Helgarpósturinn - 16.01.1995, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 16.01.1995, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN SPORT 31 > ■é Enski boltinn Úrslít í úrvalsdeild Arsenal - Everton 1:1 Wright 4. - Watson 13. Aston Villa - QPR 2:1 Fashanu 7., Ehiogu 76. - Yates 88. Blackbum - Nott.Forest 3:0 Warhurst 54., Wilcox 78., Sutton 88. Chelsea - Sheff.Wed. 1:1 Spencer 34. - Nolan 90. Crystal Palace - Leicester 2:0 Newman 24., Ndah 44. Leeds - Southampton 0:0 Liverpool - Ipswich 0:1 Tanner 30. Man.City - Coventry 0:0 Norwich - Wimbledon 1:2 Goss 22. - Fteeves 44., Ekoku 49. West Ham - Tottenham 1:2 Boere 10. - Sheringham 58., Klins- mann 79. Newcastle - Man.Utd. 1:1 Kitson 67. - Hughes 13. Staðan í úrvalsdeild Blackbum 23 52:18 55 Man.Utd. 24 45:20 50 Liverpool 24 44:20 45 Nott.Forest 24 36:26 42 Newcastle 23 41:25 41 Tottenham 24 41:35 39 Wimbledon 24 30:38 35 Leeds 23 29:27 34 Norwich 24 22:25 33 Sheff.Wed. 24 31:32 32 Man.City 24 33:38 31 Chelsea 23 30:31 30 Arsenal 24 27:27 29 Southampton 24 34:39 28 QPR 23 35:40 27 Crystal Pal. 24 17:22 26 Coventry 24 21:40 26 Aston Villa 24 29:34 25 West Ham 24 22:30 25 Everton 23 22:32 23 Ipswich 24 26:47 19 Leicester 24 22:43 15 Markahæstir 23 - Alan Shearer (Blackburn) 22 - Robbie Fowler (Liverpool) 21 - Ashley Ward (Norwich, þaraf 17 fyrir Crewe) 20 - lan Wright (Arsenal) 19 - Chris Sutton (Blackbum) 18 - Matthew Le Tissier (Southamp- ton) Italía Úrslit Cremonese - Brescia 0:0 Fiorentina - Parma 1:1 Batistuta 8. - Pin 46. Genoa - Padova 2:1 Van’t Schip 28., Manicone 89. - Kre- ek 75. Inter - Sampdoria 2:0 Festa 58., Fontolan 68. Juventus - Roma 3:0 Ravanelli 33. og 82., Vialli 86. Lazio - Foggia 7:1 Boksic 49., 52. og 88., Signori 64. og 85., Casiraghi 83., Fuser 89. - Mand- elli 60. Napoli - Cagliari 1:1 Cruz 23. - Muzzi 32. Reggiana - Torino 1:0 Simutenkov 57. Milan - Bari 3:5 Tovalieri 9. og 66., Pedone 73. - Massaro 11., Savicevic 39., 52., 55. og 84. Staðan Juventus 15 28:13 36 Parma 16 27:14 32 Lazio 16 35:20 28 Fiorentina 16 31:21 27 Roma 16 21:11 27 AC Milan 16 18:14 25 Sampdoria 16 25:14 24 Bari 16 19:23 22 Inter 16 14:13 21 Foggia 16 19:23 21 Torino 15 13:16 19 Cagliari 16 13:18 19 Napoli 16 21:26 18 Cremonese 16 14:20 16 Genoa 16 19:26 16 Padova 16 16:36 14 Reggiana 16 12:21 12 Brescia 16 8:24 9 Dapurt í Austurbergi Öruggur sigur Valsmanna Það var fátt sem gladdi augað á leik KR og Vals í gærkveldi í leik liðanna í Nissandeildinni. KR- strákarnir byrjuðu af nokkrum krafti og höfðu eins marks forystu eftir tíu mínútna leik. Valsmenn voru þó ekki á þeirn buxunum að gefa eftir og rifu sig uppúr byrjun- arörðugleikum og náðu yfirhönd- inni sem þeir héldu til leiksloka. KR - Valur............22: 26 Mörk Vals: Dagur 7, Jón 6, Ingi Rafn 3, Davíð Öm 3, Júlíus 2, Sveinn 2, Frosti 2, Finnur 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkels- son: 5, Axel Stefánsson: 6 Mörk KR: Guðmundur 7, Sigurpáll 5, Einar B. 4, Magnús A. 3, Páll 2, Gylfi 1. Varin skot: Gísli Felix: 7, Sigurjón; 3. Brottvísanir: KR í 4 mínútur og Valur í 4 mínútur. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Rögnvald Erlingsson. Gerðu báðir sfn mistök eins og leikmenn. Leikurinn var harður og baráttan var mikil, sem gerði það að verkum að handboltinn varð ekki jafn góð- ur sem skyldi. Menn voru að hnoða þetta hver í sínu horni í stað þess að láta liðsheildina vinna verkið. Um miðbik síðari hálfleiks var orðið nokkurt jafnræði með liðunum, þá settu Valsmenn í annan gír og skor- uðu þrjú mörk í röð sem gerðu vonir vesturbæinga að engu. Vals- maðurinn Dagur Sigurðssson er án nokkurs vafa maður þessa leiks, þar sem hann skoraði sjö mörk, hvert öðru glæsilegra, og maður hefur á tilfinningunni að þessi maður geti stokkið upp og skorað þegar hann vill. Hjá KR-drengjum var það Guðmundur Albertsson sem stóð upp úr og sýndi að hann hefur engu gleymt. Markmenn lið- anna voru ekki í stuði en það væri þó einna helst Gísli Felix sem nefna mætti. Áhorfendur í Austur- bergi hafa líklega ekki náð að fylla hundraðið og er þar um að kenna vetri konungi og engum öðrum. p5Q Dagur Sigurðsson var markahæstur Valsmanna með sjö mörk. Undanúrslitin í bikarkeppni KKÍ Naumt hjá Njarðvík Gömlu jaxlamir þurftu að bíta á jaxlinn. Flestir bjuggust við að þetta yrði leikur kattarins að músinni enda kannski ekki furða. Njarðvíkingar hafa aðeins tapað einum leik í vetur og hafa óumdeilanlega spilað jafn- best allra liða í vetur. Liði Hauka hefur aftur á móti gengið frekar illa í vetur; eru útiendingslausir og lent í þjálfarahallæri. En það var ekki að sjá að 28 stiga munur væri á liðun- um í þessum leik. Haukar mættu dýrvitlausir til leiks, tilbúnir til að selja sig dýrt. Liðin skiptu með sér forystunni allan fyrri hálfleikinn og var mun- urinn mestur 3-4 stig. Pétur Ing- varsson fór á kostum í liði Hauka í hálfleiknum og skoraði 14 stig. Mest voru þetta körfur sem hann bjó til upp á eigin spýtur með því Haukar - UMFN ...........79-83 (37-33) Stigaskor: Haukar: Sigfús 27, Pétur 16, Jón Arnar 11, Óskar 9,Baldvin Johnsen 8, Björgvin 6, Sigurbjörn 2. UMFN: Robinson 31, Kristinn 14, Valur 13, Friðrik 9, Teitur 6, Rúnar 4, Ástþór 3, ísak 3. Haukar: 28 fráköst, 12 stoðsend- ingar UMFN: 39 fráköst (Robinson 10, Kristinn 9), 20 stoðsendingar (Teit- ur 6). Dómarar: Kristinn Albertsson og Jón Bender. að stinga sér eins og snákur á rnilli andstæðinganna. Hjá Njarðvík var, eins og svo oft áður, Ronday Ro- binson atkvæðamestur. Fundu varnarmenn Hauka engin ráð til að stöðva hann enda karl stór og sterkur. Leit þetta oft út fyrir að hann væri að spila gegn leikskólak- rökkum. En það var ekki nóg því Haukar leiddu í hálfleik 37-33. Eftir vondan draum tókst íslans- meisturunum loksins að jafna sig og ná þar með undirtökunum. Lið- ið náði mest átta stiga forskoti og þá héldu rnargir að það væri aðeins formsatriði að ljúka leiknum. En Haukar voru á allt öðru máli. Eftir atburði undanfarna daga notuðu hafnfirskir áhorfendur nánast alla þá orku sem þeir áttu eftir til að hvetja rnenn sína áfram. Virkaði þetta eins og vítamínssprauta á lið- ið sem fór að saxa á forskot stór- veldisins. Spennan náði hámarki á síðustu tveimur mínútum leiksins. Þegar ein og hálf mínúta var eftir komust Haukar einu stigi yfir, 77- 76. Héldu nú margir að Davíð væri að sigra Golíat en þá skyndilega tók gamla Suðurnesjaseiglan við. Mikilvægar körfur frá þjálfaranum Vali Ingi- mundarsyni og Robinson tryggðu nauman sigur Njarðvíkur. Bestu menn vallarins voru þeir Ronday Robinson (31 stig og 10 frá- köst) og Sigfús Gizurarson, hjá Haukum, sem skoraði 18 stig í síð- Jón Kr. Gíslason, þjálfari ÍBK, skoraði 29 stig, þar af fimm 3ja stiga körfur og var bestur í liði Keflvíkinga. ari hálfleik. Pétur Ingvarsson (4 stolnir boltar) sást varla í síðari hálfleik en hann átti í miklum villu- vandræðum eins og allt Haukalið- ið. Það er daglegt brauð þar á bæ. Kristinn Einarsson, Njarðvík, var þrælsterkur í sóknarfráköstun- um í síðari hálfleik og skoraði þá ein 12 stig. Valur Ingimundarson átti einnig ágætan leik. Aftur á móti hefur hefur Teitur Örlygsson oft leikið betur. Nokkuð skrýtið að hann hafi ekki átt betri leik því hann leikur venjulega langbest á úrslitastundu rétt eins og hann sýndi bæði í úrslitakeppninni og úrslitaleik bikarkeppninnar í fýrra. Kanalausir Crindvík- ingar áfram I fjórða sinn í vetur í jafnmörg skipti lagði Grindavík granna sína úr Keflavík að velli. Þrátt fýrir að óveður hafi geisað um allt land létu leikmenn það ekkert á sig fá og spil- uðu skemmtilegan körfubolta frá upphafi til enda. Fyrirfram var bú- ist við að róðurinn yrði Grindvík- ingum erfiður þar sem Frank Booker, leikstjórnandi liðsins, var í leikbanni. Liðið hafði þó undirtök- in allan tímann en munurinn var lítill. Það voru „fyrrverandi“ Kefl- víkingar, Nökkvi Már Jónsson (25 stig) og Guðjón Skúlason (23 stig) sem gerðu gömlu félögunum sín- um lífið leitt. Bestur Keflvíkinga var þjálfarinn, Jón Kr. Gíslason (29 stig), sem skoraði fimm 3-ja stiga körfur. Lokatölur urðu 83-80 og fram- undan er sannkallaður draumaúr- slitaleikur í bikarnum, Njarðvík og Grindavík. -EÞA Handbolti ÍH - Stjarnan....23:25 l'H velgdi Stjörnunni vel undir ugg- um í þessum leik og var lengi vel yfir. Stjarnan var sterkari á loka- sprettinum og hafði sigur í lokin. Sigurður Bjarnason skoraði 9 mörk og Dimitri Filipov 5 fyrir Stjömuna en fyrir (H skoraði Jón Þórðarson 7 mörk og Ólafur Magnússon 5. UMFA - HK...........35:17 Eins og tölumar gefa augljóslega til kynna var sigur Aftureldingar aldrei í hættu. Jason Ólafsson átti stórleik og skoraði 12 mörk en þeir Páll Þórólfsson og Gunnar Andrés- son voru með 6 mörk hvor fyrir Aft- ureldingu. Óskar Ólafsson skoraði 6 mörk fyrir HK. Er George Weah franskur ríkis- borgari? AC Milan meðlög- fræðingaher ímálinu AC Milan hefur mikinn áhuga á að kaupa líberíska sóknarmanninn George Weah af Paris St Germain. Liðið er hins vegar ekki reiðubúið að fá til sín leikmann sem ekki er evrópskur vegna reglna sem tak- rnarka fjölda útlendinga í liðum. Þær hljóða á að aðeins mega þrír útlendingar spila með liðinu í einu, og að minnsta kosti einn þeirra verður að vera evrópskur. Nú þegar er Milan með tvo óevrópska leik- menn, þá Zvonimir Boban og Dejan Savicevic, og það þykir þeim nóg. Milan heldur því fram að Weah sé franskur ríkisborgari og eru forráðamenn liðsins búnir að ráða til sín her lögfræðinga til að sanna að hann sé með franskan rík- isborgararétt. Hins vegar eru þeir tilbúnir að hætta baráttunni ef hol- lenski sóknarmaðurinn Marco van Basten nær sér að fullu, en hann hefur ekki leikið með liðinu síðan hann meiddist á ökkla í maí 1993. ■ Juventus komið með örugga forystu eftir leiki helgarinnar í ítalska boltanum Flugeldasýning hjá Lazio Ravanelli skoraði tvö mörk fyrir Juventus í ólátaleik þar sem þrírleikmenn voru reknir af leikvelli Juventus hefur nú komið sér vel fyrir í toppsæti ítölsku 1. deildarinn- ar í knattspyrnu. Liðið vann í gær öruggan sigur á Roma á heimavelli sínum. Fabrizio Ravanelli endur- tók leikinn síðan um síðustu helgi er hann gerði tvö mörk gegn Parma, en í þetta sinn urðu leikmenn Roma fyrir barðinu á honum. Fyrra mark- ið skoraði hann í fýrri hálfleik eftir mistök í vörn Roma, en það síðara kom úr vítaspyrnu eftir að Gi- anluca Vialli hafði verið felldur gróflega innan vítateigs, svo gróflega að Fabio Petruzzi var rekinn af leikvelli fýrir vikið. Hann var reynd- ar ekki sá eini sem fékk að líta rauða spjaldið, því skömmu áður hafði dómarinn fækkað leikmönnum lið- anna niður í tíu eftir að Cervone og Torricelli hafði lent saman í vítateig Roma. Vialli innsiglaði síðan örugg- an sigur Juventus með þriðja mark- inu, þórum mínútum fyrir leikslok. Lazio bauð upp á markaveislu er lið- ið tók á móti Foggia. Alls urðu mörkin í leiknum átta talsins, þar af átti Lazio sjö. Króatinn Alen Boks- ic gerði þrennu og Signori skoraði tvö rnarka Lazio. Foggia spilaði allan síðari hálfleikinn og hluta þess fýrri einurn leikmanni færri en Giordano Caini var rekinn út af í fyrri hálfleik. Við sigurinn færðist Lazio upp í þriðja sæti deildarinnar. Parma og Fiorentina skoruðu sitt markið hvort í hörkuleik. Gabriel Bat- istuta kom Fiorentina yfir strax í upphafi leiks en Gabriele Pin jafn- aði fyrir Parma í upphafi seinni hálf- leiks. Reggiana vann heldur óvænt- an sigur á Torino. Simutenkov gerði eina mark leiksins á 57. mín- útu. I gærkvöldi áttust síðan Bari og AC Milan. Lauk honum með sigri Milan, 3:5, og skoraði Dejan Sav- icevic fjögur af mörkum Milan.B Fabrizio Ravanelli er í hörkuformi í framlínu Juventus þessa dagana. Hann hefur nú gert fjögur mörk fyrir liðið í síðustu tveimur leikjum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.