Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 12.01.1995, Qupperneq 7

Helgarpósturinn - 12.01.1995, Qupperneq 7
: FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR Í995 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 7 Á þriðjudag var skipuð íjögurra manna uppstillingarnefnd sem í raun er forystulið Þjóðvaka fram að landsfundi flokksins. í henni sitja eingöngu konur en hlutverk þeirra er að raða endanlega á framboðslistana. Nánast er frágengið hverjir koma til með að fara fyrir hreyfingunni í hverju kjördæmi fyrir sig í komandi alþingiskosningum. Konur verða í öðru hverju sæti og sitja væntanlega í efstu sætum í fjórum kjördæmum af átta. Jóhanna hefur þó síðasta orðið um framboðslistana Aðeins konur í forystusveitinni Frá því á haustmánuðum hefur ====== I Svanfríður Jónasdóttir, Þ^óðvaka " 1 a manna undirbúnings- nefnd verið starfandi innan stjórn- málahreyfmgarinnar í kringum Jó- hönnu Sigurðardóttur sem fékk svo nafhið Þjóðvaki. Mikilvægur fundur var haldinn í undirbúningsnefndinni, sem hefur gegnt starfí eins konar fram- kvæmdastjórnar fram að þessu, á þriðjudagskvöldið þar sem valið var í kjörstjórn sem telur átta manns og uppstillingarnefnd sem skipuð er fjórum af kjörstjórnarfulltrúunum. I síðartöldu nefndinni sitja með Jó- hönnu, Ólína Þorvarðardóttir, Lára V. Júlíusdóttir og Katrín Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Þjóðvaka. Þessar fjórar konur er þar með orðnar valdamestu félagarnir í Þjóðvaka og það verður í þeirra höndum að ákveða endanlega hvernig framboðslistarnir í hverju kjördæmi verða skipaðir þótt stjórn Þjóðvaka, sem kjörin verður á lands- fundi, þurfi að leggja blessun sína yf- ir niðurstöðuna. Þetta hefúr MORG- UNPÓSTURINN fengið staðfest. Landsfundur í lok mánaðarins Það vekur óneitanlega athygli að Jóhanna kýs að hafa einvörðungu : konur sem sína nánustu ráðgjafa, og það konur sem korna úr Alþýðu- flokknum og hafa verið nánir sam- herjar hennar um árabil, sérstaklega í ljósi þess að í hreyfinguna hafa gengið fjölmargir félagar úr Alþýðu- bandalaginu, auk óháðra og nolck- urra framsóknarmanna. Enn hefur ekki verið tilkynnt um skipun uppstillingarnefndarinnar út . fýrir undirbúningsnefndina og virð- ! ist farið með það mál eins og hern- : aðarleyndarmál. Viðbrögð frá öðr- um félögum í Þjóðvaka eru því eng- in, enn sem komið er. Auk þess að mynda forystu Þjóðvaka sitja Jó- hanna, Lára, Ólína og Katrín jafii- ffamt í kjörstjórn, senr einnig var skipuð á þriðjudaginn, ásamt fjór- um öðrum. Skipulag kosningabar- áttunnar og allt sem henni fylgir mun hvíla á þeirra herðurn. I lok mánaðarins, 28. og 29., er fýrirhugað að halda landsfúnd Þjóð- vaka á Hótel Sögu þar sem gengið verður formlega frá stofnun hreyf- ingarinnar og komið á föstu skipu- lagi. Þar verður Jóhanna kjörin for- maður og við hlið hennar varafor- maður. Æðsta stofnun hreyfingar- innar verður 23 manna stjórn og undir henni verða síðan deildir í kjördæmunum. Konur í öðru hverju sæti Línur eru nánast orðnar skýrar um skipun efstu manna á framboðs- listunum í öllum kjördæmum, ef Austurland er undanskilið. Mikil- vægt er talið að ganga frá þessum hluturn á landsbyggðinni. „Endan- leg ákvörðun um skipan listanna, Sigurður Pétursson, sagnfræðingur. Sveinn Allan Morthens, svæðisstjóri málefna fatlaðra. forseti bæjarstjórnar Dalvíkur. ýlTS:': J/ einkum í Reykjavík, verður látin bíða þar til eftir landsfundinn,“ sagði virkur félagi hér í Reykjavík. En það er ekkert sem rekur menn til þess að ganga frá listanum í Reykja- vík af því að allt er hvort sem er óljóst hjá fleiri flokkum ennþá. Öðru rnáli gegnir urn stöðuna úti í kjördæmunum, þar þarf að hafa hraðari hendur til að hægt sé að mynda sveitir í kringum þá sem verða í framboði." Stefnt er að því að niðurstaðan um efstu sætin verði kynnt á landsfundinum, eftir því sem nokkrir heimildarmenn segja. ÖUum skráðunr félögum í Þjóð- vaka, sem eru um fimm hundruð talsins, var sent bréf fyrir nokkru þar sem þeim var gefinn kostur á að til- nefna fólk til framboðs í sinu kjör- dænri. Frestur til þess rennur út í næstu viku, þann 17., en gert er ráð fyrir að deildirnar í hverju kjördæmi hafi talsvert urn það segja hverjir verði t framboði. Náinn ráðgjafi Jóhönnu segir sarnt augljóst að Jóhanna sjálf hafi mest um það að segja hvernig list- arnir komi til með að líta endanlega út og hafi uppstillingarnefndina til að styðjast við. Þá mun uppstiliing- arnefndin alfarið stilla upp listanum í Reykjavík og líklega einnig á Reykjanesi. Ein af þeirn vinnureglum, sem uppstillingarnefndin rnun hafa til hliðsjónar, er sú að konur verði í öðru hverju sæti á listunum og leiði listana í að minnsta kosti helmingi kjördæmanna. „Við erum öll sammála um að stefna að því að hafa konur og ungt fólk í efstu sætunum og höfum hvatt Jóhönnu til þess,“ sagði náinn sanr- herji hennar. Eins og staðan er núna er ekki víst að hægt verði að uppfylla síðartalda kvótann. En ef stíft verður farið eftir þessari kvótareglu gæti þurft að fórna frambjóðendum sem taldir eru mjög frambærilegir en eru ekki af réttu kyni. Suðvesturland: Efstu sætin frátekin Þótt engar formlegar ákvarðanir hafi verið teknar er frágengið að Jó- hanna leiði listann í Reykjavík. Um skipan listans að öðru leyti er ekki fullljóst ennþá. Þeir kandídatar sem einkum eru nefndir til sögunnar í efstu sætin eru Ásta B. Þorsteins- dóttir framkvæmdastjóri Þroska- hjálpar, Þórunn Sveinbjarnardótt- ir formaður Sóknar, Guðrúr, Ólafs- dóttir meinatæknir og jafnvel Helgi Pétursson. Þá segja heimildar- menn í Reykjavík að ekki sé ólíklegt að leitað verði til Bjarna Guðna- sonar prófessors og fyrrum þing- manns Samtaka frjálslyndra og jafn- aðarmanna, um að hann taki sæti ofarlega listanum. Ef hann er ekki tilbúinn til þess er ekki ósennilegt að honum bjóðist heiðurssætið. Ólína Þorvarðardóttir staðfesti í samtali við blaðið að hún hygði ekki á framboð og það sama mun gilda um Láru V. Júlíusdóttur. Búast nrá við að sjá nöfn Jóhann- esar Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra Neytendasamtak- anna, Páis Halldórssonar, for- manns BHMR, einhvers staðar á listanum og jafnvel Marðar Árna- sonar og Kjartans Valgarðssonar, fyrrverandi formanns Birtingar. Á Reykjanesi er Ágúst Einars- son, prófessor talinn sjálfkjörinn til að verma efsta sætið en ennþá er á huldu hverjir raðast þar fyrir aftan. Nýtt fólk á vesturkjör- dæmunum þremur Á Vesturlandi koma tveir kandíd- atar til greina í efsta sætið; Runólfur Ágústsson, lögfræð- ingur og lektor við Samvinnuháskól- ann á Bifröst, og Sigurlín Svein- bjarnardóttir, forstöðumaður Nor- ræna skólasetursins, á Hvalfjarðar- strönd. Runólfur, sem er nálægt þrí- tugu, þykir rnjög frambærilegur og „kemur sterklega til greina", eins og heimildarmaður orðaði það. Kvóta- reglan á kynin eykur þó líkurnar á því að Sigurlín, sem er nokkru eldri en Runólfur en á fertugsaldri, bjóðist að leiða listann. Hún sagði spurning- una ótímabæra þegr hún var innt eft- ir því hvort hún væri tilbúin til að setjast i fýrsta sætið. Alþýðuflokksmaðurinn Sveinn Þór Elínbergsson í Ólafsvík, sem laut í lægra haldi fýrir Gísla S. Ein- arssyni í prófkjöri AlþýðuUokksins, var inni í myndinni, ekki síst út frá þeirri kenningu, sem hefur nokkurn stuðning, að sækja inn á svæði sem hinir flokkarnir hafa vanrækt sem til sanns vegar má færa unt Snæfellsnes- ið. Sveinn Þór studdi Jóhönnu innan flokksins en hefur nú ákveðið að taka annað sætið á eftir Gísla. Sigurður Pétursson, sagnfræð- ingur, mun nánast örugglega fara fýrir Þjóðvaka á Vestfjörðum. Hann lýsti yfir í samtali við blaðið að hann væri tilbúinn til þess en þó væri ekki hægt að slá neinu föstu. Sigurður, eins og eiginkona hans Ölína, hefur verið einn af helstu stuðningsmönn- um Jóhönnu. Þótt ekki sé búist við að faðir hans, Pétur Sigurðsson forseti Alþýðusambands Vestfjarða og áhrifamaður innan Alþýðuflokks- ins um áratugaskeið, gangi til liðs við ■ litið á hann sem stuðn- ingsmann hreyfingarinnar og talið öruggt að hann muni standa að baki syni sínum að svo miklu leyti sem hann getur án þess að styggja eigin flokksbræður. Sveinn Allan Morthens, for- stöðumaður Svæðisstjórnar málefna fatlaðra og fýrrum félagi í Birtingu, sagðist vera reiðubúinn að taka efsta sætlð í norðurlandskjördæmi vestra þegar hann var inntur eftir því. Um hann er breið samstaða og enginn er talinn geta ógnað honum. Jón Sae- mundur Sigurjónsson, fýrrverandi alþingismaður er sagður hafa haft nokkurn áhuga á efsta sætinu en þeg- ar samband var haft við hann kom í ljós að hann hefúr dregið sig í hlé og ætlar ekki í framboð. Hann lýsti full- um stuðningi við Svein Allan. „Mér líst mjög vel á þann dreng,“ sagði hann. Jón Sæmundur átti litla mögu- leika eftir að Sveinn Allan gekk til liðs við Þjóðvaka. Hann gerði árangurs- lausa tilraun við síðustu kosningar að halda þingsæti krata í kjördæminu og þótti því ekki sérlega vænlegur frambjóðandi. Allt óljóst fyrir austan Svanfríður Jónasdóttir forseti bæjarstjórnar Dalvíkur, hefur svip- aða stöðu í norðurlandskjördæmi eystra og Sveinn Allan í því vestra. Aðrir virðast ekki vera inni í rnynd- inni þegar litið er til efsta sætisins. Á Austurlandi gegnir öðru máli. Enginn afgerandi frambjóðandi hef- ur fúndist þar. Kratar hafa lengi átt undir högg að sækja í kjördæminu og enginn býst raunar við því að Þjóðbvaki komi þar manni að. Lík- legri niðurstaða er að framboð á Austurlandi verði einungis til þess að fella séra Gunnlaug Stefánsson, krata, út af þingi. Hringurinn lokast á Suðurlandi. Þar rirðist vera nánast frágengið að Þorsteinn Hjartarson, skólastjóri, taki efsta sætið. Hann uppfýllir kröf- una um að vera ungur og þrátt fyrir kynjakvótann er ósennilegt að hrófl- að verði við honum. „Það má vel skoða það, já, en það er ekkert ákveð- ið,“ sagði Þorsteinn þegar hann var spurður hvort hann væri reiðubúinn að leiða listann. Kona skipar væntan- lega annað sætið og þar kemur Ragnheiður Jónasdóttir til greina þótt líklegra sé að hún verði neðar. Hún var formaður kjördænrisráðs Alþýðubandalagsins en sagði sig úr flokknum eins og flestum ætti að vera í fersku minni. Jóhanna Sigurð- ardóttir vildi lítið tjá sig um fram- boðsmál Þjóðvaka þegar rætt var við hana í gær en sagði að það færi að stytt- ast í að þau mál kæmust á hreint. -SG Katrín Theodórsdóttir, fram- kvæmdastjóri Þjóðvaka, á sæti í uppstillingarnefnd sen skipuð var á þriðjudaginn og mikil leynd hvíl- ir yfir. Jóhanna, Ólína Þorvarðar- dóttir og Lára V. Júlíusdóttir sitja í nefndinni með henni. Nefndin hefur það hlutverk að stilla end- anlega upp framboðslistum Þjóð- vaka áður en stjórnin leggur blessun sína yfir þá. Ólína Þorvarðardóttir ætlar ekki að gefa kost á sér í framboð en áhrif hennar innan Þjóðvaka eru eftir sem áður mikil. Sæti í upp- stillingarnefndinni tryggir henni þau, auk setu í kjörstjórn og und- irbúningsnefnd eins og Jóhanna, Katrín og Lára V. Lára V. Júlíusdóttir gefur heldur ekki kost á sér á framboðslista Þjóðvaka. Athygli vekur að Jó- hanna velur aðeins konur sem koma úr Alþýðuflokknum í upp- stillingarnefndina, sérstaklega í Ijósi þess að margir Alþýðu- bandalagsmenn hafa gengið til liðs við hreyfinguna. SlGURÐUR PÉTURSSON 1. SÆTIÐ Á VESTFJÖRÐUM. SVANFRÍDUR JÓNASDÓTTIR 1. SÆTIÐ Á NORÐ- URLANDI EYSTRA.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.