Helgarpósturinn - 16.01.1995, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 16.01.1995, Blaðsíða 22
22 MORGUNPÓSTURINN MENNING MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1995 Hér stend ég og get ekki annað Davíð Þorsteinsson SÓLON IsLANDUS ★★★ Það er lítil ljósmyndasýning uppi á Sólon Islandus þessa dag- ana. Og ég heyrði því hvíslað að þetta væri sýning með útlensku tötsi“. Ljósmyndarinn er íslenskur, eins og fyrirmyndirnar, en út- lenska yfirbragðið er tækni sem hefur mikið verið iðkuð af banda- rískum ljósmyndurum allar götur síðan Walker Evans og þó sér- staklega Robert Frank og Diane Arbus, sem voru meistarar í amer- ískri depurð þegar þau stilltu fyrir- bærinu í miðjan myndflöt og létu viðkomandi horfa beint inn 1 vél sem verður alltaf til þess að manneskj- an verður klaufa- lega umkomulaus, hér stend ég og get ekki annað! og ljósmyndarinn ímyndar sér að hann sé búinn að njörfa niður sann- leik augnabliksins. íslenski ljósmynd- arinn Davíð Þor- steinsson er sem betur fer ekki eins þunglyndur og þau „Skemmti- legust finnst mér myndin af þremur gelgjulegum stúlkum, einhver ómótuð þrenning. “ þótt að mér sýnist að hann leiti í þeirra kompu — við lifum í dular- fullu þjóðfélagi og þar er fullt af dularfullu fólki. Hjá Davíð glottir þekkt reykvískt útigangspar fram- an í vélina og er ekkert örvænting- arfullt lengur. Hins vegar verða myndir af gömlum hjónum einum of Arbuslegar, gömul hjón sem hanga saman á öryggisleysinu. Athyglisvert við myndir Davíðs er hvað hann virðist skeyta lítið um að nota bakgrunninn í mynd- bygginguna, hann leyfír samskeyt- um á húsvegg standa upp úr haus viðkomandi, þannig að manneskj- an skiptir meira máli en listræn uppbygging, enda missir Davíð styrkleika sinn þegar hann notar bakgrunn eins og í myndinnni af málaranum fýrir framan sprungu- skemmda vegginn. Skemmtilegust finnst mér myndin af þremur gelgjulegum stúlkum, einhver ómótuð þrenn- ing. Ágæt sýning á Sólon, hér eru allavega engir listrænir stælar á ferðinni. Á Ijósmyndunum finnur maður fyrir myndavélinni sem er á milli Davíðs og myndefnis og gæti ímyndað sér að Davíð finni fyrir einhverri kjánalegri tilfmningu hjá sjálfum sér þegar hann mundar vélina. LDA LOA LEIFSDOTTIR Kristján Kristjánsson, sem hefur helgað sig klippitækni í 30 ár „Hægt að hugsa sei þessar myndirsem almanak“ Myndlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson opnaði fyrir helgi sýningu í Gallerí Úmbru þar sem hann ieiðir okkur inn í framtíðina með myndum, sem túlka mánuð- ina tólf. „Þessar klippimyndir, sem hver tekur mið af einum mánuði, sýna hvernig ég upplifi og skynja hvern mánuð. Sýningin byggir á tólf mismunandi andlitum, sem ég bý til með klippimyndatækni. Ég safna tímaritum; tískublöðum, hár- greiðslublöðum og öllu mögulegu, sem prentað er á þokkalega góðan pappír, fletti þeim og ríf úr myndir, sem mér líst vel á, og geymi. Þannig man ég eftir þessum munni og þessum augum, sem ég nota þegar við á. Svona vinn ég mínar myndir, eins og reyndar flestir aðrir, sem vinna með klipp tækni, eða collage. Nú fylgir vísukorn hverri mynd, ertu að túlka myndirnar útfrá þeim? „Svona í og með. Vísurnar eru aðeins til hliðsjónar. Annars eru þetta gamlar vísur, sem ég hef hvergi séð á prenti, en móðir mín kenndi mér þær þegar ég var lítill. Þetta eru — að ég tel — munn- mælavísur og greinilega mjög ís- lenskar því gömlu íslensku mánuð- irnir koma þarna flestir fyrir. Með sýningunni má því segja að ég tengi saman ólíka tíma, eða fornar vísur og klippimyndir úr glansritum. Það er alveg hægt að hugsa sér þessar myndir sem almanak, ef eitt- hvert fyrirtækið kynni að hafa áhuga.“ Öll andlitin á sýningunni, sem ber yfirskriftina Tólf andlit tímans, eru kvenmannsandlit. „Á opnun- inni nefndi þetta einhver við mig. Ég hrökk við því ég hafði ekki gert mér grein fyrir því. Ég hreinlega hugsaði ekkert út í það, en ætli það sé ekki vegna þess að mér er svo annt um konur. Skýringin gæti iíka verðið sú að konur eru svo fyrir- ferðamiklar í þessum tímaritum. Ef maður leitar af munnum og augum eru konur iðulega meira áberandi en karlmenn. Karlmennirnir hnykkla bara vöðvana, eru alvar- legri og alltaf svona karlmenni." Sýning Kristjáns í Gallerí Úmbru er tíunda einkasýning hans frá 1977. „Ég hef aldrei selt neitt. Þetta virðist einhvern veginn ekki vera viður- kennd aðferð. Þeir eru enda ekki nema teljandi á fingrum annarar handar, sem stunda þessa listgrein af einhverju ráði hérlendis, þótt flestir listamenn reyndar snerti á ÓTTARR PROPPÉ Þaðan hafa þeir sent frá sér af- bragðs skifu sem enginn unn- andi tónlistar kiassískrar eða anderledes getur látið framhjá sér fara. frá helsti galli hennar. Það er eins og djammið í æfingahúsnæðinu hafi ekki verið slípað nægilega til fyrir plötuna. Þetta er ágæt ballmúsík en hún heldur bara ekki haus á plasti nema í allra stuðmestu partíum og þá ekki fyrr en allt stuð er löngu orðið gulltryggt. Pinocchio er kraftmikil plata sem samt nær þvi að vera ekki neitt neitt. Hér vantar neistann sem gerði Bubbleflies að merki- legri hljómsveit. Fjörið er til staðar en virðist ekki koma frá hjartanu i þetta sinnið. Strigaskór nr. 42 Arftokar Jóns Leifs og Þeysaranna í senn Strigaskór NO. 42 Blót ★ ★★★★ Strigaskór no. 42 var ein af for- vígissveitum dauðarokks- -bylgjunnar ís- lensku fyrir nokkrum árum. Flestir héldu að sveitin hefði dáið með vakning- unni sem hún átti ekki svo lítinn þátt í að skapa. En það reyndist öðru nær. Hlynur maestro Aðils hefur staðið í ströngu við að semja og taka upp skífuna Blót. Platan sem kom út nokkrum dögum fyrir jól er í raun samfellt tónverk sem á meira skylt við nútímaklassík en sjúkdómsgreiningaslagara flösu- þeytandi dauðarokkaranna eins og við eigum að venjast. Hér er dauð- afrösunum og organdi gíturum mjög smekklega beitt í Wagnerísk- um ofurópusum, hugljúfir píanó- og flautukaflar brjóta síðan drung- ann niður og á köflum má jafnvel greina óm af íslenskri tónlistararf- leifð ala Þursarnir. Þó ólíklegt megi teljast er hér á ferðinni plata sem er auðveld í hlustun. Hún tekur hlustandann með í ferðalag sem er ógnvænlegt í allri sinni fegurð. Strigaskór no. 42 eru á heimsmæli- kvarða í þyngsta kanti heimsrokks- ins. Þeir hafa náð því óhugsandi markmiði að færa dauðarokkið upp úr bassatrommukeppnum og stunum í tónlist sem býður upp á hvað sem er. Strigaskór no. 42 býr i iðrum músiksenunnar hér heima. Óttarr Proppé saknar neistans á Gosa-plötu Bubbleflies. bassaleikari, Tóti trommari, Pétur hljómborð og Páll Banine, söngv- ari og kyntákn, tóku við af tölvun- um. Bandið varð hörkuspilandi dansband með stuðið á tæru svo nýju plötunnar var beðið með nokkurri óþreyju. Eittvhvað virðist þó hafa farið forgörðum þegar sveitin skellti sér í stúdíó undir handleiðslu Daníels fyrrverandi danskra og með sand af aðstoðar- spekingum og músíköntum. Pinocchio er ágætlega spiluð plata. Spilagleðin fer ekki á milli mála, hér er dansrokkið á ágætu flugi. Sér- staklega er vert að geta Davíðs þátt- ar gítars. Sá drengur hefur meira en lítið lært síðan hann leiddi E-X um árið. Það sem hins vegar vantar er neistinn sem gerði fyrri plötuna skemmtilega. Lögin eru rislítil, oft lítið annað en einfalt grúv endur- tekið út í eitt. Eins er óþægilega mikið urn kunnugleg stef sem þvæl- ast fyrir manni af því sveitin gerir ekki nógu rnikið til þess að gera þau sín eigin. Það hefur mikið heyrst að Palli B. sé afleitur söngvari. Vissu- lega er hann enginn Pavarotti en hans hlutur á þessari plötu er langt í JJ Soul Band Hungry for news ★★★ JJ Soul er enskur blús- söngvari búsettur hérlendis. Hann hefur ásamt Ing- va Þór Kor- mákssyni stofnað JJ Soul Band sem er þessa dagana að spila á fullu á knæpum borgarinnar. Fyrsta plata sveitarinnar sem einnig telur þá Stefán Ingólfsson bass'aleikara og Trausta Ingólfsson trommara, er hugljúf plata sem iætur Iítið yfir sér við fyrstu hlustun. Þegar betur er að gætt heyrist að hér er prýðis- gott kokkteilbaramúsík á ferðinni. Djass og blús fléttast saman í áheyrilega rólegheitamúsík sem gælir við litlu eyrun af kostgæfni og mýkt. Hungry for news er langt frá því að vera sérstaklega óriginal plata. Hér eru gamalkunnar út- færslur á ferðinni. Útkoman stend- ur þó fýrir sínu. JJ er prýðissöngv- ari sem minnir á köflum á Tom Waits á rólegu nótunum. Spila- mennska þeirra félaga er sömuleið- is fyrirtak. Hungry for news er kannski ekki plata fyrir ungiinga. Öðrum er hins vegar ráðlegt að sötra hana með rauðvini á rómantisk- um stundum. Skyldueign fyrir þá sem vilja njóta rólegu stund- anna. Dansrisar í lœgð Bubbleflies PlNOCCHIO •kk Nýliðar ársins 1993 voru án efa Bubbleflies. Platan The world is still alive, hugarfóstur Davíðs Magnús- sonar gítarleikara og Þórhalls Skúlasonar hipp-hoppgúrús, sló rækilega í gegn og sömuleiðis hljómsveitin sem þeir smöluðu í upp úr henni. Framan af árinu 1994 var Bubbleflies með duglegri sveit- um. Vinsældirnar miklar og stúlknaskarinn elti þá pilta í móður- sjúkri aðdáun. Þórhallur heltist úr lestinni en þeir Ragnar gúrka

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.