Helgarpósturinn - 26.06.1995, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 26.06.1995, Blaðsíða 18
FRETTIR Ráðning kærð ðl JaMtisráðs Þröstur Brynjarsson leik- það Anní Haugen, yfirmað- skólakennari hyggst kæra ráðningu Sigrúnar Óskars- dóttur, sem nýlega "var gerð að forstöðumanni Vistheimilis barna. Mikil óánægja hefur verið meðal starfsfólks Félagsmáiastofnunar með ráðningu forstöðumanns á vistheimili barna á Laug- arásvegi sem Félagsmáia- stofnun rekur. Alls sóttu átta manns um stöðuna en Félagsmálaráð tók þá ákvörðun að ráða Sigrúnu Óskarsdóttur sem hefur starfað undanfarin ár fyrir Félagsmálastofnun en hafði minnsta menntun umsækjenda. Samkvæmt heimildum blaðsins var ur fjölskyldudeiidar stofn- unarinnar, sem tók viðtöl- in við umsækjendur, en hún vék af fundi þegar Fé- lagsmálaráð ákvarðaði hvaða umsækjandi skyldi hreppa stöðuna, enda góðvinkona Sigrúnar Ósk- arsdóttur. Nú er í undirbúningi kæra til kærunefndar Jafn- réttisráðs. Þröstur Brynj- arsson, leikskólakennari með sérmenntun í sér- kennslufræðum, hyggst kæra ráðninguna, en hann var einn umsækjenda og hafði allt starfsfólkið á Vistheimilinu á bak við sig, en hann hefur unnið þar í mörg ár. ■ Sigmrðurjngi logólfsson, Fær ekki afhent tryggingabréf þótt engin skuld sé á því: n Islandsbanki er a moti me ?etta er fáheyrður ruddaskap- ur hjá íslandsbanka. Ég fæ ekki af- hent tryggingabréf þótt bankinn viðurkenni að engin skuld sé á því,“ segir Sigurður Ingi Ingólfsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyj- um, en hann hefur stefnt íslands- banka vegna tryggingabréfs sem hann gaf út fyrir tæpum sex ár- um. Sigurður fær bréfið ekki af- hent þrátt fyrir að hafa staðið skil á öllum sínum persónulegu skuldum gagnvart bankanum. Sigurður segir að þessi þrjóska bankans komi honum afar illa og hann sé hindraður í að hefja ann- an atvinnurekstur þar til hann fái bréfinu aflýst. Honum finnst enn- fremur afar einkennilegt að hann þurfi að fara í gegnum dómstóla til að fá bréfið afhent. Það ferli geti tekið mánuði og á þeim tíma getur hann ekki hafið atvinnu- rekstur. „Mér finnst með ólíkind- um hvernig bankinn kemur fram við mig,“ segir Sigurður. Hann kennir því um að bankanum sé í nöp við hann vegna annars bóta- máls sem hann er að höfða. Það mál snýst um erlent lán sem Sig- urður tók árið 1992 í gegnum við- skiptaráðuneytið og Seðlabank- ann fyrir milligöngu Islandsbanka í Vestmannaeyjum að upphæð 75 milljónir króna til að kaupa Drangavíkina VE. íslandsbanki veitti honum lánið til sjö ára og gjaldfelldi eftir sex mánuði. Nú hefur Sigurður fengið staðfest að bankinn hafi fengið lánið til fimm- tán ára og fullyrðir að það hafi verið ólöglegt af íslandsbanka að lána honum það til skemmri tíma. Kjartan Gunnarsson hjá viðskipta- ráðuneytinu vill ekki segja til um hvort um ólöglegt athæfi hafi ver- ið að ræða hjá bankanum, málið snúist um hvort um hafi verið að ræða of mikið frávik frá þeim regl- um sem voru í gildi á þeim tíma en hann geti ekki svarað því nema fá skriflegt erindi þess efn- is. Sigurður hyggst senda ráðu- neytinu slíkt erindi.B Sigurður Ingi Ingólfsson. Með tvö mál fyrir dómstólum á hendur ís- landsbanka. Stofnar VEITINGASTAÐ A Benidorm Valur Magnússon gerir það ekki endasleppt í skemmtanalífínu. Fram hefur komið að hann muni opna skemmtistað á þremur hœðum í Aust- urstrœti aðra helgina í júlí. En nú hefur frést að Valur láti sér ekki nœgja að vera einn að- almógúllinn í íslensku skemmtanálífí heldur hyggist opna veitinga- stað á Benidorm. Fregn- ir herma að hann hafí fyrir skömmu farið til London að kaupa hús- gögn í nýja staðinn og komið við á Spáni til að semja um kaup á veit- ingastað á þessari vin- sœlu sólarströnd. Ekki eru allir jafntrúaðir á að þetta uppátœki Vals heppnist og segja að þarna liggi upphafíð að endalokum veldis hans.M Leiðrétting MANNS- HVARF UMJÓL Fyrverandi eigin- kona Jóns Ólafssonar frá Þorlákshöfn hafði samband við blaðið og óskaði eftir því að eftirfarandi kæmi fram: Leit hófst að Jóni strax á aðfanga- dagskvöld upp úr kl. 19 að ósk hennar og barna þeirra. Leitinni var fyrst beint að Hellisheiði með þann möguleika í huga að honum hefði snúist hugur og ákveðið að fara strax til Reykja- víkur. Að hennar sögn kom Jón með soninn um kl. 17 til Hveragerðis og skildi hann eftir hjá henni og dóttur þeirra Jóns. Hann sagði syn- inum að hann ætlaði í hús þar á staðnum og kæmi fljótlega til baka. Jón Ólafsson var úrskurðaður látinn eftir sex mánuði frá hvarfi hans. Þá var haldin um hann minningarathöfn. Hún og börnin telja ekkert dularfullt við hvarf hans. Þeim þykir miður að ekki var haft samband við þau áður en greinin var birt og eru þau beðin velvirðingar.B • Sveinbjörn Jakobsson var á 1930. Hann kom til Reykjavíkur og hugðist gera sér glaðan dag í Sveinbjörn var fæddur í Reykjavík 25. janúar 1884 oc var 46 ára þegar hann hvarf. A sín- um yngri árum flutti hann ásamt foreldrum og systkinum vestur í Stykkishólm. Þaðan fór fjöl- skyldan til Ólafsvíkur og mun hafa búið lengst af í Jakobsbæ, sem nú er Grundarbraut 6b. Hann kvæntist og átti eina dótt- ur og út af henni er komið mann- vænlegt fólk. Eftir því sem næst verður komist mun Sveinbjörn hafa misst konu sína eftir nokkurra ára sambúð og ekki kvænst aft- ur. Árin þar á eftir var hann í heimili með foreldrum sínum og bróður sínum Jóni. Hann byrjaði ungur að stunda sjóinn á árabátum en varð síðan formaður og þótti leysa það ábyrgðarstaf með prýði. í mörg ár átti hann sjálfur bæði sumar- og vetrarbát. EKKIMARGMÁLL Sveinbirni er þannig lýst að hann hafi verið vel meðalmaður á hæð, fremur grannvaxinn og dökkhærður. Hann var ekki margmáll og átti fáa en góða vini. Honum þótti sopinn góður og hefur það líklega átt sinn þátt í að hann fór í húsið Sauðagerði, sem var vestarlega í Reykjavfk. síldarbát frá Siglufiröi sumarið eftir að vertíð lauk um haustið húsi vestast í Vesturbænum. ^ Sveinbjörn kom ekki út aftur á til- settum tíma og það var ekki kann- ast við það í Sauðagerði að hann hefði komið þangað. Þar var oft glatt á hjalla og gestkvæmt. Sveinbjörn kom á staðinn í leigubíl um kvöldið. Morguninn eftir kom bílstjórinn sem flutti hann þangað til lög- reglunnar og kvartaði yfir að hann hefði ekki fengið túrinn borgaðan. Sveinbjörn hefði ekki komið út aftur á tilsettum tíma og það væri ekki kannast við það í Sauðagerði að hann hefði komið þangað. Eftirgrennslan hófst þá strax, en aðailega út af vangreiddum akstri. En þegar vitað var að hann hafði haft meðferðis nokk- uð af peningum eftir síldarver- tíðina féll fljótlega grunur á fólk á staðnum um að það hefði átt þátt í hvarfi hans og mun það hafa hlotið nokkur óþægindi af. Þetta fólk mun þó aldrei hafa viðurkennt að Sveinbjörn hafi komið þar þetta kvöld. Því mið- ur er ekki hægt að ráða af heim- ildum hvort leigubílstjórinn sá Sveinbjörn fara inn í húsið, en í Ijósi framvindu málsins verður að telja það líklegt. Ekkert hefur enn komið fram sem bent gæti á hvað varð af Sveinbirni Jakobssyni. Mörgum árum síðar fundust mannabein ekki langt frá þeim slóðum sem hann sást síðast. Þótti þá mörg- um sem til þekktu að málið færi að skýrast, en það kom síðar í Ijós svo fullvíst þótti að þetta voru ekki hans bein. Vestur í Ólafsvík er myndar- legur 103 tonna trébátur sem heitir eftir Sveinbirni Jakobs- syni. Fleiri bátar í eigu sömu fjölskyldu hafa borið sama nafn og ber það vott um virðingu við hann. Einnig tryggð vinar hans, sem fyrstur nefndi bát eftir hon- um.l

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.