
18
MORGUNPÓSTURINN ERLENT
MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 1995
EBS-óvinur
í framboð
Philippe de Villiers, sem er mik-
ill baráttumaður gegn Evrópusam-
bandinu, lýsti því yfir í gær að hann
ædi að bjóða sig fram til embættis
Frakklandsforseta. Samtök de Villi-
ers fengu 12.4 prósent atkvæða í Evr-
ópuþingskosningum á síðasta ári og
í gær tók hann upp þráðinn og sagði
að hann vildi ekki að Frökkum yrði
stjórnað frá Frankfurt.B
Japanir vilja
ekki muna
Ashai Shimbun, stærsta blað Jap-
ans, skýrði frá því í gær að þarlend
stjórnvöld hefðu farið þess á leit við
Bandaríkjastjórn að Japönum yrði
ekki boðið á minningarathöfn um
lok síðari heimsstyrjaldarinnar sem
ráðgert er að halda í september.
Bandarikjamenn vonast til að þetta
verði hápunktur hátíðarhalda af
þessu tilefni, en í Japan vekur stríð-
ið enn upp óþægilegar kenndir sem
Japanir vilja helst forðast.B
Simpson
skrirar bók
HHornabolta-
stjarnan O.J.
Simpson, sem
ákærður er fyrir að
hafa myrt konu
sína og ástmann
O.J. Simpson hennar, ætlar að
skrifa bók þar sem
hann heldur fram sakJeysi sínu.
Þetta gerir hann að sögn til að svara
um 300 þúsund bréfum sem hon-
um hafa borist síðan hann var
handtekinn í júní. Bókin mun bera
heitið Ég vil segja ykkur þettaM
óttast múslima
Manfred Kanther, innanríkis-
ráðherra Þýskalands, sagði í viðtali í
gær að Þjóðverjum stafaði vaxandi
ógn af íslömskum heittrúarmönn-
um. Hann varaði múslima í Þýska-
landi við því að ánetjast áróðri heit-
trúarmanna eða taka þátt í hryðju-
verkum þeirra. Þýska lögreglan seg-
ist hafa upplýsingar um að þeir ætli
að láta til skarar skríða í Þýskalandi.
„Við verðum að vera búin undir
hið versta,“ sagði Hans-Ludwig
Zachert, yfirmaður þýsku sam-
bandslögreglunnar í sjónvarpsvið-
tali í gær.■
Serbar
tortryggnir
Michael Rose, yfirmaður her-
afla Sameinuðu þjóðanna í Bosníu,
reynir nú ákaft að sannfæra Bosniu-
Serba um að vopnahléssamning-
arnir frá því um áramótin séu í fullu
gildi. I gær átti hann skyndifund
með helstu herforingjum Serba, en
þeir eru fullir tortryggni og vilja fá
öruggar sannanir um að múslimar
hafi yfirgefið griðasvæði sem lýst
hefur verið yfir í grennd við Saraje-
vo. Fyrr segjast þeir ekki munu
opna leiðir til borgarinnar. ■
Tsjetsjnía
Dúd^jev
áflótta
Þrátt fýrirharða bardaga hefurRússum ekki
enn tekistað taka forsetahöllina í Grozní.
Þeirhafa haldið því fram að Dúdajev forseti
sé flúinn, en þær fréttirþykja koma úr vafa-
sömustu átt.
Þungvopnaður rússneskur her
sem nýtur atfylgis stórskotaliðs
þokaðist nær forsetahöllinni í
Grozní, höfuðborg Tsjetsjníu í gær-
kvöldi. Harðvítugir liðsmenn
Dzhokhar Dúdajevs forseta virt-
ust enn halda vígstöðvum sínum og
er hermt að mikið mannfall hafi
verið í liði Rússa. Samkvæmt sein-
ustu heimildum voru Rússar um
600 til 800 metra frá höllinni, sem
er sundurskotin og svört af reyk, og
sækja fram í hálfhring. Sjálfir segj-
ast Rússar hafa lokað öllum að-
komuleiðum að höllinni.
I gær skýrði rússneska fréttastof-
an Itar-Tass frá því að Dúdajev for-
seti hefði flúið frá Grozní fyrir
tveimur dögum og hafði það eftir
upplýsingaþjónustu rússnesku rík-
isstjórnarinnar. Þetta hefur ekki
fengist staðfest og hafa upplýsingar
úr þessari átt oft stangast á við frá-
sagnir sjónarvotta í Tsjetsjníu og
fullyrðingar Tsjetsjena sjálfra.
Sagt var að Dúdajev væri korninn
til Galanesch, en þrátt fyrir leit hef-
ur mönnum ekki lánast að fmna
þann stað á korti. Tass hélt því enn-
frernur fram að áður en forsetinn
flúði hefðu um 60 manns, karlar og
konur, svarið honum hollstueið við
Kóraninn. Þetta fólk myndi síðan
þykjast vera flóttamenn og freista
Mikið mannfall hefur verið í Grozní undanfarna daga. Á
myndinni sem var tekin í gær leita
menn skjóls og reyna að taka með sér fallin'h
' '&w
þess að komast til Rússlands, eink-
um þó Moskvu, þar sem því væri
ætlað að vinna skemmdarverk.
Rússar hafa mjög notað óttann við
uppgang múslima til að réttlæta
hernaðinn í Tsjetsjníu.
Hingað til hefur Tsjetsjenum
lánast að hrinda árásum Rússa og
hafa eyðilagt fjölmarga skriðdreka.
Yfírmaður upplýsingaþjónustu
tsjetsjenskra þjóðernissinna sagði í
sjónvarpsviðtali í gær að nú hefðu
Rússar breytt um hernaðaraðferð,
þeir sæktu ekki lengur fram með
skriðdrekum, heldur væru að eyði-
Ieggja borgina hús fyrir hús og götu
fýrir götu.
Að sögn /níeí/ax-fréttastofunnar
er mannréttindabaráttumaðurinn
Sergei Kovaljov korninn aftur til
Grozní eftir stutta heimsókn til
Moskvu þar sem hann reyndi að
biðja Tsjetsjenum vægðar. Ko-
valjov telur að lýðræði í Rússlandi
sé í hættu nú þegar áhrif harðlínu-
manna innan hersins aukast.
Gamlir kommúnistar fóru í fjölda-
göngu í Moskvu í gær og mót-
mæltu herferðinni í Tsjetsjníu,
hrópuðu þeir að Boris Jeltsín for-
seti væri glæpamaður. Frjálslyndir
á Rússlandsþingi eru einnig harð-
lega andsnúnir henni og varla að
Jeltsín eigi annan bandamann þar
en hinn ofstopafulla þjóðernissinna
Vladimir Zhírínovskíj. ■
Frakkland
Balladur aftur
í vandræðum
Eftir að ríkisstjórn Frakklands
gekk hart fram gegn alsírskum flug-
ránsmönnum í Marseille um jólin
hafa vinsældir Edouard Balladur
forsætisráðherra vaxið á ný, en áð-
ur höfðu hneykslismál tengd sam-
herjum hans gert það að verkum að
gengi hans hafði farið allverulega
minnkandi í skoðanakönnunum.
Nú eru hins vegar teikn á lofti um
að hneykslismál geti aftur valdið
Balladur erfiðleikum og tafíð hon-
um leið í forsetahöllina, Elysée.
Það er Repúblikanaflokkurinn,
fremur lítill flokkur á hægrivæng
franskra stjórnmála, sem einkum
hefur verið bendlaður við hneyksl-
ismál. Sjálfur er Balladur í flokki
Gaullista, en margir helstu banda-
menn hans hafa komið úr Repú-
blikanaflokknum. Flokkurinn varð
enn fýrir áfalli þegar gjaldkeri hans,
þingmaðurinn Jean-Pierre
Thomas, var tekinn til yfirheyrslu
á föstudag vegna þrálátra ásakana
um vafasama fjármögnun repú-
blikana. Honum er meðal annars
gefið að sök að hafa falsað reikn-
inga og tekið við leyndunt greiðsl-
um í flokksjóði.
Thomas brást hinn versti við og
sagði í sjónvarpsviðtali að hann
ætlaði ekki að verða blóraböggull i
málinu. Hann sagðist að vísu bera
ábyrgð, en það gerðu líka flokks-
bræður hans, þeir Franpois Léot-
ard varnarmálaráðherra, Alain
Madelin atvinnumálaráðherra og
Gérard Longuet, fyrrum iðnaðar-
ráðherra.
Longuet hefur þegar sagt af sér
vegna þessa máls og einnig vegna
samninga sem hann gerði við verk-
taka er hann reisti sér lúxusvillu við
Rívíeruna.
Aðspurður sagði Thomas að
auðvitað hefði þeim Léotard, Ma-
delin og Longuet verið fullkunnugt
um fjármál Repúblíkanaflokksins,
allar ákvarðanir hefðu verið teknar
í sameiningu.
Sjálfur hefur Balladur sagt að all-
ir ráðherrar sem sæti dómsrann-
sókn þurfi að víkja úr ríkisstjórn.
Það gerðu á síðasta ári tveir ráð-
herrar auk Longuet, Alain Carign-
on samgönguráðherra og Michel
Roussin samvinnumálaráðherra.
Búist er við því að síðar í þessum
mánuði lýsi Balladur því yfir að
hann hyggi á framboð til forseta, en
kosningarnar fara fram í apríl og
mars. Síðustu skoðanakannanir
hafa bent til þess að hann myndi
sigra hvaða keppinaut sem er með
fáheyrðum yfirburðum og sam-
kvæmt skoðanakönnun sem gerð
var í gær vilja kjósendur að hann
Eftir að sérsveit skaut til bana
fjóra flugræningja í Marseille juk-
ust vinsældir Balladur til muna.
Um helgina komu enn á ný upp
hneykslismál sem kunna að
breyta því.
lýsi yfír framboði sínu hið fyrsta.
Eini alvöru keppinautur Ballad-
urs er flokksbróðir hans, Jacques
Chirac, borgarstjóri í París. Hann
hefur þegar lýst yfir framboði sínu
og líklega er eina von hans að frek-
ari hneykslismál nái að rúa Ballad-
ur trausti.
Eins og stendur þykir kjósendum
Jack Lang, fýrrum menningar-
málaráðherra, álitlegasti frambjóð-
andi sósíalista. Eftir að Jacques
Delors ákvað að gefa ekki kost á sér
ríkir hálfgerður glundroði innan
Sósíalistaflokksins og hart deilt um
hver skuli verða forsetaframbjóð-
andi hans. Lionel Jospin, fýrrum
menntamálaráðherra, gekk fram
fyrir skjöldu í síðustu viku og
bauðst til þess að fara fram. Víst er
þó að hann getur ekki ógnað Ball-
adur frekar en ]ack Lang.B
A afrnæli kóngsins
Mikið hefur verið um dýrðir víða um heim vegna þess að í gær hefði
„kóngurinn", Elvis Presley, orðið sextugur. Eðlilega varð þó ákafinn
mestur í Memphis, heimaborg Elvis. Þar söfnuðust þúsundir aðdá-
enda saman og sjálfsagt trúa margir þeirra því að Elvis sé enn á lífi.
Á myndinni er heitur aðdáandi sem nær missir stjórn á sér þegar El-
vis-eftirherma gefur henni hálsklút á skemmtun sem haldin var á
hóteli í Memphis í gær. ■
Alsír
Sendiráðs-
menn
hopaekki
Allt fór fram með venjulegum
hætti í sendiráðum Vesturlanda í
Algeirsborg, þrátt fýrir að mús-
limskir heittrúarmenn hafi lýst því
yfir að framvegis eigi þau ekki
annarra kosta völ en að loka og
hætta starfsemi eða sæta því að
starfsmenn þeirra verði myrtir
hvar sem í þá næst.
Þýska stjórnin hefur lýst því yfir
að sendiráð Þýskalands verði opið
sem fyrr og fréttaritari Reuters
sem hringdi í sendiráð Bandaríkj-
anna, Kanada og Frakklands fékk
Ofsatrúarmenn hafa sagt að þeir
muni drepa sendiráðsmenn hvar
sem í þá næst.
ekki aðrar upplýsingar en að þar
gengi allt sinn vanagang. í breska
sendiráðinu svaraði símsvari, en
samkvæmt Reutersfrétt er það
ekki óvenjulegt.
Sendifulltrúar í Algeirsborg eru
hins vegar hikandi að ræða við
fréttamenn, enda vofir yfir þeim
mikil ógn. Álitið er að ekki færri
en 30 þúsund manns hafi látið lífið
í borgarastríðinu í Alsír sem staðið
hefur í þrjú ár. Þar af eru 76 út-
lendingar. Herfylking íslams, sem
■ hefur hótað sendiráðunum, er vel
vopnum búin og miskunnarlaus.
Hún gaf vestrænum sendiráðum
frest til 7. janúar að loka, ella
myndi hún láta til skarar skríða.
Ekki eru fréttir af auknum við-
búnaði við sendiráð og virtist um-
ferð með venjulegu móti í gær.
Talið er að Alsírstjórn, sem á í vök
að verjast gegn heittrúarmönnum,
kæri sig ekki um að líti út íýrir að
einhvers konar umsátur sé um
sendiráðin.
Ýmis smærri lönd hafa þó ekki
séð sér annan kost en að loka
sendiráðum sínum, þar á meðal
Austurríki, Holland, Sviss og Dan-
mörk. Sendifulltrúum hefur líka
fækkað mjög síðustu árin og þeir
sem eftir eru hætta sér vart út á
götu lengur.B
Kína
Ráðist gegn spillingu
I uppsiglingu er mesta fjársvika-
mál í sögu Rauða-Kína og er tveim-
ur fésýslumönnum úr kommún-
istaflokknum geflð að sök að hafa
þegið sem nernur um 150 milljón-
um íslenskra króna í mútur, auk
þess sem þeir eru báðir sakaðir um
tvíkvæni. Báðir starfa þeir á svo-
kölluðu frísvæði í Shenzhen í Suð-
ur-Kína.
Miklar vangaveltur hafa verið
um framtíð Kínaveldis að leiðtog-
anum Deng Xiaoping gengnum.
Hann er talinn dauðveikur og eru
mörg teikn á lofti um að eftir fráfall
hans muni frjálslyndir takast á við
þá sem þykja harðari á flokkslín-
unni. Vestræn áhrif fara fyrir
brjóstið á mörgum flokksleiðtog-
um og í gær birti Dagblað al-
þýðunnar í Beijing for-
síðugrein eftir Jiang
Zemin forsætisráð-
herra. Þar eggjar hann
herinn að halda uppi
góðum flokksaga og
útrýma öllum til-
hneigingum til spill-
ingar. Herinn hefur tek-
ið mikinn þátt í efnahag:
uppgangnum í Kína, hann
hefur yfírráð yfir stórum verk-
smiðjum og samskipti við erlenda
og innlenda kapítalista. Óttast
flokksbroddar að þetta kunni að
veikja baráttuþrek hans.
Hagkerfi Kína byggir upp á ein-
kennilegri blöndu af mark-
aðshyggju og miðstýr-
ingu og þykir þetta
fyrirkomulag bjóða
upp á mikil tækifæri
til spillingar og
svika. Báðir eru hin-
ir ákærðu flokks-
broddar en um leið
virkir fésýslumenn.
Annar þeirra var for-
stjóri efnaverksmiðju en
hinn gegndi háu embætti í
skipulagsskrifstofu Shenzhen. Þeir
verða nú leiddir fyrir dóm, öðrum
til viðvörunar og án efa verður tek-
ið hart á máli þeirra. ■