Helgarpósturinn - 19.01.1995, Side 18

Helgarpósturinn - 19.01.1995, Side 18
SNJOFLOÐIÐ I SUÐAVIK 18 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 Isafjörður 16 hús og íbúðir hafa verið rýmd í bænum og talið er að toúar nokkurra annarra íbúða hafi farið lengra frá hættusvæðinu. Flateyri 29 hús hafa verið rýmd, í Goðatúni, Ólafstúni og á Hjallavegi. Sumir toúar hafa sjálfir tekið upp á því að fara úr húsum sínum og dveljast nú í húsum neðar á eyrinni. • ísafjörður • Súðavík Flateyri • Bíldudalur Drangsnes • • Patreksfjörður Patreksfjörður Menn eru bjartsýnni en áður eftir að hafa skoðað aðstæður í gærdag. Opinberar tölur segja að 110 hús og íbúðir hafi verið rýmd en bæjarbúar telja að mun fleiri hafi yfirgefið híbýli sín. Togararnir Margrét og'Júlíus Geirmundsson fóru um suðurfirðina til að safna liði. Þeir lentu hins vegar í miklum hrakningum. Margrét fékk á sig brot og Júlíus strandaði. Ferjan Fagranes og Súðavíkurtog- ararnir Bessi og Haffari ferjuðu á milli Suðavíkur og Isafjarðar. Fagranesið var síðar nýtt sem stjórnstöð. Varðskipið Týr og togarinn Engey fóru frá Reykjavík. Togarar á Patreksfirði lýstu upp hlíðarnar fyrir ofan bæinn. 16. janúar mánudagur 00.30 Sveitarstjóri Súðavíkur hefur samband við váktmann Almanna- varna vegna snjóflóðahættu. Ákveðið að rýma 5 hús syðst í bæn- um. 06.25 Snjóflóð fellur á Súðavík, 200 metra breitt og fellur á miðbæinn. 06.29 Tilkynning um flóðið berst til lögreglunnar. Heimamenn hefja strax aðgerðir og almannavörnum á ísafirði gert viðvart. 06.30 Stjórnstöð sett upp í hrað- frystihúsinu Frosta. Öllum íbúum safnað saman í frystihúsinu. Fjórir íbúar sem lentu í snjóflóðinu finnast strax, og aðrir 11 næstu klukku- stundir. 08.30 Almannanefnd Isafjarðar kom saman til fundar og ákvað að rýma hús við Smárateig, Fitjateig og heimabæ í Hnífsdal. Einnig voru hús á Isafirði rýmd. 08.50 Fagranesið heldur af stað með 60 manna björgunarlið til Súðavíkur frá ísafirði. Þrír læknar, tveir hjúkrunarfræð- ingar og fjórir leitarhundar eru með í för. 10.00 Fyrstu björgunarsveit- armennirnir, læknar og hjúkr- unarfólk koma frá Isafirði til Súðavíkur með Fagranesinu. 10.00 Byrjað að rýma hús á Flateyri. 10.00 Almannaráð kemur saman til fundar í Reykjavík. 11.00 Ríkisstjórnin kemur saman til fundar. 14.00 Togarinn Stefnir heldur til Súðavíkur með 50 björgun- armenn, prest og verkefnis- stjóra Almannavarna. 15.00 Varðskipið Týr leggur af stað frá Reykjavík með 50 manna björgunarsveit, 4 lækna, 8 hjúkrunarfræðinga, auk tækja og búnaðar. 15.10 Fagranesið kemur með 7 slasaða Súðvíkinga inn til ísafjarðar og eru þeir fluttir á sjúkrahús. Með voru 94 Súg- firðingar. 14.00 Stefnir fer frá ísafirði með 50 björgunarmenn í skipsferð númer tvö. 15.10 Stefnir kemurtil Súðavíkur. 16.00 Almannavarnarráð kemur aft- urtil fundar. 17.00 Skuttogarinn Bessi ÍS leggur af stað frá Súðavík til ísafjarðar. 18.00 Togarinn Stefnir kemur með 33 íbúa Súðavíkur inn til ísafjarðar. 18.30 Bessi strandar f innsigling- unni við Sundahöfn i Isafjarðarhöfn. 19.00 Engey RE leggur af stað úr Reykjavíkurhöfn með 78 björgunar- sveitarmenn. 20.15 Skuttogarinn Margrét EA fékk á sig brotsjó út af Dýrafirði þegar það var að flytja björgunarsveitir til Súðavíkur. Skipið stjórnlaust og all- ar rúður í brú brotnar. 20.45 Barst tilkynning til stjórn- stöðvar um að fallið hefði annað snjóflóð á Súðavík, nálægt kaupfé- laginu á staðnum. Flóðið er talið yfir 100 metra breitt og varð rafmagns- laust í kjölfar þess. 21.00 Stjórnstöðin flutt úr frystihús- inu yfir í Fagranesið. 21.09 Bessi losnar úr Isafjarðarhöfn með aðstoð Haffara frá Súðavík og hafsögubátsins Þyts. 22.00 Ms. Múlafoss lendir í hrakn- ingum á Skagaströnd. 22.45 Júlíus Geirmundsson leggur að á Flateyri og tekur upp björgun- arsveitarmenn. 22.45 Stefnir strandar í Sundunum við flugvöllinn. 23.00 Haffari fór frá ísafirði með fatnað og svefnpoka fyrir leitar- menn. 23.30 Ms. Múlafoss kemst frá Skagaströnd með 32 björgunar- sveitarmenn og lækni á leið til Súðavíkur. 17. janúar þriðjudagur 04.00 Júlíus Geirmundsson kemur til Súðavíkur. 05.00 Haffari kemur til Isafjarðar með 9 farþega frá Súðavík, þar á meðal 14 ára slasaða stúlku, Elmu D. Frostadóttur, sem fundist hafði. 06.30 Moksturstæki lögðu af stað til Súðavíkur. 09.50 Skuttogarinn Júlíus Geir- mundsson kemur til ísafjarðar með 26 leitarmenn, prest og leitarhund. 11.00 Týr kemur til ísafjarðar með björgunarsveitirnar. 11.30 Komið með slasaða ein- staklinga til ísafjarðar ásamt 40 manna björgunarliði frá Súða- vík. 12.00 Skipið Haffari leggur af stað í sína fjórðu ferð til Súða- víkur frá því í gærkvöldi með björgunarlið og vistir. 14.00 Týr kemur til Súðavíkur með óþreytta björgunarmenn. 19.00 Togarinn Engey í stór- viðri fyrir utan Stöðvarfjörð. 19.30 Engey RE kemur til ísa- fjarðar með björgunarmenn eftir að hafa verið í rúman sól- arhring á leiðinni frá Reykjavík. 20.00 Rafmagnið skammtað á Isafirði. 23.00 Haffari kemur til Isafjarð- ar með björgunarsveitarmenn. Mannskapur og búnaður sem Landsstjórn björgunarsveita kallaði út vegna snjóflóðanna á Súðavík fjöldi auk þess Stiórnstöð Landsstjórnar 11 Hjálparsveit skáta Rvík. 81 1 snjóbill Flugbjörgunarsveitin í Rvík. Hjálparsveit skáta, Kópayogi Hjálparsveit skáta, Garðabæ Hjálparsveit skáta, Hafnarfirði Björgunarhundasveit íslands Landsbjörg 23 1 snjóbíll 14 13 12 6 4 hundar 5 Skagfirðingasveit 29 Ingólfur 13 Fiskaklettur 13 Kyndill 3 1 snjóbíll Emir Bolungarvfk 20 Bíldudalur 10 Þingeyri 10 Tálknafjörður 10 Kjölur 2 Albert 2 Tækjamenn 5 Auk þess: 140 ýlar, 229 stangir, 245 veifur, 128 skóflur, 6 börur, 36 talstöðvar, 39 súrefni, 59 teppi, 56 Ijós, 1 al- mannavamarklsta, 2 nætursjónaukar, 1 hlustunartæki, 90-100 leitarljós, 8 Ijósavélar og kastarar. ( viðbragö- stöðu eru 301 björgunarsveitarmaður til viðbótar ef á þarf að halda. Það er víða pottur brotinn í snjóflóðavarnar- málum á íslandi. Nú hefur komið í ljós að varlegt er að treysta á hættumöt þau, sem gerð hafa verið á sex stöðum á landinu. Lítið hefur verið reist af varnarmannvirkjum, og þau tvö, sem fullgerð hafa verið, eru nánast ónýt. Uppi eru áætlanir um framkvæmdir upp á 567 milljónir til snjóflóða- varna. Þær framkvæmdir koma þó ekki til með að fullnægja nema 30 prósentum af heildarvarnar- þörfinni á snjóflóðasvæðum landsins. Hingað til hefur hins vegar aðeins verið framkvæmt fyrir 22 milljónir Srýóflóða- vamarmál ímolum að fara gagnger endurskoðun á öll- um forsendum þeirra hættumata, sem þegar eru fyrirliggjandi, áður en unnt er að samþykkja hina nýju reglugerð. „Á tæpu ári hafa fallið þrjú snjóflóð á Vestfjörðum og orðið manntjón í tveimur þeirra. Öll þessi snjóflóð hafa fallið utan hættusvæða, þar sem menn töldu að engin vá væri fyrir dyrum af völdum snjóflóða. Það er því rök- rétt að átykta að það sé nauðsynlegt að endurskoða allar forsendur þessara hættumata, sem gerð hafa verið.“ Össur hefur lýst því yfir að hann vilji kalla til erlenda sérfræðinga til að vinna að þessu endurmati. Franska sendiráðið hefur boðist til að hafa milligöngu um að fá franska snjóflóðasérfræðinga hing- að til lands, en Össur hefur þegar haft samband við yfirmann rannsóknastöðvar um snjóflóð í Noregi, Karsten Lid. Magnús Már Magnússon, snjóflóðasérfræðingur Veðurstof- unnar, hefur einnig talað um að endurskoða þurfi allar forsendur þeirra áhættumata sem gerð hafa verið og gera á í framtiðinni. „Þegar áhættumatið fyrir Súðavík var gert á sínum tíma var tekið mið af þekktum snjóflóðum, stærð þeirra og skriðlengd. Sömu aðferðir voru notaðar við gerð annarra áhættu- mata. Þetta er forsenda sem við get- um ekki lengur staðið á, það er aug- ljóst.“ Svipaðar aðferðir og erlendis Guðjón Petersen, fram- kvæmdastjóri Álmannavarna ríkis- ins telur þá umræðu, sem átt hefur sér stað um hættumatið undanfarið ekki í fullu samræmi við staðreynd- ir. „Sú tillaga sem fyrir liggur um breytingar á hættumatinu þarf vissulega að skoðast betur í ljósi nýjustu atburða. Það er hins vegar of djúpt í árinni tekið þegar menn tala um að endurskoða þurfi allar forsendur hættumatsins. Þetta eru orð sem menn láta falla í hitaum- ræðu dagsins.“ Guðjón segir þau hættumöt, sem gerð hafa verið hingað til, unnin á svipaðan máta og tíðkast erlendis. „Við höfum haft samráð við sérfræðinga frá Sviss, Frakklandi, Bandaríkjunum og Kanada í gegnum tíðina, svo það eru engin nýmæli að kalla til er- í kjölfar hörmunganna á Súðavík hafa vaknað upp margar og ágeng- ar spurningar um ástandið í snjó- flóðavarnarmálum hér á landi. Þannig hefur þetta flóð leitt glögg- lega í ljós að þau hættumöt, sem gerð hafa verið fyrir ýmis byggðar- lög, bæði á Vestfjörðum og annars staðar á landinu, eru allt annað en áreiðanleg. Þá hafa menn vaknað upp við vondan draum hvað varðar gerð varnarmannvirkja, en það er aðeins á tveimur stöðum á landinu, sem slík mannvirki hafa verið full- gerð, á Ólafsvík og á ísafuði, og hvorugt þeirra þykir til stórræð- anna enda í algerri niðurníðslu. Einnig hafa menn velt fyrir sér áhrifum flóðsins á framtíð byggðar á Súðavík og framtíðarskipulag byggðar á þeim stöðum, þar sem aðstæður eru svipaðar. Allt hættumat í endurskoðun Tillaga unt nýja reglugerð urn hættumat á snjóflóðasvæðum hef- ur verið lögð frarn og átti hún að taka gildi bráðlega. Nú hefur Össur Skarphéðinsson, umhverfisráð- herra og yfirmaður Veðurstofu ís- lands, hins vegar niælst til þess að gildistöku verði frestað um óákveð- inn tíma og var það samþykkt á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Össur segir það ljóst að ýmislegt verði að breytast í snjóflóðavarnar- málum almennt og að fram verði Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra: „Það sem við þurfum eru vel þjálfaðir og góðir eftirlitsmenn, sem eru vel tækjum búnir." FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 SNJOFLOÐIÐ I SUÐAVIK 19 lenda sérfræðinga. Eftir snjóflóðið á Neskaupstað kom til dæmis yfir- maður snjóflóðarannsóknardeild- arinnar í Davos í Sviss til ráðgjafar um framtíðarskipulag þessara mála.“ Þegar hættumat er gert er byrjað á því að safna öllum fyrirliggjandi upplýsingum um fyrri snjóflóð á viðkomandi svæði. Það er Veður- stofan sem sér urn að safna þessum upplýsingum, og einnig upplýsing- um urn veðurfar, í hvaða vindátt snjóflóða er helst að vænta og allt það annað, sem viðkemur snjó- flóðasögu staðarins. Almannavarn- ir koma þessurn upplýsingum til verkfræðistofa, sem vinna úr þeim nteð þar til gerðum reiknilíkönum. „Þau reiknilíkön sem hér eru notuð eru þau sömu og notuð eru víðast hvar annars staðar," segir Guðjón. Stöðugt er unnið að betrumbót- um á þessuni reiknilíkönum til að auka marktæki hættumatanna. Það dugar þó lítið að hafa fullkomið reiknilíkan, ef forsendurnar sem það fær til að vinna útfrá eru rang- ar. En hingað til hefur enginn kom- ið frarn með neinar hugmyndir um hverjar þessar nýju og betri for- sendur ættu að vera. Fá og ónýt varnarmannvirki Nokkur mannvirki hafa þegar verið reist til varnar snjóflóðum og tillögur liggja fyrir um fleiri. Þau varnarmannvirki sem þegar hafa verið reist eru þó síður en svo til þess fallin að stöðva stærri flóð, enda ýmist aðeins hálfkláruð eða hálfónýt. I greinargerð með frum- varpi um breytingar á lögum um snjóflóðavarnir, sem lagt var fram í desember síðastliðnum, er lýst því dapurlega ástandi sem ríkir í gerð varnarvirkja hér á landi. í greinar- gerðinni segir orðrétt: „Hafa flest sveitarfélög látið að einhverju ntarki skoða varnar- möguleika og sum þegar ákveðið forgangsverkefni og gert áætlun um framkvæmd. Byrjað hefur verið á framkvæmdum á tveimur stöðum, Flateyri og ísafirði, og einu varnar- virki hefur verið lokið á Isafirði. Ef- ast má þó um gildi þess varnarvirk- is vegna skorts á viðhaldi eftir að það var byggt. Auk þess sem að frarnan greinir styrkti Ofanflóða- sjóður gerð varnarvirkja í Ólafsvík sem byggð voru fyrir gildistöku lag- anna að tillögu félagsmálaráðherra. Þau varnarvirki hafa einnig misst gildi sitt vegna skorts á viðhaldi.“ Varnarmannvirkið sem sagt er að lokið hafi verið á ísafirði er lítill varnarveggur fyrir ofan svokallað Kubbahverfi, en ekkert hefur verið reist ofan við aðalbyggðina. Varn- arvirkin, sem liggja undir skemmd- um á Óiafsvík eru netgirðing í fjallshlíðinni fyrir ofan heilsu- gæslustöð bæjarins og keila til að skipta upp hugsanlegu flóði fyrir ofan steypustöð ofarlega í bænum. Þessi mannvirki, aauk hálfklár- aðs varnarvirkis á Flateyri, eru einu varnarmannvirkin gegn snjóflóð- um sem reist hafa verið á landinu. Að sögn Össurar á hið nýja frumvarp að auðvelda sveitarfélög- um að reisa slík mannvirki og koma í veg fyrir að þau grotni niður og verði gagnslaus með tímanum vegna skorts á viðhaldi. „Áður borgaði svokallaður Ofan- flóðasjóður 8o prósent af fram- kvæmdakostnaði við þessa mann- virkjagerð, en samkvæmt frum- varpinu ntun hann borga 90 pró- sent og hefur heimild til þess að lána sveitarfélögunum þau 10 pró- sent sem á vantar til langs tíma. Þetta eru oft lítil og ekki fjársterk sveitarfélög sem um er að ræða, og því var þessi heimild sett inn.“ Áætlun upp á 567 milljónir - fram- kvæmt fyrir 22,5 Hingað til hefur 14,7 milljónum króna verið varið til hættumats í snjóflóðabyggðum frá því gerð þeirra hófst fyrir 6 árum. Á þessum tíma voru gerð hættumöt fyrir Pat- reksfjörð, Flateyri, Isafjörð, Súða- vík, Seyðisfjörð og Neskaupstað. Hættumat fyrir Siglufjörð er nokk- urn veginn tilbúið og undirbúningi fyrir gerð slíks mats er lokið á flest- um snjóflóðasvæðum landsins. En eins og áður sagði hefur lítið Magnús Már Magnússon segir þær forsendur, sem unnið hefur verið eftir við gerð hættumata á snjóflóðasvæðum, vera brostnar. gerst í mannvirkjagerð ennþá. í greinargerðinni með frumvarpinu kemur fram að til varnarvirkja gegn snjóflóðum og öðrum skriðuföll- um hefur verið áætlað að verja rúmum 567 milljónum króna. Þær snjóflóðavarnir, seni gert er ráð fyr- ir í þessurn áætlunum, eru þó að- eins um það bil 30 prósent allra varnarvirkja, sem þörf er talin á á landinu öllu. Reiknast mönnum til að 1.635 milljónir króna þurfi til rannsókna, hönnunar og byggingar á öllum þeirn varnarvirkjum sem þörf er á til að heildarvarnarþörf þessara svæða sé mætt að fullu. Hingað til hefur hins vegar einung- is 22,5 milljónum króna verið veitt til slíkra framkvæmda. 1 fjárlaga- frumvarpinu fyrir þetta ár er aðeins gert ráð fyrir 6,5 milljónum til snjó- flóða- og skriðufallavarna. Þeir sem stóðu að frumvarps- gerðinni fyrir hönd félagsmálaráð- herra lögðu þar af leiðandi til að 10 prósent af iðgjöldum Viðlagatrygg- ingar íslands kæmi í hlut Ofan- flóðasjóðs til að mæta fjárþörf hans. Ef af þessu verður þýðir það um það bil 52 milljónir króna á ári í sjóðinn. Það er hins vegar óvíst að sú fjár- hæð dugi til að standa að mikilli mannvirkjagerð, því Ofanflóða- sjóður á samkvæmt frumvarpinu einnig að standa straurn af öllum kostnaði við eftirlit og rannsóknir. Það þýðir að sjóðnum er ætlað að fjármagna alfarið kaup á rannsókn- artækjum, eins og þeirn sjálfvirku mælistöðvum sem þegar hefur ver- ið kornið upp á hinum ýmsu stöð- um, auk þess sem laun snjóathug- anamanna og vélsleðar til afnota fyrir þá og annar búnaður skal greitt af sjóðnum. Jafnframt er kveðið á um að sjóðurinn eigi að standa straum af 60 prósentum af viðhaldskostnaði þeirra varnarvirkja sem fyrir eru og reist verða í framtíðinni. Heimamönnum hættir til að vanmeta hættuna Hingað til hefur snjóflóðaeftirlit og -varnir byggst nokkurn veginn að öllu leyti á frumkvæði heima- manna og kostnaði við eftirlitið verið skipt til helminga milli sveitarfélaganna og Veðurstof- unnar. Þetta hefur af mörgurn verið talið óheppilegt fyrirkomu- lag þar sem heimamönnum hætt- ir gjarnan til að gera minna úr yf- irvofandi hættu en efni standa til. I hinu nýja frumvarpi er gert ráð fyrir að laun eftirlitsmanna verði greidd af Ofanflóðasjóði, eins og áður segir. Jafnframt verða þeir ráðnir af lögreglustjóra umdæmisins, sem jafnframt er yf- irmaður almannavarna. Þannig á að koma í veg fyrir hagsmuna- árekstra, sem stundum hafa orð- ið, þegar eftirlitsmaðurinn hefur tekið ákvörðun sem ekki var yfir- mönnum hans að skapi. Ekki er kveðið á um launakjör eftirlits- ntannanna, en Össur Skarphéð- insson segir þau hingað til hafa ver- ið lítið hvetjandi. „Þetta hefur verið illa borgað, en það sem við þurfum eru vel þjálfaðir og góðir eftirlits- rnenn. Óg þeir fást varla nema á betri launum en hingað til hafa ver- ið í boði. Þar að auki þarf að stór- bæta tækjakost þann, sem þeir hafa yfir að ráða.“ LETT0STAR þrjár tegundir á léttu nótunum MUNDU EFTIR 0STINUM UT.TOBiun tiyjifJUR §É§É|@ SKREPPUM SAMAN og minnkum vcmda-málið NUPO LÉTT

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.