Helgarpósturinn - 12.01.1995, Page 16

Helgarpósturinn - 12.01.1995, Page 16
16 MORGUNPÓSTURINN FÓLK FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995 ls 650 pör bíða nú eftir meðferð á glasafrjóvgunar- ild Landspítalans en deildin þykir ná einum besta mgri í heimi þrátt fyrir að henni sé þröngur kkur búinn. Stækkun deildarinnar hefur verið rhuguð lengi og síðasta haust lauk störfum nefnd gum heilbrigðisráðuneytisins sem fjallaði um mál. Niðurstaðan varð sú að ekkert liggur fyrir tækkun deildarinnar og aukin starfsemi er ekki ögum og verða því margir foreldrar að sætta am við langa bið auk óvissunnar. Iliðlistar eftir llömum Áður en glasafrjóvganir hófust hérlendis fóru væntanlegir foreldr- ar til Bretlands á Bournhall Clinic allt frá árinu 1988 en heilbrigðis- ráðuneytið fór þess á leit við Kvennadeild Landspítalans að undirbúningur yrði hafinn að því að koma þessari deild á fót og var það gert og glasafrjóvgunardeild tekin hér í gagnið í október 1991. Fyrsta glasabarnið fæddist hér níu mánuðum seinna, 31. júlí 1992, en á þeim tíma sem deildin hefur starfað hafa komið hátt á þriðja hundrað börn í heiminn fyrir til- stilli glasafrjóvgana. En þó að þetta kunni að koma þeim, sem lítið þekkja til, fyrir sjónir eins og mikill íjöldi, er þörfin þó miklu meiri. Undraverður árangur Glasafrjóvgun gengur upp hér- lendis í 35 prósent tilfella og þykir það einn besti árangur í heimi. Þrátt fyrir það lætur deildin ekki mikið yfir sér. Hún er staðsett í 72 fm húsnæði á Landspítalanum, sem áður rúmaði þrjá ritara, en við deildina starfa tveir líffræðingar í fullu starfi á frumurannsóknar- stofu, meinatæknir í hlutastarfi, tveir sérfræðingar, þrír hjúkrunar- fræðingar í hálfum stöðum og að- stoðarlæknir. Á deildinni er bið- stofa, viðtalsherbergi, skoðunar- herbergi og rannsóknarstofa. Tilvera, samtök gegn ófrjósemi, hefur undanfarið staðið fyrir söfn- un til að fjármagna kaup á tækja- kosti fyrir GF-deildina, þar sem vantar fósturvísafrysti og smjásjár- frjóvgunartæki, tækjabúnað upp á 6-8 milljónir, en hvort tveggja skiptir sköpum. Samtökin berjast ennfremur fyr- ir stækkun deildarinnar en á síð- asta ári var starfrækt nefnd á veg- um heilbrigðisráðuneytisins sem átti að fjalla um stækkun deildar- innar og jafnvel með tilliti til möguleikanna á að selja þessa þjónustu til erlendra aðila. Sú nefnd hefur lokið störfum en deildin er ekki á fjárlögum og af stækkun hennar verður því ekki á næstunni. „Það er ekki síst þegar hafður er í huga sá góði árangur sem hefur náðst í glasafrjóvgun hér að maður undrar sig á þeirri tregðu sem er hjá yfirvöldum til að sinna þessum málum,“ sagði Svanhvít Þráins- dóttir, félagi í Tilveru, samtökum Þórður Óskarsson sérfræðingur í ófrjósemi hefur þótt ná undraverðum árangri ásamt starfsfólki á glasafrjóvgunardeild Landspítalans. Hluti skýringarinnar kann að liggja í fólkinu sjálfu en ís- lendingar á Bournhall Clinic í Bret- landi þóttu einnig sýna sérlega góðan árangur af meðferð. gegn ófrjósemi, en hún og maður- inn hennar eru á biðlista eftir glasafrjóvgun. „Það er líka athygl- isvert í ljósi þess að við borgum rúmlega helming kostnaðar við fyrstu meðferð og kostnaðarhlut- deild sjúklinga er hvergi jafn mikil í heilbrigðiskerfinu og þarna. Það er einvala lið sem þarna starfar og ég veit til þess að það hafa komið fyrirspurnir erlendis frá um svona aðgerðir." „Það var rætt um að flytja starf- semina á Fæðingarheimilið en við nánari athugun kom í ljós að það hefði kostað dýrar breytingar og ólíklegt að heimilið rúmaði hvort tveggja fæðingar og glasafrjóvgun. Það liggur því ekkert fyrir um stækkun en ljóst að þörfin er brýn,“ sagði Þórður Óskarsson, sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp, en hann hefur bæði unnið á glasafrjóvgunardeild í Skotlandi svo og á Hammersmith í London. Þórður hefur starfað við deildina hér frá upphafi. Gengið á milli iækna Aðeins brot af meðferðum heppnast í fyrstu tilraun og eðlilegt væri að halda að eftir tveggja og hálfs árs bið væri reynt aftur þar til aðgerðin heppnaðist. Málið er þó ekki svo einfalt. Ef að af þungun verður ekki eftir fýrstu meðferð fer fólk aftur á biðlista og ef að þung- un verður í þriðju eða fjórðu til- raun þá erum við að tala um rúm- lega sjö ára biðtíma sem getur reynt allmikið á þolrifin í fólki. „Tæplega 300 glasabörn eru dropi í hafið þegur hafður er í huga allur sá fjöldi fólks sem á við ófrjósemi Svanhvít Rósa Þráinsdóttir reyndi að verða ófrísk í á Veríð á biðlista í ei Stella Baldvinsdóttir er komin í annað sinn á biðlista eftir að hafa eignast e „Minn læknir var ekki að tví- 31 árs gömul, hefur hins vegar beðið féll ég saman við símann og fór nóna við hlutina heldur sendi mig strax af stað til að sækja um glasa- frjóvgun," segir Stella Baldvins- dóttir sem er aðeins 28 ára gömul og komst í gegnum ferlið á mettíma fýrir hreina heppni, þurffi ekki að bíða nema tæplega tvö ár og átti barn eftir fyrstu meðferð á glasa- frjóvgunardeildinni. Hún er nýlega komin aftur á biðlista. Svanhvít Þráinsdóttir, sem er Svanhvft Rósa Þráinsdóttir og maður hennar, Þröstur Þorbjörnsson, eru á biðlista eftir því að komast í glasafrjóvgun. í eitt og hálft ár og á eftir eins árs bið eftir fýrstu meðferð. Áður en hún fór á biðlista hafði hún leitað skýringa á erfiðleikum sínum við að verða ófrísk í átta ár en bæði hún og maðurinn hennar glíma við ófrjósemisvandamál. Það er því ljóst að eftir svona langa bið magnast væntingarnar til aðgerðarinnar og ef að hún gengur ekki eftir er erfitt að snúa aftur í biðröðina. „Ég fékk í raun undra- verða afgreiðslu vegna þess hversu snemma ég fékk tilvísun frá lækn- inum mínum um þessa deild,“ seg- ir Stella. „Samt var það þannig að þegar ég fékk símtalið frá læknin- um um að aðgerðin hefði heppnast heim úr vinnunni og hágrét." „Það er enginn sálfræðingur né félagsráðgjafi starfandi við deildina til að hjálpa fólki sem verður fýrir áfalli þegar þetta gengur ekki upp, jafnvel eftir endurteknar tilraunir,“ segir Svanhvít. „Það er því mikil- vægt að brýna fyrir fólki að það geri sér grein fyrir að aðgerðin heppnast ekki endilega." „Þetta leggst þá oft og tíðum á það fólk sem er starfandi við deild- ina og það þarf að taka að sér þessa hluti sem eru ekki inni á þeirra sviði,“ segir Stella. „Þess vegna er- um við að reyna að efla samtökin okkar.“ „Sá sem hefur aðstoðað fólk mest

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.