Helgarpósturinn - 18.05.1995, Page 7

Helgarpósturinn - 18.05.1995, Page 7
!FIMMT0DyGÖR"i,8~MglT995 sm 7 í eitt hundr- að og fimmtíu manns freist- uðu gæfunnar og mættu á opna „odi- sjón“ þegar prófað var í hin fjölmörgu hlut- verk í söngleiknum Jesus Christ Superstar sem Borgarleikhúsið færir upp í sumar. Nú er búið að fullmanna sýninguna og koma margir kunnir leikarar og söngvarar við sögu. Það er vel við hæfi að aðalhlutverk- ið, eða með hlutverk Jesú, fari PÉTUR Örn Guðmundsson en það var einmitt faðir hans, Guðmundur Bene- DIKTSSON, sem fór með hlutverk frelsarans þegar sami söngleikur var settur upp í Gamla bíói fyrir um tveimur áratugum. Heródes verður í höndum PÁLS ÓSKARS HJÁLMTÝSSON- AR en Maríu Magdal- enu leikur GuðrÚN Gunnarsdóttir sem meðal annars söng bakrödd fyrir Bo Halldórsson í evróvi- sjón síðastliðinn laug- ardag, en hún þykir hafa að bera þá tæru rödd og einlægni sem þarf í það veigamikla hlutverk. Með hlut- verk svikarans Júdas- ar fer hins vegar, öll- um að óvörum, Stefán HlLMARSSON, en flestir áttu ekki von á því að honum tækist að sam- ræma það sveitaballa- rúntinum með Sálinni hans Jóns míns í sum- ar. Fyrrum Nýdansk- ur, Daníel Ágúst Har- ALDSSON, leikur Pontí- as Pílatus, JÓHANN SlG- URÐARSSON leikur Kai- fas en við hlið hans í presthlutverkunum verða þeir Dól og Bergur Þór Ingólfs- SON sem báðir eru að útskrifast úr Leiklistar- skóla íslands. Nokkur smærri hlutverk verða í höndum leikara sem þátt tóku í uppfærslu Hársins í fyrra, meðal annars VlLHJÁLMUR Goði sem leikur Sím- on og Matthías Matt- híasson leikur Pétur postula. Með kór og hljómsveit sem stjórn- að er af Jóni Ólafssyni með aðstoð Guo- MUNDAR PÉTURSSONAR gítarleikara verða um það bil 40 manns sem taka þátt í sýningunni.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.