Helgarpósturinn - 26.06.1995, Blaðsíða 11
FRETTIR
IMeg svör við ntmnÉipi
Páll B. Baldvinsson,
listrænn ráðunautur
Borgarleikhússins:
„Allflestir umsækj-
endur eru í per-
sónulegu sambandi
við leikhússtjóra og
hafa þegar fengið
munnleg svör viö
umsókn sinni.“
• „Eg hygg að allflestum þeim leikurum er æsktu stöðu hjá Borg-
arleikhúsinu næsta leikár hafi nú borist munnleg svörfrá Sigurði
Hróarssyni leikhússtjóra og því úr lausu lofti gripið að fólk bíði
átekta án viðbragða leikhússtjóra,"
sagði Páll B. Baldvinsson, list-
rænn ráðunautur Borgarleikhúss-
ins, í samtali við Póstinn, en um-
sóknarfrestur leikara og leik-
stjóra til Leikfélags Reykjavíkur
rann út 17. febrúar síðastliðinn.
Þrátt fyrir að langt sé liðið á
sumarið hafa formleg svör um
mannaráðningar ekki enn borist
umsækjendum og verkefnalisti
leikársins er ekki fullmótaður
enn, þótt í bígerð sé að fylla
hann bráðlega af verkum. Mikill-
ar óánægju hefur gætt vegna
málsins og er nú svo komið að
nokkrir umsækjendur íhuga að
draga umsóknir sínar til baka.
„Reyndar má vera að nokkrum
einstaklingum hafi ekki verið gef-
in svör ennþá, því að ekki hefur
til fullnustu verið gengið frá
mannaráðningum ennþá, en ég
reikna nú með að skrifleg svör
verði gefin út með haustinu. Þó
eru allflestir leikarar í persónu-
legu sambandi við leikhússtjóra
og hafa fengið svör í viðtölum
við Sigurð nú að undanförnu. Af
þeim sökum ætti niðurstaðan að
Íiggja nokkuð ljós fyrir.“
JRGARLEIKHUSINU ÞRONGUR
STAKKUR SKORINN
„Vinnutilhögun sem þessi er
afar eðlileg í íslensku leikhúslífi,
þar sem Stefán Þjóðleikhús-
sUóri stendur að sínum ráðning-
um á afar svipaðan máta og Sig-
urður. Til að mynda hafa leik-
stjórum sem sóttu um stöður
hjá Þjóðleikhúsinu næsta vetur
ekki verið gefin föst svör enn-
þá,“ sagði Páll Baldvin.
Að lokum sagði Páll verkefna-
skrá Borgarleikhússins ekki full-
ákveðna enn en verið væri að
skoða ýmsa möguleika í stöð-
unni. „Borgarleikhúsinu er um
þessar mundir afar þröngur
stakkur búinn. Þrátt fyrir að
aukafjárveiting Reykjavíkur-
borgar hafi nýverið borist inn á
borð leikhússins, ofan á eðlilega
fjárstyrki til rekstrar leikhúss-
ins, stendur leikhúsið frammi
fyrir erfiðum tímum og af þeim
sökum er verið að leita nýrra
leiða í rekstri þess.“B
Hvar er ná-
ungakær-
leikurinn?
Ökumenn sýna lítinn náunga-
kærleik. Það var alltént reynsla
Sveins Rúnars Jóhannessonar þeg-
ar hann datt af hjólinu sínu á
miðvikudagskvöldið með þeim
afleiðingum að hann slasaðist.
Ökumenn sem leið áttu hjá
höfðu ekki fyrir því að stöðva
bíla sína og bjóða honum hjálp.
Sveinn er á sextánda ári og býr
við Lindarberg í Hafnarfirði. Þar
skammt frá er mikil brekka sem
endar í krappri beygju. Sveinn
var að hjóla niður brekkuna á
nokkurri ferð og náði ekki beygj-
unni.
„Mér fannst sem hjólinu væri
kippt undan mér og það næsta
sem ég vjssi var að ég kastaðist í
götuna. Ég rak hnén í gangstétt-
arkantinn svo blæddi úr. Þegar
ég stóð upp verkjaði mig í allan
líkamann. Þótt ég æpti af sárs-
auka og blóðið lagaði úr mér óku
þrír bílar framhjá mér án þess að
bjóðast til að aðstoða mig. Mér
datt í hug að leita eftir hjálp í
næsta húsi en háttalag öku-
mannanna dró úr mér móðinn
svo ég ákvað að láta það vera. Ég
óttaðist að mæta sama viðmót-
inu þar og staulaðist því að lok-
um sjálfur heim.“
Sveinn komst heim við illan
leik og fór móðir hans með hann
á slysavarðstofuna þar sem gert
var að sárum hans. Auk þess að
slasast á hnjám meiddist hann á
olnbogum og höndum. Hann var
ekki með hjálm en tókst að koma
í veg fyrir höfuðáverka með því
að bregða höndunum fyrir sig í
fallinu. Tekin var röntgenmynd
af öðrum fætinum en hann
reyndist óbrotinn.
„Mig langar til að beina þeim
orðum til ökumanna að þeir
nemi staðar og athugi hvort þeir
geti aðstoðað þegar þeir sjá slas-
að fólk og sýni þar með örlítið
meiri náungakærleik.“B
ætlar að leita til
Mannréttindadómstóls
Evrópu
Kærír
Hæstaré
\ , „ 'f*\ ,
Gísli Kon-
ráðsson. Seg-
ir Hæstarétt
draga taurn
valdaaflanna
í þjóðtélag-
inu.
„Þessi dómur er rakalaus
þvæla og greinilegt að Hæsti-
réttur þorir ekki að dæma gegn
valdaöflunum í þjóðfélaginu.
Dómararnir virðast ekki vera
annað en strengjabrúður Kol-
krabbans,“ segir Gísli Konráðs-
son málari, en hann hyggst leita
til Mannréttindadómstóls Evr-
ópu vegna þess að honum þykir
hann ekki hafa náð fram rétti
sínum hjá íslenskum dómstól-
um. Gísli gagnrýnir að í nýlegum
dómi í máli hans gegn Sjóvá/Al-
mennum og Brimborg hf. hafi
Hæstiréttur ekki tekið tillit til
neinna gagna sem lögð voru til
grundvallar dómi héraðsdóms,
sem var Gísla í vil.
tUNUÐU FRAMHJA OG TOKU
EKKI EFTIR SLYSINU
Tildrög málsins eru þau að 24.
nóvember 1989 var Gísli að
sögn þvingaður til útafaksturs
er hann mætti þremur trukkum
úr Brimborgarlestinni svoköll-
uðu sem voru á sýningarferð
um landið. Gísli heldur því fram
að trukkarnir hafi ekki ekið í
samræmi við aðstæður og
þvingað hann til þess að aka út
af, þarna hafi verið um óeigin-
legan árekstur að ræða sem
trukkarnir hafi átt sök á. Þetta
staðfesta vitni og lögreglu-
skýrslur vitna um óeðlilega litla
breidd á veginum og hjólför á
vettvangi studdu frásögn Gísla.
Einnig þótti það til marks um
óvarkáran akstur lestarinnar að
enginn bílstjórinn tók eftir því
að bíll Gísla hafði lent utan veg-
ar. Gísli missti meðvitund og
bíllinn gjöreyðilagðist. Hann
gerði kröfu á hendur Brimborg
hf. og Sjóvá/Almennum um að fá
bíiinn bættan auk flutnings-
kostnaðar og bílamissis.
LÍTID GERT ÚR HÉRAÐSDÓMI,
LOGREGLU OGVITNUM
Nýverið hafnaði Hæstiréttur
endurupptöku á máli Gísla á
hendur Sjóvá/Almennum og
Brimborg hf. þrátt fyrir að lög-
fræðingur Gísla, Ragnar Aðal-
steinsson, hefði gert ýmsar at-
hugasemdir við dóminn og fært
fram mörg rök fyrir endurupp-
töku. Gísli telur vinnubrögð
Hæstaréttar forkastanleg. Hann
segir að Hæstiréttur hafi ekki
tekið tillit til neinna gagna sem
dæmt var út frá í héraðsdómi og
þannig gert lítið úr dóminum,
lögreglu og vitnum. Gísli segir
að svo virðist af öllum vinnu-
brögðum sem Hæstiréttur hafi
ákveðið niðurstöðuna fyrirfram
til að standa vörð um hagsmuni
valdaaflanna í þjóðfélaginu.
Þetta mál hafi ekki mátt ná fram
að ganga vegna þess fordæmis-
gildis sem það hefði fyrir trygg-
ingafélögin.
HÆSTIRÉTTUR TÓK EKKI
TILUTTIL NEINNA GAGNA
Meðal þess sem fram kom í
rökum Ragnars Aðalsteinssonar
fyrir endurupptöku var staðfest-
ing framburðar Sigvalda Guð-
mundssonar, lögregluvarðstjóra í
Búðardal, um akstursskilyrði og
aðstæður á vettvangi, en áreið-
anleiki lögregluskýrslna hans
var dreginn í efa í Hæstarétti
auk framburðar þeirra Elínar
Melsted og Moniku Einarsdóttur,
sem urðu vitni að slysinu. Ann-
að sem þeir Ragnar og Gísli
gagnrýna er að Gunnar M. Guð-
mundsson, einn þriggja dómara,
hafi sett sig í sæti vitnis til að
vitna um ágæti vegarins sem
slysið varð á. Aðrar hugleiðing-
ar dómara um aðstæður á slys-
stað eru einnig gagnrýndar þar
sem rétt hefði verið að nota lög-
regluskýrslur af vettvangi.
Gunnar M. Guðmundsson er
ekki fastur dómari við Hæsta-
rétt en var kallaður til sérstak-
lega til að dæma í þessu máli.
Fyrir nokkrum árum sat hann
um skeið í lögmannanefnd
tryggingafélaganna og hefur
•Gísli gagnrýnir að
í nýlegum dómi í
máii hans gegn Sjó-
vá/Almennum og
Brimborg hf. hafi
Hæstiréttur ekki tek-
ið tillit til neinna
gagna sem lögð
voru til grundvallar
dómi héraðsdóms,
sem var Gísla í vil.
Gísli gagnrýnt að Gunnar sé of
tengdur tryggingafélögunum til
að geta kveðið upp hlutlausan
dóm á hendur þeim.
WGGINGAFELOGIN TEFJA
FYRIR MALUNUM
Gísli segir að svo virðist sem
tryggingafélögin geri sér það að
leik að tefja mál og áfrýja dóm-
um héraðsdóms og koma þann-
ig í veg fyrir að fólk geti staðið í
kostnaðarsömum málaferlum.
Til dæmis hafi þetta tiltekna mál
nú þegar kostað hann stórar
fjárhæðir auk allrar þeirrar fyr-
irhafnar og óþæginda sem fylgja
málaferlum í sex ár. Gísli vill að
lokum taka fram að hann sé ekki
að fara með málið í fjölmiðla til
að vekja athygli á sjálfum sér.
„Tilgangurinn er að vekja at-
hygli á slælegum vinnubrögðum
Hæstaréttar og benda fólki á að
það þurfi að hugsa sig vandlega
um áður en það reynir að leita
réttar síns í því réttarkerfi sem
við búum við á íslandi í dag,“
segir Gísli Konráðsson.B
SVEINBJÖRN ER AÐ SKRIFA
Blöðruveldið.
BJÖRN AFTUR?
Eins og komid hefur
fram í Póstinum er dag-
skrárstjóri sjónoarps,
Sveinbjörn Baldvinsson,
í fjögurra mánaða leyfi
til að klára handrit að
Blöðruceldinu. Innan
sjónvarpsins gengur nú
sú saga að Soeinbjörn
komi ekki aftur úr leyf-
inu heldur hœtti sem
dagskrárstjóri. ■
Biður
RÁÐUNEYTIÐ
Þorsteinn fékk bréf frá
LÖGMANNI ÓLAFS ÞAR SEM
KVARTAÐ ER YFIR HARALDI.
mmsmm
Jón Magnússon, lögmaður
Ólafs Gunnarssonar
refsifanga, hefur sent
Þorsteini Pálssyni dóms-
málaráðherra beiðni um
íhlutun ráðuneytisins.
Fer lögmaðurinn fram á
að Þorsteinn hlutist til
um að jafnrœðisreglu
laga verði beitt og Ólaf-
ur fái eðlilega meðferð.
í bréfi lögmannsins eru
rakin ýmis dœmi um það
hvernig Ólafur hefur
oerið lagður í einelti af
fangelsismálayfirvöld-
um. Eru þau að hluta til
rakin til ágreinings Ól-
afs og Haraldar Johannes-
sen, yfirmanns Fangels-
ismálastofnunar. Kemur
fram að Ólafur hefur
verið vistaður á A-gangi
á Litla-Hrauni, en þar
þykir vistin verri en
annars staðar og er ein-
göngu fyrir erfiða refsi-
fanga. Þeir sem dœmdir
voru með honuni hafa
allir verið fluttir
annað.M