Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 19.01.1995, Qupperneq 23

Helgarpósturinn - 19.01.1995, Qupperneq 23
FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 SNJOFLOÐIÐ I SUÐAVIK Rishæð Mánahússins á Neskaupstað ofan á snjóflóðinu við Strand götu. í risinu var kona með ungt barn en þau lifðu af slysið. Rústir hússins við Aðalstræti 79a. Fólkið sem var í húsinu komst lífs af. Viðbrögð við hörmungunum á Súðavík: Þingmenn félmtri slegnir og ætfla að koma saman stvax og veður skánar geymsluskúra og tvo lýsisgeyma en geymarnir voru tórnir og lenti ann- ar þeirra á kaffistofu bræðslunnar og því næst á mjölskemmu og svo á sjó fram. Hinn tankurinn lenti á rannóknarstofu bræðslunnar og því næst á bræsluhúsinu miðju. Þá var einnig tankur með svartolíu sem flóðið þeytti af grunni með þeim afleiðingum að olía dreifðist um stórt svæði og torveldaði björg- unarstörf auk þess að valda mikilli mengun. Við störf þennan dag voru þrjá- tíu manns í fiskvinnslu og bræðslu en að jafnaði voru þar um 130 manns en óveður og jólin höfðu valdið því að ákveðið var kvöldið áður að geyma óunninn fisk til betri tíma. Af þeim 29 sem voru á flóðasvæði innra hlaupsins lentu tólf í flóðinu en fimm þeirra voru látnir er þeir fundust. Strax effir að þetta gerðist fóru boð inn í kaup- staðinn urn það sem gerst hafði og var búist til björgunarstarfa svo fljótt sem auðið var. Þá dundi seinni holskeflan yfir er síðara flóðið féll örlítið utar, nær bænunt og kom úr svokölluðu Miðstrandarskarði og virtist skríða niður fjallshlíðina, „svipað og vatnsflaumur á breiðu belti. í skriðuhalli neðan hamrabelta hófst upp að því rnikill og vaxandi kóf- mökkur. Þegar það náði út á haf- flötinn braust snjóbreiðan fram undan kófinu og fylgdi alls kyns brak úr mannvirkjum.“ Þar sem seinna flóðið fór um var eitt íbúð- arhús, svokallað Mánahús, sem flóðbylgjan klippti í sundur. Ris- hæðin sat ofan á flóðinu með þrennt innanborðs en fjórar ntann- eskjur voru á neðri hæðinni og létu lífið. Fjögur slys a fimm arum Þann 24. febrúar 1978 lentu tveir drengir í snjóflóði sem féll úr fjall- inu fyrir ofan Suðureyri við Súg- andafjörð og beið annar þeirra bana. í lok næsta mánaðar lentu tveir ungir menn í snjóflóði í Gunnólfsskarði á leiðinni frá Norð- firði til Mjóafjarðar og létust báðir. Daginn eftir, á annan dag í páskum, fundu leitarmenn lík þeirra. Þann 6. mars 1979 féll snjóskriða úr Þverfellshorni í Esjunni. Snjó- flóðið féll í Dýjakróka í botni Gljúf- ursdals upp af Esjubergi. Þrír piltar voru í gönguferð á þessum slóðum og urðu tveir þeirra fyrir skriðunni en sá þriðji komst til bæja og kallaði á hjálp. Eftir ianga leit við erfiðar aðstæður fundust báðir piltarnir en þá þegar látnir. 30. janúar 1982 varð banaslys í Ingólfsfjalli þegar snjóflóð féll í gili í miðjum hlíðum fjallsins skammt frá gömlu vegamótunum fyrir ofan Selfoss. Ungt sambýlisfólk fórst í flóðinu en það hafði fengið sér göngutúr í fjallinu. Tvö flóð á Patreksfirði Árið 1983 féll í janúar snjóflóð úr Geirseyrargili á Patreksfirði en gilið skar í sundur fjallið Brellum sem þorpið stendur undir. Flóðið skall á ógnarhraða á byggðina og eirði engu og hreif með sér tvö hús, í öðru þeirra voru hjón á efri hæð- inni sem sakaði ekki en tvær dætur þeirra á neðri hæð hússins grófust undir og lést önnur þeirra. I hinu húsinu bjó kona með tveimur dætrum sínum og björguðust þær allar. I öðru húsi sem fíóðið færði úr stað var öldruð kona ásanit tveimur uppkomnum sonum sín- um og lést hún og annar sonur hennar. Tveimur tímum síðar kom ann- að flóð og nú úr Litladal og rann eftir farvegi Litladalsár og allt til sjávar, og gereyðilagði á leið sinni tvö hús, en ekkert fólk var innan- húss á þessuni svæðum en hús höfðu verið rýmd. En í Aðalstræti, við sláturhúsið, voru tvær konur á gangi og hreif flóðið þær með sér og fórst önnur en hin bjargaðist. Alls fórust fjórir í þessum snjóflóð- um á Patreksfirði. Flóðið hreif þá af veginum 31. janúar 1988 féll snjóflóð úr Skarðagili, eitt hinna mörgu gilja sem skerast úr Morsárdalnum aust- ur í hálendið. Fimm ungir menn voru þar á gönguferð í fjöllunum og tókst fjórum þeirra að forða sér undan flóðinu en sá fimmti, sem var nokkuð á eftir félögum sínum, grófst undir flóðið. Tveir félaganna fóru eftir hjálp en hinir biðu á staðnum en eftir leit fannst dreng- urinn látinn. Þrír menn á tveimur bílunt keyrðu þann 8. rnars 1989 fram á snjóflóð sem hafði fallið á veginn milli Isafjarðar og Bolung- arvíkur næst við Krossinn. Þeir fóru úr bílunum til að kanna að- stæður en meðan þeir voru að því féll annað flóð og hurfu þeir með því fram að veginum en þriðji mað- urinn var um kyrrt í bílnum. Lík annars þeirra fannst ekki fýrr en 11. mars í sjónum en lík hins hefur enn ekki fundist. Öllunt er í fersku minni er snjó- flóðið féll í fyrra á sumarhúsa- byggðina í Tunguskógi á ísafirði og olli gífurlegu tjóni og einn maður beið bana. Á Súðavík er ekki flaggað í hálfa stöng Það hefur ríkt þjóðarsorg þessa síðustu daga meðan leitarmenn hafa reynt sitt ítrasta til að finna þá sem saknað hefur verið við erfiðar aðstæður. Snjóflóðið sem féll á byggðina á Súðavík var uni tvö- hundruð metrar á breidd og nokkr- ir metrar á dýpt. Snjóflóðið lenti á alls fimmtán húsum þar sem voru 26 manns fyrir. Tala látinna kemst ískyggilega nærri harmleiknum á Hnífsdal árið 1910 en á Siglufirði ár- ið 1919 varð mannskaðinn í fjórum snjóflóðum alls. Víða í Reykjavík og annars staðar á landinu hefur verið flaggað í hálfa stöng og hugur velflestra er að hálfu leyti hjá þeim sem fórust á Súðavík og hinum sem gráta vini sína og ástvini og misst hafa heimili sín í þessum hildarleik náttúruaflanna. Nærri veruleikan- um kemst þó enginn sem ekki lifir og hrærist í Súðavík og óblíðri nátt- úrunni fyrir vestan. Eins og einn Súðvíkingur komst að orði: „Hér fyrir vestan megnar enginn að flagga núna, enda liggja flaggstang- irnar láréttar niðri.“ Og grimmdar- veðrið hefur geisað áfram og ógnin vofað yfir fleira fólki sem neyðst hefur til að yfirgefa heimili sín. Á meðan eru heilu bæjarfélögin löm- uð af sorg. -ÞKÁ „Héðan eru mikil tíðindi og iii“ „Jú, héðan eru mikil tíðindi og ill og þessir atburðir eru hörmulegri en orð fá lýst. Það eru enn óljósar fregnir af því hversu stórt þetta slys er en menn eru harmi slegnir yfir þessu,“ sagði Pét- ur Bjarnar- son þing- maður Vest- firðinga en ráðgert er að þingmennirnir korni saman á Vest- fjörðunt strax og viðrar og ræði ástandið. „I sjálfu sér eru orð lítils megnug þegar svona kemur upp á. Við hugsum að sjálfsögðu til þess fólks sem hefur þurft að þola þessar hamfarir og aðstandenda þeirra. Á þessari stundu er lítið um þetta að segja. “ Sveitarstjórinn búinn að kalla eftir nýju hættumati „Það eru náttúrlega allir harrni slegnir yfir þessu á öllu svæðinu og maður veit lítið meira en fram kemur í fréttum. Ég hafði samband við Sigríði Hrönn, sveitastjórann í Súðavík, og bað hana að koma á fram- færi samúð- arkveðjum til þeirra sem eiga um sárt að binda,“ sagði Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir þing- maður Vestfjarða. Sjálf er ég lokuð inni, ég bý úti í Hnífsdal og kemst ekki inn á Isafjörð nema með sér- stöku leyfi og það er mælst til þess að fólk sé ekki að fara urn að óþörfu. Það er hættuástand yfir- standandi í Hnífsdal núna, reyndar ekki þeim megin í dalnum sem ég bý í, en ég á dóttur sem býr á hættusvæðinu og hún er flutt til mín. Hættusvæði er norðanmegin í Hnífsdalnum þar sem eru 8-10 hús. Þar hafa fallið snjóflóð og þar þarf annað hvort að kaupa upp þau hús eða byggja snjóflóðavarnir þar fyrir ofan. Síðan er Eyrarhlíðin einnig hættusvæði í þessari átt (hlíðin milli Hnífsdals og Isafjarðar) og er lokuð nema með sérstöku leyfi. En þetta er alveg hörmulegt og slær mann líka mjög þegar þetta kemur svona í gegnurn miðja byggðina þar sem ekki hefur áður verið álitið að slík hætta væri á ferðum. Þó að auðvitað megi segja að hafi komið viss aðvörun þarna fyrir jólin þá held ég að menn hafi ekki gert verulegan trúnað á það. Þó kom nú í Vestfirska fréttablaöinu yfirlýsing frá sveitarstjóranum í Súðavík um það að sá atburður kallaði á algjör- íega nýtt hættumat fyrir svæðið. Það hafa komið einhver smærri snjóflóð þarna en ekki valdið nein- um skaða og ekki verið í neinni lík- ingu við þetta.“ „Þetta snertir mig eins og alla íbúa á þessu svæði“ „Á þessari stundu get ég fyrst og fremst sagt það að ég er eins og allir aðrir harmi sleginn og get ekki með orðum lýst sorg minni yfir því sem þarna er að gerast. Ég hef auðvitað eins og allir reynt að fylgjast með því sem þarna er að gerast. Súðavík er nágrannabyggðarlag mitt og ég þekki auðvitað margt fólk þarna sem á nú urn sárt að binda þannig að þetta snertir mig eins og alla íbúa á þessu svæði,“ sagði Einar K. Guðfinnsson alþingismaður frá Bolungarvík. Þetta munu hafa ver- ið 26 sem lentu í flóð- inu sem er um 10 pró- sentum af íbúafjöldan- um — þetta er alveg ólýs- anlegt. Mað- ur finnur fyrst og fremst fyrir vanmætti sín- um frammi fýrir þessu.“ Einar telur það víst að þingmenn Vestfjarða reyni að koma saman hið fyrsta til að ráða ráðum sínum. „Á þessari stundu eru menn mátt- litlir áhorfendur. I þessuni efnunt, eins og svo mörgum öðrum, þá verðum við örugglega einhuga um að gera allt sem í okkar valdi stend- ur til að koma til móts við fólk við þessar aðstæður. En það er Ijóst að það er lítið sem við getum gert, sem stöndum framrni fyrir þessurn hörmungum." „Ég á þarna vini og vandamenn“ „Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem Vestfirðingar verða fórn- arlömb náttúruhamfara. Mér er af- ar minnis- stætt snjó- flóðið á Selj- arlandshlíð sem sópaði burt suntar- bústaðahverfi Isfirðinga í fyrra. Náinn vinur niinn, Kristján Jó- hannsson, lét þar lífið,.“ segir Jón Baldvin Hannibalsson. „Ég vaknaði upp við þessi ótíð- indi og trúði varla mínum eigin eyrum. Ég er ánægður með að upp- lýsingar benda til að almannavarn- arkerfið sem slíkt hafi reynst bæði skjótvirkt og velvirkt. Það leið ekki langur tími þangað til skipulögð björgunarstarfsemi var hafin bæði á heimaslóð, Súðavík, og með að- stoð ísfirðinga og eins í stjórnstöð almannavarnakerfisins. Ríkis- stjórnin kom saman fyrst og fremst í þeim tilgangi að fá staðfest að allt sem í mannlegu valdi væri yrði gert. En mér er líka nijög ofarlega í huga þakklæti og aðdáun á sjálf- boðaliðastarfi mikils fjölda fólks sem hefur sýnt þrautseigju í vosbúð og við hinar skelfilegustu aðstæður. Ég þekki vel til í Súðavík frá fornu fari. Þetta var nú heimabyggð karls föður rníns. Hann byrjaði starfsferil sinn þarna, var formaður verka- lýðsfélagsins og byggði með öðrum sjálfboðaliðum félagsheimili stað- arins sem ég hef oft gist í bæði við fundi og mannfagnaði. Ég á þarna vini og vandamenn.“ „Saga Vestfjarða geymir því miður fleiri dæmi slíkra voveif- legra atburða.“ „Þessir hörmulegu atburðir skapa í hugum okkar allra djúpa samúð með ættingjum og fjölskyld- um þeirra sem nú eiga um sárt að binda og með ölluni íbúurn Súða- víkur. Þessi snjóflóð minna okkur á það að máttarvöld íslenskrar nátt- úru geta verið grimm og miskunn- arlaus,“ sagði Ólafur Ragn- ar Grímsson þingmaður og Vestfirðingur. „Vestfirðing- ar hafa á s k ö m m u m tíma orðið fyrir tveimur áföllum og saga Vest- fjarða geymir því miður fleiri dæmi slíkra voveiflegra atburða á liðnum áratugum. Á slíkum stundum get- um við ekkert annað gert en að sýna samúð okkar, samstöðu og virðingu með íbúum byggðarlags- ins og ættingjum þeirra sem látist hafa. Það er á slíkum stundum sem íslenska þjóðin verður ein fjöl- skylda. Fyrir okkur sem vorum alin upp á Vestfjörðum eru slíkir at- burðir ærið nálægir. Ég held að allir Vestfirðingar hafi alist upp við bæði frásagnir af slíkri hættu og snjóflóðum sem tortímdu bæði fólki og heimilum.“ Fólk grátandi í Dómkirkjunni „Maður áttar sig varla enn á hvað raunverulega hefur gerst og þjóðin öll er slegin vegna atburðanna. Það eina sem við í kirkjunni get- um gert er að benda fólkinu á að það sem við trúum að sé það eina sem dugar, þegar svona ósköp dynja yfir, er að trúa og fela sig Guði og biðja um hjálp. Það er enginn vafi á því að það munu ntargir eiga ótrúlega sárt um að binda lengi, lengi, sagði herra Ólaf- ur Skúlason biskup. „Þarna blandast alls konar til- finningar: Söknuðurinn og áfallið við það að við mennirnir, sem telj- um okkur svo færa og duglega, er- unt raunverulega ekki neitt gagn- vart svona hamförum.“ Ólafur telur það ekki fara á milli mála að þegar svona ósköp dynja yfir þá finni menn hvers kirkjan er megnug. „Manni finnst bara sárt að það þurfi eitthvað svona til þess að ýta við okkur. Bæði til þess að við áttum okkur á því að við erum ein þjóð og eigum að styðja hvert ann- að og eins hitt hvað kirkjan er mik- ils virði. Ekki bara þegar svona dyn- ur yfir heldur dagsdaglega og mikil nauðsyn að rækta trúna sem er lif- andi — ef hún þiggur ekki næringu þá visnar hún.“ Ólafur segir presta eiga eftir að vinna rnikið starf í kringum þennan atburð. „Það eru prestar fyrir vest- an núna. Þrír sem eru komnir ann- ars staðar að og séra Jakob sem var með mér í Dómkirkjunni fer strax og flogið verður. Þetta er geypilega mikið álag á prestinum á Isafirði, séra Magnúsi, sem þjónar einnig í Súðavík. Ég hef talað við hann og hann er búinn að vera að alveg stanslaust að og þetta tekur mikið á rnann að leitast stöðugt við að gefa af sjálfum sér. Maður verður að passa að verða ekki örmagna. Ég hef orðið var við það á stöðum þar sem svona náttúruhamfarir hafa átt sér stað, eins og til dæmis á Norð- firði og í Vestmannaeyjum, að mik- il skelfing grípur um sig og það reynir mikið á presta á slíkum stundum." Kirkjan er reiðubúin að veita öll- um þeim aðstoð sem hægt er, segir Ólafitr. -JBG Uppdráttur fenginn úr árbók Slysavarnafélagsins en hann sýnir snjó- flóðin tvö sem féllu á Neskaupstað og mannvirkin sem fyrir þeim urðu.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.