Helgarpósturinn - 18.05.1995, Qupperneq 8
8
FIMMTuDTVGuR 18
Eins og við
greindum frá í
síðustu viku
stóð til að Karl Th.
Birgisson, ritsjóri
Heimsmyndar, og
SlGURÐUR Hall, rit-
stjóri matreiðslu-
blaðs Heimsmyndar,
tækju rekstur blaðs-
ins yfir. Reksturinn
hafði gengið mjög
illa undir stjórn Frið-
RIKS FRIÐRIKSSONAR
og hafði hann aug-
lýst blaðið til sölu.
Ekkert varð úr samn-
ingunum og óvíst um
afdrif blaðsins. Það
kom starfmönnum
Heimsmyndar því í
opna skjöldu þegar
þeir komust ekki
einu sinni inn á skrif-
stofuna til þess að
sækja persónulega
muni. Búið er að
gera löghald á skrif-
stofu Heimsmyndar
sem merkir það að
hún hefur verið inn-
sigluð af leigusalan-
um og skipt um læs-
ingar. Óvíst er hvað
Karl Th. tekur sér
fyrir hendur en Sig-
urður Hall mun mat-
reiða ofan í gesti
nýja skemmtistaðar-
ins sem Helgi
Björns, Hallur
Helgason og Þórar-
inn Ragnarsson ætla
að opna á rústum
Berlínar í Austur-
stræti. Enn er búið
að fresta opnun þess
staðar en stefnt er á
miðvikudaginn fyrir
uppstigningardag...
Gunnlaugur M. Sigmundsson
„Átti að útvega peninga hratt"
Fer með atkvæði starfsmanna.
Stjórnarmenn Þrðunarfélagsins
segja að þú hafirselt bréfin í Kögun
til Kögunar án samráðs við stjóm-
ina?
„Það var búið að ákveða að selja
þau. Það var þannig í Þróunarfé-
laginu að stjórnin ákvað að selja
eða kaupá þetta og hitt og það var
okkar starfsmanna að framkvæma
það. Þarna var ákveðið að selja
þessi bréf og sett ákveðið gengi á
þau. Þau seldust á hærra gengi og
það var mitt verk að framkvæma
það og gera það hratt. Ég vil ekki
tjá mig um það af hverju menn
vildu að þetta gerðist hratt því það
er samkomulag um að ég ræði ekki
málefni Þróunarfélagsins."
Þeir fullyrða að þessi sala hafi
komið þeim f opna skjöldu og verið
án samráðs?
„Það er rétt að salan til þessa
ákveðna kaupenda er gerð án sam-
ráðs við þá. Rétt eins og í öllum
málum sem við seldum verðbréf
tekur stjórnin ákvörðun um hvort
á að kaupa eða selja og síðan finn-
um við kaupanda. Við vorum ekki
vanir því að spyrja stjórnina hvort
það mætti selja einhverjum tiltekn-
um aðila. í þessu tilviki átti að út-
vega peninga hratt og mér fannst
eðlilegra að Kögun tæki að sér að
finna þessa meðeigendur sem áttu
að lifa með fyrirtækinu áfram. Það
er ákveðið að selja og ég fram-
kvæmi það.“
Þú varst jafnframt forstjóri í Kög-
un og stór hluthafi í Kögun sem er
kaupandinn?
„Það er Kögun sem er kaupandi
á hærra verði heldur en menn ætl-
uðu að selja á.“
En er ekki óeðlilegt að þá sért
báðum megin borðs? Þá ert í raun
bœði kaupandi og seljandi?
„Ég ræði þetta við stjórn Kögun-
ar og ég tek ekki þátt í afgreiðsl-
unni þeim megin. Ég undirrita
kaupsamninginn fyrir hönd Þróun-
arfélagsins en tek ekki þátt í því
hinum megin.“
Þeir segja að þessi „tránaðar-
brestur“ við söluna hafi orðið til
þess að ákveðið var að segja þér
upp störfum eða þá segðir af þér
ella?
„Nei, ég sagði upp. Ég átti frum-
kvæðið að því að segja upp eftir
samtal okkar Þorgeirs (Eyjólfsson-
ar stjórnarformanns). Þar kom
fram sú ósk hans að ég hefði ekki
vald til að ákveða hver yrði kaup-
Afmœlisveisla
25% afsláttur
af stökum jökkum og buxum í eina viku
REYKJAVÍKURVEGI 62 HAFNARFIRÐI
SÍMI 651680
andi öðruvísi en að ræða það við
hann. Þá sagði ég að ef ágreiningur
væri hlyti stjórnarformaður að
ráða en ég kærði mig ekki um að
vinna við þær aðstæður."
Var ekki nefnt við þig að þá yrðir
annars rekinn?
„Nei. Hins vegar áttum við Þor-
geir þrjú samtöl sem endaði með
því að ég ákvað að segja upp. Ég
bauðst til þess að vinna uppsagn-
arfrestinn sem ekki var þegið. Það
var út af mismunandi skilningi okk-
ar á hvar skilin væru milli ákvarð-
ana forstjóra og stjórnarformanns.
Það var togstreita milli mín og Þor-
geirs frá fyrsta degi og ég veit til
hvers hún hefði leitt. Ég hefði aldr-
ei sætt mig við það að vinna undir
barnagæslu. Auðvitað snýst þetta
líka um pólitík. Ég er búinn að
vinna í 8 ár undir meirihluta sjálf-
stæðismanna sem voru séntil-
menn. Svo koma allt aðrir menn
með allt aðrar hugmyndir. Ég er
það reyndur að ef hugmyndir
framkvæmdastjóra og stjórnar
fara ekki saman þá ræður stjórn.
Og þá er ekkert cinnað fyrir mig að
gera en að taka pokann minn.“
Á sama tíma verður forstjórastað-
an í Kögun að fullu starfi, sem áður
var hlutastarf?
„Það varð ekki að fullu starfi ak-
kúrat á þeim tíma. Ég hætti 1. maí í
Þróunarfélaginu og byrja í Kögun
1. október. Frá þeim tíma geri ég
ekki annað."
Af hverju verður þetta allt í einu
fullt starf?
„Ef ég hefði verið áfram í Þróun-
arfélaginu hefði þurft að fá mann
hér til að sinna þessu. Ég skoðaði
minn hug frá 1. maí til 1. október
en fór svo í starf hérna."
Greiðslur koma frá hemum til
Kögunar í gegnum Ratsjárstofnun.
Það var ekki gert ráð fyrir fram-
kvæmdastjóra í fullu starfi.
„Það fer eftir því hvað honum er
borgað, hvort það er íþynging eða
ekki.“
Þú fœrð vœntanlega betri laun í
fullu starfi en hlutastarfi?
„Ég hef ágætis laun hérna.“
þau eru ekki borguð af hemum
eins og hjá öðmm starfsmönnum
heldurem tekin afhagnaði fyrirtœk-
isins?
„Það er samið um ákveðinn
kostnaðargrundvöll og svo er það
innanhússmál hér hvernig við
launum starfsfólkið."
Hverjir eiga Eftirlaunasjóðinn
sem á 22 prósent íKögun?
„Eftirlaunasjóður Kögunar er
myndaður af bandarískri fyrir-
mynd. Við greiðum annars vegar
lögbundið inn í lífeyrissjóði á ís-
landi 6 prósent auk fjögurra frá
starfsmönnum. Að auki erum við
með þennan bandaríska sjóð sem
Kögun hefur greitt inn peninga.
Það er hluti af starfssamkomulagi
við þessa 18 starfsmenn að eftir
ákveðinn tíma eftir heimkomu fá
þeir þetta sem enn verða með okk-
ur af upprunalega starfshópnum.
Þeir fá þetta fært yfir á séreignalíf-
eyrissjóði sína. Þetta er sameign
þessara starfsmanna í dag en verð-
ur séreign þeirra eftir ákveðinn
tíma eftir heimkomu þeirra."
Hver fer með atkvœði sjóðsins?
„Flestir starfsmenn hafa gefið
mér atkvæðisrétt. Ég hef ekki leit-
að sérstaklega eftir því en flestir
hafa beðið mig um að fara með at-
kvæði sín.“
LOGSUÐUTÆKI
MARGAR GERÐIR
ÁRMÚL11, • PÓSTHÓLF 8000 ■ SÍMI568 72 22 - TELEX 3012 - TELEFAX 568 72 95
ÁRVÍK hf.
--D
argon- og propangas-
mælar
súr- og gasmælar,
tvöfaldar slöngur,
kveikjur,
logsuðugleraugu,
einstreymislokar,
logsuðutæki í settum,
súr- og gaskútar.
Varahlutaþjónusta.
FJOLNIR
VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR
SVEIGJANLEIKINN ER FORSENDA ÁRANGURS
STRENGUR hf.
- í stöðugri sókn
Stórhöföa 15, Reykjavík, sími91 -875000