Helgarpósturinn - 16.01.1995, Page 20
20
MORGUNPÓSTURINN FÓLK
MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1995
Michael Jacksons og ráðgjafa Jack-
sons, Pellicano. Hann faðmaði
Jackson að sér (eitthvað sem maður
gerði tæplega við mann sem hefur
misnotað son sinn), bar fljótlega
upp á hann einmitt þær sakir. Að
sögn Pellicanos fól drengurinn
andlit í höndum sér og ieit síðan á
Jackson með svip sem sagði: „Ég
hef aldrei sagt þetta.“ Þegar fund-
urinn leystist upp benti Chandler á
Jackson og sagðist ætla að eyði-
leggja hann. Um kvöldið fór Pellic-
ano á fund Chandlers og Rothmans
sem lögðu fram kröfu upp á 1,4
milljarða. 13. ágúst gekk Pellicano
aftur á fund þeirra og kom með
gagntilboð upp á rúmar 24 milljón-
ir í þeim tilgangi að kæfa málið í
fæðingu. Að því gengu þeir félagar
ekki sem kunnugt er.
Áður en til alls þessa kom hafði
Chandler nánast rænt Jordy frá
June sem hafði forræðisrétt yfir
barninu en náin umgengni við son-
inn var augljóslega forsenda fyrir
því að þetta meinta samsæri hans
gæti gengið upp. Chandler hafði
verið sá eini sem var með ásakanir á
hendur Jacksons en Jordy hafði
aldrei gefið í skyn að ósiðsamlegt
athæfi hefði átt sér stað. Það breytt-
ist á tannlæknastofu Chandlers eft-
ir að honum var gefið sodiumlyfið
Amytal en þá tók hann undir ásak-
anir föður síns. Þrenrur dögum eft-
ir að þeir höfnuðu gagntilboðinu
fóru Rothman og Chandler með
Jordy á fund Abrams, sá sem Roth-
man hafði ráðfært sig við varðandi
misnotkun barna, og þar sagði
drengurinn að Jackson hefði haft
ósiðsamlega tilburði í frammi við
sig. Hann talaði um sjálfsfróun,
kossa og fitl við geirvörtur. Einnig
talaði hann um endaþarmssamfarir
en engin læknisskoðun var fram-
kvæmd. Næsta skref var óhjá-
kvæmilegt. Abrams varð lögum
samkvæmt að tilkynna lögreglunni
um hugsanlega misnotkun á börn-
um. Fjölmiðlahringekjan var við
það að fara í gang.
Don Ray, lausráðinn blaðamað-
ur, var fyrstur til að fá ábendingu
um að lögreglan væri að gera hús-
leit hjá Jackson. Hann seldi KNBC
sjónvarpsstöðinni í L.A. fréttina
sem var birt næsta dag. 16. ágúst lak
DCS (Barnaverndunarráð - De-
partment of Children’s Services)
skýrslunni um meint kynferðisbrot
söngvarans til Diane Dimond sem
var fréttastjóri fréttaþáttar sem
heitir Hard Copy. Skýrslan fór síð-
an eins og eldur í sinu til þeirra rit-
stjórna sem voru reiðubúnar að
borga hálfa milljón fýrir hana.
Nú komu fram ýmsir sem vildu
fá sína sneið af kökunni. Fyrst voru
fyrrum húshjálp Jacksons, þau
Stella og Philippe Lemarque sem
heinrtuðu óheyrilegar fjárhæðir
fýrir sína sögu og enduðu á að selja
hana The Globe fyrir rúma milljón
íslenskra króna. Næst komu Qu-
indoys, filippínsk hjón, fram á
sjónarsviðið en hönd Jacksons var
ýmist utan náttbuxna Jordys eða
innan eftir því sem betur var boðið
í söguna. Hvorugt hjónanna þótti
nothæft sem vitni. í kjölfarið konru
hinir og þessir, allt frá lífvörðum
Jacksons til þjónustustúlkna, og
vildu segja sína sögu en engin þess-
ara frásagna hafði neitt gildi fyrir
rétti.
Þetta mál var fjölmiðlunum efni-
viður í marga mánuði og velti
milljörðum bæði í fjölmiðlunum
sjálfum og meðal lögfræðinga en
heill her þeirra kom að rannsókn-
inni og við ýmsar yfirheyrslur. Þá er
ónefndur óheyrilegur kostnaður
hins opinbera við rannsókn nráls-
ins. Þann 25. janúar greiddi Jackson
Jordy bætur eins og áður hefur ver-
ið nefnt. Málinu er þó ekki þar með
lokið því Jude og Dave Schwartz
skildu meðan á þessu stóð og nú
hefur Schwartz lögsótt Jackson fyr-
ir að hafa eyðilagt hjónaband sitt!
Chandler skipti um lögfræðing í
miðjum réttarhöldunum og nú er
Rothman einnig með mál á hendur
Jackson fyrir meiðyrði. Allt þetta
Jackson-mál er einkar athyglisvert
og ekki síst vegna þess að í því krist-
allast lögsóknaræði Bandaríkja-
manna. Og þó að íslendingar eigi
engan Michael Jackson þá er þetta
víti til varnaðar því ekki vantar am-
erískar fyrirmyndir hér á landi og
það má minna á að hvergi í heimin-
um eru fleiri lögfræðingar per haus
og einmitt hér á landi.
Byggt á Esquire
Flest bendir til þess að Evan Chandler, mistækur
tannlæknir og ófarsæll handritahöfundur, hafi látið
stjórnast af græðgi þegar hann sakaði Michael
Jackson um kynferðislega áreitni gagnvart Jordy,
hinum þrettán ára syni sínum. Og hann fékk það
sem hann vildi. Nú, loksins þegar lognið hefur lægt
eftir fjölmiðlafárviðri er hægt að skoða málsatvik
hlutlægt og þá
kemur í ljós að
ásakanirnar eru
vafasamar
Michael
Það var í raun aðeins tímaspurs-
mál hvenær einhver henti sér á liina
augljósu bráð sem Michael Jack-
son var: Stórauðugur, stórfurðu-
legur og lét sér best líka félagsskap
krakka. Evan Chandler varð fyrst-
ur til þess og bar talsvert úr býtum
þó að sú upphæð sem um samdist
utan dómstólanna hafi aldrei verið
gefin upp. Menn hafa verið að giska
á að Jackson hafi þurft að punga út
í kringum 1,4 milljörðum í íslensk-
um krónum til þess að fá málið út
úr heiminum. Og það var kannski
einmitt fyrir þá staðreynd að hann
var þessi sitjandi önd sem gerði
ásakanirnar trúverðugar og málið
allt þar með mjög athyglisvert í
réttarfarslegu samhengi. Sé farið í
saumana á þessu máli sem setti alla
heimsbyggðina á annan endann
með fulltingi „blóðþyrstra fjöl-
miðla" (svo notað sé orðalag leik-
ara um hérlenda fjölmiðla) er fátt
sem bendir til þess að að Jackson sé
sekur. Málið allt hvíldi á vitnis-
burði Jordy Chandler og þann
vitnisburð fékk faðir hans tann-
læknirinn fram eftir að hafa gefið
honum sodiumlyflð Amytal — lyf
sem margir trúa að sé eins konar
sannleikslyf en er það engan veg-
inn, segja sérfræðingar. Engin
læknisskoðun sem styður ásakan-
irnar er fyrirliggjandi. Og þrátt fyrir
að lögreglan gerði dauðaleit að
fieiri meintum fórnarlömbum
fannst ekki eitt einasta trúverðugt
vitni þó að þau kæmu fram í kipp-
um þegar ljóst var hve mikið fé væri
í húfi. Og þó að fyrrum starfsmenn
Jacksons kæmu fram í röðum og
seldu sögu sína fjölmiðlum fyrir
ótrúlegar fjárhæðir gat enginn
þeirra sagt með óyggjandi hætti að
hann hefði séð Jackson leita á þessa
ungu vini sína.
Sé miðað við að málflutningur
ákæranda héldi vart vatni fyrir rétti
og að Michael Jackson hafði þrá-
faldlega lýst yfir sakleysi sínu þá má
heita einkennilegt að hann hafi
keypt sátt í málinu. En lögfræðing-
ar hans hafa greinilega komist að
þeirri niðurstöðu að það væri
margt sem hann græddi á því að
fara ekki með málið íyrir rétt. Með-
al annars þá yrði hamrað á tilfinn-
ingalegu ástandi Jacksons dag eftir
dag í þá sex mánuði sem réttar-
höldin stæðu yfir, bæði af fjölmiðl-
um og lögfræðingum. Og þar kom
sér ekki vel að Jackson hætti við
hljómleikaferð í miðjum klíðum og
fór í meðferð vegna misnotkunar á
höfuðverkjatöflum. Hið viðskipta-
lega tap gæti orðið skaðvænlegra en
þegar orðið var. Þá skipti ekki síður
máli að varnaraðilar höfðu ekki trú
á að dómstólar í Los Angeles kæm-
ust að niðurstöðu byggða á hiut-
lausri afstöðu vegna kynþáttaóeirða
en þetta er skömmu eftir Rodney
King-málið. Einnig hefði verið erf-
itt að finna hæft fólk til að skipa
kviðdóm. í fyrsta lagi vegna ofur-
umfjöllunar (flestir búnir að
mynda sér skoðun) en einnig vegna
þess að, eins og einn lögfræðingur-
inn benti á, að fólk af spænsku
bergi brotið hataði Jackson vegna
ríkidæmisins, blökkumenn vegna
þess að hann leitast við að vera
hvítur og hvítir hafa það órökræna
afstöðu gagnvart kynferðisafbrot-
um að það hefði ekki fundist nein
vörn í málinu. Og að mati margra
er það einmitt kjarninn í Jackson-
málinu: Gríðarlegur máttur ásak-
ana, einkum er snerta kynferðislega
áreitni gagnvart börnum.
Vandræði Jacksons hófust þegar
bíll hans bilaði í maí 1992 og þurfti
að leigja sér tímabundið bíl af Dave
Schwartz. Hann hóaði í konu
sína, June Chandler Schwartz,
sem mætti á staðinn ásamt stúlku-
barni þeirra og syni sínum og
Michael Jackson ásamt Jordy Chandler (þessi til vinstri).
stjúpsyni Davess, Jordy, en hann
var einlægur aðdáandi Michaels
Jackson. Uppúr þessu atviki tókst
vinátta með fjölskyldunni, einkum
Jordy, sem þá var tólf ára, og Mi-
chael. Þau urðu reglulegir gestir á
búgarði Jacksons í Santa Barbara og
nutu gjafmildi hans óspart og Jordy
'fékk af og til að gista hjá þessum 35
ára vini sínum.
Þessi krakkagæska Jacksons
kemur venjulegu fólki auðvitað
spánskt fyrir sjónir en þess ber að
geta að líf hans hefur ekki verið
neinn dans á rósum og hann átti í
raun enga æsku. Jackson, ásamt
systkinum sínum, laut járnaga föð-
urins Joe Jackson sem er sagður
hafa lamið börn sín. Jackson Five
voru stöðugt í hljómleikaferðum, á
æfingum og í upptökustúdíóum.
Michael er því í stöðugri leit að
æsku sinni, meðal annars með því
að eiga tólf ára gamla stráka að sín-
um helstu vinum og fara í koddas-
lag við þá og svo framvegis.
Evan Chandler, faðir Jordys, er
tannlæknir en það er haft effir fjöl-
skylduvini hans að hann hafi afltaf
Barry Rothman. Harðsvíraður
lögfræðingur í L.A. og hjálpar-
kokkur Chandlors.
haft óbeit á því starfi og alla tíð
dreymt um að verða rithöfundur.
Hann var dæmdur fýrir ófullnægj-
andi tannviðgerðir er hann gerði
við sextán tennur í einum við-
skiptavini í sama tímanum og var
hann sviptur starfsleyfi tímabund-
ið. Þá fluttist hann til New York þar
sem hann skrifaði handrit sem
hann gat ekki selt. Evan hafði ekki
sýnt syni sínum mikinn áhuga fyrr
en Jordie varð vinur Michael Jack-
son — Chandler hvatti til þeirrar
vináttu og montaði sig af því að
éiga son sem væri í vinfengi við
hinn heimsfræga skemmtikraft.
Schwartz var kunningi fyrrum eig-
inmanns konu sinnar, og í júlí 1993
hljóðritaði hann, án vitundar
Chandlers, símtal sem þeir áttu. Þar
talar Chandler mjög frjálslega og
segir meðal annars að allt gangi
samkvæmt áætlun og ef hann sæki
málið þá vinni hann stóra pottinn.
Og í stað þess að fara til lögregl-
unnar með „grunsemdir" sínar sem
hefði verið eðlilegast ef hann bæri
velferð sonar síns fýrir brjósti, þá
gekk hann á fund lögfræðings, og
ekki bara hvaða lögfræðings sem er
heldur Barry Rothman sem er
þekktur fyrir að svífast einskis og
stóð hann í ótal vafasömum mála-
ferlum. „Hann svífst einskis, hann
er harðsvíraður og eldklár,“ segir
Chandler í samtalinu við Schwartz.
(„He’s nasty, he’s mean, he’s very
smart, and he’s hungry for the pu-
blicity.“) Rothman fékk álit sér-
fræðings í málefnum barna sem
hafa sætt kynferðislegri áreitni og
lagði fyrir hann tilbúið dæmi. Síð-
an ráðlagði hann Chandler hvernig
bæri að fara að. Á þessum tíma-
punkti höfðu engar kærur verið
lagðar fram en 4. ágúst 1993 gekk
Chandler ásamt syni sínum á fund
Evan Chandler.
Myndi einhver
kaupa notaðan bíl
af þessum manni?