Helgarpósturinn - 09.01.1995, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 09.01.1995, Blaðsíða 10
10 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 1995 Grafgotur Herbergjanýting hótela á höfuð- borgarsvæðinu janúar - apríl maí - ágúst Herbergjanýting á hótelum og gistiheimilum batnaði til muna á síðasta ári eftir að hafa farið sí- fellt versnandi árin þrjú næstu á undan. Á fyrra tímabilinu, frá janúar til apríl, var nýtingin 40,7 prósent miðað við 41,8 prósent árið áður. Yfir sumartímann jókst nýtingin hins vegar úr 67,6 pró- sent í 77,6 prósent. Tölurnar fyrir 1994 eru bráðabirgðatölur Hag- stofunnar þar sem enn hafa ekki allar upplýsingar borist. Fjöldi gistinátta á höfuðborgar- svæðinu 250 þúsund gistinátta - 200 150 100 janúar-apríl maí-ágúst | Fjöldi gistinátta á höfuðborgar- svæðinu hefur aukist talsvert á milli ára. Á tímabilinu janúar til apríl voru gistinætur 88.699 árið 1993 en 91.997 í fyrra. Yfir sumar- mánuðina fjölgaði gistinóttum úr 186.354 í 223.988 í fyrra. Fjöldi gistinátta alls Fjöldi gistinátta á landinu öllu hefur einnig aukist talsvert á milli ára. Á tímabilinu janúar til apríl voru gistinætur 125.308 á árinu 1993 en 128.875 í fyrra. Yfir sum- armánuðina fjölgaði gistinóttum úr 394.745 í 463.040. Síðasta áratuginn urðu 83 fyrirtæki í byggingarstarfsemi gjaldþrota. Nær ekkert hefur fengist upp í 950 milljóna króna kröfur. Aðeins 5 prósent lýstra krafna fást greiddar MilQarður tapast í matvömversl u n Kröfur ’85-’93 1000 Kaupfélög og stórmarkaðir ekki talin með. Á árunum 1985 til 1993 urðu 83 fyrirtæki í matvöruverslun gjald- þrota samkvæmt Hagtíðindum frá Hagstofu Islands. Þá eru ótaldar allar blandaðar verslanir eins og kaupfé- lög og stórmarkaðir sem og sælgæt- isverslun og söluturnar. Gjaldþrot- um hefur fjölgað jafnt og þétt, eða úr einu gjaldþroti árið 1985 og upp í 16 gjaldþrot á árinu 1993. Tölur fyrir nýliðið ár liggja ekki fyrir. Á þessu tímabili töpuðust um 900 milljarðar króna. Það er álíka há upphæð og fer árlega í Alþingi og all- ar stofnanir þess. Þá er þessi upphæð nærri því jafn há og iðnaðarráðu- neytið og sjávarútvegráðuneytið hafa árlega til þess að spila úr og myndi duga umhverfisráðuneytinu vel á annað ár. Einnig má nefna að þetta er tvöföld sú upphæð sem fer árlega í dómsmál og jafnmikið og árlega fer í húsnæðismál hjá félagsmálaráðu- neytinu. Meðalfjöldi gjaldþrota á þessu níu ára tímabili eru rúmlega 9 gjaldþrot á ári. Að jafnaði eru því lýstar kröfur 104 milljónir króna á ári og upp í þá tölu fæst að meðaltali 5,4 milljónir króna eða 5,1 prósent. Á tímabilinu öllu eru lýstar kröfur 943 milljónir króna en greiddar kröfúr aðeins 105 milljónir króna. Mismunurinn er því rétt tæplega 900 milljónir króna á tímabilinu öllu eða nærri 100 millj- ónum króna á ári að jafnaði. Hlutfall greiddra krafna er að jafn- aði 5,1 prósent á tímabilinu öllu. Á árum áður var þetta hlutfall mun hærra en hin síðari ár og hæst var það 18,8 prósent árið 1988. Síðan hef- ur það farið ört lækkandi, var o pró- sent árið 1991 og síðustu tvö árin er það undir einu prósentustigi. Eins og fram hefur komið í MORG- UNPÓSTINUM eru almennir launþeg- ar tryggðir við gjaldþrotum. Verði fyrirtæki gjaldþrota fá launþegar greidd út ríkistryggð laun til þriggja mánaða hjá Ábyrgðasjóði launa. Ol- afur B. Andrésson, deildarstjóri hjá Ábyrgðasjóði launa, segir að á árinu 1994 hafi sjóðurinn greitt út 300 milljónir króna vegna gjaldþrota fyr- irtækja en tók fram að um bráða- birgðatölur væri að ræða. Þessi út- greiðsla er mjög svipuð og á síðasta ári en hefur farið lækkandi hin síð- ustu ár. Á árinu 1991 voru útgreiðslur vegna gjaldþrota til að mynda hálfur milljarður. Ekki fást upplýsingar um hvernig þessar útgreiðslur skiptast á milli starfsgreina. Eins og fram hefur komið í blað- inu var með lögunt frá árinu 1990 sett hámark á mánaðarlega út- greiðslu sem hver starfsmaður fær til útgreiðslu. Nú geta laun sem koma til greiðslu hjá Ábyrgðasjóði launa aldrei verið hærri en þrefaldar at- vinnuleysisbætur eins og þær eru hæstar án tillits til barnafjölda. Unt þessar mundir er sú upphæð um 140 þúsund krónur á mánuði. Fyrir 1990 var ekkert þak á hve launakröfur gátu verið háar. -pj 500 milljónir króna- Súlurnar sýna lýstar kröfur, en grái hlutinn þann hluta, sem fékkst greiddur. Lýstar Greiddar | 400 300 200 100 ’85 ’86 ’87 ’88 ’89 Sex kílóa risahumrar soðnir lifandi við sveinspróf í matreiðslu. Dauðastríðið stóð lengi yfir Skýlaust brot á dýravemdunar- lögum • «4inR að mati Brynjólfs Sandhott yfirdýralæknis. Daníel Sigurgeirsson mat- reiðslumaður á veitingahúsinu Argentínu hefur gert sig sekan um brot á dýraverndunarlögum að mati Brynjólfs Sandholt yfirdýra- læknis, en Daníel sauð sex kílóa risahumar lifandi á sveinsprófi sínu, án þess að ganga nógu tryggi- lega frá honum áður en hann stakk honum í pottinn. I Morgunblaðinu laugardaginn er að finna ná- kvæma lýsingu á matreiðsluaðferð- um Daníels á risahumrinum. Daní- el flutti humarinn sérstaklega inn frá Bandaríkjunum, þar eð hann vildi fara „ótroðnar slóðir“ í sveins- prófi sínu, eins og Óskar Finns- son, yfirmaður Daníels, orðaði það. Humrar þessir, sem hver um sig vó um það bil sex kíló, voru soðnir í heilu lagi og settir lifandi í pott- inn. Óskar lýsir baráttunni við að koma humrunum ofan í pottinn mjög ítarlega, sérstaklega barátt- unni við þann síðasta og stærsta, sem tókst að slíta af sér öll bönd og komst hálfur upp úr kraumandi pottinum áður en yfir lauk. Brynjólfur Sandholt, yfírdýra- læknir, segir að Daníel hafi brotið Brynjólfur Sandholt yfirdýra- læknir „En það er hins vegar lág- markskrafa, að þeir sem þetta stunda, kunni til verka og geri það þannig að kvalir dýrsins verði sem minnstar. Annað er skýlaust brot á dýraverndunarlögum að mínu mati.“ lög um dýravernd. „Þetta er fremur óhugnanleg lýsing og auðséð að þessir menn kunna ekki til verka,“ segir Brynjólfur. „Ef það á að nota þessa aðferð, þá verða menn að kunna betur til verka en þarna hef- ur verið raunin. Þeir hafa greinilega ekki gert sér grein fyrir hvaða dýr þeir voru að fást við.“ Brynjólfur segir krabbadýr reyndar vera á gráu svæði í dýraverndunarlögunum líkt og orrna, köngurlær og mörg smærri sjávardýr. „En þetta er samt sem áður brot á lögum urn dýra- vernd, þar sem segir að öll dýr, sem eru aflífuð, skuli aflífa á mannúð- legan hátt og á sem stystum tíma, þannig að dauðastríð þeirra sé sem styst. Þetta gildir jafnt um krabba- dýr sem önnur, þó þeirra sé ekki sérstaklega getið í lögunum. Það er auðsjáanlegt af þessari lýsingu að það hefur ekki verið staðið við það í þessu tilfelli." Brynjólfur sagði að ef rétt væri að þessu staðið, ætti dauðastríðið ekki að þurfa að taka langan tíma fýrir humrana, þrátt fýrir stærð þeirra. „Mér hefur per- sónulega alltaf þótt þessi aðferð, að stinga lifandi dýrum ofan í sjóð- andi vatn, ógeðfelld. En það er mis- jafn siður í Iandi hverju og þetta hefur tíðkast víða um heim mjög lengi. Við erum alltaf að færast nær miðju heimsins, sem við héldum áður að við værum sjálfir, þannig að við erum að taka upp ýmsa siði frá öðrum löndum. En það er hins ■ PatttetiHmaTwfri.. S|§s5SS5r SftaSK; Daníel Sigurgeirsson er nýbakaður sveinn í mat- reiðslu. „Humarinn var kyrfilega bundinn á stál- bakka til að hann héldi lögun. En þetta er sterkt dýr og hraust og tókst að slíta vírinn sem var yfir halann. Það fóru tveir vírar og hann barðist um eins og eðlilegt er.“ vegar lágmarkskrafa, að þeir sem þetta stunda, kunni til verka og geri það þannig að kvalir dýrsins verði sem minnstar. Annað er skýlaust brot á dýraverndunarlögum að mínu mati.“ „Þetta er bara þekkt matreiðslu- aðferð á þessu dýri,“ segir Daníel. „Þessi dýr hafa verið flutt inn í mörg ár og elduð svona á veitinga- stöðum hérlendis, rétt eins og ann- ars staðar.“ Daníel segir lýsingu Óskars eitthvað orðum aukna, því humarinn hafi alls ekki náð að brjótast upp úr pottinum. „Hum- arinn var kyrfilega bundinn á stál- baldca til að hann héldi lögun. En þetta er sterkt dýr og hraust og tókst að slíta vírinn sem var yfir halann. Það fóru tveir vírar og hann barðist um eins og eðlilegt er.“ Daníel er ekki á því að ófag- mannlega hafi verið staðið að verki og vísar því alfarið á bug að hann hafl brotið lög um dýravernd. „Sá hluti humarsins, sem tryggir að hann deyr frekar fljótt, komst ofan í vatnið. Þetta gerðist líka allt nijög snöggt, hann var ekkert að kveljast í pottinum í margar mínútur. Þetta eru lífseig dýr, skelin er hörð og þykk og það tekur ákveðinn tíma að drepa þá. Ég var ekki með neina skeiðklukku á honum, en þetta var stór skepna og þess vegna bundin kyrfilega.“ -ÆÖJ

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.