Helgarpósturinn - 16.01.1995, Síða 8
8
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1995
Hasar í próíkjöri framsóknarmanna á Norðurlandi vestra
Ekki farið eftir
setftum reglum
SegirStefán Guðmundsson, keppinautur Páls Péturssonar, um efsta sætilistans.
„Ég tel að menn hafi ekki farið
eftir þeim reglum sem upprunalega
voru settar, menn hafa farið út fyrir
þau mörk,“ segir Stefán Guð-
mundsson sem berst við Pál Pét-
ursson um efsta sætið í prófkjöri
Framsóknarflokksins á Norður-
landi vestra. Stefán er ákaflega
óhress með framkvæmd prófkjörs-
ins og segir að hann og stuðnings-
menn hans hafi tapað miklu á því
að fara eftir settum regium á meðan
höfuðkeppinautur hans, Páll Pét-
ursson, gerði það ekki. Páll kippir
sér hins vegar ekki mikið upp við
þessar ásakanir og segir þegar hann
er spurður hvort hasarinn í próf-
kjörinu sé að fara yfir strikið:
„Það er aðallega hasar í veðrinu,
hitt baetist dálítið ofan á. Mér er
ekki kunnugt um annað en farið
hafi verið eftir þeim reglum sem
settar voru í prófkjörinu. Fólki var
gefinn kostur á að kjósa utan kjör-
fundar og sem betur fer nýttu sér
margir þann möguleika, annars
hefði þátttaka í prófkjörinu getað
orðið lítil. Hér er allt orðið kolófært
enda búin að vera grenjandi stór-
hríð meirihluta dagsins.“
Stefán vill ekki útlista hvaða regl-
ur hann telur Pál og stuðnings-
menn hans hafa brotið. MORGUN-
PÓSTURINN hefur hins vegar
heimildir fyrir því að Stefán og
menn hans haldi því rneðal annars
fram að ákveðnir trúnaðarmenn
flokksins, sem áttu að sjá hlutlaust
um framkvæmd prófkjörsins, hafi
gengið erinda Páls. Einn af þeim
mönnum sem er sakaður um þetta
er Gunnar Oddsson, bóndi á
Flatatungu og trúnaðarmaður í
Akrahreppi, en hann er yfirlýstur
stuðningsmaður Páls. Gunnar
kannast á hinn bóginn ekki við að
hafa hampað Páli umfram aðra
frambjóðendur.
„Þetta er bara rugl. Þeir voru að
tala um að maður hefði brotið
prófkjörsreglur en það er hrein og
klár fjarstæða. Menn segja ýmislegt
á stundum sem þessum,“ segir
Gunnar.
Þegar Páll ' er
spurður hvort
hann viti til þess
að einhverjir trún-
aðarmenn hafi
verið honum um
of hliðhollir, ít-
rekar hann að PáH Pétursson „Mér er ekki kunnugt um
honum sé ekki annað en farið hafi verið eftir þeim regium
kunnugt um ann- sem settar voru í prófkjörinu."
að en farið hafí
verið eftir settum reglum, og bætir
því við að hann telji þetta uppi-
stand stafa af því að ákveðnir fram-
bjóðendur hafi fengið dræmari
undirtektir en þeir bjuggust við.
Þegar Stefán Guðmundsson er
spurður hvort hann ætli að sæta
Stefán Guðmundsson vill ekki gefa klárt
svar um það hvort hann muni sæta niður-
stöðum prófkjörsins.
niðurstöðum prófkjörsins hverjar
sem þær verða, svarar hann:
„Ég hef alltaf sagt að ég ætli að
gera það. Hins vegar er það ljóst að
ég hef lagt áherslu á að þetta próf-
kjör ætti að fara drengilega fram og
menn ættu að virða leikreglurnar.
Allt sem ég hef sagt miðast við að
svo væri.“
Prófkjör framsóknarmanna
hófst á laugardag. Því átti að ljúka í
gærkvöldi, en var framlengt um
einn dag vegna veðurs og lýkur því í
kvöld. -jk
Pétur Bjarnason segir ekkert launungarmál að það sé þreyta í samskiptum við for-
ystu Framsóknarflokksins á Vestfjörðum og hefur sagt af sér ritstjórastöðu ísfirðings
Jóhann Arsælsson
Alþýðubandalagið
á Vesturlandi
Frestar að
tilkynna
uppröðun
listans
í gær stóð til að kjördæmisráð
Alþýðubandalagsins á Vesturlandi
hittist til að ganga endanlega frá
uppröðun á lista flokksins fyrir
næstu kosningar. Af þessu gat ekki
orðið vegna óveðursins sem geisaði
um landið. Kjördæmaráðið frestaði
fundi sínum fram á næsta sunnu-
dag og verður listinn kynntur þá.
Jóhann Ársælsson er eini
þingmaður Alþýðubandalags og
mun væntanlega halda efsta sæti
listans. Einhverjar breytingar
munu hins vegar vera fyrirhugaðar
á niðurröðun frambjóðenda neðar
á listanum. ■
Útilokar ekki sérfframboð
Pétur Bjarnason beið lægri hlut
fyrir Gunnlaugi Sigmundssyni í
prófkjöri framsóknarmanna á
Vestfjörðum í baráttu um fyrsta
sætið í desember. Pétur afþakkaði
2. sætið og fór þess á leit við flokks-
forystuna að hann fengi að bjóða
fram undir stöfunum BB sem
myndi þýða það að atkvæði sem sá
listi fengi myndi nýtast flokknum.
Á laugardaginn hafnaði stjórn kjör-
dæmissambandsins og var ekki lagt
fyrir kjördæmisþing sem stóð yfir á
Isafirði á sama tíma og vill Pétur
meina að það sé formgalli þó svo að
hann telji ekki að það hefði breytt
niðurstöðunni og telur það ekki
mjög lýðræðislegt. Pétur er ekki
kominn með neitt sérframboð í
gang enn og er að íhuga það. „Til
þess að sérframboð verði að veru-
leika þarf kjarnmikinn stuðnings-
hóp og ég veit ekki hvort hann er
fýrir hendi,“ sagði Pétur í samtali
við MORGUNPÓSTINN seint í gær-
kvöldi. Hann hefur ekki hugleitt
úrsögn úr flokknum. „Ég skal alveg
viðurkenna það að það er viss
þreyta í samskiptum við forystuna
hér á Vestfjörðum en það hefur
ekki snúist um málefni heldur
menn.“
Gunnlaugur er Reykvíkingur og
á ættir að rekja á Strandir en Pétur
hefur aldrei séð hann fyrr en í
haust. Pétur segir að hann hafi not-
ið stuðnings ráðamanna og próf-
kjörið hafi sýnt það að margir hafi
gengið til liðs við þessa nýju skoð-
Athugasemd frá Jóni Sæmundi
Framboð kom oldrei til greina
Umfjöllun um framboðsmál í
Norðurlandi vestra í Morgunpóst-
inum, fimmtudaginn íi. janúar
síðastliðinn, vöktu nokkra furðu
mína. Þar ersagt frá því í siúðurstíl
að ég sé sagður hafa haft áhuga á
framboði fyrir Þjóðvaka í því kjör-
dæmi, en eftir að samband var haft
við mig hafi kornið í ljós að ég hafí
dregið mig í hlé.
I samtali mínu við blaðamann,
sem var stutt og skýrt, kom af-
dráttarlaust fram að slíkt framboð
hefði aldrei komið til greina af
minni hálfu. Það þarfþví nokkuð
brenglaða ályktunarhæfni að ætla,
að hægt sé að „draga sig í hlé“ frá
slíkri stöðu.
Umfjölluninni lýkur með þeirri
niðurstöðu að þar eð mér hafi
mistekist að halda þingsæti krata í
kjördæminu við síðustu kosingar,
þyki ég ekki sérlega vænlegur
frambjóðandi. Mér er þvf Ijúft að
greina frá því að fjöldi Alþýðu-
flokks- og Þjóðvakafólks úr þessu
kjördæmi hefur haft samband við
mig að undanförnu og hvatt mig
til franiboðs.
Hin misheppnaða tilraun við
síðustu kosningar fór enda þannig
að Alþýðuílokkurinn hafði aldrei
fengið fleiri atkvæði í kjördæminu
miðað við gengi flokksins yfir
landið. Margir urðu þingmenn við
þær kosningar með lægri hlulfalls-
tölu, þar á nieðal tveir Alþýðu-
flokksmenn og færri atkvæði held-
ur en Alþýðuflokkurinn fékk á
Norðurlandi vestra við síðustu
kosningar. Alþýðuflokksmenn. í
kjördæminu voru því mjög
ánægðir með kjörfylgið í þeim
kosningum þótt kexruglaðar
kosningareglur kæmu í veg fyrir
að þingmaður fengist, og það á
tölu og hlutfalli sem hefðu gefið
þingmann í öllum Alþingiskosn-
ingum fram að því.
Jón Sæmundur Sigurjónsson
Reykjavík og þá er jöfnunin algjör."
Pétur gagnrýnir einnig að ekki
var tekið tillit til þeirrar kröfu að
Anna Jensdóttir, sem hafnaði í
þriðja sæti í prófkjöri, skyldi ekki
verða sett í 2. sætið þegar hann gekk
úr því. í stað þess var þingmaður-
inn Ólafur Þ. Þórðarson settur í
það en hann hefur verið heilsuveill
i vetur. „Það er allavega ljóst að
hann mun ekki taka þátt í kosn-
ingabaráttunni í eigin persónu.
Þetta veikir stöðuna," segir Pétur
og telur það síst flokknum til fram-
dráttar á Vestfjörðum að hafa þing-
mann úr Reykjavík og varaþing-
manninn búsettan í Borgarfirði.
„Það er nauðsynlegt að þingmaður
þekki til aðstæðna hér.“
Pétur hefur verið starfandi rit-
stjóri Isfirðings, kosningamálgagni
framsóknarmanna á Vestfjörðum í
átta ár en það kemur út sex til tíu
sinnum á ári. Hann hefur nú sagt
því starfi lausu enda hafi hann eng-
an áhuga á að stýra kosningamál-
gagni vegna stöðunnar og segir að
menn verði að hafa trú á því sem
þeir eru að gera.
-JBG
Pétur Bjarnason segir það
veikja lista flokksins á Vestfjörð-
um að enginn heimamaður eigi
möguleika á þingsæti.
un en hann fékk 454 atkvæði í fýrsta
sætið en Pétur 350. „Við þessu er
ekkert að segja en það sem ég er
ósáttur við er að ef rnenn vildu
hafna mér, sem þeim er að sjálf-
sögðu frjálst, af hverju völdu þeir
þá ekki einhvern úr eigin hópi? Hér
er fullt af ágætu fólki sem mátti fá
til þess. Þarna er ágreiningur um
leiðir og ég hef þá skoðun að við
eigum að velja okkar málsvara héð-
an. En þetta er náttúrlega önnur
leið að kjördæmabreytingunni og
sú einfaldasta. Við bara tökum upp
þá vinnureglu að velja fólk úr
Gunnlaugur Sigmundsson, fyrsti maður á lista Framsóknar á
Vestfjörðum. Pétur gagnrýnir hart það val. „En þetta er náttúrlega
önnur leið að kjördæmabreytingunni og sú einfaldasta. Við bara tök-
um upp þá vinnureglu að velja fólk úr Reykjavík og þá er jöfnunin al-
gjör.“
i