Helgarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 16
Ég var mest not-
aður í að af-
greiða í efna-
lauginni og
pressa jakka á
þar til gerðri
gínu sem blés út
um brjóstkass-
ann - ekki
ósvipað og ger-
ist þegar Heimir
Pálsson byrjar
að segja eitt-
hvað sem hon-
um þykir merki-
legt.
En þá ætlaði
hann að borga
á morgun og
smátt og smátt
áttaði ég mig á
að þessi morg-
undagur
mannsins var
svipaður og sá
morgundagur
sem Nancy Sin-
atra upplifði og
aldrei kemur.
Páll Pétursson hefur sagt Evrópusambandinu stríð á hendur til að vernda einn mikilvægasta þátt
íslenskrar menningar - barnaþrælkunina. Og þrátt fyrir hversu ógeðfellt honum
það er getur Gunnar Smári Egilsson ekki annað gert en lýst sig sammála Páli.
Eins og Páli, þá finnst honum, að úr því hann þoldi að vinna sem barn þá
sé ekki til of mikils ætlast þótt börn í dag geri slíkt hið sama.
JíkJega Páll
Pétursson
mn við
beinið
kvarta ef þeir
fengu ekki
blöðin sín og
hverjir ekki.
Við Elli lifðum
eins og kóngar þetta sum-
ar. Höfðum þreföld sendla-
laun og borðuðum alltaf í
hádeginu í kaffiteríu Glæsi-
bæjar - oftast Scmdköku og
appelsín - en stundum deild-
um við skammti af frönskum.
Ég skil Pál Pétursson. Og ég veit
hvað hann meinar. í fyrsta skipti
það ég man.
Ég las einu sinni viðtal við
mann sem hafði eytt rúmum þrjá-
tíu árum í fangelsi saklaus og þeg-
ar blaðamaðurinn spurði hann
hvort hann sæi ekki eftir þessum
árum, svaraði hann að þetta hefði
verið erfitt en þetta væri reynsla
sem hann vildi ekki hafa misst af.
Sama segir fólk sem hefur lent í
hrakningum og fátækt og orðið
fyrir ofbeldi og skorti. Maður trúir
þeim ekki ef þau segjast vilja end-
urlifa þetta en maður getur ekki
efast þegar það segist ekki hafa
viljað verða af reynslunni. Fólk er
lítið annað en sú reynsla sem það
býr að og það er ómannlegt að
ætla því að hafna henni. Það er
eins og að hafna sjálfum sér.
Þess vegna skil ég Pál Péturs-
son þegar hann vill ekki kyngja
samevrópskum reglum gegn
barnaþrælkun. Páll er alinn upp í
sveit og þau litlu kynni sem ég
hafði af sveitavinnunni voru á þá
lund að sá yngsti á bænum gerði
allt sem hann gat, sá næstyngsti
allt sem hann gat og sá yngsti var
ekki búinn að leysa af hendi, og
svo koll af kolli. Allt upp í bónd-
ann sem lagði sig tvisvar á dag
með Tímann yfir andlitinu.
Þannig hefur Páll ábyggilega al-
ist upp. Og verið hengdur upp á
snaga svo hann yrði ekki fyrir
þegar hann var of ungur til að
taka til hendinni, eins og mér var
sagt að Björn á Löngumýri hefði
gert við sín börn.
Ég er svo miklu yngri en Páll
Pétursson svo hann hlýtur að líta
á mína barnavinnu sem hvert
annað holliday. Ég var aldrei lam-
inn til verka eins og jafnlatur
drengur og ég hefði sjálfsagt þurft
að þola langt fram á þessa öld. En
undanfarna daga á meðan ég hef
fylgst með þessari deilu Páls -
sem hefur vaxtarlag Golíats - og
Evrópusambandsins - sem hefur
flöktandi sál Davíðs - þá hefur
mér verið hugsað til vinnufram-
lags míns sem barns. Og velt því
fyrir mér hvort ég hafi skaðast af
því.
Mér til nokkurra vonbrigða hef
ég komist að því að ég og Páll eig-
um samleið í þessu máli. Alveg
eins og Páli þá finnst mér svo
vænt um sjálfan mig að ég tel að
enginn maður geti skaðast af því
að hafa gengið í gegnum það
sama og ég. Eins og Páll, þá tel ég
að það verði betri menn sem geri
það sama og ég.
En áður en ég spyrði okkur Pál
meira saman vil ég fagna því
að það tókst aldrei að gera úr
mér sveitamann. Ég var að vísu
sendur í sveit sex ára gamall en
undi mér ákaflega illa. Mér fannst
beljur strax við fyrstu sýn fremur
heimskulegar skepnur og sætti
mig aldrei við að drekka mjólkina
úr þeim volga og kekkjótta. Ég var
líka vanur matnum hennar
mömmu og sá ekki tilganginn í að
venja mig við önnur eldhús jafn
ungur og ég var. Ég sat því löng-
um skyldaður til að klára matinn
minn á meðan annað fólk á bæn-
um var snúið til annarra verka.
Reyndar að bóndanum slepptum
sem svaf undir Tímanum eins og
honum líkaði svo vel.
Ég get því ekki sagt að ég hafi
kynnst mikið vinnusemi til sveita.
Ég var fastur á byrjunarreit. Sat í
eldhúsinu og reyndi að dreifa
matnum um diskinn og jafnvel
fela hann undir botninum. Á
fimmta degi reyndi ég að strjúka
en rataði ekkert eins og sannur
Reykvíkingur í sveitaferð. Á sjö-
unda degi kom mamma og sótti
mig þar sem ég lá milli heims og
helju af slæmu kíghóstakasti, en
Haddi bróðir hafði verið svo vænn
að sýna mér um veturinn öll
helstu einkenni þess. Strax um
kvöldið þegar ég kom í bæinn
bráði af mér og ég blómstraði í
drullupollunum á Seltjarnarnesi
þetta sumar. Mamma hafði áttað
sig á að sveitalífið átti ekki við
drenginn.
á byrjaði ég að bera út Mogg-
ann. Það var í sjálfu sér hent-
ugt starf fyrir sex ára strák.
Ekkert helvítis góðæri í þjóðfé-
laginu og Mogginn bæði þunnur
og léttur. Hentugur fyrir sex ára
axlir.
Eini gallinn var að ég bjó í
Lambastaðahverfinu og einhver
snillingur á Mogganum taldi eðli-
legt að fjögur hús hinum megin
við Lambastaðatúnið tilheyrðu
mínu hverfi. Þegar vetraði fjar-
lægðust þessi hús. Túnið varð
illt yfirferðar og einkum fimm
skurðir sem skáru það þvers og
kruss. Allan veturinn voru þeir
fullir af snjó. Eina leiðin til að
komast yfir þá var að láta vaða,
stinga sér á kaf í snjóinn og von-
ast til að maður hefði það yfir á
bakkann hinum megin.
Önnur vandræði við útburð-
inn voru einkum þau að einn af
íbúum þessara fjögurra húsa var
tregur til að borga áskriftina.
Hann sagði mér alltaf að koma á
morgun og af því að ég trúði því
þá að fullorðið fólk væri ekki að
ljúga að börnum þá kom ég dag-
inn eftir. En þá ætlaði hann að
borga á morgun og smátt og
smátt áttaði ég mig á að þessi
morgundagur mannsins var
svipaður og sá morgundagur
sem Nancy Sinatra upplifði og
aldrei kemur.
Skiljanlega var ég orðinn þreytt-
ur á að vaða túnið bæði kvölds og
morgna en þá kom áðurnefndur
Haddi bróðir mér aftur til bjargar.
Hann fór í innheimtuleiðangur
með mér, hunsaði loforð manns-
ins um að greiða á morgun, stakk
löppinni milli stafs og hurðar og
hótaði að flytja inn ef maðurinn
borgaði ekki. Haddi var þá kom-
inn með bílpróf og þess vegna
man ég af myndinni á prófskír-
teininu hversu óárennilegur og
sérdeilis bítlalegur unglingur
hann var og skil vel að maðurinn
kaus að borga. Meiri vandræði
hafði ég ekki af þeim manni.
Eg missti vinnuna hjá Moggan-
um þegar fjölskyldan flutti inn
í Voga. Mamma fékk þá vinnu
í efnalaug við hliðina á Heimakjör
og tókst að bjarga mér atvinnu-
lausum og átta ára af götunni og
koma mér í hlutastarf í þessari
efnalaug. Ég man lítið eftir þeirri
vinnu nema lyktinni og að það
vantaði putta á grjótharða járn-
kerlingu sem átti þessa efnalaug.
Síðan hefur mér alltaf fundist það
merki um dugnað þegar vantar
putta á fólk. Það er helst að Páll
Magnússon hafi dregið úr þessi trú
minni, enda varla að marka, þar
sem hann missti sinn þegar hann
var strákur.
Ég var mest notaður í að af-
greiða í efnalauginni og pressa
jakka á þar til gerðri gínu sem blés
út um brjóstkassann - ekki ósvip-
að og gerist þegar Heimir Pálsson
byrjar að segja eitthvað sem hon-
um þykir merkilegt.
Sumarið eftir efnalaugina fékk
ég vinnu í gegnum klíku. Leik-
félagi minn var sonur Péturs
Sigurðssonar, alþingismanns og
formanns sjómannadagsráðs, og
því þótti snjallræði að við eydd-
um sumrinu saman sem sendlar á
Hrafnistu.
Því hefur oft verið haldið fram
að hentugt væri að láta gamalt
fólk líta eftir börnum og jafnvel að
skella saman leikskólum og elli-
heimilum. Ef til vill er það vegna
þess að af þremur öfum og þrem-
ur ömmum mínum umgekkst ég
bara einn afa, eða sökum þess að
ég hef aldrei verið sérstakur elli-
smellur, þá man ég ekki mikið eft-
ir gamla fólkinu á Hrafnistu. Það
var frekar vinnufélagi minn sem
var lunkinn við að fá stungið upp í
sig bolsíum. En það er helst að ég
muni eftir Pétri sjómanni sem lagði
sig út á tún í sólinni með opna
buxnaklauf og var alltaf að stinga
af í bæinn með því að rífa sérvettu
ofan í baukinn á strætó.
En ég man þó eftir einum manni
- ekki vegna þess að hann hafi
veitt mér sérstaka athygli - held-
ur vegna þess að hann var áber-
andi unglegur. Þegar ég spurði
eitthvað út í þetta var mér sagt að
hann væri 34 ára gamall. Ekki veit
ég hvers vegna ég spurði ekki
frekar og sökum þess veit ég ekki
hvað maðurinn var að gera á elli-
heimili. Mér dettur einna helst í
hug að hann hafi hvorki verið geð-
veikur, gamall né alvarlega fatlað-
ur en ákaflega uppburðarlítill og
augljóslega stofnanamatur. Þess
vegna hafi honum verið komið
fyrir á Hrafnistu.
Sorglegt líf þegar maður hugsar
aftur. 34 ára gamall maður á elli-
heimili hlýtur að horfa á marga
herbergisfélaga í gröfina áður en
hann nær þeim aldri að dauðinn
kæri sig um að líta við honum.
Sumarið eftir Hrafnistu gerð-
umst við Elli Jóns blaðakóngar
í Glæsibæ. Ég var þá um vet-
urinn búinn að koma mér upp
tveimur hverfum af Mogganum,
einu af Tímanum, Þjóðviljanum
og Alþýðublaðinu og svo enn
einu hverfi af Vísi til að bera út
um eftirmiðdaginn. Elli hafði álíka
pakka. Þegar við vorum búnir að
bera út fórum við niður í Glæsibæ
að selja aukablöðin. Til að draga
úr samkeppni keyptum við auka-
blöðin af öðrum krökkum í heild-
sölu og náðum því einokun á
þessum ágæta sölustað. En þrátt
fyrir sovéska markaðsstöðu þá
beittum við lögmálum kapítalism-
ans og hækkuðum og lækkuðum
blöðin í verði eftir framboði og
eftirspurn.
Upp úr hádeginu fórum við upp
í Blaðaprent, renndum augunum
yfir listann yfir þá sem höfðu sagt
upp áskrift og földum tilkynning;
ar um uppsögn í okkar hverfum. I
lok sumarsins hafði mér tekist
með þessum hætti að krækja mér
í fjórtán aukablöð í stað þriggja.
En þetta fullnægði ekki óheiðar-
leika okkar gagnvart Vísi gamla
heldur fórum við alltaf prent-
smiðjumegin út og stálum nokkr-
um blöðum til viðbótar.
Þegar við komum aftur niður í
Glæsibæ þá lömdum við krakka
sem voru að selja blöð á prósent-
um og tókst með því að halda ein-
okunarstöðunni frá því um morg-
uninn. Og salan gekk vel. Stund-
um svo vel að við áttum ekki
nema örfá blöð að bera út til
áskrifenda og lærðum því fljótt
inn á hverjir voru líklegir til að
Sumarið eftir fékk ég aftur
vinnu í gegnum klíku. Títt-
nefndur Haddi bróðir var þá
þjónn á Hótel Sögu og útvegaði
mér starf sem pikkaló. Eitthvað
hefur kynþroski verið byrjaður
að skjóta rótum í iðrum mér því
þegar ég hugsa aftur man ég helst
eftir lykt af stúlkunum í lobbíinu,
blússunum þeirra og einkar tæ-
landi nælonsokkum. En hugsan-
lega er þetta bara nostalgía því
upp úr þessu þá hættu konur að
láta kúga sig til að vera konur en
kusu frekar að vera stelpur allt til
fertugs. Ég er því fyrsta kynslóð
karlmanna sem hefur aldrei
kynnst almennilega fyrirbrigðinu
„ung kona“.
Hvað um það. Þegar ég mætti
til vinnu fyrsta daginn var ég var-
aður við yfirpikkalónum án þess
að það væri útskýrt sérstaklega
hvað ég ætti að varast. Mér var
bara sagt að hann væri hættuleg-
ur ungum drengjum. Þessar við-
varanir reyndust ástæðulausar
hvað mig varðar þar sem ég var
stór eftir aldri - orðinn yfir 180
sentimetrar tólf ára. Yfirpikkaló-
inn var hins vegar á sextugsaldri
en hafði aldrei stækkað umfram
þann einn og hálfa metra sem
hann hafði verið undanfarna
hálfa öld. Hann hefur því sjálfsagt
litið á mig sem hálfgerðan kall og
alls ekki nógu árennilegan né
unglegan. En eitthvað var maður-
inn að gera sér dælt við hina
pikkalóana og var loks látinn fara
mörgum árum eftir þetta sumar
mitt.