Helgarpósturinn - 16.01.1995, Page 21

Helgarpósturinn - 16.01.1995, Page 21
MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN MENNING 21 Á laugardaginn var úthlutað úr Kvikmyndasjóði og þar var kynnt nýtt fyrirkomulag sem byggir á loforði um hluta ráðstöfunarfjár næsta árs. Nokkur átök höfðu verið um fyrirkomulagið áður en til úthlutunar kom en réttmæti þess að fé sé ráðstafað af fjárlögum, sem ekki hafa verið tekin til afgreiðslu hafa verið dregin í efa Friðrik og Guðný með pálmanní höndunum einnig vilyrði íyrir sömu upphæð til myndarinnar Ungfrúin góða og húsið. Heildarkostnaður er áætlað- ur 102 milljónir. Fyrirhugað er að leita fjármögnunar hjá þýskum, dönskum og sænskum aðilum. Vilhjálmur Egilsson, formaður stjórnar Kvikmyndasjóðs, telur ólíklegt að úthlutunarfé minnki frá því sem nú er en sjóðurinn byggir á prósentum af virðisaukaskatti á að- göngumiðaverði í kvikmyndahús og hverfandi líkur til þess að sjóð- urinn verði lagður niður. Þetta sé í raun eina vitið og miðist við breytt- ar aðstæður. Stærri myndir þurfa lengri undirbúningstíma bæði hvað varðar framkvæmd sem og fjár- mögnun og því sé þetta fyrirkomu- lag, að gefa vilyrði fyrir styrk af út- hlutunarfé næsta árs, hið eina rétta. Vilhjálmur segist ekki hafa orðið var við annað en að kvikmynda- gerðarmönnum hugnist þetta fyrir- komulag. „Það er erfitt fyrir kvik- myndagerðarfólk að búa við „lottó- umhverff', að fá útborgað í janúar og þá á að rjúka upp til handa og fóta í apríl og gera 150 milljóna króna mynd.“ Vilhjálmur segir að það verði að vera fyrirvari á svo stóru verkefni og nefnir einnig að þetta vilyrðafyrirkomulag sé að sjálfsögðu háð eðlilegum fyrirvara um framlag Alþingis til Kvik- myndasjóðs íslands á árinu 1996. Snorri Þórisson fær nú á þessu ári útborgaðar 28,5 milljónir í framleiðslustyrk fyrir myndina Ag- nesi, en hann fékk 1,5 milljónir í fyrra. Það er ólíklegt að svo hár styrkur verði veittur í bráð og Vil- hjálmur segir að 25 milljónir verði notaðar til viðmiðunar sem há- marksstyrkur. Ásdís Thoroddsen fær 12 millj- ónir til myndarinnar Draumadísa sem er 25 prósent af heildarkostn- aði. Kvikmyndin er fullfjármögnuð og er samframleidd af Gjólu hf., Is- lensku kvikmyndasamsteypunni hf. og sjónvarpsstöðvum í Þýska- landi og Frakklandi. Júlíus Kemp fékk 10,5 milljónir tii myndarinnar Blossa. Áætlaður heildarkostnaður er 35 milljónir og er fjármögnun komin vel á veg. Myndin er sam- framleidd af Kvikmyndafélagi ís- lands og íslensku kvikmyndasam- steypunni hf. Þau Friðrik Þór Friðriksson og Guðný Halldórsdóttir geta ekki síður vel við unað. Kostnaðaráætl- un við gerð Djöflaeyjunnar, mynd- ar Friðriks, nemur 166 milljónum en hann fékk vilyrði fyrir 20 millj- óna króna styrk sent kemur til greiðslu á næsta ári. Guðný fær Friðrik Þór Friðriksson fékk vilyrði fyrir 20 milljónum til að gera „Djöflaeyjuha" og var völlur á hon- um við afhendinguna. Báðar ntyndirnar hlutu 300 þúsund í undirbúningsstyrk. Alls 88 umsóknir bárust til sjóðs- ins, þar af 24 til framleiðslu leikinna kvikmynda. Fjárveiting til Kvik- myndasjóðs 1995 eru 100 milljónir en til úthlutunar komu 65.500.000.- 35 milljónir fara í að reka kvik- myndasafnið, sjóðinn sjálfan, kynningar og markaðsmál á í s 1 e n s k u m myndum og framlag til nor- ræns samstarfs. Það er því eitt og annað sem sjóðurinn hef- ur á sinni könnu annað en beinlínis út- hluta til kvik- myndagerðar. JBG Guðný Halldórsdóttir var í góðu formi enda fær hún 20 milljónir á næsta ári og þarf ekki að treysta á pólitíkina hvað snertir vinnu. Ölafarí NewYork Ólafur Árni Bjarnason tenór- söngvari er um þessar rnundir staddur úti í New York ásamt nafna sínum Vigni Albertssyni píanóleikara. Þeir félagar ætla að flytja íslensk sönglög í Alice Tully Hall í Lincoln Center annað kvöld og er þetta líklega í fyrsta skipti, sem íslensk sönglög heyr- ast þar, en Lincoln Cent- er er víðfræg ÓlafurÁrni listamiðstöð. Bjarnason Ólafarnir eru tenórsöngvari. í boði Mari- lyn Horne, en ásamt henni koma fram margir heimsþekktir tónlist- armenn svo sem sænski baritón- söngvarinn Hákon Hagegárd oy , ísraelski fiðluleikarinn Pinchas Zuckerman. Vilhjálmur Egilsson segir þetta fyrirkomulag eina vitið. Berlínarsögur í Borgarleikhúsi Kabarett Berlínarsögur Borgarleikhúsinu ★ ★★★ Það var engin deyfð yfir hlutun- um í Borgarleikhúsinu á föstudag- inn. Reyndar var Ioftið rafmagnað af etirvæntingu þarna í anddyrinu og úti geisaði vitlaust veður að vestan. Kabarett var að koma á svið rétt eina ferðina, en vinsældum þessa söngleiks er stöðugt haldið við af vídeóleigunum, þar sem hægt er að fá myndina með Minelli & Co fyrir engan pening. Það er nú það. Þar er við ramman reip að draga, því það er líklega ein best heppnaða söngleikjamynd allra tíma og hefur ekki látið á sjá enn þann dag í dag. En maður þarf ekki að vera hrædd- ur við það að þessu sinni, því leiðir Guðjóns Pedersen liggja í allt aðrar áttir. Honum tekst að skapa óvenjulega og sterka sýningu með frábærum leikhópi, músiköntum og myndliði og ætli þetta sé ekki leikstjórnarsigur vetrarins? Það held ég hljóti að vera. Strax í upphafi er gefinn ógn- vekjandi tónn með innkomu „skemmtanastjórans" í gervi blinds betlara og sá tónn helst alla sýning- una, þar til Hitler og þeir hafa tek- ið völdin og ekki verður aftur snú- ið. En vitaskuld væri þetta ekki mögulegt án snilldarleikara í hlut- verki skemmtanastjórans og hann er til staðar, nefnilega Ingvar E. Sigurðsson sem er ótrúlegur, frá- bær eins og börnin segja. Öryggið Leifur Þóarinsson og nákvæmnin í leik hans er hroll- vekjandi djöfullegt. Maður finnur fýrir honum alla sýninguna sem andstyggilegan persónugerving úr- kynjunar deyjandi þjóðskipulags sem er verið að rífa í tætlur allt verkið á enda. Ég hef aðeins séð svona leik einu sinni áður, Guido Larezzo í Ríkharði III suður í Ver- onu fyrir margt löngu. Ekki er þar leiðum að líkjast. Já, svei mér þá, Ingvar þessi er hreint kraftaverk og minnir mann á hvað íslenskir leik- arar eru góðir þegar þeir eru góðir og hvað það er þá gaman að vera íslendingur og skilja tungumálið og tilfinningarnar til fulls. En það eru fleiri og er fyrst að telja Eddu Heiðrúnu Backman sem er ljómandi Sally Bowles, sér- staklega í söngnúmerunum, en hún eins og fleiri, dregur ekki alveg útúr sviðsmyndinni, sem er sér- kennileg (ekki frumleg eða ný) og erfið. Þarna vantaði trúlega hörku vinnu í viðbót hjá öllum sem léku „á efri hæðinni á fjórskiptri brúnni Elísabetönsku" í öllu falli var sá bisness ekki eins áhrifamikill og maður hefði kannski vonað. Hanna María Karlsdóttir kont mér líklega mest á óvart af öllum, í hlutverki fraulein Schneider. Auð- vitað vissi ég að hún er afbragðs leikkona með mikinn húmor og allt það, en hún náði að skapa um sig rétta „andrúmsloftið“, var eins og vaxin útúr sögum Isherwoods lifandi komin. Fínn og sannfær- andi leikur. Mikil músík. Það var líka mikil músík í leik Þrastar Guðbjartssonar í hlut- verki gyðingsins Schulz, þó Þröstur sé líklega næstum laglaus og ekki sérlega ryþmískur. Einhvern veg- inn kom þetta samt rétt hjá hon- um, öryggis- og umkomuleysi gyð- ingsins náði til manns og snart mann djúpt. Töfrar. Hammtöfrar! Magnús Jónsson í hlutverki Bradshaws (Isherwoods) náði hins vegar ekki alveg til manns. Þetta er mjög erfitt hlutverk á þesurn stað, eini „venjulegi“ gæinn. Persónan er líka flókinn hálfhommi og erfitt að henda reiður á tilfinningum hans. Vandræði leikarans með hendurnar var ekki til bóta, en þar hefði nú leikstjórinn átt að grípa í taumana. Ari Matthíasson var heldur ekki alveg í „fókus“ í hlut- verki nazibraskarans Ernst Ludwig þótt hann væri vissulega arískur í útliti og snöfurmannlegur í fram- göngu. Maður náði ekki almenni- lega brotalöminni í honum. Kannski er þessi persóna líka of óljós samsetningur frá hendi höf- undar Ieiksins, sem er auðvitað ekki Christofer Isherwood, heldur hvað heitir hann nú aftur, Joseph Masteroff en hann vann þetta víst upp úr leikriti sem byggðist á Berl- ínarsögum Isherwoods, „I am a camera". Nú, þá voru uppáferðirn- ar hjá fraulein Kost ekki aldeilis amalegar en þar stóð Helga Braga Jónsdóttir að verki. Það eru margir fleiri sent koma við sögu en hér verður að hætta upptalningu. Næstum. En svo er smákvart. Músíkin var út af fyrir sig í ágætum búningi frá hendi Péturs Grétarssonar. Og hljóðfæraleikarar voru afbragð. En þessi oftrú á hátalarakerfum, eða vantrú á akkústískum hljóðfæra- leik, er óþolandi að verða. Stund- um er þetta líka vanstillt og trufl- andi og náði meira að segja að eyðileggja eina senu fyrir Ingvari; senuna með apann ógyðinglega. Gretar Reynisson á hrós skilið fýrir vel hugsaða og vandlega unna leikmynd sem brýtur að vísu ekki blað í íslenskri leiklistarsögu, en hefur ekki sést hér áður svo ég viti. Það blýtur að hafa verið erfitt að lýsa þetta, en Lárusi Björnssyni fórst það vel úr hendi, svo langt sem það nú náði. Hins vegar var ekki sérlega gaman að dönsunum, þótt dömurnar væru allar ágætar út af fýrir sig. Til þess vantaði meira líf og frumleika í kóreógraf- íuna hennar Katrínar Hall. En hún slapp þó og var svona „sögu- lega“ séð eflaust hárrétt og í lagi. Búningar Elínar Eddu Árnadótt- ur voru hins vegar í góðu lagi, hjálpuðu mikið til. En þegar upp er Staðið er þetta enn einn stórsigur leikarans Ingvars E. Sigurðssonar og leikstjórans Guðjóns Pedersen. Og bravó fyrir því!

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.