Helgarpósturinn - 19.01.1995, Síða 5
MORGUNPOSTURINN FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 19. JANUAR 1995
Fulltrúar sýslumannsins á Akranesi hafa báðir fengið leyfi til
málflutnings fyrir héraðsdómi
ÆUaekkiað
nýjaaf nólmi
Báðir fulltrúar Sigurðar Gizur-
arsonar, sýslumanns á Akranesi,
Jrær Kristrún Kristinsdóttir og
Áslaug Rafnsdóttir, hafa nú feng-
ið leyfi til málflutnings fyrir héraðs-
dómi. i’etta kom fram í viðtali við
Kristrúnu í Skagablaðinu á mánu-
daginn.
MORGUNPÓSTURINN hafði sam-
band við Kristrúnu og spurði hvort
hún væri á leið frá embættinu, en
hún sagði svo ekki vera. „Það er
gott að hafa þetta í bakhöndinni,
því við erum mjög óánægðar með
stöðu mála hér á embættinu sem
vonlegt- er. Við höfum hins vegar
nokkurn metnað fyrir hönd þessa
embættis og viljum gera það sem
við getum til að það fái sinnt sinni
skyldu svo vel fari. Þannig að við
viljum síður hlaupa héðan á brott
fyrr en í nauðirnar rekur." Kristrún
segist mjög óánægð með það,
hvernig meðhöndlun mál sýslu-
manns hefur fengið innan dóms-
málaráðuneytisins. „Það voru
menn frá ráðuneytinu sem rúlluðu
þessum bolta af stað, komu hingað
og rannsökuðu embættisfærslur
Sigurðar og settu allt á annan end-
ann, en síðan heyrist ekkert meira
frá þeim. Þetta er algjörlega óvið-
unandi og ekki hægt að starfa við
þessar aðstæður mikið lengur. En
við reynum að þrauka."
MORGUNPÓSTURINN hefur
heimildir fyrir því, að verið sé að
vinna í málum sýslumanns innan
dómsmálaráðuneytisins þessa dag-
ana. Þorsteinn Geirsson ráðu-
Kristrún Kristinsdóttir, fulltúi
sýslumannsins á Akranesi, hefur
fengið leyfi til málflutnings fyrir
héraðsdómi. Hún er þó ekki á
leiðinni að hætta hjá embættinu
ennþá.
neytisstjóri tjáði blaðamanni hins
vegar að ekki væri neinna frétta að
vænta af málefnum sýslumannsins
á allra næstu dögum. æöj
Hefiir staðið
óhreyfður við
stöðumæli frá
því á Þorláks-
messu
Mistök, segirStefán Haraldsson fram-
kvæmdastjóri Bilastæðasjóðs.
Grár, japanskur fólksbíll hefur
staðið óhreyfður við stöðumæli
fyrir utan Laugaveg 116 frá því á
Þorláksmessu. Tryggingastofnun
ríkisins er að Laugavegi 114 en
þangað leggur jafnan fjöldi aldraðs
og fatlaðs fólk leið sína á degi hverj-
um.
Það var starfskona í nálægri
verslun sem vakti athygli blaðsins á
þessu þar sem henni fannst það
skjóta skökku við að á sama tíma og
skjólstæðingar Tryggingastofnun-
arinnar eiga í erfiðleikum með að
leggja bílum sínum í göngufæri við
stofnunina hefur bíllinn verið lát-
inn standa afskiptalaus svo dögum
skiptir í stæðinu.
Stefán Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri Bílastæðasjóðs
Reykjavíkur, kom af fjöllum þegar
blaðamaður MORGUNPÓSTSINS
spurði hann hvernig stæði á þessu.
Stefán sagði að hér hlyti að vera um
einhver mistök að ræða því venju-
lega væru bílar dregnir í burtu af
gjaldskyldum stæðum ef þeir
standa þar óhreyfðir í nokkra daga.
Ætlaði hann þegar að láta athuga
málið og fjarlægja bílinn.
Eins og fyrr segir hafði bíllinn
verið við stöðumælinn frá því á
Þorláksmessu, eða í 26 daga, þegar
Bílastæðasjóði var gert viðvart um
hann. Af þessum 26 dögum eru 17
virkir dagar en þeir eru gjaldskyld-
ir. Gjaldskylda er frá 9 til 17, eða 8
klukkustundir hvern dag. Þetta
þýðir að bíllinn hefur staðið í 146
gjaldskyldar klukkustundir við
stöðumælinn. Ef eigandinn hefði
samviskusamlega borgað 50 krónur
í stöðumælinn fyrir hverja klukku-
stund sem bíll hans var í stæðinu
hefði hann þurft að leggja út 7.400
krónur. En þar sem hann gerði það
ekki hefði mátt leggja gjald á hann
fyrir hverja umfram klukkustund
sem bíllinn stóð við mælinn. Lág-
marks stöðumælagjald er 850 krón-
ur en ef gjaldið er greitt innan
þriggja virkra daga fæst 550 króna
afsláttur. Ef miðað er við 850 króna
gjaldið fæst út að hægt hefði verið
að rukka eiganda bílsins urn 124.100
krónur. Stöðumælaverðir bíla-
stæðasjóðs hafa hins vegar látið
nægja að setja 16 gíróseðla undir
rúðuþurrkur bílsins, tæplega eina
hvern dag sem hann hefur staðið í
stæðinu. Þeir hafa aftur á móti ekki
séð ástæðu til að láta draga bílinn í
burt.
-jk
Lands-
átaktil
styrktar
Suðvík-
ingum
Með ávarpi forseta íslands, frú
Vigdísi Finnbogadóttur í kvöld
verður hrint af stað landssöfnun til
styrktar Súðvíkingum. Er miðað við
að söfnunin hefjist klukkan 20 en
ávarp forsetans hefst ki. 19.55. Á
föstudagsmorgun mun biskupinn
yfir Islandi, herra Ólafur Skúla-
son, ávarpa landsmenn í útvarpi og
leiða söfnunina inn í fyrsta dag
hennar. Allir stærstu fjölmiðlar
landsins taka höndum saman við
átakið og er sími þess 800-5550 og
verður allt söfnunarféð lagt inn á
reikning númer 800 í Sparisjóði
Súðavíkur.
Þarna er fyrst og fremst um að
ræða fjölskyldusöfnun til styrktar
þeim fjölskyldum sem hafa orðið
illa úti í snjóflóðinu. Það er verið að
skipa sjóðsstjórn og er Ijóst hvaðan
þeir fulltrúar koma sem skipa
stjórnina en ekki ljóst hvaða ein-
staklingar skipa hana, nema að
sóknarprestur Súðvíkinga, Magnús
Erlingsson, verður í henni.
Þessari söfnun er ætlað að styðja
við bakið á þessu fólki og hvernig
því verður varið er alfarið á herðum
þessarar stjórnar. Söfnunarfénu
verður varið til allra Súðvíkinga til
að aðstoða þá í framtíðinni. Þetta
verður til aðstoðar fólkinu í þessu
byggðarlagi þar sem tryggingar geta
aldrei bætt alla hluti, eins og tals-
maður átaksins sagði.
Þá skal tekið fram að allir sem
koma að átakinu gefa alla sína
vinnu og gildir það jafnt um opin-
bera aðila og óopinbera. Að þessu
leyti má segja að þetta sé einstakt
átak. ■
Eyþór ogAtli
Eiftirvinnsla
myndar JóHANNS
SlGMARSSONAR, Ein
stór fjölskylda, hef-
ur gengið fremur
brösuglega. Mynd-
in var tekin upp
sumarið 1993 og
gerðu fyrstu áætl-
anir ráð fyrir því að
hún yrði frumsýnd
sumarið eftir.
Bág fjárhags-
staða Jóhanns
orsakaði að
þessar áætl-
anir fóru úr
skorðum en
nú hefur
nokkuð ræst
úr peningamál-
unum og
Þessi bíll hefur staðið óhreyfðurfrá því á Þorláksmessu við stöðumæli fyrir utan Laugaveg 116. Eins og sést
hafa stöðumælaverðir Bílastæðasjóðs verið iðnir við að setja gíróseðla frá sjóðnum undir rúðuþurrkur bíls-
ins.
- Nei - Skárr’n ekkert - Já- • Hart í ári hjá sápunum • Byssubófar á Skaganum
hefur helst getið sér til frægðar að
leika á kaffihúsum en hljómsveitin
vakti líka mikla lukku þegar hún sá
um tónlistina í uppsetningu Frú
Emilíu á Kirsuberjagarðinum í
haust...
X ími svokallaðra sápubúða virðist
vera að Iíða. Fyrir ekki margt löngu
opnaði verslunin Eplatré, sem þekkt
er undir alþjóðheitinu Craptree and
Evelyn á Skólavörðustígnum, en
hún hefur selt svokailaðar jurta-
snyrtivörur, en nokkuð vandaðri
vöru en systurbúð hcnnar Body
Shop. Nú er háverslunartími ársins
liðinn, en þá kcmur jafnan í Ijós
hverjir lifa af og hverjir ekki. Svo
virðist sem verslunin Eplatré hafi
ekki haft þetta af því eftir að versl-
unnni var skellt í lás fyrir helgi
hefur hún ekki opnað aftur.
Ein önnur þessarar tegundar lokaði
á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi á dög-
unum, er það Nectar-búðin. Áður
en hún fluttist á Eiðistorgið var
Nectar-búðin staðsett við Laugaveg-
inn...
I nýjasta tölublaði Skagablaðsins
er greint frá því að maður einn, sem
ætlaði að losa sig við sorp, varð frá
að hverfa vegna skothríðar á haug-
unum. Hann stökk þó ekki heim í
ofboði, heldur hlustaði á dynjandi
skothriðina um hálftíma skcið úr
hæfilegri fjarlægð áður en hann
hringdi á lögregluna. Þegar Skaga-
löggur mættu á svæðið voru skot-
mennirnir hins vegar á bak og burt.
Það er sem sagt víðar en á sparkvell-
inum sem Skagamenn fá útrás fyrir
skotgleði sína...
fyrirhugað er að mynd-
in verði ffumsýnd í
byrjun mars. Ýmislegt í
sambandi við kvik-
myndagerðina hefur
verið á reiki allt fram á
síðustu vikur, þar á
meðal hver myndi sjá
um tónlist myndarinn-
ar. Jóhann talaði fyrst
við Eyþór
ÁRNALDS sem tók mála-
eitan hans vel. Af ein-
ívcrjum orsökum hætti
iyþór við. Þá sneri Jó-
íann sér til Atla Heim-
s SvEINSSONAR en hann
nun hafa tekið honum heldur fá-
ega. Lending varð sú að félagarnir í
linni margrómuðu hljómsveit
skárr’n ekkert tóku að sér verkefn-
ið. Skárr’n ekkert
Skráður með síma
Vegna umfjöllunar Morgun-
póstsins nýlega um kjaramál
landsbyggðarþingmanna er rétt að
taka fram eftirfarandi hvað varðar
Halldór Ásgrímsson:
Þegar Halldór hóf þátttöku í
stjórnmálum og varð alþingis-
maður 1974 tók hann ákvörðun
um að hafa aðsetur á Höfn í
Hornafirði og keypti þar hús. Þeg-
ar Halldór féll af þingi 1978 bjó
hann og starfaði á Höfn um
margra ára skeið. Halldór varð
ráðherra 1983 og flutti hann þá
með fjölskyldu sinni til Reykjavík-
ur. Nokkrum árurn síðar seldi
hann hús sitt á Höfn og flutti að-
setur sitt í íbúð í húsi foreldra
sinna. Þetta hús var selt í sumar og
tók Halldór þá á leigu íbúð í húsi
bróður síns á Höfn.
í grein Morgunpóstsins segir að
Halldór sé ekki skxáður með síma
á Höfn. Þetta byggðist á röngum
upplýsingum frá Pósti og síma
sem síðar voru leiðréttar.
Mistökin komu til vegna þess að
Halldór var skráður sem
Hallgrímur Ásgrímsson hjá Pósti
og síma. Halldór er beðinn vel-
virðingar á þessu.
Ritstj.
FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR-1995-
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
5
Svavar Sigurkarlsson ásamt börnum sínum tveimur, Alexen-
der og Gunnhildi og hálfbróður Alexanders, Róberti. „Ég hitti
svo börnin í hálftíma eftir að ég kom inn á ísafjörð. það er
gleðilegasta stund sem ég hef lifað, það get ég sagt þér.“
Faðir tveggja barna í Súðavík var
staddur í Reykjavík þegar fréttir
bárust af snjóflóðinu. Hann vissi
ekki um afdrif þeirra og ákvað að
fara með varðskipinu Tý vestur.
Hann hitti börnin heil á húfi
skömmu eftir komuna til ísafjarðar
eftir langa og erfíða ferð
„Gleðileg-
asta stund
lífs míns“
Svavar Sigurkarlsson er bú-
settur í Reykjavík þar sem hann er í
skók. Á sumrin er hann í Súðavík
þar sem hann á tvö börn, hálfsystk-
ini, þriggja ára dreng og átta ára
stúlku — Alexander og Gunnhildi
Eik, Hann heyrði fréttir af snjó-
flóðinu í fjölmiðlum á mánudags-
* morguríinn eins og aðrir Iands-
■ 'menn. Hann réyndi að afla sér upp-
''‘lýsinga .um áfdrif barna sirlna og
. t féklc.fyrst þær upplýsjngar áð ftóðið
^..hefði fallið á Túngötu og Nesveg.
„Strákufínii tninri, Alexflhdec^býr í
r. Jjþlokkjnhi ,vjð -^ðal^öfu jáj <?g tpg-
’régkn' sagbh. mér áð ílrijift'jtieroi
sJpPPÍð; jÝfi-'hanj. og ammá áttu
hehna ttþþi & Nesvegi qg ég vissi að
* Áhjóflóðið. haíði knt á þeifra' húsi
'.„ogatrákuriiin' minaer qfthjá þeim.
'Meiri fréttir.féjck ?g ekki.'MÍn við-
l -bregð 'ýoru að ijrffa mig niður í
yárðá<ift «g f(\ra ■ vestyr éf és'gæti
ííettthya^>ðstoðað.,t 'ý- ' r« Í '
" ' Jýr lagði úr höfn í líeykjavflj um
. Jkifþrjú á mánudaginn oéumíjög-
urléytið héyýði Svavar að aðstand-
endur fólks í Súðavík gæti haft
samband við Rauða krossinn í
Reykjavík til að leita frétta. Hann
hringdi strax úr farsíma. „Þá fékk
ég staðfestingu á því að börnin mín
væru heil á húfi.“
Afi og amma drengsins, Sveinn
G. Salómonsson og Hrafnhildur
Þorsteinsdóttir fundust
látin í húsi sínu en barns-
mæður Svavars sluppu
báðar, þær Margrét El-
íasdóttir og María Sal-
ómonsson.
Dóttir Svavars bjó við
hinn enda Aðalgötunnar
með móður sinni. Það
hús slapp í fyrra flóðinu
en seinna flóðið á mánu-
dagskvöldið hreif það
með sér. •
Svavar ætlaði sér inn í
Súðavík en af því várð
ekki, „Prestur um borb í
várðskipinu sagði við
mig að ég gerði rhikið
meira gagn með því að
styðja við bákið á börn-
Unum heldur en að fara
inn eftir þar sem væru
margir ■ sérþjálfaðir
menn. Égtók mark á því
semhann sagði.“
Ferðin með varðskip-
inu var löng og biðin hjá
Svavari þar með. „Ég hitti
svo börnin hálftíma eftir
að ég kom inn á Isafjörð.
Það er gleðilegasta stund
sem ég hef lifað, það get
ég sagt þér.“
-SG
Dagana 18. til 22. janúar
bjóðum við notaða bíla
með vaxtalausu láni að
hámarki 600.000 kr. til
allt að 24 mánaða.
NOTAÐIR BILAR
SUÐURLANDSBRAUT 12
SÍMJ: 568 1200 beint 581 4060
Opíð laugardag kl. 10-16
og sunnudag kl 13-16.
- o.' tígSSaA.*
Fólksbílarnir eru
afhentir á sóluðum og
negldum vetrardekkjum
frá Norðdekk.
N0TAÐIR BÍLAR • N0TAÐIR BÍLAR • N0TAÐIR BÍLAR • N0TAÐIR BÍLAR • N0TAÐIR BÍLAR •
I UMFERÐINNI
ERU ALLIR
í SAMA LIÐI
IUMFERÐAR
IRAÐ
■ ■
FJ0LNIR
VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR
SVEIGJANLEIKINN ER FORSENDA ÁRANGURS
, i
. 1
" 4ÍH
STRENGUR hf.
- í stöðugri sókn
Stórhöfða 15, Reykjavík, sími91 -875000