Helgarpósturinn - 24.07.1995, Síða 2

Helgarpósturinn - 24.07.1995, Síða 2
FRETTIR MWNWBWGUJFP24' Lokuðust inni í lyftu Á laugardaginn lokuðust tvær pólskar stúlkur inni í lyftu í fjölbýlishúsi við Blikahóla. Stúlkurnar heita Olga og Marlene, tíu og ellefu ára. Höfðu þær komið til landsins fyrr um daginn með Genowefu, ömmu sinni, í heimsókn til Soffíu Sigurðs- son, föðursystur sinnar, en hún hefur verið búsett hér- lendis í sex ár. „Það er engin lyfta í hús- inu þar sem stúlkurnar búa í Póllandi og þær langaði til að fara eina ferð upp með lyftunni,“ segir hún. „Eg var- aði þær við að lyftan stopp- aði stundum en þær sögð- ust ekki hafa áhyggjur af því.“ Þegar lyftan með þær Olgu og Marlene var síðan á milli fjórðu og fimmtu hæð- ar stöðvaðist hún fyrirvara- laust, en sjö hæðir eru í hús- inu. Soffía og fjölskylda hennar reyndu árangurs- laust að hjálpa stúlkunum úr lyftunni og var slökkvilið- ið því kallað á vettvang. Tókst liðsmönnum þess að opna dyrnar eftir að Olga og Marlene höfðu verið inni- lokaðar í lyftunni í um það bil klukkustund. Þær hyggj- ast dvelja hérlendis um mánaðar skeið.B Mæðgurnar Soffía og Genowefa með Marlene, 10 ára, og Olgu, 11 ára, sem sátu fastar í lyftunni. Sigurður, sonur Soffíu, er með þeim á myndinni. Mál Sigurðar komið til Strassborgar Sigurður Georgsson hæstarétt- arlögmaður hefur kært úrskurð Hæstaréttar til mannréttinda- dómstólsins í Strassborg. Hann var þar dæmdur á grunni um- mæla sem hann viðhafði í blaða- grein í Pressunni þar sem fjallað var um falsaða erfðaskrá. Már Pétursson héraðsdómari kærði Sigurð fyrir lögmannafélaginu og málið fór svo fyrir Hæstarétt þar sem úrskurður lögmannafé- lagsins var staðfestur um að Sig- urður hefði brotið af sér sem málflytjandi. Sigurður var ósátt- ur við dóminn og taldi að hann væri ekki í samræmi við stjórn- arskrá eða mannréttindasátt- mála Evrópu. Hann hefur nú skilað greinargerð til mannrétt- indadómstólsins og það hefur íslenska ríkisstjórnin einnig gert. Málið hefur enn ekki verið flutt, en Magnús Thoroddsen mun flytja það fyrir hönd Sig- urðar.H Víkingasveitin ræðst inn á aðgerðarlausan mann á Kleppsveginum Víkingasveitin yfirbugaði mann á Kleppsveg- inum á föstudag. • Síðastliðinn föstudag var Víkingasveitin send að fjölbýlishúsi á Kleppsvegi milli Dalbrautar og Laugarnesvegar vegna þess að lögreglan hafði rökstuddan grun um að í herbergi í húsinu væri maður vopnaður skammbyssu. Svo reyndist þó ekki vera. Hins vegar hafði maðurinn hnífa og hornaboltakylfu í her- bergi sínu að sögn lögreglunn- ar. Maðurinn, sem er á fertugs- aldri og mun eiga við geðræn vandamál að stríða, býr í her- bergi í húsinu en hefur verið vísað á dyr af húsráðanda. Mað- urinn bjó í húsinu áður en flutt- ist þaðan. Fyrir um mánuði flutti hann til baka í herbergið, algjörlega í óþökk húsráðand- ans, ungrar konu sem einnig býr í húsinu. Maðurinn hefur gert þessari konu lífið leitt um Íangt skeið og segja má að hann hafi ofsótt hana. Hann neitar að flytja úr herberginu og getur tekið langan tíma fyrir konuna að fá úrskurð um útburð mannsins. ÆTTIAÐ VISTAST Á STOFNUN Einn viðmælenda Póstsins, sem þekkir til mannsins, segir að samkvæmt sínu mati sé geð- heilsu mannsins þannig háttað að hann ætti að vistast á stofn- un, en að það virðist þó ekki vera skoðun heilbrigðisyfir- valda. Heimild innan lögregl- unnar segir að þeir þekki vel tíl mannsins, hann sé ofsafenginn og hefnigjarn og hafi ofsótt um- rædda konu í heilt ár. Á föstudaginn, þegar Víkinga- sveitin iagði til atlögu við mann- inn, var ekkert sérstakt um að vera í húsinu. Ákveðið hafði ver- ið að afvopna manninn, en lög- reglan segist hafa haft rökstudd- an grun um að hann hafi verið vopnaður skammbyssu, eins og áður sagði. Víkingasveitin braut upp hurð á herbergi mannsins og var hann síðan handtekinn án mótspyrnu, yfirheyrður og sleppt lausum á laugardag.B þaö Ja en var aö þeir gott eins ekki voru niðursneiddir Þetta var líka í FRÉTTUM Aftur jókst skjálftavirkni við Hveragerði og er eins og skjálfta- svœðið þokist vest- ur á bóginn. Búið er að bora eftir heitu vatni í Krísuvík. Tveer ungar stúlk- ur slösuðust í bíl- veltu í Fljótum, þar afönnur al- varlega. Varhún flutt suður í þyrlu. Leiguverð á rœkju- kvóta hefur hœkk- að um 700 pró- sent. Samningagerð vegna Hvalfjarðar- ganga er að hefjast og er undirbúning- ur hafinn í fímm löndum. Yfírvöld í Kópavogi boða aðgerðir til að leita að íbúum. Austur-Skaftfell- ingar íhuga út- flutning á jökulís. Æfíngum varnar- liðsins lauk á laug- ardaginn, degi fyrr en œtlað var. Ekiðá dreng á hjóli á Sel- fossi Nokkuð var um árekstra í um- dæmi Selfosslögreglunnar í gær. Sá alvarlegasti þeirra varð laust fyrir hálfsjö í gærkvöldi þegar ekið var á dreng á hjóli á mótum Suðurlandsvegar og Ártúns, skammt vestan Ölfusárbrúar. Drengurinn mun hafa meiðst töluvert og var fluttur til að- hlynningar á slysadeildina á Sel- fossi. Skömmu áður varð harður árekstur á Suðurlandsvegi á gatnamótunum við Hveragerði, en þar mun stöðvunarskylda ekki hafa verið virt. Annar harð- ur árekstur varð síðan í Hvera- gerði upp úr klukkan átta í gær- kvöldi, en talið er að ökumaður annarrar bifreiðarinnar hafi sofnað undir stýri. Engin slys urðu á fólki. Seifosslögreglan segir að geysimikil umferð hafi verið í Árnessýslu um helgina.H Lagaði ör- yggisbelti og ók út af Ung stúlka úr Fljótunum slas- aðist alvarlega á baki þegar jeppi sem hún ók endastakkst út fyrir veg á móts við Stóru-Þverá um tvöleytið í gærdag. Stúlkan kast- aðist út úr bílnum eina tíu metra að því er talið er. Hún var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Borgarspítalann í Reykjavík. Önnur stúlka á svipuðu reki var farþegi í bílnum en hún slasaðist minniháttar. Stúlkan sem ók mun hafa ætlað að hagræða ör- yggisbelti sínu og misst við það stjórn á jeppanum.B

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.