Helgarpósturinn - 12.01.1995, Page 17

Helgarpósturinn - 12.01.1995, Page 17
MORGUNPÓSTURINN FÓLK 17 4- TIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995 'í II ; l’Jk Ws gi n að stríða,“ segir Svanhvít. „Það eru líka inni í þeirri tölu margir fleir- burar en 25 prósent glasabarna eru fleirburar. Fólk sem þekkir ekki vandamálið af eigin raun gerir sér ekki alltaf grein fyrir því ferli sem er undanfari þess að fólk sækir um að komast í glasafrjóvgun. Fólk er þá búið að ganga á milli lækna og oftast er leitað að orsökinni hjá konunni fyrst og ef að ekkert fmnst hjá henni er karlmaðurinn tekinn í rannsókn, stundum tekur langan tíma að fá fram þann úrskurð að um ófrjósemi sé að ræða hjá öðr- um aðilanum eða báðum. Þá stendur fólk frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort það ætli að lifa í barnlausu sambandi og ef það svarar því neitandi þá er leitað eftir glasafrjóvgun og við tekur eilífðar bið.“ „Það þarf að útrýma þessum biðlistum því að þeir eitra þetta allt saman," sagði Stella Baldvins- dóttir, félagi í Tilveru, sem á eins árs glasabarn og er á biðlista öðru sinni. Kostnaður foreldra Meðan að Islendingar fóru til Bretlands í glasafrjóvganir var í gildi samningur milli Bournhall Clinic og hérlendra heilbrigðisyfir- valda og allur kostnaður við með- ferðina, allt að þrjár tilraunir, var greiddur en fólk þurfti sjálft að kosta ferðir og uppihald. Fljótlega eftir að deildin tók til starfa hér- lendis kom þó upp umræða um kostnaðarhlutdeild foreldra og frá árinu 1992 hefur fólk greitt sem svarar 105 þúsund krónum fyrir fyrstu meðferð en 60.000 fyrir næstu þrjár sem á eftir koma. Fimmta meðferðin er hins vegar tta ár að fullu greidd af væntanlegum foreldrum og kostar 200.000 krón- ur líkt og allar meðferðir umfram það. Þær Stella og Svanhvít eru báðar sammála um að þær taki kostnað- inn ekki nærri sér og greiði uppsett verð með glöðu geði en þær vilja jafnframt ítreka að æskilegt væri að þjónustan væri aukin í sam- ræmi við það. „Það eru dæmi um að fólk fari erlendis til að losna við biðina en það verður þá að bera af því allan kostnað sjálft og greiða meðferðina að fullu, sjálf myndi ég kanna þann möguleika ef ég ætti næga peninga,11 sagði Svanhvít. „Kostnaðurinn vakti upp ein- hverja óánægju en mér finnst í sjálfu sér ekkert athugavert við að fólk greiði eitthvað fyrir það. Hversu mikið á að greiða þetta niður er fyrst og fremst pólitísk ákvörðun," sagði Þórður Óskars- son. „Það er ekki verið að lækna sjúkdóma heldur aðstoða fólk til að eignast börn.“ Vaxandi ófrjósemi hjá körlum „Þegar um ófrjósemi er að ræða er orsakanna að leita í þriðjungi tilfella hjá konunni og öðrum þriðjungi hjá karlinum. að þriðj- ungi er orsökina að finna hjá báð- um aðilum en auk þess eru tilfelli þar sem orsökin er ókunn,“ sagði Þórður Óskarsson. Ófrjósemi karla fer vaxandi og rannsóknir sýna að sæðisfrumur karla sem eru fæddir eftir 1960 eru ónýtari en hjá eldri mönnum en um ástæður þess er ekki vitað. „Um 80 prósent þeirra tilfella þar sem ófrjósemi karla er megin- ttog hálflár >itt glasabam við þessar aðstæður er Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur en hann þekkir bæði sorgina og gleð- ina í þessu öllu,“ segir Svanhvít. „Við gerðum upp við okkur að við vildum ekki lifa í barnlausu sam- bandi og ef að þetta gengur ekki upp þá viljum við reyna að ættleiða barn. En það er ekki hlaupið að því heldur. Maður finnur fýrir alls kyns við- horfum. Til dæmis hversu varhuga- vert það er að grípa frammí fyrir móður náttúru. Sumum er einfald- lega ætlað að búa við barnleysi, samkvæmt þessari skýringu, en um leið má heimfæra það uppá öll læknavísindin og leggja niður sjúkrahús vegna þess að forlögin hafi úthlutað fólki fyrirfram ákveðnu hlutskipti." „I fyrstu er sífellt verið að rukka mann um barn en þegar tíminn líð- ur og ekkert gerist fer fólk að gera sér grein fýrir að vandamál sé á ferðinni. Þá fer það að segja krafta- verkasögur, af frændum sínum eða ffænkum sem fóru með makann til Spánar í sól og sumar og níu mán- uðum seinna var komið barn. En fólk ræðir ekki um glasafrjóvganir eða þær leiðir sem bjóðast því að það er feimnismál," segir Stella. „1 sumum tilfellum þola sam- búðir ekki álagið en karlmenn eru líka sérlega viðkvæmir þegar málið snýr að þeim. Þeir geta lítið tjáð sig,“ segir Svanhvít. Þórarínn St. Halldórs- son og Stella Baldvins- dóttur ásamt eins árs gamalli dóttur sinni, Soff- íu, sem er glasabarn. vandamálið eru tilfelli þar sem sæðið er ónothæft,“ segir Svanhvít. „Þar hefur verið notast við gjafasæði frá nágrannalöndunum en ef að deildin hefði yfir smá- sjárfrjóvgunartæki að ráða væri hægt að ráða bót á mun fleiri þessara vanda- mála án þess að til þess þyrfti að koma.“ „I dag þurfum við 1-200 þúsund sæðisfrumur en með tækinu er hægt að not- ast við eina heilbrigða sæð- isfrumu og sprauta beint í egg,“ sagði Þórður Óskars- son. En hann sagði jafn- framt að slíkt tæki myndi nær útrýma þörfinni fyrir gjafasæði. Því miður hefur ekki fengist fjárveiting til að kaupa þetta tæki, sem kost- ar fimm milljónir, en þeir sem vilja leggja þessu mál- efni lið geta lagt inn á reikning Tilveru í Spari- sjóði vélstjóra (1175) Hb 01 Reiknr: 600900.“ Ails kyns tak- markanir „Foreldrar með ófrjó- semisvandamál, sem leita þessara leiða, þurfa að sætta sig við alls kyns takmarkan- ir og reglur," segir Svan- hvít. „Við megum ekki eignast fleiri en tvö börn með þessum hætti og ef um fleirbura er að ræða er ekki um frekari meðferð að ræða. Eftir að kona nær 42 ára aldri má hún ekki fara í glasafrjóvgunarmeðferð og reglurnar eru líka þannig að til að geta sótt um þarftu að hafa verið í sambúð með makanum í að minnsta kosti þrjú ár. Það er því ekki, eins og margir vilja halda, að fólk geti gengið inn á Landspítalann og fengið sjálfkrafa bót þessara mála. Þegar hafður er í huga biðtíminn og hversu stutt deildin hefur starfað, gerir þetta mörgum konum sem komnar eru á aldur ansi erfitt fyrir. Það er sorg- legt þegar fólk er búið að reyna off og eyða lífi sínu í þessa stöðugu bið þegar það þarf frá að hverfa sökum þessa.“ -ÞKÁ Borðapantanir í síma 552 2321 "Léttar línur" íjanúar Á janúarseðtínum geta matargestir vatíð um tvo, þrjá eða fjóra rétti. Að auki fá gestir títinn smakkrétt og Sorbet í boði hússins. Forréttir Indónesisk skelfisksúpa með karrý og hvítum baunum. Koníaksristuð anda- og gœsalifur með Pecan hnetum. Ristaðir kartöfluteningar með kantarellum og truffluolíu. Jurtabakaður Roquefort með lambasalati. Aðalréttir Kampavínssoðin fiskur dagsins á tómatconcasse. Glóðarsteikt smálúða með eggaldin og fersku basil. Grillað grcenmetis Shaslik með linsubauna- buffi og villisveppasoði. Pasta Linguini með grilluðum humri og pesto. Fylltur lambavöðvi með sólþurrkuðum tómötum og blaðlauk. Hunangsgljáð andalœri með rósmarin- krydduðu grœnmeti. Eftirréttir Cappucino Brulé. Fersk ber með Sabyone. Súkkulaði mousse með mangó og kókósrjóma. Bananalýðveldið. Verð: 2 rétta máltíð kr. 1.690- 3 rétta kr. 1.990- og 4 rétta kr. 2.290- SCANDIC

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.