Helgarpósturinn - 26.06.1995, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 26.06.1995, Blaðsíða 4
4 Æ FRÉTTIR m rA' NIU ÐWG 0 Rr26 Biskup á að gæta kenninga kirkiunnar „Það er afar eðlilegur hlut- ur, og í raun skylda biskups, að halda uppi aga meðaí prestastéttarinnar, því slíkt er hans hlutverk og hefur ver- ið allar götur frá tímum'frum- kristninnar. Frá upphafi kristni hefur biskup haft það hlutverk að gæta kenninga kirkjunnar og halda uppi aga meðal prestastéttarinnar, meðal annars að lifnaður prestanna sé í samræmi við kenninguna. Sé farið ofan í saumana á hlutverki biskups ennfremur má rekja merkingu orðsins biskup, sem í raun merkir eft- irlitsmaður samkvæmt forn- grísku. Sú þýðing er afar eðli- leg, því hlutverk biskups er í raun að varðveita kenningu kirkjunnar, en biskupar eru æðstu trúnaðarmenn kristnu kirkjunnar. Ekki hef ég fylgst mikið með þeim málum sem hæst hefur borið innan kirkjunnar að undanförnu, utan þeirra blaðaskrifa sem hafa birst. Eftir því að dæma sem þar hefur staðið get ég ekki annað séð en biskup hafi unnið sitt starf prýðilega.“B Jontii Sigmars i Kvennafangelsinu Jóhann Sigmarsson, leikstjóri og kvikmyndagerðarmaður, má enn dúsa í steininum, en eins og Póst- urinn greindi frá fyrir skemmstu sat Jonni í Hverfisteininum fyrir ítrekaðan ölvunarakstur og líkaði dvölin vel. Gerði hann góðan róm að fangelsisvistinni og kvað ýmis- legt hægt að gera sér til dundurs í grámóskunni. Eitthvað munu orð Jonna hafa farið öfugt ofan í fang- elsismálayfirvöld því stuttu eftir að umrædd grein birtist var Jonni fluttur í Kvennafangelsið í Kópa- vogi, þar sem hann lýkur nú af- plánun og verður ekki færður út á göturnar á ný fyrr en um miðjan júlí. Jóhann hefur því nú ekki ein- asta setið í Hverfisteini, heldur Jonni hefur gerst víðförull um vist- arverur Fangelsismálastofnunar. einnig í Síðumúlafangelsinu og nú síðast í Kvennafangelsinu við Kópavogsbraut. Þá var fimmtán dögum bætt aftan við afplánun- ina vegna stroks Jonna úr Hverfi- steini eftir tveggja klukkutíma úti- vistarleyfi. Leikstjórinn ungi út- skýrði athæfi sitt með því að Stuttmyndadagar, sem haldnir voru á Hótel Borg sama dag, hefðu verið á sínum vegum og hann því orðið að mæta til verð- launaafhendingarinnar. Þrátt fyrir fullyrðingar Jonna um að verðirnir hefðu sýnt strok- inu mikinn skilning var dómarinn ekki jafnmildur við hann og dæmdi hann í fimmtán daga vist til viðbótar við fyrri úrskurð. Jonni hefur því gist flest fang- elsi höfuðborgarinnar undanfar- inn mánuð og gerst víðförull um vistarverur Fangelsismálastofn- unar, en gaman verður að vita hvernig Jonna líkar dvölin innan um konurnar í Kópavoginum.B Ljóðamerki STÖÐUM Kjarvalsstaðir gefa brátt út bókamerki í samvinnu við Ríkisútvarpið og er útgáfan eins konar framhald af Ijóðasýning- unum sem eitt sinn voru haldnar þar. Á hverju bókamerki verður Ijóð eftir eitt skáld afyngri kynslóðinni og hafa tíu verið valin. Meðal þeirra eru Gyrðir Elíasson, Linda Vilhjálmsdóttir, Isak Harð- arson, Kristín Ómarsdóttir ogJónas Þorbjarnarson. Ljóðin verða bœði á ís- lensku og ensku og eru meðal annars œtluð sem minjagripir fyrir erlenda ferðamennM Óánœgja með störfséra Ólafs Skúlasonar allan hans embœttisferil þykir hafa kristallast á nýaf- staðinni prestastefnu í Reykjavík, að sögn við- mœlanda Póstsins úr prestastétt. Umrœddur prestur segir að Ólafur hafí í kosningabarátt- unni fyrir biskupskosn- ingarnar á sínum tima nánast kortlagt alla með- herja og andstœðinga. Menn hafi búist við að Ólafur myndi síðan rétta andstœðingurn sínum úr kosningabaráttunni sáttahönd og alliryrðu jafnir fyir augliti bisk- ups. Sú hafi þó alls ekki orðið raunin; sumir hafi alla tíð verið á svörtum lista hjá biskupi og fleiri bœst á þann lista síðan. Nokkur vatnaskil þykir viðmœianda okkar hafa orðið í embœttisferli biskups á prestastefn- unni, því biskup hati í lokarœðu sinni verið óvenjusátlfús gagnvart gagnrýnendum stnum. Baldur Kristjánsson, vœnt- anlegur biskupsritari og varaformaður prestafé- lagsins, sakaði formann þess, séra Geir Waage, um að vera fjölmiðlasjúkur á aðalfundi félagsins fyrir viku, en Geir liafði áður beðið menn að taka til íhugunar hvort rétt vœri að menn svo nákomnir biskupi eins og Baldur œttu sœti í stjórn félags- insM Ríkissjónvarpið þverbrýtur lög og reglur um kostun • Ríkissjónvarpið hefur uppi áform um að framleiða þáttaröð sem tekin verður upp í útvöldum byggðarlögum á landsbyggð- inni. Fjármögnun þáttanna á að meirihluta til að koma frá aðilum utan stofnunarinnar í gegnum svokallaða kostun. Þeim bæjarfé- lögum sem vilja vera með í þáttunum er gert að greiða 300 þús- und krónur hverju til sjónvarpsins, auk þess að leggja fram skemmtikrafta og húsnæði undirtökur. Þáttaröðin á að vera á dag- arrar fyrirgreiðslu. Samkvæmt skrá næsta vetur. Um er að ræða fjórtán dægurmálaþætti frá jafnmörgum byggðarlögum. Það er Björn Emilsson, dagskrár- gerðarmaður hjá sjónvarpinu, sem hefur haft umsjón með und- irbúningi þáttanna. IK&UPA OLÖGLEGAR AUGLYSINGAR í bréfum Björns til umræddra bæjarfélaga segist hann hafa tryggt fjármagn frá stórfyrir- tækjum í Reykjavík upp á 400 þúsund krónur á þátt og að auki hafa fengið framlag frá Byggða- stofnun sem nemi 100 þúsund krónum á þátt. Bæirnir hins veg- ar eiga að útvega hús og skemmtikrafta auk 300 þúsund króna í reiðufé eða í formi bíla- leigubíla, hótelgistingar og ann- Björn Emilsson hefur gripið til örþrifaráða við fjármögnun á fyrirhugaðri þáttaröð sjónvarpsins, sem á að koma í stað Hemma Gunn næsta vetur. upplýsingum Björns mun sjón- varpið sjálft gera ráð fyrir um 400-500 þúsund króna framlagi á hvern þátt. Samkvæmt þessu er kostnaður við hvern þátt um 1,3 milljónir króna eða um átján milljónir króna við þáttaröðina alla. Björn segist að auki mjög lík- lega vera búinn að tryggja fram- lag annarrar opinberar stofnun- ar til viðbótar og ef það gangi eftir muni framlag bæjarfélag- anna lækka í 200 þúsund krón- ur. Byggðastofnun staðfestir að stjórn stofnunarinnar hafi af- greitt styrk til þessa verkefnis 22. maí síðastliðinn að upphæð 600 þúsund krónur. Framlag bæjarfélaganna er ekki án endurgjalds af hálfu sjónvarpsins. í hverjum þætti eiga bæjarfélögin að fá til um- ráða, fyrst og fremst til kynning- ar ferðaþjónustu, allt að 15 mfn- útum í beinan „áróður“, eins og segir í einu bréfa Björns. Heima- menn geta valið viðfangsefni í þáttinn í samráði við Björn og fjallað um það að eigin vild. SJÓNVARPIÐ BRÝTUR L0G 0G REGLUR Pósturinn hefur fyrir því traustar heimildir að fram- leiðsla þáttanna hafi þegar ver- ið ákveðin og samþykkt af yfir- mönnum sjónvarpsins. Starfsaðferðir Björns stangast skýrt á við útvarpslögin og einn- ig þær reglur varðandi kostun á útvarps- og sjónvarpsefni sem Heimir Steinsson útvarpsstjóri setti í október síðastliðnum. í útvarpslögunum segir meðal annars að kostunaraðili megi ekki hafa áhrif á innihald eða efnistök við gerð kostaðs dag- skrárliðar. í áðurnefndum inn- anhússreglum Heimis Steins- sonar segir meðal annars að óheimilt sé að leita kostunar á dægurmálaþáttum, en þáttur Björns er einmitt dægurmála- þáttur samkvæmt hans eigin skilgreiningu. Þetta þýðir að sjónvarpið hefur fengið bæjar- félög úti á landi, Byggðastofnun auk ónefndra fyrirtækja í höfuð- borginni í lið með sér að brjóta starfsreglur sjónvarpsins. Bæj- arfélögin brjóta að auki útvarp- slögin með þátttöku sinni í verkefninu, þar eð þau munu hafa mikil áhrif á innihald þátt- anna, en þau fá eins og áður segir allt að fimmtán mínútum í hverjum þætti til að auglýsa það sem þau vilja. DAGSKRÁRGERÐARMAÐUR GRIPUR TIL SINNA RAÐA „Þetta eru hlutir sem ég hef verið að sýsla við sjálfur með fullkomnu leyfi dagskrárstjóra. Það má kannski segja að þetta stangist á við einhverjar reglur. Strangt til tekið er hér náttúru- lega um auglýsingu að ræða,“ segir Björn Emilsson. „Varðandi það hvort kostunaraðilarnir, það er að segja bæjarfélögin, hafi áhrif á innihald þáttanna vil ég segja að ég ritstýri öllu efni sem dagskrárgerðarmaður. Ég vil taka fram að það eru aðeins sex fyrstu þættirnir sem hafa verið ákveðnir eða eru við það að verða ákveðnir. Þar sem pen- ingar til dagskrárgerðar eru af skornum skammti fékk ég leyfi hjá dagskrárstjóra til að leita annarra leiða í fjármögnun," segir Björn. „Það er eflaust rétt að við erum ansi nálægt jaðrin- um í þessum efnum en við erum ekki búnir að brjóta neinar regl- ur ennþá — ef við erum þá að brjóta einhverjar reglur — enda enginn þáttur verið gerður enn. Þessu framtaki mínu hefur verið fagnað mjög alls staðar og menn hafa virkilega talið þetta gott. Mér þætti mjög miður ef þáttaröðin yrði ekki að veru- leika. Ef það er eitthvað sem ég hef lagt líf mitt og sál í þá er það þetta verkefni. Hvort ég hef beitt röngum meðulum verða aðrir að dæma um,“ segir Björn. „Ég er mikill áhugamaður um landið og legg mikla áherslu á að gera landsbyggðinni hátt undir höfði. Þessi þáttaröð er viðleitni til að miðla okkur hérna á suðvesturhorninu af þeim gnægtabrunni menningar- og dægurmála sem finnst á landsbyggðinni," segir Björn að endingu.B

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.