Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 16.01.1995, Qupperneq 18

Helgarpósturinn - 16.01.1995, Qupperneq 18
18 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTASKÝRING MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1995 Sumir námsmenn leika þann leik til að fá hærri námslán að búa í foreldrahúsum en færa lögheimili sitt til ættingja og skrá sig þar í leiguhúsnæði. Sumir alþingismenn hafa svipaðan hátt á og uppskera ríflega styrki fyrir vikið Býr á Amamesi en skráir sip til heimilis hjá Vélbáta- abyrgðarfélagi Isfirðinga Ovetjandi að menn sát/ að svindla á kerfínu segir Eggert Haukdal. Síðasta fimmtudag sagði MORG- UNPÓSTURINN frá því að unt mitt síðasta ár hefði Halldór Ásgrímsson, íyrsti þingmaður Austurlands og for- maður Framsóknarflokksins, flutt lögheimili sitt um set á Höfh í Homa- firði. Halldór var áður skráður til heimilis hjá föður sínum en þegar fað- ir hann fluttist á dvalarheimiii aldr- aðra flutti Halldór iögheimili sitt til bróður síns. Halidór á hins vegar veg- legt raðhús í Breiðholti þar sem hann býr árið um kring með fjölskyldu sinni. Þetta væri ekki í frásögur fær- andi ef Halldór þæði ekki húsaleigu, dvalarkostnaðar- og ferðastyrk á við landsbyggðarþingmenn sem halda tvö heimili, eitt í heimakjördæmi sínu og annað á þingstað í Reykjavík. Annar þingmaður sem skráir lög- heimili sitt hjá ættingjum er Stein- grímur J. Sigfússon, Alþýðubanda- lagsmaður og fjórði þingmaður Norð- urlands eystra. Hann er skráður til heimilis að Gunnarsstöðum í Þistil- firði en þar eru bræður Steingríms og faðir skráðir fyrir fasteignum en ekki hann sjálfur. Steingrímur á aftur á móti raðhús í Reykjavík eins og Hall- dór. Það er athyglisvert að samkvæmt upplýsingum í 03 eru hvorki Halldór né Steingrímur skráðir fyrir síma á lögheimiium sínum, en báðir eru skráðir fyrir síma hér í Reykjavík. Skráður til heimilis hjá Vélbátaábyrgðafélagi Isfirðinga Halldór og Steingrímur eru þó ekki einu þingmennimir sem skrá heintili sín annars staðar en þeir búa í raun og veru. Matthías Bjamason, sjálfstæð- ismaður og fyrsti þingmaður Vest- fjarða, hefúr lögheimili að Hafnar- stræti 14 á fsafirði. Skráður eigandi þeirrar fasteignar er Vélbátaábyrgða- félag fsfirðinga. f húsinu er skrifstofú- húsnæði félagsins, 100 m2 íbúð og verslun á jarðhæð. Matthías á hins vegar sjálfúr myndarlegt einbýlishús að Tjaldanesi 5 á Amarnesi í Garðabæ, sem samkvæmt bmnabótamati er 22,5 milljóna króna virði. Fyrir helgi var hringt í verslunina Basil, sem er á jarð- hæð Hafúarstræti 14 á fsafirði, lög- heimili Matthíasar, og spurt hvort hann gæti verið í húsinu. Svar af- greiðslukonunnar var á þá leið að hann hefði ekki sést þar lengi. Benti hún blaðamanni á að spyrjast fýrir um Matthías á Hótel ísafirði, því hún teldi að hann héldi yfirleitt þar til þegar hann kæmi vestur. Framsóknarmaðurinn Guðmund- ur Bjarnason, fyrsti þingmaður Norðurlands eystra, hefúr svipaðan hátt á og Matthías, það er að segja hann á fasteign á höfúðborgarsvæð- inu en ekki þar sem hann skráir lög- heimili sitt. Lögheimili Guðmundarer að Áragötu 8 á Húsavík en skráður eigandi þeirrar fasteignar er Gunnar Maríusson. Sjálfúr á Guðmundur 228 m2 einbýlishús í Breiðholti. ‘ . Steingrímur J. Sigfússon, lögheimili hans er á Gunnars- stöðum í Þistilfirði. Þar búa faðir hans og bræður. Steingrímur á raðhús í Breiðholti. Guðmundur Bjarnason á 228 m2 einbýlishús í Breiðholti en með lögheimili á Áragötu 8 á Húsavík. Hann er ekki skráður eigandi að þeirri fasteign. heimili að Höllustöðum í Húnavatns- sýslu. Forðum var Páll bóndi á Höllu- stöðum og hélt þá tvö heimili, eitt þar og annað í bænum, en það er affur á móti töluvert langt um liðið síðan dóttir Páls, Krístín, tók við bússýslu á Höllustöðum og samkvæmt heimild- um blaðsins hefúr Páll nú aðeins sum- arbústað á jörðinni. Eiginkona Páls er Sigrún Magnúsdóttir framsóknar- kona og borgarfulltrúi R-listans í Reykjavík. Samkvæmt lögum eiga hjón að hafa lögheimili á sama stað en Páll og Sigrún fengu sérstaka undan- þágu frá þessu. Þar sem sveitarstjórn- armenn verða að hafa lögheimifi í sínu sveitarfélagi er ókleift fyrir Sigrúnu að flytja lögheimili sitt til Idöllustaða en í fljótu bragði er erfitt að sjá hvað kem- ur í veg fyrir að Páll flytji sig í bæinn, þar sem þingmenn þurfa ekki að hafa lögheimifi í sínu kjördæmi. Svo annað dæmi sé tekið má nefúa að Ámi Johnsen, sjálfstæðismaður og þriðji þingmaður Suðurlands, á glæsilegt einbýlishús í Rituhólum þar sem hann býr með fjölskyldu sinni, en er skráður til heimilis að Heimagötu í Vestmannaeyjum þar sem hann á kjallaraíbúð. -jk Halldór Ásgrímsson er með lögheimili hjá bróður sínum á Höfn í Hornafirði. Halldór býr með fjölskyldu sinni í raðhúsi í Breiðholti. Matthías Bjarnason er skráður með lögheimili að Hafn- arstræti 14 á ísafirði en samkvæmt upplýsingum á staðnum dvelst hann að jafnaði á Hótel ísafirði þegar hann kemur vestur. Á gráu svæði Þeir fjórir þingmenn sem hér hafa verið nefúdir eiga það sameiginlegt að eiga ekki húsnæðið þar sem þeir skrá lögheimili sitt, en allir eiga þeir hins vegar veglegar fasteignir á höfúðborg- arsvæðinu. Svo er hægt að nefria aðra þingmenn sem má segja að séu á gráu svæði hvað búsetu varðar. Páll Pét- ursson, framsóknarmaður og fyrsti þingmaður Norðurlands vestra, á til dæniis stóra íbúð með eiginkonu sinn á Háteigsvegi í Reykjavík en hefúr lög- Danmörk Litil íbúð skil- yrði fyrir dval- aruppbót í Danmörku fá landsbyggðarþing- menn greidda viðlíka dvalarupp- bót og íslenskir kollegar þeirra. Þar í landi eru hins vegar ákveðn- ar reglur og skilyrði fyrir þessum greiðslum ólíkt hér á landi. Skilyrði þessi eru á þá leið að híbýli lands- byggðarþingmanna í Kaup- mannahöfn mega ekki vera stærri en tveggja herbergja. Hugmyndin að baki þessu skilyrði er að dval- arstaður viðkomandi þingmanns á þingstað sé einungis til bráða- birgða en hann eigi raunverulegt heimili í kjördæmi sínu. Þess má geta að jafnaðarkonan Ritt Bjerregaard þurfti fyrir nokkrum árum að segja af sér þingflokksformennsku hjá flokki sínum þegar upp komst að hún bjó í átta herbergja íbúð en þáði samt sem áöur dvalaruppbót. Landsbyggðarþingmenn með lögheimili í Reykjavík: Þorsteinn Pálsson, Sighvatur Björgvinsson og Vilhjálmur Egilsson. Margir fandsbyggðarþingmenn hafa til umráða íbúðir í Reykjavík en halda sitt aðalheimili annars staðar. Einn af þeim er sjálfstæðis- maðurinn Eggert Haukdal, sjötti þingmaður Suðurlands, sem býr Eggert Haukdal „Það er óhjá- kvæmilegt annað en að hafa ein- hverja aðstöðu t bænum. Það passar ekki að þingmenn komi bara þegar bjartast er.“ eins og kunnugt er á Bergþórshvoli í Rangárvallasýslu en hann leigir einnig íbúð í Reykjavík. „Það er óhjákvæmilegt annað en að hafa einhverja aðstöðu í bænum. Það passar ekki að þingmenn komi bara þegar bjartast er og blíðast í færðinni," segir Eggert og bendir á að sitt aðalheimili sé að sjálfsögðu á Bergþórshvoli. „Ég er hér yfirleitt allar helgar um þingtímann og stóran hluta ársins er maður alfarið hér.“ Eggert segir að honum finnist núverandi kerfi þurfa endurskoð- unar við. „Það dugar ekki að menn séu að svindla á kerfinu, það er óverjandi og ekki frambærilegt, svo einfalt er það.“ Þrír landsbyggðar- þingmenn með lög- heimili í Reykjavík Þrír landsbyggðarþingmenn eru skráðir með lögheimili í Reykjavík: Þorsteinn Pálsson, Sighvatur Björgvinsson og Vilhjálmur Eg- ilsson. Þar sem greiðslur vegna húsaleigu- og dvalarkostnaðar falla ekki til ráðherra breytir engu fyrir Þorstein og Sighvat hvar lögheimili þeirra eru í þessum efnum. Vil- hjálmur Egilsson er hins vegar óbreyttur þingmaður og fengi verulega hærri greiðslur ef hann væri skráður til heimilis í kjördæmi sínu. Hann var spurður hvort hann væri svona heiðarlegur eða hvort hann ætti enga ættingja fyrir norð- an. „Jú, jú, ég er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki og á foreldra og ann- að skyldfólk þar.“ Aðspurður segir Vilhjálmur að honum hafi ekki dottið í hug að flytja lögheimili sitt til ættingjanna, hann hafi á hinn bóginn verið að velta fyrir sér að leigja íbúð fyrir norðan til að hafa samastað þar en hætti við það þegar Hagstofan gaf honum þau svör að þingmaður sem hefði verið búsettur í Reykja- vík þegar hann var kosinn gæti ekki flutt lögheimili sitt út á land eftir kosningar. Vihjálmur vill ekkert gefa út á það framferði kollega sinna að skrá lögheimili sín hjá ættingjum. Fá 684.000 krónur á ári með því að skrá lögheimili sitt ann- ars staðar en heima hiá sér Hver þingmaður sem hefur lög- að hafa íbúð í Reykjavík. Margir heimili annars staðar en í Reykjavík eða á Reykjanesi fær um það bil 1.260.000 krónur á ári í húsaleigu-, dvalarkostnaðar- og ferðastyrk. Þetta gerir ríflega 100.000 krónur á mánuði að jafnaði til viðbótar þing- fararkaupinu sem er 175.000 krón- ur. Til samamburðar fá þingmenn með lögheimili í Reykjavík 11.000 krónur á mánuði í ferðakostnað, eða 132.000 krónur á ári og þing- menn með lögheimili á Reykjanesi 20.000 krónur á mánuði eða 240.000 krónur á ári. Styrkir til landsbyggðarþingmanna skiptast þannig: Húsaleigustyrkur- inn er 42.000 krónur á mánuði, styrkur vegna dvalarkostnaðar er 32.300 á mánuði á ársgrundvelli, og ferðastyrkurinn er 31.000 krónur á mánuði. Styrkir þessir eru hugsaðir handa þeim landsbyggðarþing- mönnum sem búa í kjördæmi sínu en þurfa vegna þingmennsku sinnar þingmenn hafa sannarlega þennan hátt á, leigja eða eiga litlar íbúðir í Reykjavík þar sem þeir dveljast á meðan þinghaldi stendur en halda jafnframt heimili I kjördæmi sínu. Svo eru aðrir landsbyggðarþing- menn, eins og rakið er á þessari síðu, sem hafa skráð lögheimili sín annars staðar en þeir búa og fá þannig mun hærri styrki en þeir eiga í raun og veru að fá. Ef lögheimili Halldórs Ásgrímssonar og Steingríms J. Sigfússonar væru til dæmis skráð þar sem þeir búa en ekki hjá ættingjum, fengju þeir sama ferðakostnað á mánuði og áður en einungis 17.000 krónur í dvalarkostnað á mánuði í stað ríf- lega 32.000 króna og engan húsa- leigustyrk. Á ársgrundvelli myndu styrkir þeirra lækka úr 1.260.000 krónum í 576.000 krónur. Munurinn er 684.000 krónur á ári. f r

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.