Helgarpósturinn - 16.01.1995, Page 9

Helgarpósturinn - 16.01.1995, Page 9
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 9 MANUDAGUR 16. JANUAR 1995 Eiríkur Smith lauk nýlega við að mála mynd af herra Ólafi Skúlasyni og var ánægður með frammistöðu biskupsins „Verst að hann er svo stór“ Það er löng hefð fyrir því að fengnir séu listmálarar til að vinna portrett af biskupum Islands og nú hefur Eiríkur Smith nýlega lokið við eitt slíkt af herra Ólafi Skúla- syni og prýðir það nú ný og glæsi- leg híbýli Biskupsstofu við Lauga- veg. Það vekur hins vegar athygli að forveri herra Ólafs, herra Pétur Sigurgeirsson er enn ekki kominn upp á vegg. „Því miður vantar for- vera minn,“ segir Ólafur, „og ég er búinn að vera að margrekast í því að verkinu verði lokið. Það var drif- ið í að setja málið í framkvæmd fýr- ir fimm árum og þá byrjaði Pétur að sitja fyrir en verkið hefur gengið hægt. Ég var svolítið smeykur við að vera eiginlega að þjófstarta þetta og Eiríkur var svo duglegur að hann var búinn áður en ég átti von á og þá var ekki um neitt að gera annað en að koma henni fyrir. En ég er að vona að þetta verði til þess að það komist gangur í málið.“ Og þegar MORGUNPÓSTURINN hafði samband við herra Pétur kom það einmitt á daginn. „Málara- meistarinn, Sigurður Sigurðsson listmálari, er að leggja lokahönd á verkið sem verður væntanlega af- hjúpað á næstu dögum og mun bætast í málverkasafn Biskups- stofu. „Já, já, það var ánægjuleg samvinna og hann hefur vandað sig við verkið,“ sagði herra Pétur í samtali við blaðið. Ólafur er n. Reykjavíkurbiskup- inn frá Geir Vídalín. Hannes Finnsson fór aldrei frá Skálholti þó að samþykkt væri eftir jarðskjálff- ann að eitt biskupsdæmi skyldi vera sem sameinaði Hóla og Skálholt og búseta biskups yrði í Reykjavík. Fyrstu málverkin af biskupunum eru máluð eftir ljósmynd og öll með sömu áferðinni. En síðustu fjögur málverkin hafa verið unnin með öðrum hætti. Herra Ólafur er mjög ánægður og hló við þegar hann var spurður hvernig það væri að vera módel. „Eiríkur fór fagmannlega að þessu og réði hlutföllum og í hverju ég var,“ en Ólafur er einn biskupa sem er í biskupakápu á myndinni. „Hinir hafa allir verið eingöngu í hempum. Ég er þarna í forláta bisk- upakápu sem Sigrún Jónsdóttir listakona vann og gaf biskupsemb- ættinu. Mjög fallegur og dýrmætur gripur. Jú, jú, ég hélt að þetta yrði miklu erfiðara og leiðinlegra en Ei- ríkur spjallaði bara í rólegheitum við mig og lét mig ekkert sitja allt of lengi í sömu stellingunni. Þetta gekk furðuvel fyrir sig því þetta var vitanlega mín fyrsta reynsla sem módel." Ólafur telur þetta prýðilegt lista- verk burtséð frá fyrirmyndinni og að Eiríkur hafi þarna unnið mjög gott verk. Eiríkur Smith segir það ákaflega sérhæfða vinnu að mála portrett og málarinn þurfi helst að búa yfir góðri tækni í bland við að hafa nef fýrir karakter manna. „Menn eru undir ströngum aga þegar þeir taka að sér slíka vinnu því allir eru þess umkomnir að gagnrýna hana og málarinn leggur sig undir þá krítík. Herra Olafur Skúlason við málverk af sjálfum sér eftir Eirík Smith. „Þetta gekk furðuvel fyrir sig því þetta var vitanlega mín fyrsta reynsla sem módel.“ Það er eitthvað að ef enginn þekkir fýrirmyndina." Eiríkur segir ekki marga sem fást við það að gera portrett en það sé alltaf eitthvað um það og tengist þá gjarnan hefð eins og hjá Biskupsstofu og ýmsurn fýr- irtækjum. Aðspurður sagði Eiríkur að það hefði verið mjög gott að eiga við Ólaf sem módel enda Ólafur al- veg sómamaður. „Það er verst að hann er svo stór að ég er alveg eins og fermingardrengur við hliðina á honum." Það fóru um tveir mán- uðir í það að mála Ólaf þó að Eirík- ur þori ekki að fara með það ná- kvæmlega. „Ekki vil ég ljúga upp á biskupinn,“ segir Eiríkur en hann tekur sér góðan tíma þegar hann fær slík verkefni í hendurnar. „Ég vil ekki vinna þetta með neinum látum og læt þorna vel á milli.“ -JBG Ölvaður á vélsleða Lögreglan á Dalvík náði í skott- ið á ökumanni vélsleða aðfaranótt laugardagsnótt þar sem frést hafði af honum ölvuðum og réttinda- lausum á ferð. Að sögn lögregl- unnar á Dalvík fékk hún vísbend- ingu um ferðir hans og gátu þeir því setið fýrir honum. Var öku- maðurinn, sem var á eigin sleða, með farþega með sér. Segir lög- reglan að venju fremur erfitt að góma vélsleðamenn þar sem þeir aki yfirleitt á mikilli ferð. En það hafi þó tekist í þetta sinn, enda hafi þeir bókstaflega „stokkið“ á hann. ■ Hefurðu kíkt í geymsluna nýlega? Er hún kannski orðin full af kompudóti sem þú hefur engin not fyrir og gæti gefið þér góðan pening í Kolaportinu. SÉRSTAKUR AFSLÁTTURÁMMv^ .ó dag fyrír þá sem selja kompudót um TAKMARKAÐUR FJOLPI SOLUBASA Hafðu samband og 4AEAllfl tryggðu þér pláss í Sima OZðlhSU KOIAPORTIÐ ALMENNIR FLOKKAR - FRISTUNDANAM íslenska: íslenska, stafsetning og málfræði. ítarleg yfirferð. íslenska fyrir útlendinga I, II, III, IV (í I. stig er raðað eftir þjóðerni nemenda) íslenska fyrir útlendinga í - hraðferð. Kennt fjögur kvöld í viku. Erlend TVtngumál: (Byrjenda- og framhaldsnámskeið) Danska. Norska. Sænska. Enska. Þýska. Hollenska. Franska. Italska. Spænska. Portúgalska. Latína. Gríska. Búlgarska. Pólska. Tékkneska. Rússneska. Japanska. Hebreska, Arabíska. íranska. Talflokkar í ýmsum tungumálum. Áhersla lögð á tjáningu daglegs máls, lesnar smásögur, blaðagreinar o.s.frv. Aðstoð við skólafólk: Stærðfræði á grunnskóla- og framhaldsskólastigi. Nemendur mæta með eigið námsefni og fá aðstoð eftir þörfum. Fámennir hópar. Stafsetning og málfræði. ítarleg yfirferð. Enska á grunnskólastigi. Verklegar greinar: Fatasaumur. Bútasaumur. Batik. Myndvefnaður. Skrautskrift. Postulínsmálun. Bókband. Stjörnuspeki. Silkimálun. Glerskurður. My ndlis tarnámskeið: (byrjenda og framhaldsnámskeið) Teikning. Málun. Módelteikning. Teikning og litameðferð fyrir 13-16 ára. Olíulitamálun. Námskeið fyrir börn: Danska. Norska. Sænska. Þýska. Fyrir 6-10 ára gömul börn til að viðhalda kunnáttu þeirra í málunum. Byrjendanámskeið í þýsku. Ný námskeið: Trúarbragðasaga - yfirlitsnámskeið: Fjallað verður um helstu trúarbrögð heims. Kennari: Dagur Þorleifsson. Námskeið um þjóðerni, þjóðernishyggju og kynþáttahyggju. Kennari: Unnur Dís Skaptadóttir. Stjörnuspeki: Leiðbeint í gerð stjörnukorta og túlkun þeirra. Kennari: Þórunn Helgadóttir. Listasaga: Fjallað verður um helstu tímabil listasögunnar frá upphafi myndgerðar fram á okkar daga. Kennari Þorsteinn Eggertsson. Svæðanudd: 60 stunda námskeið. Kennari: Gunnar Friðriksson. Glerskurður: Kennari: Ingibjörg Hjartardóttir. Olíulitamálun: Kennari: Þorsteinn Eggertsson. Módelteikning: Kennari: Kristín Arngrímsdóttir. í almennum flokkum er kennt einu sinni til tvisvar í viku, ýmist tvær, þrjár eða fjórar kennslustundir í senn. Námskeiðin standa yfir í 4-11 vikur. Kennslugjald fer eftir stundafjölda og er haldið f lágmarki. Það skal greiðast við innritun. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla og Gerðubergi. Innritun fer fram í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1, dagana 18. og 19. janúar klukkan 17:00 - 20:00. Nánari upplýsingar í síma 12992 og 14106. Kennsla hefst 30. janúar.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.