Helgarpósturinn - 26.06.1995, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 26.06.1995, Blaðsíða 19
 „Upp með pilsin og niður með buxurn „Ég er sannfærður um að á næstu öld, kringum árið 2020, muni rísa upp hreyfing meðal þeirra ungu kvenna sem þegar eru farnar að þræla úti á vinnu- markaðinum, sem þær munu kenna við anti-femínisma og mun berjast gegn hinni almennu kvennahreyfingu er nú er við lýði. Þessar ungu konur munu berjast fyrir því að þetta svokall- aða vinnujafnrétti muni aftur ganga, því þær verða útpískaðar og heimta sitt fyrra líf inni á heimilum sínum þar sem barna- uppeldi fer fram, líkt og formæð- ur þeirra lifðu fram á þessa öld við góðan orðstír og frábæran ár- angur. Staða konunnar hefur alla tíð verið inni á heimilinu og þar njóta hæfileikar þeirra sín best. Nútímanum í dag gef ég ekki Hvað segir Gunnar Bfarnasen, fyrrveranði ráðunautur, um íramtið kvennahreyfingarinnar? góða einkunn og finnst heimilislíf núorðið vera af- ar bágborið, karlar koma heim frá vinnu og fleygja sér hálfdauðir upp í sófa þar sem þeir liggja og lesa dagblöð meðan konugrey- in skrölta út í næstu kjör- búð og kaupa þar tilbúna rétti. Nútímakonan hefur meira að segja gleymt hvernig á að elda heil- steypta og kjarngóða mál- tíð, en því vil ég um kenna tilkomu kvennahreyfingar- innar og því sem þær hafa áorkað. Þetta á allt saman eftir að ganga til baka, því að ég sé lítið vit í sérhóp- um sem berjast fyrir jafn- rétti og heimila körlum ekki aðgang. Það er lítið jafnrétti í þess kyns hóp- baráttu.“B AMmilaus í m mánuði • „Atvinnuleysið sviptir menn baráttuþrekinu og gerir þá sinnu- lausa,“ segir Heiðar Guðmundsson, 36 ára, sem hefur verið at- vinnulaus frá því skömmu fyrir áramót. Hann hefur ekki viljað þiggja atvinnuleysisbætur þann tíma sem hann hefur verið án vinnu. „Mér finnst niðurlægjandi að þiggja bætur og kýs því heldur að lifa á mínum nánustu." Heiðar er húsnæðislaus og skiptast vinir hans á um að hýsa hann. „Það er misjafnt hvað ég er lengi hjá hverjum og einum en yfirleitt dvel ég aðeins í nokkra daga í senn. Það er mesta furða hvernig þetta hálfa ár hefur lið- ið. Ég eyði deginum mest einn og aðallega við að ganga um bæ- inn. Mér finnst ég eiga lítið sam- eiginlegt með vinum mínum sem eru í vinnu.“ Heiðar er frá Grindavík og starfaði sem sjómaður í 15 ár eftir að hafa lokið skyldunámi. Þá ákvað hann að breyta til og fór að stunda sölumennsku. Hann seldi meðal annars bækur og fatnað. Eftir þrjú ágæt ár við sölustörf tók verkefnunum og viðskiptavinunum að fækka og á endanum tók atvinnuleysið við. Heiðar er fráskilinn og á alis fimm börn. Hann hefur ekki get- að greitt meðlög síðan hann missti starfið og hafa skuldirnar því hrannast upp. „Ég hef litlar áhyggjur af þeim og læt bara reka á reiðanum.“ Heiðar býst ekki við að fá at- vinnu á næstunni. „Ég hef ekki haft kraft til að leita mér að vinnu en ef mér yrði boðin hún slægi ég ekki hend- inni á móti henni. Eg vil fá vel- launaða og góða vinnu. Ég er vanur því að hafa vellaunaða vinnu og sætti mig ekki við neitt annað.“B Menn yfirleitt svangastir um ellefuleytiö Pósturinn skýrði frá því fyrir tæpum þremur vikum að Asta Bjarnadóttir, 73 ára gömul kona í Reykjavík, hefði orðið fyrir miklu ónæði eftir símanúmerabreyt- inguna um mánaðamótin. Síma- númer hennar er mjög líkt núm- eri Pizzahússins og hafa margir svangir borgarbúar hringt í Ástu að panta sér pizzu. Ásta segir að hringingarnar hafi að vísu minnkað eitthvað frá því fyrr í mánuðinum en séu þó umtals- verðar. „Ég brá mér í burtu í eina viku um daginn og var ekki fyrr komin inn úr dyrunum en síminn hringdi. Mest er hringt um helg- ar og áberandi mest um ellefu- leytið á kvöldin, þá virðist fólk vera svangast," segir Ásta. „Ég vil ekki skipta um númer, ég hef haft þetta númer alla ævi og þyk- ir vænt um það. Þetta mál virðist aigjörlega óleysanlegt. Annars er alltaf dálítið líflegt þegar síminn hringir, en stundum lyfti ég bara tólinu og legg á aftur," segir Ásta.B Gaflinn féll úr Gafl féll úr steinhúsi á Brunna- götu 7 á Hólmavík síðdegis á föstudag. Pjögurra manna fjöl- skylda, sem í húsinu bjó, slapp ómeidd. Eigandi hússins, Jón ÓÍ- afsson, kennari og sjómaður, var að vinna að endurbótum á hús- inu þegar óhappið varð. „Verið var að reyna að komast fyrir vatnsgang en svo var ætlun- in að steypa veggina að utan og laga kjallarann. Eg var að vinna með loftpressu þegar sprunga myndaðist eftir endilöngum gafl- inum með þeim afieiðingum að hann féll úr. Ef til vill var það vegna Ioftborsins." Húsið er frá árinu 1938 og bjó Jón þar ásamt konu sinni, Margr- éti Styrmisdóttur, móður, Bryn- hildi Jónsdóttur, og sex ára syni, Þorra. „Það var mikið lán að ekkert okkar var statt þeim megin í hús- inu sem gaflinn féll úr. Okkur varð öllum mikið um.“ Húsið hefur nú verið rýmt og verður rifið vegna slysahættu. Jón býr ásamt fjölskyldu sinni í kennaraíbúð í bænum og hafa þau ekki tekið ákvörðun um hvort þau ætli að búa áfram á Hólmavík.B Skrifaði SUEINBJÖRN er að verða í heiminum og auk þess myndi spilavíti gefa miklar tekjur. Spilavíti hefur mikið að- dráttarafl,“ segir Gunnar. Ihvrf aq. standa UNDIR SER Hugmyndirnar byggjast, að sögn Gunnars, á því að þær standi undir sér sjálfar og gefi af sér einhvern pening. „Reykja- víkurborg er ekki að fara í sam- keppni við aðra starfsemi held- ur að reyna að finna leiðir til að hafa upp í fjörutíu milljóna króna kostnað sem hún ber ár- lega af rekstri Perlunnar. Borgin ætlar ekki að reka þetta sjálf heldur fá aðila til þess, en getur sem sé lagt fram húsnæðið ef þetta nær fram að ganga,“ segir Gunnar.B HANDRITIÐ? Þrálátur orðrómur geng- urnú í kvikmyndaheimin- um um að Sveinbjörn I. Baldvinsson, dagskrár- stjóri ríkissjónvarpsins, hafí endurskrifað handrít að nýrri kvikmynd leik- stjóransJóns Tryggvasonar, Nei er ekkert svar. Jón segist hafa heyrt þessa sögu og að hún sé algjört bull frá upphafí til enda. Það hafí verið hann sjálf- ur ásamt Marteini Þóris- syni sem skrifaði handrit- ið og Sveinbjöm hafí hvergi komið þar nœrri. Þessi umtalaði orðrómur er á þá leið að eftir að handritinu var hafnað af Kvikmyndasjóði íslands hafí Sveinbjörn I. Bald- vinsson handritshöfundur tekið við þvi og gert á því endurbœtur, sem hafí aft- ur gert að verkum að Sveinbirni 1. Baldvinssyni, dagskrárstjóra sjónvarps, leist bara vel á gripinn og ákvað að sjónvarpið gerð- ist meðframleiðandi myndarinnar. Vinirnir Sveinbjörn ogJón hafa starfað saman að ýmsum verkefnum. Til dœmis má nefna bíómyndina Foxt- rott og sjónvarpsmyndina Laggó. Verkaskiptingin hjá þeim félögum er þannig að Sveinbjöm skrifar og Jón leikstýrir. Eins og áður hefur komið fram í Póstinum erSvein- bjöm annar handritshöf- unda stœrsta verkefnis sjónvarpsins á þessu ári, Blöðmveldisins. ■ Leiðrétting Kristián vann Ranglega var vitnað til dómsniðurstöðu í máli Kristjáns Pálssonar, fyrrver- andi bœjarstjóra, og Snœ- fellsbœjar í síðasta blaði. Málið er tilkomið vegna ágreinings um uppgjör vegna sumarleyfa Krist- jáns sem bœjarstjóra Ól- afsvíkur. Erskemmst frá því að segja að Hœstirétt- ur féllst á rök Kristjáns, sem áfrýjaði til Hœstarétt- ar, en lögmaður hans krafðist þess að málinu yrði vísað heim til nýrrar dómsálagningar. Varmál- inu vísað frá héraðsdómi oggagnrýndi Hœstiréttur málsmeðferð héraðsdóm- ara. Ekkert var út á mála- tilbúnað Kristjáns að setja og em hann og aðrir hlut- aðeigandi beðnir velvirð- ingar á þessari missögn. Ritstj. Gunnar L. Gissurarson. VIII koma á fót spilavíti í gömlu hitaveitutönk- unum. um umhverfis- og mengunar- mál. „Staðurinn er í náttúrulegu umhverfi og tankarnir hafa ver- ið notaðir undir náttúrulega orku, sem er gott fyrir auglýs- ingagildið," segir hann. SPILAVÍTI í ÖSKJUHLÍÐ Önnur hugmynd sem komið hefur upp er að koma fyrir spilavíti í einum tankinum. Gunnar segir að spilavítishug- myndin hafi fengið góðar við- tökur en menn skiptist í hópa í afstöðunni. „Á undanförnum árum hefur verið farið að leyfa spilavíti mjög víða, það hefur losnað um hömlur í Evrópu. Þetta er að flæða yfir mjög víða og við hljótum að fara svipaða leið til að fylgja þeirri breytingu sem • „Þessi hugmynd hefur fengið jákvæð viðbrögð, þótt menn hafi mismunandi skoðanir á útfærslunum,11 segir Gunnar L. Gissurarson, tæknifræðingur og formaður Perlunefndar, í sam- tali við Póstinn. Þarna vísar hann til hug- mynda sem hann kynnti fyrir borgarstjórn 6. apríl síðastlið- inn um breytta nýtingu á Perl- unni. Gunnar segir að af öllum byggingum landsins komi lang- flestir ferðamenn í Perluna. Hins vegar kaupi fæstir þeirra nokkuð og flæði því í gegn án þess að hægt sé að hafa af þeim nokkrar tekjur. „Staðreyndin er sú að Hita- veitan þarf ekki að nota alla tankana undir vatn og því er möguleiki að nýta þá undir ann- að. Það hefur komið upp hug- mynd um að breyta einum tank- inum í ráðstefnusal. Annað- hvort einn sal með tíu metra lofthæð eða tvo sali hvorn ofan á öðrum,“ segir Gunnar. „Þetta myndi auka nýtingu á húsinu og hafa í för með sér nýstárlega ráðstefnuaðstöðu. Öll hótel eru nokkurn veginn eins alls staðar í heiminum og menn leita að nýjungum og mér sýnist að þetta sé kjörin leið til þess.“ Gunnar segir að þessi nýja hugmynd væri til dæmis tilvalin fyrir umhverfissinna, sem halda á milli 50 og 100 ráðstefnur á ári Gunnar L. Gissurarson, formaður Perlunefndar

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.