Helgarpósturinn - 16.01.1995, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 16.01.1995, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 11 Frá í sumar hefur verið starfandi nefnd sem hefur verið að athuga grundvöll fyrir umsókn til ráðherraráðs Evrópusambandsins þess efnis að Reykjavík verði menningarhöfuðborg Evrópu árið 2000. Nefndin ætlar á næstunni að leita samþykkis borgar og ríkis um að senda inn umsókn í návíqi Halldór Jónsson, stjórnarformaður Otgerðarfélags Akureyrar ÆUa að sæhja um án þess að víta hvað það kostar Guðrún Ágústsdóttir. „Okkur er ágætlega treystandi til að leysa erfið mál.“ Nefndin hefur verið að kanna með hvaða hætti er sótt um og hvernig Reykjavík mundi vilja haga þeirri umsókn. Fjárhagsáætlun þarf ekki að vera fyrirliggjandi og nefndin hefur ekki gert neina slíka en til að gefa nokkra hugmynd um umfangið þá lagði Lissabon, sem var menningarhöfuðborg síðastlið- ins árs, fram 2.8 milljarða til verk- efnisins. Menningarhöfuðborg Evrópu í ár er Lúxembúrg og hyggjast þeir leggja 1.8 milljarða til þess að standa undir nafni. Þetta er að sliga Lúxembúrgara og þegar hefur verið tekin ákvörðun um að fresta fyrirhugaðri byggingu tón- listarhúss. íslendingar þekkja orðið vel til þess að hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér og má nefna handbolta- og tónlistarhús í því. sambandi. Guðrún Ágústsdóttir er formaður nefndarinnar og hún segir að það sé undir hverri borg fyrir sig komið hvernig hún standi að málum og hvað hún leggi mikla peninga tO. Nefndin mun á næstunni leita eftir samþykki borgarráðs og mennta- málaráðuneytisins um að senda inn umsókn sem verður að hafa borist ráðherraráði Evrópusambandsins fyrir 30. júní og niðurstöður verða kynntar fyrir árslok. Guðrún telur að Reykjavík hljóti að koma til greina. „Ég hef ekki hugmynd um hvaða möguleika við höfum en mér fyndist mjög eðlilegt að umsókn Reykjavíkur yrði skoð- uð mjög alvarlega og það gæti orðið mjög spennandi fyrir Evrópu að út- nefna þessa höfuðborg norðursins sem tengir saman tvær heimsálfur — Ameríku og Evrópu. Sérstaða Reykjavíkur og íslands er mikil og ef við notum hlutfallstölur þá held ég að menningarlíf sé hér miklu blómlegra en menningarlíf borga af svipaðri stærðargráðu í Evrópu.“ Hver er akkurinn? „Aðalakkurinn er að styrkja inn- viði menningar á Islandi og hérna í höfúðborginni. Við myndum vera að sýna fram á mikilvægi lista- og menningarstarfsemi í borginni og hversu sjálfsagður hluti það er í lífi okkar. En um leið mundum við vera að auglýsa Island upp sem eitt- hvað annað en kalda verstöð norð- ursins." Guðrún telur að ef Reykjavík verður tilnefnd þá sé það gríðarlega mikil auglýsing fyrir land og þjóð og kastljós á aðra þætti en verið hefur á undangengnum áratugum. En höfum við efni á þessu? „Það má gera þetta með ýmsu móti og nokkrar borgir sem hafa hlotið tilnefninguna hafa farið þá leið að taka vel til hjá sér og fengið erlenda listamenn til að koma fram og gera eitthvað sérstakt sem er al- veg sambærilegt við góða listahátíð hjá okkur og það verður listahátíð hér árið 2000 og að sjálfsögðu yrði þetta tvennt tengt saman.“ Guðrún segir Reykjavík standi vel undir nafni sem menningarborg. Tryggvi Þórhallsson hefur haft það verk- efni með höndum að kortleggja menningarlíf í borginni og hann hefur komist að því að á hverjum einasta degi á árinu 1994 var opnuð ein málverkasýning hvern virkan dag í Reykjavík. En hafðið þið reiknað út fjárhags- hliðina á þessu dœmi? „Það sníður hver höfuðborg sér stakk eftir vexti og það þarf ekki að skila fjárhagsáætlun í umsókn. Það fer eftir efnum og aðstæðum hverju sinni. Nú er 1995 að renna upp og við sjáum fram á aukinn hagvöxt á næstu árum en við förum ekki á þessu ári að leggja fram áætlun um það í smáatriðum hvað við ætlum að leggja fram mikið fjármagn til menningar árið 2000.“ Guðrún segir að það þurfi að sjálfsögðu að leggja til peninga og í listahátíð í fyrra fóru 15 milljónir frá borginni og 15 frá ríkinu þannig að þar eru komnar 30 milljónir bara til listahátíðar fyrir utan allt annað sem borgin leggur til sjálf- krafa. Hvað yrði lagt til í sambandi við menningarhöfðuborgina fer eftir aðstæðum. „Ef við yrðum alveg feikilega rík á næstu árum setjum við okkur rniklu háleitari markmið og þá mundum við segja: Eitt stykki tón- listarhús, eitt stykki ráðstefnuhús og svo framvegis. Það vantar ekki hugmyndir og það vantar ekki verkefni.“ Þetta er mjög spennandi verkefni að mati Guðrúnar og gæti orðið mikil lyftistöng fyrir menningarlíf landsins. Hefur baslið varðandi íþróttahús fyrir HM ‘95 ekki orðið til þess að draga úr nefndinni kjarkitm? „Síður en svo. Ég held að því máli hafi verið klúðrað á ótrúleg- ustu vígstöðvum þangað til að það lenti í góðum, traustum höndum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra sem leysti úr vanda- málinu á svipstundu þannig að ég held að okkur sé ágætlega treyst- andi til að leysa erfið mál.“ Guðrún ítrekar að ekki megi rugla saman ráðherranefndinni Evrópusambandsins og Evrópu- ráði. „Þá spyrja allir af hverju við viljum fá tilnefningu frá Evrópu- sambandinu, eru þetta ekki bara borgir í Evrópusambandinu sem fá tilnefningu? Svo er ekki. Það var tekin ákvörðun um það að borgir utan sambandsins gætu líka sótt um.“ Möguleiki er á því að tvær borgir verði menningarhöfuðborgir Evr- ópu árið 2000 og vitað er að Hels- inki er með umsókn í burðarliðn- um. Guðrún segir jafnframt að það sé mjög misjafnt hvernig tilnefn- ingin reynist borgum í tengslum við athygli og helgist það meðal annars af því hvaða orðspor borgir hafi í menningarlegu tilliti. Hún nefnir sem dæmi að það hefði tölu- vert meira gildi fyrir Reykjavík en Kaupmannahöfn sem er þegar kunn menningarborg en hún verð- ur menningarhöfuðborg Evrópu árið 1996. Danirnir hyggjast leggja um 4 milljarða í dæmið. Guðrún segir að Reykjavík sé því miður ekki inni á kortum alheimsins sem mekka menningarinnar. Kaup- mannahafnarbúar segja að þetta rnuni auka túrimsa hjá sér en vara þó við of mikilli bjartsýni. Þarlend blöð hafa skrifað mikið um þetta mál og telja að of mikill metnaður sé settur í verkefnið sem sé allt of dýrt og mikið í sniðum. „Við myndum passa okkur á því,“ segir Guðrún Ágústsdóttir. -JBG María Ellingsen leikur Agnesi Tökur á myndinni hefjast í mars. Nú styttist óðum í að tökur hefj- ist á bíómyndinni Agnesi, sem þeir : félagar Snorri Þórisson kvik- myndatökumaður og Egill Eð- varðsson leikstjóri standa að. Myndin fékk hæsta styrk Kvik- myndasjóðs í fyrra en vegna fjár- mögnunarvandræða varð að fresta upptökum fram á þetta ár. Um helgina fengu þeir félagar endurút- hlutað 28 milljónum úr Kvik- myndasjóði Islands og nú er orðið klárt að upptökur hefjast í mars. Agnes fjallar um dramatíska sögu hjónaleysanna Agnesar og Friðriks, en þau voru síðasta fólkið sem var líflátið hér á landi. María Ellings- en kemur frá Hollywood til að fara með titilhlutverkið en ástmann hennar, Friðrik, leikur hjartaknús- arinn Baltasar Kormákur. Sam- kvæmt heimildum MORGUN- PÓSTSINS verða eldheitar ástarsen- ur milli Agnesar og Friðriks í myndinni og mun reynsla Baltasars úr myndinni Veggfóðri, þar sem hann gamnaði sér með Ingibjörgu Stefánsdóttur og Dóru Takefusa á hvíta tjaldinu, eflaust koma sér vei. Sömu heimildir blaðsins herma að fyrsti kandídatinn í hlutverk Friðriks hafi verið Ingvar Sigurðs- son en forráðamenn myndarinnar munu hafa hætt við hann og talið að myndin væri líklegri til vinsælda með Baltasar innanborðs. B María Ellingsen kemurfrá Holly- wood til að leika titilhlutverkið í Agnesi. Baltasar Kormákur leikur Frið- rik, ástmann Agnesar. Vill selja, en ekki ollt d eina hendi „Efeinhver einn á að vera meirihlutaeigandi, þáfinnst mér að bœrinn œtti að halda sínum hlut áfram. “ I síðustu viku hófu menn á vegum Akureyr- arbæjar athugun á hag- kvæmni þess að færa markaðsmál og dreifíngu á framleiðslu Utgerðarfé- lags Akureyrar frá Sölu- miðstöð hraðfrystihús- anna yfír til íslenskra sjávarafurða. En jafnvel þótt niðurstaða þessarar athugunar reynist jákvæð fyrir Islenskar sjávaraf- urðir er alls óvíst hvort Akureyrarbær selji þeim allan hlut sinn í Utgerð- arfélaginu. MORGUN- PÓSTURINN leitaði álits Halldórs Jónssonar, stjórnarformanns Ut- gerðarfélagsins og fyrr- verandi bæjarstjóra á Ak- ureyri, á hugsanlegri sölu á meirihluta hlutabréf- anna. „Það er held ég útaf fyrir sig ógerningur að hafa einhverja absólútt skoðun á því hvar fyrir- tækinu er best borgið, allavega treysti ég mér ekki til þess persónulega. Ég veit náttúrlega nokk- urn veginn hvað við höf- um núna, en veit ekki ná- kvæmlega hvað hinu fylg- ir eða hvaða bót yrði að því að skipta. Maður verður að hugsa dæmið á þeim nótum, að með þessum skiptum yrði töluverð breyting til hins betra.“ Þú telur það semsagt ekki nægi- lega forsendu fyrir sölu bæjarins á meirihlutaeign sinni, að hags- munum fyrirtækisins sé jafn vel borgið hjá IS og hjá SH? „Öllum breytingum fylgir áhætta og væntanlega er nú almenna regl- an sú að á móti áhættu vilji menn hafa einhvern aukinn hag.“ En hverjir eru þessir miklu kostir sem fylgja því að vera í SH? „Það er nú erfítt að svara því í stuttu máli, þegar að baki er ára- tuga farsælt samstarf. Það er auð- vitað sjálfsagt að gera þennan sam- anburð og kanna málið. Það eru misjafnar áherslur hjá þessum fyr- irtækjum og hafa verið í gegnum tíðina, þau eru ekki inni á nákvæm- lega sömu mörkuðum með sömu vöruna. Þannig að það er ekkert hægt að segja það neitt fyrirfram að annað fyrirtækið sé absólútt betra en hitt. En það hafa aldrei komið upp nein vandamál í þessu langa samstarfi ÚA og SH og Sölumið- stöðin hefur tryggt okkur gott verð á okkar afurðum hingað til. Það eru í sjálfu sér næg rök fyrir því að fara sér hægt þegar upp koma hug- myndir um að gera svona róttækar breytingar.“ Hvað hafíð þið verið að fá fyrir sérpakkningarnar á Bandaríkja- markaði, sem haldið hefur verið á lofti sem helsta trompi Sölumið- stöðvarinnar? „Ég hef það nú ekki nákvæmlega í hausnum, enda ekki rétti maður- inn til að spyrja um þetta. En við höfum verið með ýmsa framleiðslu sem gefið hefur mjög gott verð, þótt ég treysti mér ekki til að tíunda hvað við höfum verið að fá fyrir einstakar pakkningar." Nú hefur því verið haldið fram að SH hafi sofið á verðinum í sam- bandi við markaðsþróunina í heiminum og lagt of mikla áherslu á Bandaríkin en vanrækt Evrópu- markaðinn. Er ekki hættulegt fyrir ÚA að einbeita sér svona að Bandaríkjamarkaði? svona, en ég hef ekki þá sýn á þessa hluti. Bandaríkjamarkaður hefur staðið í stað meira og minna um nokkuð langt skeið. Það hafa auð- vitað orðið nokkrar áherslubreyt- ingar varðandi fisktegundir á þeim markaði og ýmsar sveiflur orðið. Islendingar hafa stundum vanrækt þennan markað og hlaupið annað þegar þeir hafa talið sig geta fengið betra verð annars staðar. Það hefur stundum kostað ákveðna markaði fyrir vestan sem ekki er auðhlaupið inná aftur. En með markvissri markaðssetningu, eins og SH hefur stundað í Bandaríkjunum, ætti þessi áhersla síður en svo að reynast fyrirtækinu illa.“ Telurðu einhverja hættu á því að atvinnutækifæri og kvóti hverfi frá Akureyri í kjölfar hennar, eins og haldið hefur verið fram? „Við erum náttúrlega að tala uni tvö mál í þessu sambandi. Annars vegar söluna á meirihluta bæjarins í ÚA og hins vegar hvort að sölumál- um ÚA sé best borgið hjá ÍS eða SH eða einhverjum öðrum. Persónu- lega hef ég þá skoðun á sölu á hlut Akureyrarbæjar að þá skiptir höf- uðmáli hvernig að því verður stað- ið. Ég hef ekki áhyggjur af því að kvóti eða atvinna minnki í bænum þótt bærinn selji sín bréf, nema þeir klúðri þeirri sölu.“ En finnst þér að það eigi að selja þessi bréf yfirleitt? „Ég hef haft þá skoðun persónu- lega að bærinn eigi að selja af sín- um hlut.“ En ekki allan? „Ekkert endilega. En ég sé heldur enga annmarka á því að það gæti gerst einhvern tímann. En ég und- irstrika það enn og aftur að það skiptir öllu máli hvernig að því verður staðið.“ Hvernig á að standa að sölunni svo vel fari? „Það skiptir meginmáli hvernig dreifing á eignarhaldi yrði. Það yrði að verða hæfilega dreift eignar- hald.“ Þú ert sem sagt mótfallinn því að allt fari á eina hendi? „Algjörlega. Ef einhver einn á að vera meirihlutaeigandi, þá finnst mér að bærinn ætti að halda sínum hlut áfram.“ ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.