Helgarpósturinn - 16.01.1995, Page 30
30
MORGUNPÓSTURINN SPORT
MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1995
Enska knattspyrnan
Sigurganga Blackbum og Tottenham heldur áfram
FH-ingar eiga á brattann að sækja eftir tap
í fyrri leiknum í átta liða úrslitum Evrópu-
keppninnar
Jiirgen Klinsmann gerði sigur-
mark Tottenham ellefu mínútum
fyrir leikslok á Upton Park.
Manchester Unrted gerði jafntefli við Newcastle og erþví fimm stigum á eftir Blackbum Rovers.
mínútna leik en meiddist um leið
þannig að bera varð hann af leik-
velli. Paul Kitson jafnaði síðan fyr-
ir Newcastle á 67. mínútu, og þar
við sat. Tottenham innbyrti enn
einn sigurinn er liðið sótti West
Ham heim. Reyndar náði Boere
forystunni fyrir West Ham strax í
upphafi leiks en í seinni hálfleik
tryggðu þeir Teddy Sheringham
og Jiirgen Klinsmann Tottenham
sigur í leiknum. Crystal Palace
skoraði tvö mörk gegn Leicester í
botnslag liðanna. Voru þetta fyrstu
mörk Palace í deildinni síðan 5.
nóvember. Ipswich vann óvæntan
sigur á Liverpool á Anfield Road.
Adam Tanner skoraði eina mark
leiksins í fyrri hálfleik.
Blackburn hefur nú fimm stiga
forystu í efsta sæti ensku úrvals-
deildarinnar. Liðið vann sannfær-
andi sigur á Nottingham Forest í
sjónvarpsleiknum á laugardag, og í
gær gerðu síðan Newcastle og
Manchester United jafntefli. Tot-
tenham heldur sigurgöngu sinni
áfram og í þetta sinn varð West
Ham fyrir barðinu á liðinu.
Það var góður seinni hálfleikur
sem tryggði toppliði Blackburn sig-
ur á Nottingham Forest á laugar-
dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik
kom Paul Warhurst Blackburn á
bragðið með þrumuskoti af 30
metra færi á 54. mínútu.
Þeir Jason Wilcox og
Chris Sutton bættu síðan
við sitt hvoru markinu áður
en,yfir lauk. Liðið er nú bú-
ið að leika tólf leiki í röð án
þess að bíða ósigur. Framtíð
Mark Hughes hjá Manc-
hester United er óráðin í
kjölfar kaupa liðsins á sókn-
armanninum Andy Cole
frá Newcastle. Cole lék ekki
með í gær en það gerði hins
vegar Hughes. Hann kom
United á bragðið eftir 13
Skatthlutfall barna sem fædd eru 1980 eða síðar er
6% í staðgreiðslu á árinu 1995.
Launatekjur barna undir kr. 77.940 hjá sama
launagreiðanda eru undanþegnar staðgreiðslu
frá 1. janúar 1995.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
Skatthlutfall barna
í staðgreiáslu 1995
Jólasveinar með
dómaraflautur
FH-ingar eru í vondum
málum eftir fyrri leik sinn
gegn danska liðinu GOG í
átta liða úrslitum Evrópu-
keppni bikarhafa í hand-
knattleik. Þeir áttu ekkert
svar við stórleik Dananna,
sem unnu með fimm marka
mun, 22:27, eftir að hafa leitt
í hálfleik, 12:17. Róðurinn
verður því þungur fyrir FH-
inga í seinni leiknum, sem
fer fram þann 25. janúar
ytra, og verða möguleikar
þeirra á að komast áfram að
teljast harla litlir.
Það var fyrst og fremst
slæm byrjun FH-inga sem
varð þeim að falli í þessum
leik. Danirnir skoruðu
fyrstu fjögur mörkin og
héldu því forskoti nánast til
loka leiksins, ef frá er skilinn
smá kafli undir lok leiksins
er FH-ingar virtust vera að
jafna leikinn. Fyrri hálfleik-
ur var ágætlega leikinn af
beggja hálfu en Danirnir
voru alltaf skrefi á undan.
Þeir spiluðu sterka vörn
sem FH-ingar áttu fá svör
við framan af. Leikkerfin
gengu ekki upp, alltof mörg
skot lentu á varnarmúr
danska liðsins, og hraða-
upphlaupin voru ávallt
kæfð í fæðingu. Það var
helst einstaklingsframtak
þeirra Guðjóns Árnasonar
og Sigurðar Sveinssonar
sem gáfu mörk, á meðan
lykilmenn eins og Hans
Guðmundsson og Gunnar
Beinteinsson náðu sér ekki á strik.
Það þarf til að mynda að leita langt
aftur í tímann til að finna leik þar
sem Gunnar á vart skot á mark, og
þó var hann inn á allan tímann.
FH-ingar skoruðu þrjú fyrstu
mörkin í seinni hálfleik og breyttu
stöðunni í 15:17. Þá fékk danski
landsliðsmaðurinn Claus Jacob
Jensen að líta rauða spjaldið er
hann fékk tveggja mínútna brott-
vísun í þriðja skiptið. Brottvísunin
virtist þó ekki hafa meira en svo að
segja að Danirnir juku forskotið úr
tveim mörkum í fimm. Munaði þar
mestu um stórleik þeirra Sörens
Andreason, í markinu, og Nikolaj
Jacobsen, sem steig vart feilspor í
leiknum og gat skorað þegar hon-
um sýndist svo. Undir lok leiksins
var leikmönnum beggja liða orðið
all heitt í hamsi sökum furðulegrar
dómgæslu. Frönsku dómararnir
voru hreint ótrúlega slakir og réðu
ekki neitt við neitt. Ósamræmið í
dómunum var mikið og menn
vissu aldrei á hverju þeir máttu eiga
von. Undirritaður hefur til að
mynda aldrei orðið vitni að annarri
eins dómgæslu, dómgæslu sem á
ekki að sjást í handboltaleik og það-
an af síður jafn mikilvægum leik og
þessum. Þó að fíflagangurinn í
dómurunum hafi bitnað nokkurn
veginn jafnt á liðunum tókst þeim
nánast að eyðileggja leik tveggja
góðra handboltaliða.
Guðjón Árnason og Sigurður
Sveinsson voru bestir FH-inga í
þessum leik og nánast þeir einu
sem sýndu sitt rétta andlit í leikn-
um. Guðjón skoraði níu mörk og
var langmarkahæstur Hafnfírðinga
í leiknum. Sigurður sýndi mikla
baráttu, skoraði fjögur glæsileg
mörk, og það var fyrir tilstilli hans
að Nikolaj Jakobsen skoraði ekki
fleiri mörk. Magnús Árnason náði
sér ekki á strik í fyrri hálfleik en
stóð sig vel í þeim seinni og varði
alls tíu skot í leiknum, þar af tvö
vítaskot. Títtnefndur Nikolaj
Jacobsen var langbestur GOG og
skoraði alls fimmtán mörk í öllum
regnbogans litum. Var alveg hrein
unun að fylgjast með þessum frá-
bæra leikmanni.
-RM
FH - GOG...............22:27
Mörk FH: Guðjón Árnason 9, Sig-
urður Sveinsson 4, Hans Guð-
mundsson 4/4, Hálfdán Þórðar-
son 2, Guðmundur Petersen 2/2,
Stefán Kristjánsson 1.
Varin skot: Magnús Ámason 10/2,
Jónas Stefánsson 2.
Mörk GOG: Nikolaj Jacobsen
15/7, Claus Jacob Jensen 5, Hen-
rik Gerster 2, Jesper Pedersen 1,
Morten Nielsen 1, Rene Boeriths
1, Martin Hansen 1, Niels Nielsen
1.
Varin skot: Sören Andreason 13,
Ulrik Winter 1/1.
Brottvísanir: FH I 10 mínútur og
GOG í 18 mínútur.
Rautt spjald: Claus Jacob Jens-
en.
Dómarar: Garcia og Morene frá
Frakklandi. Voru arfaslakir og er
ótrúlegt að hugsa til þess að þeir
hafi tekið dómarapróf. Eiga von-
andi aldrei eftir að dæma leik hér
á landi aftur.
SKREPPUM
SAMAN
og minnkum
vanda-málið
NUPO LÉTT
Sagt eftír leikinn:
Guðmundur Karisson, þjálfari FH:
„Ég ætla ekki að kenna dómurunum um þennan ósigur. Að vísu er
þetta ekki sú dómgæsla sem maður fær vanalega á heimavelli I Evr-
ópukeppni. Við lékum þetta bara einfaldlega ekki nógu vel. Danirnir
léku þetta mjög vel og fengu að spila sinn bolta, og við náðum ekki að
brjóta niður þeirra styrkleika. Þeir léku góða vörn og voru með góða
markvöslu en við fengum ekki markvörslu fyrr en í seinni hálfleik. í
heildina séð er ég mjög ánægður með að við skyldum ná að snúa við
blaðinu í byrjun seinni hálfleiks og alveg þar til þrjár mínútur voru eftir af
leiknum. Þá vorum við tveim mörkum undir, áttum viti og vorum einum
fleiri. Þá hélt maður að við myndum kannski ná að jafna leikinn. En
þetta snerist í höndunum á okkur og þeir skoruðu þrjú síðustu mörkin."
Nikolaj Jacobsen, markahæsti leikmaður GOG:
„Við spiluðum okkar besta leik á langan tíma. Við berum mikla virðingu
fyrir íslenskum liðum og finnst þau spila góðan handbolta. I þessum
leik spiluðum við frábæra vörn og unnum fyrst og fremst á henni. Ég á
von á FH-ingum sterkari I Danmörku, þannig að þetta verður alls ekki
auðvelt þrátt fyrir að við höfum fimm marka forskot. En vissulega eru
möguleikar okkar á að komast í undanúrslit góðir. Dómararnir komust
langt með að eyðileggja leikinn en mistök þeirra bitnuðu nokkurn veg-
inn jafnt á liðunum."