Helgarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 11
1FIMMTUD7TGUR~y8TMgrr9'9'5 11 Heilbrigöis- og tryggingamálaráðuneytið staðfesti skömmu fyrir lát Sigurgeirs Sigurðssonar að sá embættismaðurf sem hafði með mál hans að gera, var ekki löggiltur félagsráðgjafi. Lögfræðingur Sigurgeirs segir hann hafa verið ofurseldan duttlungum og vitleysu starfsmanna Félagsmálastofnunar Hafnar- fjarðar í erindi sínu til umboðsmanns Alþingis ráðuneyt- ið og lagt b l e s s u n sína yfir fölsunarathæfi Hörpu.“ Þessu vísaði Marta alfarið á bug í sama tölublaði póstsins og sagði Hörpu með próf í sosialpedagogi frá háskóla í Danmörku. Ríkissak- sóknari leitaði til heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins vegna kæru Sigurgeirs. I bréfi embættis- ins til ríkissaksóknara segir að reglur læknalaga gildi um viður- lög við brotum í starfi félagsráð- gjafa og megi í því sambandi benda á 22. grein þeirra laga sem fjallar um skottulækningar. Taldi ráðuneytið ástæðu til að bregðast við kæru Sigurgeirs svo sem lög um kveða en tók sérstaklega fram að því væri ekki kunnugt um menntun Hörpu Ágústsdóttur. Bréf ráðuneytisins var dagsett 15. mars 1995 en 17. desember árið áður hafði Sigurgeir fengið annað bréf frá ráðuneytinu undirritað af Dögg Pálsdóttur þar sem fram kom að Harpa Ágústsdóttir hafði ekki fundist á þeim lista yfir félagsráð- gjafa sem fengið hafa viðurkenn- ingu ráðuneytisins fyrir starfs- leyfi. Eins og áður sagði gat Sigurgeir aldrei að fullu borið af sér ásakan- ir Katrínar á hendur honum og það verður að teljast undarlegt að eldri dóttir hans, sem nú er á há- skólaaldri, var aldrei innt eftir hvort hann hafi sýnt henni óeðli- lega háttsemi. „Þetta er auðvitað skelfilegt en ég vil að það sé tekið hart á kyn- ferðisafbrotum ef þetta eru al- vöru mál,“ segir Pétur Gunnlaugs- son. „Að nota svona áburð til að klekkja á mannorði fólks er sví- virða. Allir íslenskir karlmenn eru í hættu ef málum verður haldið áfram með þessum hætti.“ Katrín Gerður Júlíusdóttir, barnsmóðir Sigurgeirs, vildi ekk- ert segja um málið við blaðið í gær en í frétt blaðsins 13. mars síðastliðinn stóð hún enn fast við ásakanir sínar á hendur Sigur- geiri. Þar sagði Sigurgeir að við- horf hennar til sín væru slík að eldri börn hennar væru farin að eyðileggja eigur sínar og hafði Júlíus, sonur Katrínar, sem nú sit- ur í gæsluvarðhaldi, þá þegar við- gengist slík brot við yfirheyrslur hjá Rannsóknarlögreglunni. Hörð- ur Jóhannesson, yfirlögregluþjónn hjá RLR, sagði í gær að engar nýj- ar fréttir væru af máli Júlíusar og hann væri í engri aðstöðu til að gefa neinar upplýsingar. Marta Bergmann, félagsmála- stjóri í Hafnarfirði, vildi ekkert segja um þetta mál. segja Einar Gautur Steingrímsson og Pétur Gunnlaugsson lögfræðingar. s e m tók undir sjónarmið starfsmanna Félagsmálastofnun- ar um að barnsins vegna mætti ekki heimila umgengni nema und- ir eftirliti þar sem málið væri óupplýst. Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar át þarna upp álit þeirra sem vanræktu allar skyldur um að upplýsa málið og takmark- aði umgengnisrétt barns við föð- ur vegna sönnunarskorts og gaf hvorki Sigurgeiri né lögmanni hans tækifæri á að koma fyrir nefndina." í lok kvörtunar sinnar til umboðsmanns Alþingis segir Einar Gautur Steingrímsson að það sé ljóst að störf barnavernd- arnefndar Hafnarfjarðar hafi verið hin hroðvirknislegustu og með málsmeðferðinni hafi ekki einung- is verið gert á hlut Sigurgeirs heldur og dóttur hans. REFSIVERT ATIJÆFI OG ALGJORT FUSK Eins og fram kemur í bréfi Sigur- geirs til bæjarfógetans í Hafnar- firði á síðunni hér á móti taldi hann við svo búið að endanlega væri búið að eyðileggja hugsanleg samskipti sín við dóttur sína og afturkallaði því kröfu sína um um- gengni við hana. Honum tókst þó ekki að kæfa tilfinningar sínar til hennar og 22. ágúst 1994 skrifaði Einar Gautur enn á ný bréf til Mörtu Bergmann, félagsmála- stjóra í Hafnarfirði. Þar sagði hann að Sigurgeir væri tilbúinn til að gera allt til að koma á um- gengni og stakk upp á að hún færi fram þar sem dóttir Sigurgeirs var á leikskóla og að sálfræðingur Barnaverndarráðs íslands yrði sérstakur tilsjónarmaður vegna afstöðu móðurinnar. Þrátt fyrir ofangreint erindi fékk Sigurgeir aldrei að berja dóttur sína augum aftur. Undanfarið ár leitaði hann ítrekað réttar síns og kærði Hörpu Ágústsdóttur, starfs- stúlku Félagsmálastofnunar Hafnarfjarðar, til ríkissaksóknara fyrir „...refsiverða háttsemi. Svo sem brot í opinberu starfi, rangar skýrslur til opinberra aðila, þar á meðal úrskurðaraðila, skjalafals svo og brot á ákvæðum um félags- ráðgjöf," eins og fram kom í póstin- um 22. desember árið 1994. Harpa hafði unnið að máli Sigurgeirs fyr- ir hönd Félagsmálastofnunar Hafnarfjarðar en í kæru hans lagði hann áherslu á að hún hafi hvorki menntun né heimild til að kalla sig félagsráðgjafa og að hún væri „algjör fúskari í faginu.“ Þá kærði Sigurgeir Mörtu Bergmann, fé- lagsmálastjóra í Hafnarfirði, á þeim forsendum að hún hafi „tek- ið þátt í að blekkja félagsmála- arfirði. Guðmundur Benediktsson, bæjarlögmaður Hafnarfjarðar, svaraði bréfinu fyrir hönd bæjar- ráðs og sagði að ráðið vísaði á bug „þeim dylgjum og aðdróttun- um“ sem fram komu í bréfinu og það lýsti betur bréfritara en þeim sem það beindist að og væri í raun ekki svaravert. „Mér er spurn hvenær næsta sprengja springur? Ég er ekki að kalla; úlfur! úlfur! heldur að tala um staðreyndir," segir Pétur. „Fólk gerir sér engan veginn grein fyrir alvöru þessara mála og það er vandinn. Það sama er að segja um stjórnvöld, þau halda sig geta beitt kerfishrokanum eins og Guð- mundur Benediktsson gerði í svari sínu til Fjölskylduverndar.“ FÉLAGSIVIÁLASTOFIU- URI KOM I VEG FYRIR RAIUIUSOKIU RLR Forsaga deilna Katrínar og Sig- urgeirs nær allt aftur til ársins 1984 þegar þau hófu sambúð sem stóð til ársins 1987. Þeim fæddist dóttir 17. ágúst 1988, eða nokkru eftir að þau slitu samvistum. Um- gengni Sigurgeirs við dóttur hans var með eðlilegum hætti framan af en „skömmu eftir áramótin 1991 tók Katrín fyrir umgengni þeirra án þess að gefa Sigurgeiri upp ástæður fyrir þeirri ákvörðun sinni“, eftir því sem fram kemur í bréfi Einars Gauts Steingrímssonar hdl til Rannsóknarlögreglu ríkís- ins dagsettu 18. september 1991. í bréfinu fór lögmaðurinn annars vegar fram á að rannsakað yrði hvort kynferðisleg misbeiting hefði farið fram á dóttur Sigur- geirs og Katrínar og hins vegar hvort Katrín hafi visvítandi komið fram með rangar sakargiftir á hendur Sigurgeiri. í svari RLR til lögmanns Sigur- geirs sagði meðal annars að stofn- unin hefði talað við félagsmála- stjórann í Hafnarfirði og hún sagt að tilkynning Katrínar hafi verið til athugunar hjá Félagsmálastofn- un Hafnarfjarðar. Um hafi verið að ræða „jaðarmál“ sem ekki hafi gef- ið tilefni til kærumeðferðar. Með vísan til þessa taldi RLR ekki kom- ið fram nægjanlegt tilefni til að rannsaka málið frekar. Sigurgeir fékk því aldrei tæki- færi til að hreinsa sig fullkomlega af ásökunum Katrínar en hann neitaði þeim ávallt staðfastlega. Málið kom til kasta Barnaverndar- ráðs íslands og í umsögn þess sagði að barnið bæri þess engin merki að hafa orðið fyrir kynferð- islegri misnotkun. „í reynd stend- ur fullyrðing gegn fullyrðingu og alls engin sönnun eða rökstuddur grunur liggur fyrir um það hvort faðirinn hafi misnotað barnið kyn- ferðislega," segir í umsögn ráðs- ins. Með tilliti til afstöðu Katrínar í málinu taldi Barnaverndarráð þó nauðsynlegt að umgengni Sigur- geirs við dóttur hans yrði undir eftirliti um eins árs skeið en síðan yrði hún endurskoðuð í ljósi feng- innar reynslu með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Sigurgeir kaus að þiggja ekki boð Barnaverndaráðs Islands um umgengni undir eftirliti. „RANGHUGMYIMDIR, HYSTERIA OG OTT1" Þess í stað sendi Einar Gautur Steingrímsson lögfræðingur kvörtun til umboðsmanns Alþing- is fyrir hönd Sigurgeirs vegna framgöngu Félagsmálastofnunar Hafnarfjarðar. Þar sagði meðal annars: „Félagsmálastofnun ráðlagði Katrínu að taka fyrir umgengni en rannsakaði málið ekki neitt. Um- bjóðandi minn var ekki einu sinni spurður hvort áburðurinn væri réttur. Félagsmálastofnun hafði sérstakar ástæður til að vera var- kár þar sem vitað var að Katrín hafði að minnsta kosti áður fyrr misnotað eiturlyf og á við geðræn vandamál að stríða, sem meðal annars koma fram í ranghug- myndum, hysteríu og ótta gagn- vart öðrum. Trúlega hefur hún óttast að Sigurgeir reyndi að kom- ast yfir forræði telpunnar og þetta hafi því verið varnarúrræði hjá henni, meðvitað eða ómeðvitað. Katrín var úrskurðaður 75 pró- sent öryrki vegna andlegra vanda- mála.“ Þá sagði Einar í kvörtun- inni að Katrín hafði sjálf lent í að barn var tekið frá henni og um þær mundir sem hún kvartaði til Félagsmálastofnunar hafi hún verið með sifjaspell á heilanum vegna sálfræðikúrs sem hún tók í Flensborg. Einar kvartaði einnig yfir afleið- ingum málsmeðferðarinnar og sagði þær meðal annars vera þær að ekki væri hægt að sanna eða afsanna ásakanirnar á hendur Sig- urgeiri. „Umbjóðandi minn hefur verið meðhöndlaður sem sekur án raunverulegrar rannsóknar, of- urseldur duttlungum og vitleysu starfsmanna Félagsmálastofnun- ar Hafnarfjarðar og var í engu far- ið eftir skráðum og óskráðum réttarheimildum sem yfirvöldum ber að starfa eftir,“ sagði hann í kvörtuninni. Einar telur að Sigurgeir hafi ekki fengið að tala máli sínu með eðli- legum hætti. „Þegar umgengnis- réttarmálið hófst var hvorki mér né Sigurgeiri gefinn kostur á að koma fyrir barnaverndarnefnd Hörð gagnrýni hefur komið fram á Félagsmálastofnun Hafnar- fjarðar í kjölfar láts Sigurgeirs Sig- urðssonar sem ekið var á síðastlið- ið föstudagskvöld þar sem hann var á reiðhjóli sínu á leið vestur Flatahraun í Hafnarfirði. Sigurgeir hafði um árabil átt í umgengnis- deilu við barnsmóður sína, Katr- ínu Gerði Júlíusdóttur, en sonur hennar, Júlíus Norðdahl, 18 ára, var ökumaður bifreiðarinnar sem keyrði Sigurgeir niður og hefur hann verið úrskurðaður í gæslu- varðhald fram til 31. maí næst- komandi vegna gruns um að um ásetningsverk hafi verið að ræða. „Félagsmálayfirvöld mæltu með takmörkun umgengni á grundvelli ásakana sem áttu ekki við rök að styðjast. í skýrslum Félagsmála- stofnunar Hafnarfjarðar kemur einnig fram að það var á grund- velli afstöðu móður sem þeir byggðu ákvörðun sína en ekki vegna þess að ásakanirnar hafi reynst réttar,“ segir Pétur Gunn- laugsson, lögfræðingur og formað- ur félagsins Fjölskylduverndar, en hann telur að yfirvöld hafi fyrir löngu átt að vera búin að grípa inn í deilur Sigurgeirs og Júlíusar. í nafni Fjölskylduverndar sendi Pétur bæjarstjórn Hafnarfjarðar bréf fyrir skömmu þar sem sam- tökin skoruðu á bæjarstjórnina „að láta fram fara rannsókn á starfsháttum þeirra starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar sem starfa að barnaverndarmálum til þess að koma í veg fyrir vanhugsaðar að- gerðir sem eyðileggja fjölskyldulíf fólks,“ eins og sagði í bréfinu. Til- tók Pétur sérstaklega umgengnis- réttarmál Sigurgeirs Sigurðssonar og fylgdi bréfinu afrit af kæru til ríkissaksóknara á hendur Mörtu Bergmann, félagsmálastjóra í Hafn- Pétur Gunnlaugsson gagn- rýnir félagsmálayfirvöld í Hafnarfirði harðlega. Fékk aklrei tækMævitil að hreinsa ■i HVAÐ KLIKKAÐI? Guðmundur J. Guð- mundsson: „Ég held að það hafi raunverulega ekkert klikkað. Að vísu léku Islendingar undir getu við Rússana, en að öðru leyti eru þeir ekki betri en þetta. Það sást best á leik Islands og Austurríkis sem ekki kom- ust í keppnina, en þar máttu íslendingar þakki Guði fyrir að ná rétt að merja Austurríkismenn með einu marki. Ég vil taka það fram að þetta er ekki sagt til þess að lasta liðsmenn né þjálfarann; islendingar eru bara ekki betri!" Davið Scheving Thor- steinsson: „Ef ég á að segja alveg eins og er þá held ég að ekkert hafi klikkað annað en það að við gerðum meiri kröfur til (slendingana en sann- gjarnt getur talist. Hvernig er hægt að ætlast til að (slendingar hafi eitthvað i tveggja metra menn frá tugmilljóna þjóðum?" Össur Skarphéðinsson: „Þetta er ákaflega dapur- legt, ákaflega dapurlegt. En skýringin er einföld og kom fram strax í fyrsta hálfleiknum okkargegn Bandaríkjamönnum. Við erum einfaldlega ekki betri og erum að verða C- lið í handboltanum. Það sem brást er að það eru engar skyttur í liðinu og þeir sem hafa atgervi til þess í liðinu eru svo ungir að þeir hafa ekki byggt upp nægilegt áræði til að láta á það reyna. Það sem stendur upp úr er að það var eins og liðið brysti andlegan styrk til að leika undir þessari rosalegu pressu sem skapast af væntingum þjálfarans og handboltaforystunnar. Eft- ir þessa háðulegu útreið beinast sjónir óneitanlega að þjálfaranum. Ef það er rétt að meira búi í þessu liði hefur hann augljós- lega ekki náð að laða það fram. Það þarf að hugsa alla hluti upp á nýtt og fá nýtt blóð inn í liðið." I ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.