Helgarpósturinn - 16.01.1995, Side 4

Helgarpósturinn - 16.01.1995, Side 4
4 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1995 Skýrsla Samkeppnisstofnunar um samþjöppun valds og fákeppni Ríkið reyndist stærsti kolkrabbinn Ökumaður í Kópavogi Féll niður þtjámetra Ökumaður á bifreið sinni féll hátt í þrjá metra er hann ók fram af brúnni við Kársnesbrautina í Kópavoginunr á fimmta tímanum í gærdag. Ökumaðurinn, sem var kona, lenti á bifreiðinni á gang- brautinni fyrir neðan brautina. Var konan flutt á slysadeild en mesta mildi að ekki fór verr og fékk hún að fara heim að aflokinni skoðun. Bíllinn er hins vegar mikið skemmdur. Er slysið rakið til mik- illar hálku sem var á vegunum í gær. ■ Ungur drengur í Gnoðarvogi Féll niður af bílskúrsþaki Ungur drengur féll niður af bíl- skúrsþaki um hádegið í Gnoðar- voginum í dag. Var hann í kjölfarið fluttur í sjúkrabifreið á slysadeild. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var ekki vitað til þess að hann hafi hlotið alvarlega áverka af. ■ Óveðursárekstrar við Vesturlandsveg Fimm bfla árekstur Fimm bifreiðar runnu hver á aðra á Vesturlandsvegi við Leir- vogsá rétt fyrir klukkan þrjú í gær- dag. Skömmu áður runnu þrjár bif- reiðar saman á Vesturlandsvegi við Hulduhóla og tvær aðrar á sama stað um svipað leyti. Engin slys urðu á mönnum, en eru allir þessir árekstrar raktir til óveðurs sem þá var skollið á í Reykjavík. ■ Reykjavík síðla sunnudags Fimmá slysadeild Rétt rúmlega fjögur í gærdag skullu tvær bifreiðar saman á horni Dalbrautar og Sæbrautar með þeim afleiðingum að farþegar úr báðum bifreiðunum og auk ökumanns úr annarri voru allir fluttir á slysa- deild. Áverkar allra reyndust minniháttar. Þá ók maður bifreið sinni á staur við Seljabrautina laust fyrir klukk- an sjö í gærkvöld. Bæði ökumaður og farþegi hlutu nokkur meiðsl af, einkum ökumaðurinn sem var með áverka á höfði, hálsi og öxl. Farþeg- inn var hins vegar slasaður á fæti. Báðir voru þeir enn undir læknis- höndum þegar síðast fréttist af þeim í gærkvöld. ■ Samkvæmt bráðabirgðaákvæði samkeppnislaga sem samþykkt voru í upphafi árs 1993 var Sam- keppnisstofnun falið að gera úttekt á samkeppni hér á iandi með sér- stöku tilliti til samþjöppunar valds og hringamyndunar. Þetta var ákvæði sem Steingrímur J. Sig- fússon alþingismaður fékk fellt inn í lögin. Hefur tilgangurinn með þessu ákvæði verið kynntur þannig að það sé til að meta umsvif „kol- krabbans“ í íslensku viðskiptalífi. Varð þetta að samþykki til að koma frumvarpinu í gegnum þingið og samþykkt með öllum atkvæðum gegn atkvæði Björns Bjarnason- ar. Samkeppnisstofnun hafði tvö ár til að vinna skýrsluna og skilaði hún Sighvati Björgvinssyni við- skiptaráðherra skýrslunni á gaml- ársdag. Hún er núna í prentun og Steingrímur J. Sigfússon bað um skýrsluna en segist hafa óttast ósjálfstæði skýrsluhöfunda. verður síðan lögð fram á alþingi þegar það kemur saman. Sam- kvæmt heimildum MORGUN- PÓSTSINS kemur meðal annars fram í skýrjlunni að ríkið er ótrú- lega umsvifamikið, með um það bil 100 milljarða króna eignir í við- skiptalífinu. Ríkið teygir anga sína víða og er bent á það í skýrslunni að þegar ríkið seldi hlut sinn í SR- mjöli þá voru fyrirtæki, sem eru að stórum hluta til í eigu ríkisins, meðal stærstu kaupenda! Niður- staðan er því sú að þó að ríkið hafi selt þá er fyrirtækið enn að stórum hluta til í eigu ríkisins. Megin niðurstaðan mun hins vegar vera sú að þrátt fyrir allt sé lítil sem engin hætta á fákeppni og of mikilli samþjöppun valds í ís- lensku viðskiptalífi. Það kemur þó fram að helstu valdablokkirnar eru auk ríkisins „kolkrabbinn“ svonefndi sem tengdur hefur verið í kringum sam- göngufyrirtæki, tryggingafýrirtæki og önnur slík fyrirtæki. Þá kemur einnig fram að „smokkfiskurinn“ er einnig umsvifamikill og myndar að hluta til andsvar við kolkrabb- ann. Skýrslan mun bjóða upp á það að hver og einn geti túlkað niðurstöð- ur hennar sér í vil; það er að segja, þeir sem óttast samþjöppun valds finna eitthvað við sitt hæfi og einn- ig þeir sem telja ekki ástæðu til að óttast. Skýrslan sjálf mun ekki kalla eftir sérstökum aðgerðum. í skýrslunni kemur þó fram að umsvif bankanna eru mikil og sí- fellt að aukast, til dæmis með því að eignarhald á kaupleigu- og fjár- mögnunarfyrirtækjum hefur mikið færst til bankanna. Þá eru lífeyris- sjóðirnir gagnrýndir í skýrslunni fyrir kaup sín í fyrirtækjum og aðr- ar fjárfestingar þeirra sem oftar en ekki hafa í för með sér stjórnarsetur forráðamanna lífeyrissjóðanna. Steingrímur sagðist ekki vita mikið um starfsemi Samkeppnis- stofnunar við skýrslugerðina. „Ég var nú ekkert sérstaklega bjartsýnn á að þetta yrði tímamótavinna því ég vissi hvernig þeir unnu þetta. Þeir skrifuðu öllum og báðu um upplýsingar þannig að aðilarnir sem voru í rannsókn mötuðu sjálfir nefndina. Af því sem ég frétti í haust virtist stofnunin ekki hafa lagt mjög sjálfstæða könnun í þetta. Auðvitað eru þeir takmörkunum háðir en ég er hræddastur við að þeir þori ekki að ógna hinni eigin- legu fákeppni." Steingrímur sagðist hafa haft sér- staklega í huga fákeppni í sam- göngugeiranum, sem þekkt væri er- lendis, þar sem settar væru strang- ari reglur um fákeppni í samgöng- um og bankakerfi. -SMJ Prófkjör Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra Allaböllum á Siglufiiöi Ijölgadi um 127 prósent „Ég er fullkomlega sáttur við út- komu mína,“ segir Ragnar Arn- alds alþingismaður sem hafnaði í fyrsta sæti prófkjörs Alþýðu- bandalagsins á Norðurlandi vestra gær. Aðspurður hvort prófkjörs- baráttan hefði verið mjög hörð svarar Ragnar: „Hún var kannski ekki mjög æsileg í sjálfu sér en hún var nokk- uð snörp. Ég held þó að allir fari ósárir frá þessum leik.“ Ragnar sigraði prófkjörið með afgerandi hætti og hlaut 83 pró- sent greiddra atkvæða í fyrsta sæt- ið. Næstur honum kom Sigurður Hlöðversson frá Siglufirði sem fékk 62 prósent atkvæða í annað sætið og í því þriðja lenti Anna Kristín Gunnarsdóttir frá Sauð- árkróki. Kosningin er bindandi fyrir tvö efstu sætin. Kjördæmis- ráð mun ákveða hverjum verður boðið að taka það þriðja en fast- lega er búist við því að leitað verði til önnu Kristínar. Anna er hins vegar ekki búin að ákveða hvort hún taki það sæti ef henni býðst það. „Ég ætla ekki að taka þetta sæti skilyrðislaust ef mér verður boðið það,“ segir hún en vill ekki gefa upp hvaða skilyrði hún hyggst setja. Prófkjör Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra fór fram með þeim hætti að 14. desember var haldið forval þar sem flokksfólki gafst kostur á að tilnefna þá sem þeir óskuðu eftir að tækju þátt í prófkjörinu. Þá hlaut Anna næst flestar tilnefningarnar á eftir Ragnari en Sigurður lenti í þriðja sæti. Fyrir prófkjörið, sem fram fór á laugardag, fjölgaði Alþýðu- bandalagsmönnum í heimabyggð Sigurðar á Siglufirði hins vegar um 127 prósent. Alls greiddu 216 manns atkvæði í prófkjörinu, þar af voru 113 Siglfirðingar. Anna Kristín er ekki alls kostar sátt við þetta. „Þessi fjölgun er náttúrlega til- komin til að tryggja Sigurði kosn- ingu,“ segir hún og bætir því við að það gefi augaleið að styrkur Al- þýðubandalagsfélaga á Siglufirði sé ekki í réttu hlutfalli við styrk Al- þýðubandalagsins f kjördæminu. Sigurður Hlöðversson er hæst- ánægður með útkomu sína í kjör- dæminu og kannast ekki við að hafa staðið að félagasmölun. „Þetta var bara hreyfing í bæn- urri, menn voru ekki teymdir i básinn. Þetta er meira eða minna Alþýðubandalagsfólk sem hefur stutt flokkinn í gegnum árin þó það hafi ekki verið félagsbundið,“ segir hann. Nokkur straumur hefur undan- farið legið frá Alþýðubandalaginu til Þjóðvaka. í því samhengi er Anna Kristín innt eftir því hvort það komi til greina að hún hverfi úr Alþýðubandalaginu í kjölfar út- komu hennar í prófkjörinu. „Ég er ekkert á förum og þó svo færi myndi ég fara ýmislegt annað en til Jóhönnu,“ svarar hún. -jk Ragnar Arnalds hlaut 83 prósent atkvæða í fyrsta sæti í prófkjöri Al- þýðubandalagsins á Norðurlandi vestra. Barneignabylgja í leikhúsunum ■ Hafnfirskir tenórar syngja í kapp við rússneskan baritón ■ ÓlöfRún að hverfa afskjánum um stundarsakir Stundum er eins og barneignir gangi í bylgjum meðal starfsstétta, eða innan vissra kreðsa. Ekki fyrir margt löngu eignuðust Edda Biörg- vinsdóttir og hennar maður, Glsu Rúnar Jónsson lítið ör- verpi, eftir að hafa komið dreng sín- um til manns. fárra mán- aða ætlar Kol- irún Hall- DÓRSDÓTTIR leikstjóri, sem meðal annars hefur leikstýrt Skilaboða- skjóðunni að verða léttari, en hún á ein- mitt eitt barn fyrir sem komið er í fullorðinna manna tölu... Hafnfirðingar fengu gesti nú fyrir helgi alla leið frá lýðveldinu Tatarst- an sem er í fyrrum Sovétríkjum. Rúss- neskir dagar eru 14. til 30 janúar í Hafnarfirði og er tæplega tuttugu manna hópur kominn til landsins af því tilefni. Þeirra á meðal eru myndlistarmennirnir Anatoly Bugakov og Vladimir Galatenko en sýning á vatnslitaverkum þeirra verður í Hafnarborg á rússneskum dögum frá 14. til 30. janúar. Þá eru með í hópnum tónlistarmenn sem ætla að halda tónleika og hituðu tveir þeirra upp með því að þenja raddbönd- in í móttökuathöfn sem fór fram í veitinga- húsinu Fjörunni á föstudagskvöldið. Þar voru og staddir Ellert Borgar Þorvaldsson frá bæjarstjórninni, sem ásamt Ólafi Proppé, þökkuðu fyrir sig með því að syngja lagið „Sofðu unga ástin mín“ við góðar undir- tektir viðstaddra. Það verður að segjast þeim félögum til hróss að þeir sýndu með þessu talsverðan kjark því samanburðurinn við hinn gestkomandi baritón, svo ekki sé nefndur smávaxinn tenór með ótrúlegan raddstyrk, var þeim ekki beinlinis í hag... Brátt fer að líða að því að Ólöf Rún Skúladóttir aðalfréttaþulan á skjá ríkissjónvarpsins taki sér hvíld frá sjónvarpstörfum. Verður sú hvíld sjálfsagt kærkomin enda er hún ekki að fara að skipta um starf heldur gír. Hún á nefnilega von á barni innan fárra vikna. Mun þetta vera fjórða barn Ólafar Rún- ar og eig- inmanns henn- Umferðin í Reykjavík um helgina Tíu á slysadeild Alls voru tíu manns fluttir á slysadeild í kjölfar fimm árekstra sem urðu í Reykjavík um helgina. Rétt fýrir klukkan ellefu á föstu- dagskvöld var umferðarslys á mót- um Miklubrautar og Réttarholts- vegar. Tvær biffeiðar skullu saman með þeim afleiðingum að ökumenn beggja voru fluttir á slysadeild. Ekki reyndust meiðslin alvarleg en báðar bifreiðarnar voru óökufærar. Rétt fyrir fjögur aðfaranótt laugardags varð svo árekstur við Skúlagötuna þar sem hún tengist Sæbrautinni. Tvær bifreiðar runnu saman. Þrír farþegar úr annarri bifreiðinni voru fluttir undir læknishendur, en voru meiðsl þeirra minniháttar. Síðdegis í gær rákust tvær biffeið- ar saman við hornið á Njarðargötu og Bergstaðastræti. Farþegi úr ann- arri bifreiðinni slasaðist á höfði og fæti, en þó ekki alvarlega. Bifreið- arnar voru báðar óökufærar. Rétt eftir átta á laugardagskvöldið varð árekstur við Bæjarháls. Enn voru það tvær bifreiðar sem rákust sam- an. Ökumenn beggja voru fluttir á slysadeild, auk farþega úr öðrum bílnum. Meiðsl þeirra voru ekki al- varleg. Báðar bifreiðarnar voru mikið skemmdar. Þá varð árekstur nokkrum mínútum síðar á Fjall- konuvegi við Hveraholt. Tvær bif- reiðar skullu saman og var annar ökumaðurinn fluttur á slysadeild. Hann reyndist heldur ekki mikið slasaður. Alls voru níu manns kærðir fyrir meintan ölvurnarakstur um helg- ina, þar af lentu tveir þeirra í um- ferðaróhöppum.B

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.