Helgarpósturinn - 26.06.1995, Blaðsíða 10
ÚTLÖND
Dagur samkynhneigðra
var haldinn hátíðlegur í flest-
um borgum heims á laugar-
daginn með tilkomumiklum
skrúðgöngum. Notuðu sam-
kynhneigðir tækifærið og
vöktu athygli á því réttinda-
leysi sem þeir þurfa að búa
við enn þann dag í dag. í
Zúrich kröfðust hommar og
lesbíur þess að fá að gifta sig
eins og annað fólk og settu
lesbíurnar, sem sjást hér á
myndinni, brúðkaup á svið
til að undirstrika ósk sína. í
New York var einnig mikið
um dýrðir og tóku nokkur
þúsund manns þátt í skrúð-
göngunni sem þar var farin.
Var þess meðal annars
minnst þegar hommabar á
Christopher Street var lagð-
ur í rúst árið 1968.B
ísraelskir hermenn særðu 51
og skutu einn til bana á vestur-
bakka Jórdanar í gær þegar Pal-
estínumenn kröfðust þess að
fangar yrðu látnir lausir. Á mynd-
inni sjást heiftúðugir Palestínu-
menn bera kistu hins 23 ára há-
skólanema Shadi Azzymeh um
stræti arabísku borgarinnar Na-
blus. Vitni segja að hermenn sem
stóðu við Jneid-fangelsið hafi ít-
rekað varað við því að þeir
myndu skjóta á Palestínumenn-
ina, sem voru flestir háskólanem-
ar og aðstandendur fanga í þessu
stærsta fangelsi vesturbakkans.
Hermennirnir vörpuðu svo tára-
gasi yfir hópinn og hófu skothríð.
Vitni sáu hvar höfuð Shadis
sprakk í sundur við byssuskotið.
Palestínumenn bera líkkistu Shadi Azzymeh um götur Nablus skömmu
eftir að ísraelskir hermenn skutu hann til bana.
Fyrr um daginn hafði 22 ára og asna sinn í loft upp auk þess
liðsmaður Hamas-samtakanna, að særa þrjá ísraelska her-
Ma'wya Roka, sprengt sjálfan sig menn.H
Minnast
Nicole
/ heiminum ríkir mikil
samkeppni á milli nýút-
skrifaðra fatahönnuða
og nýliðunum reynist
erfítt að hasla sér völl
að loknu námi. Á dögun-
um útskrifaðist hópur
nemenda frá fatahönn-
unarskóla í London.
Stellu McCartney tókst
aldeilis að vekja athygli
á sér og lokaverkefni
sínu. Hún fékk föður
sinn, Paul McCartney, til
að semja tónlistina og
þœr Naomi Campbell,
Kate Moss og Yasmin Le
Bon til að sýna fötin.
Ekki voru allir jafn-
ánœgðir með þetta
framferði Stellu og einn
samnemandi hennar
sagði að þarna sœist
berlega hverju peningar
og frœgð fengju áork-
að.m
Kertamessa á ströndinni til
MINNINGAR UM NlCOLE, EN O.J.
SlMPSON FÆR EKKI AÐ MÆTA.
Vinir og œttingjar Nicole
Simpson og Ronalds Gold-
man, sem voru myrt fyrir
ári, komu saman á
ströndinni í Orange og
héldu kertamessu til
rninningar um þau. OJ
Simpson var ekki boðið.
Á ströndina mœttu 500
manns, þar á meðal
móðir Nicole og dóttir
hennar, Tanya. á þessari
strönd léku Nicole og
systir hennar sér þegar
þœr voru litlar
stúlkurM
Dóttir
McCartneys
VEKUR ATHYGLI
VIÐ ÚTSKRIFT
Jackson og
Presley eru
sæl og ánægð
hvort með
annað og
reyna að eign-
ast börn.
barnaníðingshátt svaraði hann
því að hann gæti aldrei skaðað
barn. Allt sem hafi verið sagt á
sínum tíma hafi verið lygi, lygi
og aftur Iygi. Þá var hann spurð-
ur hvað fengi 36 ára gamlan
mann til þess að sofa í sama
rúmi og ungir drengir og svar-
aði hann því til að öllum væri
velkomið að taka þátt í náttfata-
partíi með sér. Lisa Marie segir
að börnin elski Jackson, þau elti
hann inn á baðherbergi og kúri
hjá honum í bólinu. Þau skötu-
hjú hafa í hyggju að flytja frá
Bandaríkjunum og hugsanlegir
staðir til að setjast að á séu Suð-
ur-Afríka eða Sviss. Michael
endar viðtalið á léttu nótunum.
Hann þurfi enn að laga ýmislegt
við útlit sitt. Hann gæti til dæm-
is hugsað sér að skipta um augu
eða kinnar.H
n Jackson
i
Um þessar mundir er mikið
Iað gerast í lífi poppstjörnunnar
Michaels Jackson og konu hans
ILisu Marie Presley. Plata hans
HlStory: Past, Present And Fut-
ure: Book 1, sú fyrsta í fjögur ár,
Ier nýkomin út og nú eiga þau
einnig eins árs brúðkaupsaf-
Ímæli.
Það vakti mikla athygli á sín-
Ium tíma þegar fréttist af
óvæntu hjónabandi þeirra Jack-
sons og Presley í Dóminíkanska
Ilýðveldinu í fyrra. Sögurnar
þóttu ótrúlegar en svo var farið
Iað líta svo á að um leið væri að
ræða hjá Jackson til þess að
Ihrista af sér orðið sem af hon-
um fór um að hann væri barna-
níðingur. Allt frá þeim tíma er
| Lisa og Michael giftu sig hefur
* sviðsljósið hvílt á þessu pari;
|j3oppkónginum og rokkprins-
Skötuhjúin
leiðast upp
heimtröðina
á ársbrúð-
kaupsaf-
mælinu.
essunm.
Fyrir skömmu komu þau
skötuhjú fram í bandarísku
sjónvarpi þar sem þau voru
spurð spjörunum úr, spurninga
sem fæstir aðrir hefðu þurft að
svara. Þar meðal annars viður-
kenndu þau að hafa stundað
kynlíf. Hins vegar olli það aðdá-
endum vonbrigðum að þrátt
fyrir að hafa reynt ýmislegt á
Lisa Marie ekki enn von á barni.
Jackson segir að það sé á valdi
guðanna hvenær krakkinn
komi. Þetta þóttu vonbrigði
vegna þess að fólk er farið að
bíða eftir erfingja sem búi yfir
tónlistarhæfileikum úr báðum
ættum.
Hello
IRN KURAIBOLINU
HJA JACKSON
í viðtali við glansritið
þvertekur Lisa Marie fyrir að
þau hafi gifst vegna hentugleika.
Hún segist elska Michael, dá
hann og virða — líka þegar
hann sé í stúdíóinu og hún í eld-
húsinu. Þau séu ósköp venjulegt
fólk. Hún segir að þau rífist
stundum, fari saman út í búð og
út að borða og líka að það sé al-
rangt að þau sofi hvort í sínu
herberginu. Michael Jackson
lýsir þeirra fyrstu kynnum
þannig að hann hafi verið sautj-
án ára að skemmta á sviði með
Jackson Five en hún hafi verið
sjö ára í hópi áhorfenda. Síðan
segist hann hafa fylgst með
henni og þegar hann frétti af
skilnaði hennar bað hann einn
lögfræðinga sinna að hafa uppi
á henni til að hann gæti boðið
henni á stefnumót. Þegar Jack-
son var spurður út í meintan
Bítur nef af
samfanga
sínum-og
tyggur þao
Manni nokkrum, sem situr af
sér tólf ára fangelsisdóm í Kuwa-
it, virðist eitthvað hafa fipast í
mannasiðunum, því hann beit
nef samfanga síns af og tuggði
síðan.
Vitni segja að bitvargurinn
hafi ráðist að fórnarlambi sínu
eftir að hafa hrætt það með því
að gelta eins og hundur framan í
það.
Skömmu áður hafði árásar-
maðurinn reynt að gera sér mat
úr nefi fangelsislæknisins, en án
árangurs. Þetta eru asnar.B
Clinton safnaði 70 mllljónum
króna til styrktar væntanlegu for-
setaframboði sínu á fjáröflunar-
samkomu í heimabæ sínum, Little
Rock, um helgina.
Clinton lof-
ar að hætta
Forseti Bandaríkjanna, Bill
Clinton, lýsti því yfir um helgina
að næsta kosningabarátta yrði
sín síðasta. Clinton sækist nú eft-
ir útnefningu sem frambjóðandi
Demókrataflokksins fyrir næstu
forsetakosningar, sem verða
haldnar haustið 1996. Sam-
kvæmt bandarískum lögum má
hver maður aðeins gegna emb-
ætti forseta samtals í átta ár. Ef
Clinton nær kjöri í næstu kosn-
ingum yrði hann aðeins 54 ára
gamall þegar forsetaferli hans
lyki. Clinton hefur nú náð að
skrapa saman tæpum 400 millj-
ónum króna af þeim 2.700 millj-
ónum sem áætlað er að væntan-
leg kosningabarátta hans kosti.
Menn hafa velt fyrir sér hvort
Clinton hefði hug á að bjóða sig
fram til öldungadeildarinnar eða
jafnvel aftur fram til forseta, færi
svo að hann tapaði næst, en
hann hefur semsagt lýst því yfir
að hann muni aldrei bjóða sig
fram aftur í nokkrum öðrum
kosningum.H