Helgarpósturinn - 19.01.1995, Side 31
FIMMTUDAGUR 19. JANUAR 1995
MORGUNPÓSTURINN FÓLK
Dramatísk ljóð eftir Auði Eydal
Það gneistar af penna Auðar Eydal
sem daelir um mótemið listrænum
skrifum um leikhús í DV. Enda er
leiklistargagnrýni hennar lesin upp til
agna af þyrstum lesendum. Af þessu
ljóði að dæma, sem er samtíningur
gullmola úr leikdómi, streymir heitt
blóð — funheitt blóð — um æðar
Auðar eins og eiginmaður hennar
Sveinn R. Eyjólfsson þekkir væntan-
lega manna best.
Strengjabrúður örlaganna
m
Dansinn er stiginn ae trylltari
færistyfir í villtu nœturlífi
hœgt og ógnandi
— afneitun
hverri nóttu er látin
nœgja sín þjáning
Tákn úrkynjunar og ófyrirleitni
það birtir varla afdegi
grófari oggrimmari
— máttlítil
hverfist atburðarrásin
í söng og leik
Ógnin verður áþreifanlegri
í hlutverki hjólliðugs apa
afholdi og blóði
— meinfýsi
burtfrá því ömurlega líft
bregður svipu á loft
Neitar hún að láta aðra
hafa vitfyrir sér
Helen Gunnarsdóttir tískubúðaeigandi
eru
%
Það hefur löngum farið það orð af
íslenskum konum að þær standi
kvenna fremstar í heiminum þegar
kemur að tísku. Þær séu upp til hópa
velklæddar, frumlegar og alltaf bæt-
andi við sig fatnaði, reyndar ve
svo mikið að mönnum á til að
eyðslusemin, en það er önnur saga.
Þetta komi meðal annars fram í því að
tískuverslun blómstri sem aldrei fyrr í
Reykjavík. En hafa ef til vill allar þessar
verslanir að geyma sama grautinn í
sömu skálinni? Helen Gunnarsdóttir,
sem rekið hefur verslunina Plexiglas
sem verður að teljast með þeim frum-
legri, undanfarin sex ár segir íslénskar
konur síður en svo móttækilegar fyrir
því nýjasta sem er að gerast í heimin-
um í dag.
„Eftir fimm til sex ár í
hef ég rekið mig á það að það þýðir
ekkert að selja íslenskum konum nema
minnst tveggja ára garnlan tískuíatnað.
1 tísku nú er til dæmis mikið afþessum
gerviéfnum, eins ög, plastl.og næloni.
Mín reynsla segir mér að konumar fari
að biðja um þann fatnað í íyrsta Jagi á
næsta ári, ef ekki því þarnæsta. íslensk-
ar konur vilja allar vera eins. Ég hef
fundið það að ég er alltaf á undan hin-
um með tískuna hingað heim. Þetta .segir ein-
faldlega að íslenskar konur eru langt á eftir tísk-
unni.“
Helen segir einkum íslenskar konur sem
kornnar eru yfir 25 til 30 ára aldur ófrumlegar.
„Eftir þennan aldur fara allar konur í sömu
svörtu dragtina, nema kannski ein og ein listak-
ona sem leyfir sér að vera frumleg. Það er algjör
misskilningur að íslenskar konur fylgist vel með.
Það er ef til viil ein og ein ungpía sem stundar
böllin ög er að reyna að ganga út sem er frumleg.
En Um leið og þær ganga út fara þær í sömu
svörtu dragtina. Maður þarf eiginlega að vera
lummó til þess að ná til þessara kvenna.“
En þótt Helen haldi því fram að margar ís-
lenskar konur séu ijarri tískustraumunum segir
hún þær þó klassískar og fínar, en hafi ekkert vit
á tísku. GK
Heleti Gunnarsdóttir, eigandi Plexi-
glas, ásamtAlonzo sem sýndi hér
eina af sínum frumlegu tískusýning-
um á dögunum. Helen segir íslenskar
konur klassískar en alls ekkifrum-
legar néfylgi tísku. „Utn leið og ís-
lenskar konur ganga útfara þœr í
svörtu dragtina,“ segir Helen.
ii'jj iXI í Rósen
berg á föstudag
Þá sjaldan sem hliómsveitin
T-World spilar opinlærlega.
sem er í mesta lagi á hálfsárs-
fresti, ríkir eftirvænting. A
föstudag er komið að því, en þá
ætlar teknósveitin T-world að taka
lagið í Rósenbergkjallaranum. Og
vel að merkja, hljómsveitin
spilar tölvutónlist, ekki
tölvupopptónlist, þótt
það síðarnefnda konti
til greina, að sögn
Magnúsar Guð-
mundssonar (Magga
legó), sem skipar hljóm-
sveitina ásarnt Birgi
Þórarinssyni. Nálægt
tvö og hálft ár eru síðan
þessi hljómsveit komst á
koppinn.
Á föstudag spilar dúóið
læf í þriða sinn, en hötðu
áður eingöngu mæmað. „Við
erum bara búnir að vera heirna
og æfa okkur enda komnir á|
samning hjá bresku útgáfufyr-
irtæki, því sama og gefur út
tónlist Underworld, sem við
hyggjumst fylgja eftir,“ segir
Maggi legó.
T-world hefur þegar gefið út
einn tólf tommu geisladisk, lag á
safndisk sem kemur út í Japan í
lok mánaðarins og svo er önnui
tólf tommu á leiðinni eftir einn o
háJfan manuð. „Við lentum reym
Maggi legó ogBiggi kotna einungisfram á hálfsársj
með hljómsveit sína T-world.
ar í smáplotti þama úti því að við fittuðum ekki
inn í )>ctta rótgróna fyrirtæki sem er með fyrir-
fram afmarkaða tónlistarstefnu. Það var því
tekið á það ráð að stofna utan um okkur nýtt
íyrirtæki. Það hefur ekki farið hátt en er að
koma upp á yfirborðið að við erum barasta
spilaðir víða um heim. Við eigum þó enn eft-
ir að gera okkur nafn sem við stefnum
ótrauðir að. Ég er til dæmis að fara til Bret-
lands og verð þar um tíma að fylgja þessu
eftir.“
Eruð þið ekki einir um hituna, að
minnsta kosti hér á landi, í teknótónlistinni
„Ekki kannski alveg. Það cru nokkrir
strákar í þessu, en þeir eru bara ennþá inni
í svefnherberginu heima hjá sér því þeir
eiga enga peninga til þess að gefa út. Eng-
inn á heldur pening til að hjálpa þeim,
enda yrði það sjálfsagt þannig að enginn
rnyndi kaupa plötuna þeirra.“
Er teknó ekki bara brjáluð eyrnamcrgstón-
list?
„Það eru ljúfir tónar þarna inn á miUi.“ GK
Fimmtudagur
Gaukur á Stöng býöur upp á sveitina
Karakter sem er enn eitt blómið í
rokkflórnum. Gaukurinn svíkur ekki
frekar en fyrri daginn.
I kvöld mun Texas-Jesus, einhver
frískasta neðanjarðarsveit seinni tíma
halda fyrstu tónleika sína á nýju ári.
Tónleikurinn verður haldinn á Veit-
ingahúsinu 22, Laugavegi 22 og mun
hann hefjast kl. 22.
Texasmönnum til halds og trausts
verða Hinir guðdómlegu Neand-
erdals-menn. Hér eru komnir tón-
leikarnir sem geta viðhaldið stuði í
mannskapnum á þesum síðustu og...
I framhjáhaldi má geta þess að þær
fréttir hafa borist að örfá eintök af Tex-
as-Jesus snældunni vinsælu,
Nammsla tjammsla, hafi fundist í
brunarústum rokkogrólklerksins David
Korsh í Waco. Merkilegar fréttir það.
Þau verða sett í sölu í Hljómalind
Austurstræti.
Föstudagur
Karakter sýnir sinn innri styrk og Ka-
rakter annað kvöldið í röð á Gauki á
Stöng.
Á föstudags-
kvöldið brýtur
Raggi Bjarna
enn eitt blaðið í
íslenskri tónlistar-
sögu þegar hann
syngur á Mímis-
bar á Hótel Sögu.
Hann fer að verða
búinn með heila
bók, sveiflusjar-
31
mörinn með handahnykkinn. Raggi
kemur til með að syngja á Mímisbar
um hverja helgi fram á vor. Það hafa
minni atburðir þótt til tíðinda. Ragga til
aðstoðar verður Stefán Jökulsson
tónkóngur.
Þeir félagar spila nýju lögin í bland
við þau gömlu, rokkogról í bland við
suður-ameríska sveiflu, íslenska
dægurslagara og þar fram eftir göt-
unum. Sá sem viðurkennir ekki yfir-
burði Ragga og mætir gallharður á
fyrsta kvöldið ætti að skella sér í
kalda sturtu og skammast sín.
Laugardagur
Karakter heldur enn uppi stuðinu á
Gauknum. Svona hljómsveit þarf lág-
mark þrjú kvöld til að koma sér í al-
mennilegt stuð.
Raggi Bjarna brýtur enn eitt blað
með öðrum tónleikum á Mimisbar.
Skyldumæting fram á vor.
Björgvin Halldórsson, glanshetjan
sem reis upp frá
dauðum, er með
stórsýningu sína,
Þó líði ára og öld,
á Hótel Islandi.
Eftir sýninguna
verður stórdans-
leikur með hljóm-
sveitinni Stjórn-
inni (sem lofaði
reyndar að bailið
um síðustu helgi
yrði það allra-
allraallra síðasta.
Stjórnin er bara
of skemmtileg til
að geta hætt.)
Sérstakir gestir
Stjórnarinnar
verða Björgvin
Balldórsson, oft
þekktur sem Bo
Hall, Gunnar Þórðarson og Bjarni
Ara.
SUNNUDAGUR
Hin loðna rotta á Gauknum. Fá orð
hafa minnsta ábyrgð.
Hvað er
í leikhús-
unum?
Oleanna Þjóð-
leikhúsið, föstu-
dags- og sunnu-
dagskvöld. Frum-
sýning á Litla
sviðinu. Þórhallur
Sigurðsson leik-
stýrir og Elfa Ósk
og Jóhann Sig.
stóri leika. Leikrit
eftir David Ma-
met, eitthvert viðurkenndasta leikskáld
Bandaríkjamanna.
Fávitinn Þjóðleikhúsið, fimmtu-
dags- og laugardagskvöld. Hilmir Snær
er algjör engill í aðalhlutverki sýningar
sem helst hefur verið gagnrýnd fyrir of-
urleikstjórn — hvað sem það nú þýðir.
Snædrottningin ★★★★ Þjóðleikhúsið,
sunnudag kl. 14. Byggt á ævintýri H.C.
Andersen. Upplögð leikhúsreynsla fyrir
yngstu kynslóðina þó að þau allra
yngstu gætu orðið svolítið hrædd við
púðurskotin.
Gaukshreiðrið Þjóðleikhúsið, laugar-
dagskvöld. Leikarar Þjóðleikhússins
fara á kostum sem geðsjúklingar. Sýn-
ing frá síðasta leikári.
Gauragangur
Þjóðleikhúsið,
fimmtudagskvöld.
Enn gengur þessi
söngleikur sem er
frá síðasta leikári
enda á ferðinni
stórgóð tónlist
eftir hljómsveitina
Nýdönsk en þetta
kann að vera síð-
asta tækifærið til að sjá þá leika og
syngja saman.
Kabarett ★★★★
Borgarleikhúsið,
föstudags- og
sunnudagskvöld.
Þegar upp er
staðið er þetta
enn einn stórsigur
leikarans Ingvars
E. Sigurðssonar
og leikstjórans
Guðjóns Peder-
sen. Og bravó fyrir því.
Ófælna stúlkan Borgarleikhúsið, laug-
ardag kl. 16. Nýtt íslenskt unglingaleik-
rit sem er virðingarvert framtak. Er ekki
alltaf verið að tala um að það þurfi að
ala upp nýja kynslóð leikhúsgesta?
Leynimelur 13 Borgarleikhúsið, laug-
ardagskvöld. Hundgamall íslenskur
farsi og áhöld um hvort hann hefur elst
vel eða illa. Leikhúsgestir láta sig ekki
vanta á sýninguna og það segir
kannski allt sem segja þarf.
Óskin Borgarleikhúsið, föstudags-
kvöld. Benedikt Erlingsson í hlutverki
Galdra-Lofts Jóhanns Sigurjónssonar.
Þetta er eitt af fáum íslenskum klass-
ískum leikritum og nú eru fáar sýningar
eftir.
Á Svörtum fjöðrum LA, laugardags-
kvöld og sunnudag kl. 16 og sunnu-
dagskvöld. Frumsýning á leikgerð eftir
Eriing Sigurðarson sem byggir á Davíð
Stefánssyni, bókaverðinum og skáld-
inu sem hefur yljað margri rómatískri
sálinni i gegnum tíðina. Norðlendingar
eiga Davíð og ekki dettur Sunnlending-
um í hug að reyna að stela honum frá
þeim.
Óvænt heimsókn Akureyri, föstudags-
og laugardagskvöld. Sakamálaleikur
sem jafnvel Jón Viðar var nokkuð hress
með. Arnar Jónsson reddar málum
sem eru í hnút.
Kirsuberjagarðurinn ★★★★ Héðins-
húsið, laugardagskvöld. Gíó er góður
þegar hann heldur stælunum í lágmarki
og leyfir leikurunum að blómstra. Og
athugið að þetta er síðasta sýning.
Skilaboð til Dimmu Hlaðvarpinn,
föstudagskvöld. Þórey Sigþórsdóttir,
sem var stjarnan í Hvíta dauða Sjón-
varpsins, er hér í tragikómískum einleik
eftir Elísabetu Jökulsdóttur.
Sápa ★★ Hlaðvarpinn, laugardags-
kvöld. Hi-á-kellingarnar-með-lagning-
arnar-og-“jesenlóran-slæðurnar“-
húmor eftir Auði Haralds og víst er að
við þetta tækfæri heyrist dillandi
kvennahlátur út í port.