Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 12.01.1995, Qupperneq 29

Helgarpósturinn - 12.01.1995, Qupperneq 29
FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF 29 firðingar að rétta úr kútnum með því að taka upp aukin menningar- samskipti við Rússa! Rússneskir dagar verða í Hafnarfirði frá 14. til 30. janúar. Á laugardaginn opnar sýning á vatnslitaverkum eftir ýmsa þekkta rússneska málara og í tilefni þess mæta tveir þeirra Bug- akov og Galatenko. Með þeim koma tveir tónlistarmenn frá lýð- veldinu Tatarstan, Rem Urasin pí- Jói T. (eins og Jón Baldvin segir alltaf) Begg og félagar í Hafnarfirði auka menningartengsl við Rússland. anóleikari og Vladimir Efimov óperusöngvari sem munu troða upp. Þá verður matreiðslumeistari frá Tatarstan með í för og hann mun kokka ofan í gesti Fjörunnar meðan dagarnir standa yfir. Björn Leifsson líkamsræktar- og skemmtanakóngur er að færa út kvíarnar en hann ætlar að flytja í 1400 fermetra húsnæði í Fellsmúla. Baldur Bragason ræðir við Björn um hvert hann stefni og þó ekki síður hvaðan hann kom Tilaðná árangri aðbo, aðeins meira arf riþé W og dugir ekki til.“ W ^fc^F^fc^M Hvernig er það, nú er jafnan talað um World Class sem einhverja tískubúllu þar sem enginn æfir nema feg- urðardrottningar og vöðvabolt- en skyr Þetta er Björn Leifsson. Hann er best þekktur sem eigandi og rekstraraðili World Class líkams- ræktarstöðvarinnar, Þjóðleikhús- kjallarans og til skamms tíma Ing- ólfscafé. Hann hefur fengið það orð á sig að vera mikill bjartsýnismaður sem sást best þegar hann bauðst til að kaupa Sundlaugarnar í Laugar- dal og ætlaði að breyta þeim í risa- vaxna líkamsræktarnýlendu. Hvaðan er Björn Leifsson? „Flateyri. Sveitavargur.“ Hvað er strákur frá Flateyri að gera með að reka líkamsræktar- stöð í höfuðborginni, hvernig kom það til? „Það var nú þannig að eftir að ég kláraði Vélskólann þá kom ég suð- ur og starfaði sem vélstjóri hjá Eim- skip en það var alltaf draumur að komast í land. Ég hafði stundað mikið íþróttir þegar ég var yngri, mig langaði að stunda þær og heil- brigt líferni. Ég fór í land og byrjaði að lyfta lóðum og sóla dekk hjá Gúmmívinnustofunni en langaði að gera eitthvað sjálfstætt. Síðan fannst mér þróunin á markaðinum vera sú að það vantaði stöð og ég asnaðist til að fara út í þetta, tók stóran séns og hér er ég.“ Það hefur gengið upp? „Já en það var mjög erfitt, fyrstu tvö árin þá hafði maður varla í sig og á. Við hlæjum oft að því félag- arnir þegar ég leigði íbúð hér upp í Fellsmúla, ég var með sjónvarp og vídeótæki, eina dýnu á stofugólf- inu, gamalt hjónarúm og hundrað og tuttugu fermetra íbúð. Það var bara ekki úr meiru að moða.“ Sérðu eftir einhverju? „Nei, það held ég ekki.“ Sáttur við lífið og tilveruna? „Já, mjög.“ Sérðu einhverjar breytingar í líkamsræktargeiranum á næst- unni? „Þetta er náttúrlega alltaf að verða fullkomnara og betra. Kröf- urnar verða sífellt meiri hjá fólkinu, það er í raun mjög erfitt að fylgja því. Aðal vandamálið við þennan rekstur er að það er alveg sama hvað þú gerir, fólkið vill alltaf meira. Það sem inn kemur getur aldrei uppfyllt þær væntingar sem fólkið gerir. I mínu tilviki til dæmis þá er aldrei tekin króna út úr rekstrinum, þetta fer allt í sjálft sig „Þetta er mjög einfalt mál, við höfum þjálfað fegurðardrottn- ingar, við höfum verið mjög í umræðunni hjá þessu „inn“ liði, þó að enginn viti almennilega hvaða lið það er. Þeir sem segja að hér sé aðeins glansgallalið er und- antekningarlaust fólk sem ekki hef- ur komið hingað inn. Jafnframt held ég að það hafi ekki komið inn á neinn annan stað. Fólk finnur sér alltaf afsökun til þess að fara ekki að æfa ef það nennir því ekki. Okkar auglýsingar í gegnum tíðina hafa alltaf verið djarfar, af nánast berum kroppum þar sem við höfum sett undir að það séu ekki fötin sem menn vilja heldur það sem þau hylja.“ Því ber nú samt ekki að neita að útsýnið er oft fallegt hérna. „Það leynast náttúrlega alltaf gullmolar innan um. Það er bara af hinu góða.“ Hvað með markaðinn hér í Reykjavík, hvernig eru samkeppn- ismál, er þetta erfitt? „Já ég myndi segja það, til dæmis fjölgaði um þrjár stöðvar á síðasta ári. Máttur er sú stöð sem er mér hvað mestur þyrnir í augum, sök- um þess að hún er á mjög slæmum samkeppnisgrunni gagnvart okkur hinum þar sem að niðurgreiðslur eru mjög miklar. Stöðin fær alltaf að mestu leyti það sem hún setur upp fýrir kortin þó að viðkomandi viðskiptavinur greiði ekki nema niður undir helming af verðinu. Þetta er mjög ósanngjörn sam- keppnisaðstaða, þeir hafa aðgang að öllum félagaritum, öllum lífeyr- issjóðunum og þeim verkalýðsfé- lögum sem standa að þeim. Þeir eru sem sagt með sín kynningarit inni á öllum heimilum hér í borg- inni sér að kostnsðarlausu. Enda hefur það sýnt sig að Máttur hefur allt að helmingi meiri gestafjölda á hverjum tíma heldur en World Class, sem er næst stærsta stöðin. Það er mjög erfitt að keppa á þess- um grundvelli. Það er fullt af fólki sem æfir hérna sem er hjá þessum stéttarfélögum sem eru að greiða niður með þeirra lífeyrissjóðum og þeirra sjúkrapeningum líkams- ræktarkostnaðinn í Mætti en fá ekki niðurgreiðslur á sínum kort- um hér. Þetta á náttúrlega ekki að eiga sér stað. Ég tel að þetta standist ekki samkeppnislög." Er hægt að gera eitthvað í þessu? „Já, já. Við erum búnir að skrifa Samkeppnisstofnun bréf, ég ásamt tveimur öðrum. Þetta er í athugun núna. Að sjálfsögðu á að greiða niður til allra ef það á að greiða nið- ur til eins.“ Einhverjar breytingar í gangi hjá þér, stefnir þú hærra? „Já, við erum búin að festa okkur húsnæði hér upp í Fellsmúla, þar sem IKEA var með lagerinn sinn. Verulega hentugt húsnæði, fjórtán- hundruð fermetrar á einni hæð, rúmt um bílastæði og við flytjum stutt. Þetta eru ekki nema hundrað og fimmtíu metrar hér upp brekk- una. Þetta gefúr ýmsa möguleika, við verðum með potta úti og jafn- vel tennisvöll. Allt til alls." Enn einn sénsinn? „Enn einn sénsinn. Þetta er nátt- úrlega þvílíkt glapræði að fara út í þetta að maður ætti varla að tala um þetta. Ég veit ekkert hvernig ég á að fara að þessu, þetta reddast einhvern veginn,“ segir Bjössi og hlær dátt. Hvernig fór með sundlaugar- málið fræga, hvað kom til að það gekk ekki í gegn? „Það var bara pólitík. Ég er nokkuð viss um að ákveðnir aðilar hafi unnið ákaft gegn því að þetta yrði að veruleika. Þessu var alfarið hafnað fyrir rest án þess að neinar forsendur væru gefnar aðrar en þær að það mætti ekki byggja í dalnum sökum skuggamyndunar, þrátt fyr- ir að ég byðist til að byggja allt neð- anjarðar. Það mátti heldur ekki og engar skýringar gefnar. í dag eru forkólfarnir farnir að nota hluta af mínum hugmyndum í þessar fram- kvæmdir sem eiga sér stað þarna í dalnum. En í dag er staðan sú að það þarf að endurbyggja þessa laug, hún er skemmd og síðan þarf að byggja þessa innilaug sem þeir hafa áformað. Það er ekki vænlegur kostur að koma nálægt þessu í dag sökum þess að það verða bygginga- framkvæmdir þarna næstu fjögur, fimm árin. Sem þýðir að það verð- ur ekkert fólk þarna heldur loft- hamrar og hamarshögg allan dag- mn. Umræðan um lyfjanotkun íþróttamanna á síðastliðnum þremur, fjórum árum ásamt reglubreytingum um lyf, eyðilagði þetta sportið? „Mér finnst svokölluð Body-bu- ilding eða vaxtarrækt hafa að miklu leyti dáið, þetta eru í raun mjög fáir einstaklingar. Það kemur til bæði vegna umræðunnar og sökum þeirrar staðreyndar að til þess að ná töluverðum árangri þá þarf fólk að borða eitthvað aðeins rneira en bara skyr. Þá er ég að tala um þá sem ætia sér að líta hrikalega út, eins og þeir segja. Það gæti verið til sá einstaklingur sem gæti náð svona árangri án lyfja en þeir eru fáir. Margir af þessum strákum sem voru að fikta við þetta eru hættir þessu vegna þess að þetta var ekkert spennandi lengur, stelpurnar litu ekki eins mikið við þeim og þeir héldu. Málið er að vera fitt.“ Hvað fannst þér um kosning- una á Iþróttamanni ársins, það að þolfimimaður væri kosinn í nafni fimleikafélags? „Mér finnst gott að þolfimin fái þennan sess í hugum landsmanna en hvað mitt persónulega álit er, það skulum við láta liggja á milli hluta. Vonandi gefur þetta þolfim- inni byr undir báða vængi og ég er mjög ánægður í raun og veru fyrir hönd míns sambands að það sé keppandi og sigurvegari frá okkar sambandi sem hlýtur þennan heið- ur. Það hlýtur að vera viðurkenn- ing á okkar störf.“ Yfir andlit Bjössa smýgur sá prakkaralegasti svipur sem blaðamaður hefur séð og Bjössi getur ekki stillt sig um að skella upp úr. Flugfélagið Loftur hélt öllum aðstandendum „Hársins" mikla veislu síðastliðið mánudagskvöld í tilefni af því að sýningum er nú lokið fyrir fullu húsi. Veislan fór fram í Hraunholti í Hafnarfirði og var kara- ókíkerfi hússins þraut- reynt enda miklir söng- fuglar í hópnum. Rík ástæða var til að fagna því að þessi uppfærsla í leikstjórn Baltasar Kormáks naut fádæma vinsælda og urðu sýningar alls 86 — 87 með þeirri sem Hilmir Snær hné niður á vegna ofþreytu. Áætlað er að um 40 þúsund manns hafi séð Hárið í íslensku óperunni og platan með tónlist úr þessari sömu sýningu fór hátt í sjö þúsund eintaka sölu /1 Ríkissjónvarpið Stöð2 W Fimmtuoagur 17:00 Fréttaskeyti 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Stundin okkar (e) 18.30 Fagri-Blakkur 19.00 Él 20.00 Fréttir, íþróttir og veður 20.40 Syrpan 21.15 Óisenliðið fer út í heim Sprell. 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok FÖSTUDAGUR 17.00 Fréttaskeyti 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Bemskubrek Tomma og Jenna 18.25 Úr ríki náttúrunnar 19.00 Fjör á fjöl- braut 20.00 Fréttir, íþróttir og veður 20.40 Kastljós 21.10 Ráðgátur (5:22) Mjög fínn amer- ískur fram- haldsþáttur um FBI og geimver- ur. Jaðrar við að slefa upp í Twin Peaks. 22.05 Skin og skúrir (1:2) Ævintýri ungs kvenlæknis á afskekktri eyju. 23.40 Brian May á tónleikum Lengi getur vont versnað. 00.40 Útvarpsfréttir í dagskráriok Laugardagur 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.50 Hlé 13.00 Á tali hjá Hemma (e) 14.00 Kastljós (e) 14.25 Syrpan (e) 14.55 Enska: Blackburn - Nott- hingham Forest 16.50 Ólympíuhreyfingin í 100 ár 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Einu sinni var... 18.25 Ferðaleiðir (Stórborgir) 19.00 Strandverðir (7:22) 20.00 Fréttir og veður 20.35 Lottó 20.40 Hasar á heimavelli (18:22) 21.10 Skin og skúrir (2:2) 22.50 Tortímandinn II Sko innkaupadeildina! Nú er það hið stranglega bannaða meistara- verk Arnolds sem fær mann til að hanga heima í kvöld, eða að ýta á tæmerinn. 01.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok SUNNUDAGUR 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.20 Hlé 13.35 Eldhúsið (e) 14.00 Markaregn 15.00 Frumlegir leikstjórar 16.30 Ótrúlegt en satt 17.00 Ljósbrot 17.40 Hugvekja með Ragnheiði Daviðsdóttur 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Stundin okkar 18.30 SPK 19.00 Borgarlíf (2:10) 19.25 Fólkið í forsælu (26:26) Þá lýkur þessari hörmung loksins og öðru eins hefur verið skálað fyr- ir. 20.00 Fréttir, fþróttir og veður 20.40 List og lýðveldi Enn eitt innleggið. Nú eru það kvikmyndir, sjónvarp og útvarp með Sigurbirni Aðalsteinssyni. 21.40 Draumalandið (15:15) Öðru drasli lýkur. 22.30 Helgarsportið 22.35 Af breskum sjónarhóli (2:3) 00.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok Fimmtudagur 17.05 Nágrannar 17.30 Með Afa (e) 18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19:19 19:19 20.15 Sjónarmið 20.45 Dr. Quinn 21.35 Seinfeld 22.00 Hulin sýn Blind vision Spennumynd um feim- inn skrifstofumann sem breytist í gluggagægi og skáld á kvöldin. 23.30 Ung í anda The Young in Heart Auðnuleysingj- ar setjast upp á gamla kerlingu. 01.05 Svik á svik ofan (e) 02.50 Dagskrárlok Föstudagur 16.00 Popp og kók (e) 17.05 Nágrannar 17.30 Myrkfælnu draugarnir 17.45 Ási einka- spæjari 18.15 NBA-tilþrif 18.45 Sjónvarps- markaðurinn 19.19 19:19 20.20 Eiríkur 20.45 Kafbátur- inn (22:23) 21.35 Sugarland Express Nokkuð fyndin spennumynd með Goldie Hawn. Þetta er fyrsta myndin sem Spielberg leikstýrði en samt ekki búast við risaeðlum. 23.25 Naked Lunch Hundleiðinleg sýra gerð eftir sögu rugladallsins William S. Burrough. Það skilur enginn neitt í þessari þvælu nema þau fífl sem hafa haft úrkynjaða nennu til að lesa skáld- verkið a.m.k. fimm sinnum — s.s. enginn sem horfir á Stöð 2. 01.20 The Big Slice 02.45 Finest Hour 04.25 Dagskrárlok Laugardagur 09.00 Barnaefni 12.00 Sjónvarpsmarkaðurinn 12.25 Lífið er list (e) 12.50 Aftur til Bláa lónsins 14.35 Úrvalsdeildin 15.00 Blettatígurinn 16.20 fskaldur Cool as lce með Vanilla lce: drasl. 17.45 Popp og kók 18.40 NBA-molar 19.19 19.19 20.00 Fyndnar fjölskyldumyndir 20.30 Bingó lottó 21.40 Faðir brúðarinnar Father of the Bride Um vanda for- eldra þegar „ungarnir detta úr hreiðrinu". Með Steve Martin sem hefur ekki gert neitt af viti í mörg ár. 23.25 Saklaus maður Spennumynd um flugvirkja. 01.15 Ástarbraut 01.40 Dead Bolt 03.10 Salome's Last Dance 04.35 Dagskrárlok SUNNUDAGUR 09.00 Bamaefni 12.00 Á slaginu 13.00 fþróttir á sunnudegi 16.30 Sjónvarpsmarkaðurinn 17.00 Húsið á sléttunni 18.00 f sviðsljósinu 18.45 Mörk dagsins 19.19 19.19 20.00 Lagakrókar 20.50 Kjamorkukona Afterburn Baráttusaga: kerlinga- mynd. 22.35 60 minútur 23.20 Overruled 00.50 Dagskrárlok Hvað er í sjón- varp inu? „Hœ strákar. Við erum tvær eld- hressar á lausu 20 og 22 ára og óskutn eftir að kynnast karl- mönnum á aldrinum 24 til 30 ára. Áhugamál okkar eru djamm og tjútt. Efþið hafið áhuga ýtið þá á 1, munið 100 prósent trúnaður.“ )ér á Stefn u m ótalín u n n i

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.