Helgarpósturinn - 26.06.1995, Blaðsíða 7
tMMN U1 ÐWG'IU R
FRETTIR
Guðpun ósátt en Satamél
„Ég er á móti þessari aðferð til
að hækka laun þingmanna. Mér
finnst ekki rétt að svona hafi verið
staðið að málum því þeir sem eru á
eftirlaunum njóta hækkunarinnar í
engu. Það er til skammar að þing-
menn hafi ekki hærri laun og þjóð-
in gengur af göflunum ef föst laun
eru hækkuð og því þarf að fara
krókaleiðir til að hækka launin. Ég
hlýt líka að fagna því að starf for-
seta Alþingis sé loks metið að
verðleikum, en það er ekki að
spyrja að því að það þurfti karl að
komast í stöðuna til þess,“ segir
Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi for-
seti Alþingis.
Salome Þorkelsdóttir er á öðru
máli og segist ekkert sjá athuga-
vert við aðferð þingmanna til að
hækka laun sín. Hún segir að það
sé alltaf umdeilanlegt þegar laun
séu hækkuð, hvort sem það sé
Kjaradómur sem geri það eða þing-
menn sjálfir, eins og í þessu tilfelli.
Með þessu sé verið að viðurkenna
álagsgreiðslur á þá sem gegna við-
bótarstörfum í þinginu.
Salome segir ennfremur að þing-
menn viti best hvar skórinn krepp-
ir og því hafi þessi aðgerð verið
nauðsynleg til að leiðrétta kjör
þeirra sem mest hafa að gera.H
Guðrún Helgadóttir. Er á móti þeirri leið
sem þingmenn fóru til að hækka laun sín.
Salome Þorkelsdóttir. „Þingmenn eru best
til þess fallnir að vita hvar skórinn krepp-
ir.“
„Það myndaðist
bókhaldshnút-
ur,“ segir Odd-
ur Albertsson.
„Þetta er hvorki í ríkisreikningnum
né mötuneytisreikningnum," segir
Ólafur Þ. Þórðarson.
hér hópar og þá aðallega verið á
einni vist, sem ekki er í notkun.
Stundum um helgar hafa nem-
endur líka gefið eftir herbergi í
helgarleyfum og þegið smá-
þóknun fyrir."
„Það kemur fyrir og frekar í
seinni tíð að peningarnir hafa
farið í gegnum mötuneytið en
oftast hefur Oddur tekið við
þeim og ráðstafað,“ sagði Svavar
Jóhannesson kennari. „Það hefur
verið allur gangur á þessu og
þeir hafa verið misstórir þessir
hópar. Oddur semur um greiðsl-
ur við hópana og við höfum ekk-
ert yfirlit um það og það er ekki
inni á okkar bókhaldi. Okkur
hefur stundum fundist óeðlilegt
hvernig er farið að þessum mál-
um en á móti kemur að Oddur
hefur keypt mikið af búnaði til
skólans, þannig að maður hefur
ekki grunað hann beint um fjár-
drátt en þetta er svona rass-
vasabókhald.“
Samkvæmt heimildum blaðs-
ins ræður Reykholtsskóli yfir
„Þessir peningar fóru í gegnum
reikninga mötuneytisins að ág
best veit,“ sagði Geir Waage.
tækjakosti sem fer langt fram úr
því sem hægt hefði verið að
gera fyrir opinber fjárframlög og
búnaðurinn er til staðar þó svo
að bókhaldið vanti í mörgum til-
fellum.
„Þessir peningar fóru í gegn-
um reikninga mötuneytisins að
ég best veit,“ sagði Geir Waage,
formaður skólanefndar. Snævarr
Guðmundsson hjá Hagsýslu ríkis-
ins sagði að ekki hefði verið far-
ið ítarlega í rekstrarreikninginn í
nýlegri hagsýsluúttekt og sér-
tekjur af gistingu og fæðissölu
kæmu þar ekki fram. „Við höfð-
um hvorki hlutverk né umboð til
að skoða þessa hluti með þeim
formerkjum, en það getur verið
að okkar skýrsla gefi tilefni til að
Ríkisendurskoðun geri það.“
„Ég hef get ekki séð að nein
grein hafi verið gerð fyrir þess-
um peningum, það má þó vel
vera að fylgiskjölin leynist í ein-
hverri ruslaskúffunni í Reyk-
holti,“ sagði Ólafur Þ. Þórðar-
son.
BÓKHALDSREGLUR BROTNAR
Um síðustu áramót tók Þórunn
Reykdal kennari við bókhaldi
skólans af Oddi vegna þess,
eins og segir í nýlegri hagsýslu-
úttekt, „að meðferð fjármuna
var með óviðunandi hætti“, til
dæmis hvað varðaði flutning
fjármagns milli ólíkra rekstrar-
þátta. „Upplýsingaskylda var
vanrækt, bókhaldsreglur brotn-
ar,“ segir meðal annars í úttekt-
inni. „Nú hef ég ekki séð hag-
sýsluúttektina og það hefur ekki
verið leigð út nein gisting eftir
að ég tók við bókhaldinu,“ sagði
Þórunn í samtali við Póstinn. „Sá
eini hópur sem átti að koma
kom ekki. Ég held að þessir pen-
ingar hafi farið í gegnum mötu-
neytið en ég treysti mér ekki til
að tjá mig um það. Ég held þó
að þeir peningar sem komu inn
svona hafi komið skólanum til
góða á einhvern hátt.“ „Pening-
arnir fóru í gegnum mötuneytið
en það var rekið fyrir þessa
starfsemi líka, enda var mark-
miðið að koma upp snaggara-
legum tækjakosti fyrir nemend-
ur,“ sagði Oddur Albertsson í
samtali við Póstinn.
- En nú segir Sigríður Bjarna-
dóttir að það hafi einungis ver-
ið í nokkrum tilfellum?
„Segir hún það? Við erum
bara ólíkar persónur, ég og Sig-
ríður. Að hluta til fór það í gegn-
um mötuneytið en það myndað-
ist ákveðinn bókhaldshnútur,
enda vorum við ekki viss um
hvernig svona sértekjur ættu að
færast. Það mál var leyst í ráðu-
neytinu um síðustu áramót eftir
að við höfðum oftsinnis óskað
eftir aðstoð.“
- Er þá bókhaldið fyrir þessa
starfsemi í ráðuneytinu?
„Málin eru flóknari en svo.
Fylgiskjölin eru bæði í ráðu-
neytinu og uppi í skóla. Eins og
ég segi þá varð þetta ákveðið
vandamál og það voru að ganga
í gildi nýjar reglur varðandi sér-
tekjur skóla og við þurftum
upplýsingar og hjálp og fengum
hana á endanum.“
- En nú eiga tekjur sem
koma til vegna leigu á opin-
berri stofnun að koma fram á
ríkisreikningi?
„Varðandi hvað er rétt og
hvað rangt þá er þetta skilgrein-
ingaratriði. Við þurftum aðstoð
við þessi mál og fengum hana á
endanum úr ráðuneytinu og
bókhaldið er í þeirra fórum. Ég
hef verið á kafi í vinnu við þenn-
an skóla og unnið gífurlegt sjálf-
boðaliðastarf við að rífa hann
upp og ekki reiknað mér laun
fyrir þessa aukavinnu. Ég vil að
það komi fram.“H
_________________________________I
Björk kvnnist fvlgifiskum
FRÆGÐARINNAR.
Það er segin saga að
þegar einhver nýtur vel-
gengni þá eru öfundar-
raddir og kviksögur
fljótar að komast á
kreik. Björk Guðmunds-
dóttir nýtur nú líklega
mestu hylli sem íslend-
ingur hefur hlotið fyrr
og síðar og þá er ekki að
spyrja að öfundinni. Inn
á ritstjórn Póstsins barst
fáheyrt níðbréfum
Björk á faxi. Þar er látið
íþað skína að hún beiti
óeðlilegum meðulum til
að ná frœgð og frama.
Ekki er œtlunin að birta
það sem stendur í þessu
sorabréfi, sem skrifað er
á slœmri íslensku. Samt
segir bréfritari að ís-
lendingar eigi fjölmarg-
ar söngkonur sem séu
miklu betri en Björk svo
sem; Siggu Beinteins,
Ragnhildi Gísladóttur,
Öldu B. Ólafsdóttur og Le-
oncie, indversku prins-
essuna. Bréfið endar á
viðkunnanlegan hátt:
„Fjandin megi hirða
ykkur alla. Heiðingja
djöfllarHrU
Fylgiþjónustan
Mayfair
Fylgiþjónustan Mayfair
virðist hafa hcett starf-
semi. Efhringt er í
símanúmersem birtist í
auglýsingum fyrirtœkis-
ins gefur símsvari upp
farsímanúmer. Efhringt
er í það er sagt að
slökkt gœti verið á far-
símanum, hann utan
þjónustuvœðis eða allar
rásir uppteknar. Rœtt
var við Valþór Ólason,
eiganda Mayfair, íPóst-
inum l.júní síðastlið-
inn. Sagðist hann hafa
fimmtíu stúlkur á skrá
og vœru það aðallega
erlendir ferðamenn sem
nytu þjónustu þeirra.
Sem stendur verða þeir
greinilega að leita ann-
arra leiða til að komast
í kynni við íslenskt
kvenfólk.U