Helgarpósturinn - 24.07.1995, Side 4

Helgarpósturinn - 24.07.1995, Side 4
FRETTIR jF$, Póstinum fyrir réttum þremur vikum var skýrt frá því að Rannsóknarlögregla ríkisins hefði lokið við að rannsaka mál Júlíusar Norðda- hl, sem banaði Sigurgeiri Sig- urðssyni, fyrrverandi fóstur- föður sínum, í maí með akst- urslagi sínu. Einungis átti þá eftir að senda málið til ríkis- saksóknara þar sem gefa átti út ákæru ef ástæða þætti til. Þær upplýsingar fengust hjá saksóknara sl. fimmtudag að málið hefði borist þangað þá um morguninn. Það liðu því a.m.k. þrjár vikur frá því rannsókn málsins var lokið þar til það barst ákæruvald- inu. Júlíus hefur nú verið svipt- ur ökuréttindum, en Pósturinn sagði frá því fyrir hálfum mánuði að hann æki enn um á bílnum sem hann ók á Sig- urgeir. Systir Sigurgeirs líkti því við að afhenda einhverj- um sem hefði skotið mann Geysilega gleðilegt hvernig biskup hefur söðlað u Sigurgeir Sigurðsson. Oratíma hefur tekið að senda mál banamanns hans frá RLR til saksóknara. byssuna aftur. Tveimur dög- um eftir að fréttin birtist var Júlíus sviptur ökuréttind- um.l „Mér finnst geysilega gleðilegt hvernig biskup hefur söðlað um; frá því að vera neikvæður gagnvart þeirri þjónustu sem Benny Hinn veitir yfir í að sýna áhuga og jákvæðni gagnvart þjónustu hans. í ljósi atburða vona ég að brátt megi merkja ákveðnar stefnubreytingar hjá kirkjunni og að íslenska kirkjan fari loks að hrista af sér doðann sem ein- kennt hefur starf hennar undan- farið ár. Það eru nýir tímar að renna upp á íslandi, og ég staðhæfi að Hvað segir Gunnar Þorsteinsson predikari um við- brögð biskups við komu Bennys Hinn til íslands? þjónusta, eins og sú sem Benny Hinn veitir, sé engin tískubóla. Síður en svo. Þetta er komið til að vera.“B Sextán tonna UXANN Jason Chadderton vill ÓLMUR KVÆNAST BjÖRK. Björk fær BÓNORÐ t nýjasta tölublaði bandaríska tímaritsins Details er að finna bón- orð til Bjarkar Guð- mundsdóttur. Um er að rœða aðsent bréffrá Ja- son nokkrum Chadder- ton, sem býr íAustin í Texas. Hann lýsiryfír mikilli ánœgju með við- tal í blaðinu tyrir . nokkru þar sem Björk fjallaði opinskátt um kynlífsitt. Björk hefur' reyndar sagt í öðrum viðtölum að ekki hafi al- veg verið rétt eftir henni haft í þessu viðtaíi. Engu ■ að síður lýsir Jason yfír mikiíli ánœgju með um- mcefi Bjarkar og biður hana að staldra við í Austin þegar hún eigi leið þar framhjá og gift- Bryndís Einarsdóttir ætlar að giftast norskri konu í lok mánaðarins I Samkvœmt ónefndum heimildum er von á sex- tán tonna bryndreka anno ‘54 á UXA-hátíðina um verslunarmannahelg- ina. Einhverjir framtaks- samir einstaklingar hafa komið fimm þúsund watta söngkerfi fyrir í afturenda þessa óvenju- þunga forngrips, og mun það framleiða gtfurlegan hávaða efrétt er að mál- um staðið. Ekki er vitað hverjir standa á bak við hingaðkomu þessa há- vœra bryntrölls, en þó hefur kvisast út að það séu engir aðrir en með- limir einhverrar frœg- ustu hljómsveitar síðari ára. UXA-menn verjast allra frétta, en geta þó ekki neitað að þarna sé um að rœða hina gagn- merku danssveit. Ástœð- an fyrir því að UXA-menn treysta sér ekki tit að staðfesta þessar sögu- sagnir er að þeirra sögn sú, að jafnvel þótt þeir viti með vissu að bryn- drekinn er sextán tonn að þyngd hafa þeir ekki enn fengið uppgefna lengd hans, en afhenni mun fara tvennum sög- umM II j • „ViðTmgsuðum sem svo: Af hverju ekki að notfæra sér þenn- I an möguleika þegar hann er fyrir hendi?“ segir Bryndís Einars- Idóttir, íslensk kona búsett í Osló, en hún ætlar að ganga í hjóna- band með ástkonu sinni, Vigdísi Raste, í næstu viku. „Þetta er | mikilvægt upp áíélagsleg réttindi og gagnvart fjölskyldunni þýð- | ir það að sambandið sé manni mikils virði og jafnframt yfirlýsing I um að maður ætli að rækta það.“ IÞrítugasta apríl 1993 náðu samkynhneigðir í Noregi þeim Iáfanga í réttindabaráttu sinni að mega ganga í hjónaband og þær fyrstu til að notfæra sér það voru tvær rosknar konur, Wenc- he Lowzow, fyrrverandi þing- maður sem játaði samkyn- hn'eigð sína í norska þinginu, og IKim Frile, sem var einn af stofn- endurh norsku samtakanna á Ifimmta áratugnum ög ötull þar- áttumaður fyrir réttindum sam- kynhneigðra allar götur síðan. I„Það er orðið algengt í Osló að samkynhneigðir láti pússa sig Isaman, en það eru þó að stærst- um hluta karlmenn,“ segir Bryn- Idís. „Við Vigdís ætlum að gifta okkur í þinghúsinu, þetta verður einföld borgaraleg vígsla en við I ætlum að klæðast þjóðbúning- ■ um til að gefa þessu hátíðlegan I blæ. Síðan höldum við litla veislu fyrir fjölskyldu og vini,“ segir hún og bætir við að þær ætli að bjóða upp á hangikjöt. Ekki hákarl og brennivín? „Nei, hangikjöt og brennivín. Maður hefur ekki efni á að missa þessa fáu vini sem maður á.“ NOTALEGT AÐ FÁ FRIÐ „Ég kynntist Vigdísi fyrir tólf árum þegar' ég flutti til Oslóar, en þá stóð ég í ástarsambandi við konu í norska kvennafót- boltalandsliðinu. Þaðeru breytt- ir tímar á íslandi og krakkar sem eru að uppgötva kýnhneigð sína í dag éru afslappaðri gagnvart þessum hlutum. Þegar ég bjó heima var ég sífellt meðvituð um hvað ég væri sýnileg, enda er þjóðfélagið lítið og allir vissu allt um alla. Að búa í stórborg er öðruvísi og það var mjög nota- legt að fá að vera í friði. íMbI ■lim r ; r \ í f C „Egerfrekar tvístígandi í þessari umræðu um börn og samkynhneigða oghefekki myndað mér neina ákveðna skoðun, en það I* er þó alveg Ijóst að börn hafa ekki nema gott af því að alast upp með tveim- ur konum.“ i Við Vigdís höfum verið saman í fimm ár og tókum þessa ákvörðun ekki alls fyrir löngu. Það var kominn tími til að ein- hver úr fjölskyldunni gifti sig. Ég á átta systkini og við eruni óvenjuleg að því leyti að systk- ini mín hafa sett starfsframann ofar fjölskyldulífinu og ekkert þeirra hefur enn gengið í hjóna- band. Mér finnst svolítið sniðugt að ég skuli verða fyrst til þess.“ ÞEGAR ÉG VERÐSTÓR Bryndís er 37 ára að aidri og er að læra til kokks, en Vigdís er árinu ýngri. „Ég ætla að verða kokkur þegar ég verð stór,“ seg- ir hún hlæjandi, en aðspurð um hvort þær langi til að taka að sér eða eiga barií svarar hún því neitandi. „Ég er frekar tvístíg- andi í þessari umræðu um börn og samkynhneigða og hef ekki myndað mér neina ákveðna skoðun, en það er þó alveg ljóst að börn hafa ekki nema gott af því að alast upp með tveimur konum. Ég hef hugsað þessi mál pg kpmist að þeirri iiiðurstöðu að ég eigi nóg með sjálfa mig.“ Bryndís segir að þær séu fé- lagar í samtökunum en ekki virk- ' ar í starfi samkynhneigðra. „Við erum frekar heimakærar og um- göngumst samkynhneigða ekki öðrum fremur. Þáð er ákveðinn tími í Iífinu sem maður þarf þennan stuðning og stöðuga umgengni, en í dag finnst mér samkynhneigðin orðin aukaat- riði.“ Að lokum segir Bryndís að þær hafi ekki ákveðið hvernig þær eyði hveitibrauðsdögunum en þær séu báðar í fríi og nokk- uð ljóst að dögunum þeim verði' vel varið.B

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.