Helgarpósturinn - 12.01.1995, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 12.01.1995, Blaðsíða 18
18 MORGUNPÓSTURINN VIÐTAL FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995 Ingólfs Margeirssonar Ég hef eldd breyst sem karakter Spjallað við laumutrymbilinn og Dagljósritstjórann Sigurð Valgeirsson Sigurður Valgeirsson er fæddur á elliheimili í Hafnarfirði. Ekki að það skýri dimma rödd- ina, yfirvegaða framkomuna og íhugult svipmótið. Þetta er samt skemmtileg tilviljun. Fæðingar- staður Sigurðar er upplýsandi fyrir okkur sjónvarpsáhorfendur sem höfum kynnst yfirritstjóra Dags- ljóss á skjánum hvort sem er í formi jakkaklædds spyrils eða í gervi einkaspæjara á skyrtunni að hætti Chandlers með dinglandi ljósa- peru í bakgrunni. Sigurður Val- geirsson er þrátt fyrir ungæðingsleg uppátæki á skerminum, gamal- klókur í andanum: Karl með barnið í brjóstinu. iSigurður segir við mig að allt þetta hafi ekkert með elliheimilið að gera: Því hafi verið breytt tíma- bundið í fæðingadeild. Og einmitt þá hafi hann komið í heiminn. - Ég bjó í Hafnarfirði til fimm ára aldurs, upplýsir hann frekar. Eftir það tók við talsvert flakk: Fyrst búseta í Skerjafirði til átta ára aldurs, þá flutningur á Grundar- stíginn til tólf ára aldurs, síðan við- konta í Vogunum þar sem hann lenti í æskustöðvum og frásagnar- umhverfi Einars Más uns Sigurð- ur hafnaði loks í Fossvogi. - Skerjafjörðurinn er eftirminni- legastur, áréttar Sigurður og pantar sér heita samloku og te að lokinni strembinni útsendingu í Dagsljósi. Við sitjum á kafflhúsi í miðbæn- um, fáir eru á ferli í góðlátlegu vetr- arkvöldinu og hvíld hefur lagst yfir götur og gangstéttir að loknum erli dagsins. - Skerjafjörðurinn var hálfgerð sveit á þessum árum, heldur Sig- urður áfram. Kyrrðin er eftir- minnileg; sjórinn, leikirnir og fót- boltinn. Svona er þetta alla vega í minningunni, bætir hann við og rífur sig upp úr ljóðrænum hug- renningum. Sigurður varð stúdent frá Menntaskólanum við Tjörnina 1974. Hann las mikið utanskóla, ekki síst vegna þess að hann var orðinn fjölskyldufaðir áður en hann vissi af. - Ég kynntist eiginkonu minni, Valgerði Stefánsdóttur, þegar ég var 17 ára. Og ári síðar var ég orð- inn pabbi. Þetta þýddi þó ekki að ég missti af skólafélögum; ég kynntist góðum félögum þó fremur á Landsbókasafninu í lestrarskorp- um, mönnum eins og Einari Má og Örnólfi Thorssyni. Að öðru leyti lá ég uppi á foreldrum mínum og tengdaforeldrum þangað til ég var tvítugur. Sigurður las íslensku og bók- menntafræði við Háskóla íslands og nældi sér í BA-gráðu áður en þau hjónin lögðu leið sína til Kaup- mannahafnar um árs skeið þar sem Sigurður las leikhúsfræði. Þegar heim kom á nýjan leik, sneri Sigurður við blaðinu og gerð- ist hljómlistarmaður. Ég hafði erft gamalt trommusett af eldri systur minni og hafði leng- i dreymt um að verða trommuleik- ari. Reyndar hafði ég alið með mér poppdrauma sem rættust ekki sem betur fer til fulls. En nú var sem sagt drifið í að stofna djasshljóm- sveit: Nýja kompaníið. Þar um borð voru Sveinbjörn I. Baldvins- son á gítar, Jóhann G. Jóhanns- son (alltaf kallaður „ekki sá“) á pí- anó, Sigurður Flosason á saxófón og Tómas R. Einarsson á bassa. Þetta voru ólíkir karakterar inn- byrðis en skemmtileg samsetning. Það var mikið æft og mikið spilað: Upp í fimm kvöld á viku. Það er al- veg ótrúlegt að hjónabandið skyldi endast, segir Sigurður og hlær. Nýja kompaníið gerði stormandi lukku og var reyndar óvænt innrás í íslenskt djasslíf, því enginn þeirra var þekktur djassleikari áður. Og félagarnir gáfu meira að segja út plötu: „Kvölda tekur“ sem inni- heldur frumsamin lög og djössuð þjóðlög. - Eftir plötuna leystist bandið upp. Ég fékk misjafna dóma. Einn gagnrýnandi sagði að ég ætti langa ferð til Sveinu- staða. Ég man þegar ég las þennan fyrsta ritdóm um sjálfan mig, þá hitnaði mér á eyrunum. Sami ritdóm- ari sagði síðar að við Tommi vær- um vandaðir hljóðfæraleikarar. Hvort tveggja var þvæla. Ef ég hefði lært á trommur, hefði ég átt svona tíu ár eftir til að verða góður. Ann- ars hlýt ég að hafa haft einhverja leynda hæfileika, því Guðmundur Steingrímsson bauð mér ókeypis tilsögn sem ég þáði um tíma. En tónlistin hefur ekki horfið úr lífi Sigurðar. Hann leikur nú í hljómsveitinni „Hinir ástsælu spaðar“ sem er „neðanjarðargamla-' danshljómsveit" samkvæmt skil- greiningu hans sjálfs. - Þetta eru kunnir og óþekktir menn á miðjum aldri sem gegna ábyrgðarstörfum í daglegu lífi en spila stundum saman á kvöldið. Þessi underground grúppa hefur leikið inn á nokkrar snældur sem einstakir hljóðfæraleikarar hennar gauka að vinum og vandamönn- um. Og þannig á það að vera. Við viljum ekki koma upp á yfirborðið og verða frægir, segir Sigurður leyndardómsfulllur. Sigurður gerði þó annað og meira en að leika á trommur: Hann réði sig til DV; fýrst sem prófarkalesari, þá auglýsingafulltrúi og loks blaða- maður. Síðan gerðist hann ritstjóri Vikunnar og náði að vera ritstjóri á Heimsmynd í þrjá mánuði áður en hann var gómaður af Almenna Bókafélaginu og gerður að útgáfu- stjóra. - Ég var útgáfustjóri á sjötta ár hjá AB, segir Sigurður, áður en út- gáfan fór yfirum. Ég get ekki tekið mikið af því á mig, bætir hann við hugsi. Fræjum tapsins hafði löngu verið sáð áður en ég kom þar til starfa. En það var mikil synd hvern- ig fór, því maður hafði rembst mik- ið og séð ákveðinn árangur. Ein innstunguspurning: Hvað finnst Sigurði um íslenska skáld- sagnahöfunda í dag? - Þeir eru almennt töff og Z O 00 O CD klárir en þeir mættu vinna meira með tilfinningar. Það er óttinn að gefa höggstað á sér. Ef maður klikkar, þá... Sigurður lítur á mig með daufu brosi og þýðingar- miklu augnaráði. Við tölum ekki meira um íslenska skáldsagnahöf- unda en höldum áfram sem frá var horfið: Útgáfustjórinn breytti sér tímabundið í útvarpsmann með Hallgrími Thorsteinssyni á Bylgj- unni í „Reykjavík síðdegis." - Það var eins og að fara í sumar- frí eftir allt stressið og streðið í bókaútgáfunni, segir Sigurður. En Adam var ekki lengi í radíó- paradís. Forráðamenn bókaútgáf- unnar Iðunnar réðu Sigurð til starfa sem útgáfustjóra. En eigend- um og útgáfustjóra sinnaðist og Sigurður var aftur án fastrar at- vinnu eftir rúmt ár. - Þá tók við lausamennska, segir Sigurður: Ég skrifaði pistla, gerði þætti fyrir sjónvarp og svo frarn- vegis. Mig hafði í raun langað til að verða lausamaður eftir að ég hætti hjá Iðunni. Ég var orðinn lúinn á bókaútgáfunni. Og nú tók ég auð- vitað að tala við þá sem gátu útveg- að mér vinnu. Vinur minn Svein- björn I. Baldvinsson gítarleikari úr Nýja kompaníinu, var þá nýráðinn dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins. Ég hafði reyndar verið útgefandi hans og við höfðum skrifað sarnan barnaefni. Alla vega: Ég tékkaði á honum. Þá fór hann að tala um magasínþátt sem sjónvarpið hefði á prjónunum. Hann bauð mér um- sjónarmannsstarfið og ég ákvað að slá til. Egill Eðvarðsson var ráð- inn sem pródúsent að hinum nýja magasínþætti og við auglýstum eft- ir umsjónarfólki og réðum síðan. Sigurður hefur lokið við samlok- urnar og hellir tei í bollann sinn meðan hann rifjar upp fyrstu við- brögðin við Dagsljósi eins og hinn nýi þáttur var skírður. - Ég játa að við gerðum okkur vonir um betri móttökur en við fengum í fyrstu. Ég gerði mér grein fyrir að ég var kom- inn úr rykugum heimi bókaútgáfunnar þegar ég var tilnefndur versti fjöl- miðlamaður landsins í einu blaðanna. Það sem vó upp á móti slæmum umsögnum var hinn góði andi í Dagsljósshópnum. Við lærðum fljótt að hluti af starfinu er að fá vonda gagnrýni. Við höfum verið að smábæta okkur síðan. Og viðbrögðin eru orðin öll önnur. Ég hef lagt á það áherslu að allir séu í stöðugri endurskoðun í stað þess að vera í sífelldum umbyltingum. Og þótt við virkum kannski út á við að við séum góð með okkur, þá er- um við oft slegin eftir útsendingar yfir einhverjum mistökum. Við höldum fund eftir hverja sendingu og þar eru málin rædd í fullri hreinskilni. Það eru oft átakafund- ir. En þannig bætum við okkur: Með góðum og hreinskilnum anda. Við miðum að því að gera vandaðri og betur unnin innslög; fara dýpra í hlutina. Hvernig lítur Sigurður á sig sem yfirritstjóra Dagsljóss? - Ég reyni meðvitað að vera ekki þessi stóri yfirmaður. Starfið bygg- ist á samvinnu. Ég spyr krakkana mikið hvað er gott eða hvað er rétt. Allir í þessum hópi eru megnugir að vinna úr hugmyndum frá upp- hafi til enda. En hvaða hlutverki gegnir Dags- ljós? - Það er samfélagsspegill, segir Sigurður dálítið hátíðlega. Svo glottir hann og bætir við: Þetta er þáttur sem vill vera töff en er í raun barna- og fjölskylduþáttur. Við ræðum um keppinautinn Stöð 2: - Það sem RÚV hefur framyfir Stöð 2 er sagan. Þess vegna á RÚV að notfæra söguna og aðra sterk- ustu þætti stofnunarinnar. Það ger- um við til dæmis með ríkulega myndskreyttum viðtölum og í Gát- unni þegar við sýnum gömul svart- hvít klipp úr gömlum dagskrám Sjónvarpsins. Og nú ræðum við almennt um Sjónvarpið. - Það er líka afar gott fólk sem starfar á Sjónvarpinu. Stundum finnst mér það ekki nýtast nógu vel, segir Sigurður og brosir. Ef ég myndi ráða húsum á Sjónvarpinu, myndi ég sameina deildirnar betur í starfi. Ég myndi til dæmis senda Dagsljós út að loknum fféttum, því sem magasínþáttur er Dagsljós að stórum hluta uppfylling og bakhlið á fréttum dagsins. Ég myndi sam- eina sendinguna í eitt stórt „sjó“: Fréttadeild, íþróttir, veður og magasín. Það væri samfelldur pakki frá klukkan hálfátta til níu. Það væri gaman að vera í loftinu um leið og Stöð 2 er með fréttirnar og sitt magasín og vera í beinni sam- keppni við það fólk. Pakkinn lyti einni stjórn og einum smekk. Þetta yrði líka ódýrara en gert er í dag. Er Dagsljós dýrt í framleiðslu? spyr ég. - Já, það tekur mikið fé en ekki eins mikið og sögur ganga af. Er Sigurður að segja með þessu að það ríki smákóngaslagur á RÚV? - Ég er verktaki líkt og aðrir um- sjónarmenn á ritstjórn Dagsljóss og það nægir mér, segir Sigurður di- plómatískt. Ég vinn mína vinnu og er ekki í stjórnkerfi stofnunarinnar. Ég hef ákveðið að skipta mér ekki af þessu. En ef ég væri hluti af stofn- uninni, myndi ég eflaust gagnrýna ýmislegt fýrirkomulag innan henn- ar. -Dagsljós er orðið að hugtaki hjá ís- lenskum sjónvarpsáhorfendum. Áramótaskaupið var að stórum hluta helgað þættinum og starfs- fólki hans. Hvernig lagðist þetta í Sigurð? - Þetta var meinlaust og ákveðin viðurkenning fýrir Dagsljós, segir Sigurður stuttaralega. En hvernig fannst honum Bessi í gervi Sigurðar Valgeirssonar? - Mér fannst hann ekki ná mér neitt sérstaklega. Lappafídusinn var bestur: Bessi náði hinum stuttu fót- um mínum mjög vel. Annars fannst mér Gísli Rúnar ná Fjalari best af okkur Dagljósmönnum. Við hlæjum saman að skopstæl- ingunni af Dagsljósi í Áramótas- kaupinu en þegar fæturnir á Ás- laugu berast í tal, segir Sigurður: - Áslaug þurfti að sanna fýrir þjóðinni að hún hafi granna og glæsilega leggi með því að sýna útt- roðnu sokkabuxurnar sem leikkon- an sem túlkaði hana hafði notað. Sjónvarpið er sterkur og hættulegur miðill að mörgu leyti. Ég man til dæmis þegar Hemmi sat eitt sinn í sófanum og útskýrði fræga fjarveru sína vegna þess að hann hefði dott- ið í það og bætti við: Þig hefur nú vantað tvisvar sinnum í Dagsljós. Ég viðurkenndi það hlæjandi og sendi boltann til Þorfinns og Ás- laugar og hún sagði um leið og hún leit á Þorfinn: Já, við skulum nú ekkert tala um það! Auðvitað allt í gríni. En viti menn: Næstu daga taka að berast mér til eyrna kjaftasögur sem gengu um allanbæ að ég væri sífullur og að við Hemmi vanir að detta í það saman. Það leið langur tími áður en sögurnar tóku að hjaðna um ofdrykkjumanninn Sigurð Val- geirsson. Sigurður viðurkennir einnig að sjónvarpsstarfið hafi breytt sýn hans á sig sjálfan. - Það er fjallað rneira um mann en áður. Maður fær í fýrstu sjokk þegar maður les umsagnir eða heyrir skoðanir á því sem maður hefur gert í þessum sterka miðli. En þetta hefur hert mig. Mér finnst ég ekki hafa breyst sem karakter. Ég er í dag fertugur fjölskyldumaður með fjögur börn (elsti strákurinn er reyndar fluttur af heiman) og orð- inn nokkuð mótaður sem persónu- leiki. Ef ég væri 15 árum yngri, ein- hleypur og sífellt úti á lífrnu hefði þetta sjónvarpsstarf eflaust miklu meiri áhrif á mig og mína persónu. Ætli ég myndi ekki nota mér sjón- varpsfrægðina til að auðvelda mér að fara á kvennafar, segir Sigurður Valgeirsson dimmum rómi. Og setur upp Sam Spade-svip- inn. Það vantar bara dinglandi ljósaperu í bakgrunninn.B

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.