Helgarpósturinn - 19.01.1995, Page 10
SNJOFLOÐIÐ I SUÐAVIK
10
FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995
íbúar við Túngötu og Nesveg í Súðavík töldu sig ekki þurfa að óttast snjóflóð. Göturnar sem húsin
þeirra stóðu við voru utan hættusvæðis. Fólkið taldi sig öruggt. Eldsnemma á mánudagsmorgun
lagði ógnarkraftur snjóflóðs húsin þeirra hins vegar í rúst, þau splundruðust og tvístruðust um stórt
svæði. Tuttugu og sex manns grófust í snjóinn. Fjórtán manns, þar af átta börn, létust.
Örvænting og ringulreið lagðist yfir þorpið, síðan þrotlaus barátta í beljandi stórhríð við að leita
að þeim sem hugsanlega voru á lífi undir snjónum og rústunum. Nú þegar leit hefur verið hætt
hvílir sorg yfir íbúum Súðavíkur sem spyrja sig hvernig þetta hafi getað gerst
hrópaði sármóðir út um bmtinn glugga. Bílarlágu í tætlum og þök og bmt úrhúsunum voru í einum hrærigraut í
snjónum. Hendur og fætur stóðu upp úr snjónum. Örvingluð og slösuð kona krafsaði í snjónum í leit að týndum bömum sínum þremur.
„Þegar við komum að blokkinni
sáum við bíla í tætlum og þök og
brot úr húsum í einum hrærigraut í
snjónum. Svo sáum við hendur og
fætur upp úr snjónum. Það var eins
og sprengja hefði fallið á þorpið,“
segir Margrét Elíasdóttir, 30 ára
íbúi I Súðavík, sem kom með þeirn
fyrstu að snjóflóðinu sem féll á
þorpið klukkan tuttugu mínútur
yfir sjö á mánudagsmorgun. Frá-
sögn Margrétar er samhljóða öðr-
um sjónarvottum. Ringulreiðin og
örvænting var allsráðandi. Slösuð
hjón höfðu brotist inn í sjoppuna
við jaðar flóðsins og konan hrópaði
út um brotnar rúðurnar „Finnið
þið börnin mín! Viljið þið finna
börnin mín!“ Önnur kona, sem
flóðið hafði feykt úr húsi sínu, leit-
aði klæðalítil skjóls í bíl og lagðist á
flautuna til að gera vart við sig.
Kona, sem tekist hafði að krafla sig
axlarbrotin úr rústum húss síns,
reyndi í örvæntingu að grafa effir
þremur börnum sínum sem enn
voru grafin í snjónum.
26 grófust í snjóinn
Snjóflóðið féll úr Súðavíkurhlíð
og á efstu húsin við Túngötuna.
Húsin sem urðu fyrir miðju flóðs-
ins spiundruðust og tættust í sund-
ur. Hliðar þeirra og þök flutu með
flóðinu á húsin sem stóðu neðar
við götuna. Flóðið stöðvaðist ekki
fyrr en við Njarðargötu og hafði þá
farið í gegnum þrjár húsaraðir.
Fimmtán hús urðu fyrir flóðinu
og í þessum húsurn voru fjörutíu
og átta manneskjur. Tuttugu og
tveir gátu komist af sjálfsdáðum út
úr húsum sínum. Tuttugu og sex
grófust í flóðinu. Af þeim létust
fjórtán en tólf björguðust. Tíu
þeirra fundust strax á mánudags-
morguninn, en Elma Dögg
Frostadóttir, 14 ára, fannst ekki
fyrr en seint um kvöldið eftir að
hafa legið fimmtán tíma í snjónum,
og Tomasz Lupinski, 10 ára,
fannst ekki fyrr en á þriðjudags-
morgun og hafði hann þá legið
undir snjónum í rétt tæpan sólar-
hring. Allir þeir sem björguðust eru
á batavegi og ekki lengur í lífs-
hættu.
Til að gera sér grein fyrir ringul-
reiðinni og örvæntingunni eftir
flóðið skulum við grípa niður í frá-
sögn Margrétar Elíasdóttur, sem
hafði þurft að rýma hús sitt við Að-
algötuna um nóttina vegna snjó-
flóðahættunnar og gisti heima hjá
systur sinni, Sigríði Hrönn Elías-
dóttur sveitarstjóra. Hún segist
ekki hafa sofið hírnu um nóttina
vegna óveðursins, setið og drukkið
kaffi með heimilisfólkinu, en loks
ákveðið að ganga til sængur.
„Við vorum varla komin upp í
rúm þegar það var hringt og ég
heyri Sigríði segja: „Það er fallið
snjóflóð og einum er að blæða út.
Við verðum að drífa okkur af stað.“
Við klæddum okkur í það sem
hendi var næst — ég og systir mín,
Douglas maðurinn minn, og mág-
ur minn, Óskar Elíasson. Við
héldum hvort í annað því það var
svo hvasst og við sáum ekki út úr
augum. Þegar við komum að
blokkinni sáum við bíia í tætlum og
þök og brot úr húsum í einum
hrærigraut í snjónum. Svo sáum
við hendur og fætur upp úr snjón-
um. Það var eins og sprengja hefði
fallið á þorpið. Við komum fyrst að
sjoppunni upp úr hálfsjö og þar
voru hjón sem bæði voru slösuð,
honum blæddi mikið og hún var
greinilega slösuð líka. Út um brot-
inn gluggann hrópaði hún á okkur:
„Finnið þið börnin mín! Viljið þið
finna börnin mín!“
Þá kom maður hlaupandi með
skóflu og sagði að kona væri í bíl
þarna rétt hjá og við heyrðum í
flautunni. Maðurinn minn fór með
honum og þeir náðu henni út úr
bílnum. Hún var í nærbuxunum
einum fata og við vöðvum hana inn
í álteppi sem var í bílnum, spörk-
uðum upp hliðardyrnar á sjopp-
unni og bárum hana þanngað inn.
Við reyndum að hlúa að kon-
unni og hjónunum sem voru þar
fyrir eftir bestu getu. Maðurinn var
skorinn inn að beini og við héldum
um sárið til að stöðva blæðinguna."
Saga fólksins sem bjó í húsunum
sem flóðið fór yfir er átakanleg.
Heyrði barnsgrát og
góf niður að nljóðinu
Húsið númer 7 varð lang verst
úti af húsunum við Nesveginn.
Sjónarvottar segja að þetta múr-
steinshlaðna hús hafi hreinlega
splundrast í snjóflóðinu. Bjarni
Guðbjartsson, tengdasonur hús-
ráðenda sem var gestkomandi í
húsinu, og Daníel Magnússon, 13
ára uppeldissonur hjónanna, björg-
uðust á undraverðan hátt.
Bjarni svaf í herbergi sem sneri
upp í hlíðina þaðan sem snjóflóðið
kom og vissi ekki af sér fyrr en hann
rankaði við sér í snjónum á nær-
klæðunum einum fata. Um leið og
hann áttaði sig heyrði hann barns-
grát nærri sér og hófst þegar handa
við að grafa niður að hljóðinu. Eftir
skamma stund fann hann Daníel
heilan á húfi.
Þeir Bjarni og Daníel gengu að
Nesvegi 3, þar sem efri hæðin stóð
upp úr flóðinu. „Þeir voru báðir fá-
klæddir og við fórum strax að hlúa
að þeim,“ segir Lilja Ósk Þóris-
dóttir, íbúi að Nesvegi 3, sem tók á
móti þeim. „Þeir voru báðir rólegir
og vissu nákvæmlega hvað hafði
gerst. Drengurinn var orðinn kald-
ur og við vöðvum hann inn í teppi
og sængur.“
Bjarni fór aftur út að leita
tengdaforeldra sinna, Hrafnhildar
Þorsteinsdóttur, 49 ára, og
Sveins G. Salómonssonar, 48
ára, en þau hjónin voru látin þegar
þau fundust.
Snjórinn stöðvaðist
við rúmið en lagðist
svo yfir hana
Elvar Ragnarsson, 37 ára, var
kvaddur út urn nóttina þegar raf-
magnið fór af Súðavík og var því
staddur í vararafstöðinni þegar
flóðið féll. Eiginkona hans, Anna
Sigurðardóttir, 35 ára, svaf hins
vegar í húsinu að Nesvegi 1 og
vaknaði upp við ofboðslegan há-
vaða og sá að svefnherbergi hennar
var orðið hálffult af snjó. Hún hafði
haft á tilfinningunni þegar hún fór
að sofa að eitthvað væri í aðsigi og
var því alklædd.
Hún segir í viðtali við DVað hún
hafi byrjað að hlusta eftir börnun-
um sínum tveimur, Guðrúnu
Ástríði Elvarsdóttur, 16 ára, og
Ragnari Berg Elvarssyni, 13 ára.
Arnar Reyr Steinsson, 13 ára fé-
lagi Ragnars, var gestkomandi í
húsinu, en hann býr með fjölskyldu
sinni að Túngötu 9, en það hús
varð einnig fyrir flóðinu.
„Ég reyndi að komast út úr her-
berginu og fram á gang en gat ekki
opnað hurðina," segir Anna í við-
talinu. „Hún var löskuð og ég náði
að brjóta hana upp. Þegar ég komst
fram á ganginn sá ég börnin koma
skríðandi ofan á snjónum sem náði
langt upp á veggi.“
Guðrún lýsir því svo í samtali við
Morgunblaðið að hún telji sig hafa
verið vaknaða þegar hún sér snjó-
inn fylla herbergið sem hún svaf í,
stöðvast við rúmið en leggjast síðan
yfir hana. Hún segist hafa nýlesið
það að fólk ætti að reyna að þjappa
snjónum í kringum sig ef það lenti í
snjóflóði, hamast við það en náð að
brjóta sér leið upp úr skaflinum.
Hún heyrði í bróður sínum innar í
húsinu og síðan í móður sinni sem
kallaði börnin til sín.
Anna tók börnin inn í herbergið
til sín, kveikti á kerti og reyndi að
huga að útgönguleið. Hún og Guð-
rún skriðu ofan á snjónum inn í
stofu og reyndu að opna svalahurð-
ina en tókst ekki. Þær sneru við og
reyndu að opna gluggann í svefn-
herberginu og við það komu tveir
bæjarbúar að og hjálpuðu Önnu og
börnunum út um gluggann. Þau
leituðu skjóls í næsta húsi, Nesvegi
3, þar sem fólk hafðist við á efri
hæðinni, þar sem neðri hæðin var
full af snjó.
Margrét Elíasdóttir „Þegar við komum að blokkinni sáum við bíla í
tætlum og þök og brot úr húsum í einum hrærigraut í snjónum."
Hilmar Þórðarson „Það var farinn meiriparturinn af byggðinni og ég get Eyþór Valgeirsson björgunarsveitarmaður „Aðkoman var miklu verri
ekki fmyndað mér að það fólk sem lifði þetta af, en átti hús sem fóru en við gátum búist við.“
með flóðinu, byggi þau upp aftur.“
Framhald á bls 12