Helgarpósturinn - 24.07.1995, Page 6

Helgarpósturinn - 24.07.1995, Page 6
FRETTIR Útgefandi Ritstjóri Aðstoöarritstjóri Framkvæmdastjóri Auglýsingastjóri Miðill hf. Gunnar Smári Egilsson Sigurður Már Jónsson Kristinn Albertsson Kristinn Karlsson Setning og umbrot: Morgunpósturinn Filmuvinnsla og prentun: Oddi hf. Verð í lausasölu kr. 99.- SKOÐANIR BLAÐSINS Prinsipplaus utanrikisstefna ■ ■ Undanfarið höfum við íslendingar gengið í gegn- um þarfa og tímabæra umræðu um mannréttindi og baráttu fyrir þeim um allan heim. Um leið höfum við fengið tækifæri til að úttala okkur um afstöðu okkar til ríkja sem brjóta mannréttindi. Sú umræða hófst eftir að léleg ensk heimildamynd var sýnd hér í ríkissjónvarpinu um mannréttindabrot í Kína. Viðbrögð flestra virðast vera á þá lund að mannréttindi séu afstæð og taka verði mið af ólíkri menningu þegar mannréttindi eru annars vegar. Kínverjar eru því taldir hafa ljarvistarsönnun í því máli og um leið flestar þjóðir. Skilaboðin virðast vera þau að varla taki því að ræða um mannréttindamál. Hneyksli í Namibíu ■ ■ Davíð Oddsson forsætisráðherra var í Namibíu nýlega og fór vel á með honum og gestgjöfum hans. Fer lítið fyrir því að Davíð hafi verið mjög uppnæmur yfir ástandinu þar, en í nýlegri frétt úr Spiegel, sem birtist í blaðinu í dag, var stjórnin um lfkt leyti búin að senda stjórnarandstöðuna heim þannig að þingræðið var í upplausn. Voru þetta eftirköst „borholuhneykslisins“, þar sem forsetinn og fylgisveinar hans lágu undir grun um að hafa stolið fjármunum sem verja átti til þróunar- aðstoðar. Það er því ljóst að það er nokkurn veginn sama hvert litið er; við hnjótum alls staðar um gróf brot gagn- vart mannréttindum og lýðræði. Það fer því að verða tímabært fyrir íslensk stjórnvöld að móta stefnu um við- brögð við slíkum uppákomum. Við getum að minnsta kosti ekki stungið höfðinu í sandinn og umgengist þess konar stjórnvöld eins og ekkert sé. Aukum réttindi samkynhneigðra ■ ■ I blaðinu í dag er frétt af íslenskri konu sem er að ganga í hjónaband í Noregi. Þar er réttindabarátta sam- kynhneigðra komin það langt að hjónaband er leyft með öilum réttindum sem því eru samfara. Hér heima er hins vegar kyrrstaða í þessum málum. Það var nefnd starf- andi sem lagði til að samkynhneigðir mættu stofna til sambúðar og fengju margvíslegan rétt. Nefndin vildi hins vegar eklci ganga alla leið og veita samkynhneigðum rétt til jafns við aðra og hlaut þess vegna ekki samþykki samtaka samkynhneigðra. Síðan hefur málið legið í salti. Ráð væri að hefja starfið aftur og horfa til þess hver rétt- indi samkynhneigðra í nágrannalöndunum eru og sníða reglurnar eftir því. Siðferði í viðskiptum ■ ■ Undanfarið hafa verið mikil blaðaskrif um sið- ferði í viðskiptum vegna sölu á Kaffi Reykjavík og eftir- köst þess. Ljóst er að þeir sem seldu þar hafa teygt sig nokkuð langt þótt tæplega verði sótt að þeim með lög- um. Málið minnir hins vegar á að til að menn séu teknir alvarlega í viðskiptum verður að viðhafa tiltekin siðalög- mál. Umræða um siðferði í viðskiptum er eitt af því sem gjarnan mætti vera háværara hér á landi. Pósturínn Vesturgötu 2, 101 Reykjavík, sími 552-2211 fax 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2243 Tæknideild: 552-4777 Auglýsingadeild: 552-4888, símbréf: 552-2241 Dreifing: 552-4999 Fréttaskotið: 552-1900 Smáauglýsingar: 552-5577 Skrifstofa Morgunpóstsins er opin mánudaga til föstudaga frá 9:00 til 17:00 Dreifingar- og áskriftardeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 8:00 til 19:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00 Auglýsingadeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 9:00 til 18:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00 Smáauglýsingadeildin er opin frá 9:00 til 21:00 virka daga, nema miðvikudaga, til 18:00, 12:00 til 16 á laugardögum og milli 12:00 og 18:00 á sunnudögum. Verður að varðveita flóru Islands Hvað segir Þrándur Thoroddsen þýðandi um baráttuna gegn lúpínunni? ungis þar sem land er autt og Þannig tel ég að þeir hafi gert á engan veginn heima þar. Lú- þarf á gróðri að halda til að rétt í Öskjuhlíðinni að gefa lúpín- pínan á ekkert erindi í Öskjuhlíð- dafna og taka við sér. unni engin grið, þar sem blómið ina.“H og ökuréttindalausum á stolnum, númerslausum bíl fullum af þýfi Bmiieog Að morgni dagsins sem þau Sigurjón Pétursson og Sigríður Hákonardóttir Waage, sem kölluð hafa verið hin íslensku Bonnie og Clyde, voru handtekin í Grímsnesinu var lögreglan beðin að hafa afskipti af þeim í húsdýragaröi í nágrenni Selfoss. Þrátt fyrir að Sigríður væri þá augljóslega í „annarlegu ástandi", eins og það er orðað; þrátt fyrir að Sigurjón væri ökuréttindalaus og að bíll, sem þau voru á, væri stolinn, númerslaus og fullur af þýfi fékk parið að fara frjálst ferða sinna. „Ég verð að játa að ég er á báð- um áttum, þar sem lúpínan hefur látið gott af sér leiða þar sem jurtin hefur hentað. Ekki er hins vegar langt um liðið frá því ég las greinargerð sem kona nokkur hafði skrifað um framgang lúpín- unnar á Nýja-Sjálandi, en þar kom fram að blómið hafði lagt undir sig stærri landsvæði en því var í upphafi ætlað og fari svo hérlendis fer mér ekki alls kostar að lítast á blikuna. Þrátt fyrir að lúpínan gleðji augað er hún ansi frek. Við verð- um að varðveita þá sérkennilegu flóru sem skrýðir ísland og það má fyrir alla muni ekki sá lúpín- unni í gróinn jarðveg heldur ein- Páll Skúlason og félagar í heim- spekinni þurfa að velja sér lektor. Slegist um lektors- stöðu í Há- skólanum Fyrir skömmu var auglýst staða lektors í heimspeki við Há- skóla íslands. Þegar staðan var auglýst vakti nokkra athygli að tekið var fram að umsækjendur þyrftu að hafa lokið doktorsprófi eða vera í þá mund að ljúka því. Þykir mörgum spennandi að sjá hver hlýtur stafið, en margir efnilegir heimspekingar hafa lok- ið doktorsprófi á seinni árum. Má þar nefna Sigríði Þorgeirsdótt- ur, Loga Gunnarsson, hálfbróður Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra, og Kristján Kristjánsson, svo fáeinir séu nefndir. Einnig hefur Róbert Haraldsson getið sér gott orð við kennslu í Háskólan- um þótt ekki hafi hann doktors- gráðu.B Gífurlegar grjótskriður í Kaldbaksvík Mikið grjóthrun var úr Kald- bakshorni í gærdag. Að minnsta minnsta kosti þrjár skriður féllu á veginn sunnan við víkina og í sjó fram. Fólk sem dvelur í sum- arhúsi við víkina sunnanverða forðaði sér á hlaupum og á bílum þegar seinni skriðan féll, en fólk- ið var að vinna að hreinsun veg- arins eftir fyrstu skriðuna. Sam- kvæmt upplýsingum Jóns Harðar Elíassonar, verkstjóra hjá vega- gerðinni í Hólmavík, í gærkvöldi er stöðugt hrun úr hamrinum og algjörlega óvíst hvenær óhætt er að senda menn til að opna veg- inn. Jón segir þó að það verði í fyrsta lagi á morgun. Skriðan mun vera töluvert umfangsmikil, fleiri hundruð rúmmetrar, og í henni stór björg. Kaldbakshorn er 508 metra hátt og í því eru miklar grjótskriður. í vetur féll snjóflóð norðan- megin í víkinni og olli stór- skemmdum á nýuppgerðu sum- arhúsi sem þar er.B Á Þingborg í Hraungerðis- hreppi var um nokkurra vikna skeið í sumar rekinn húsdýra- garður til reynslu. Sunnudaginn níunda júlí lögðu þau Sigríður og Sigurjón leið sína í þennan garð og hleyptu þar úr búri stálpuðum hrafnsungum. Ábú- andinn, Sigurgeir Hilmar Frið- þjófsson, skólastjóri Þingborg- arskóla, hringdi á lögreglu, sem kom á staðinn skömmu síðar. „Það var um ellefuleytið á sunnudagsmorgun að ég tek eftir því að það er fólk í móan- um hérna við bæinn,“ segir Sig- urgeir. „Þetta var par og virtist eiga í einhverjum átökum. Skyndilega taka þau strikið í húsdýragarðinn. Eg fer í stíg- vélin og fer út til þeirra, býð góðan daginn og segi að garð- urinn sé ekki opnaður fyrr en klukkan fjórtán en þau svara mér engu og halda bara áfram að jjrátta." L0GREGLA K0LLUÐ TIL „Ég sé nú strax að ekkert þýð- ir fyrir mig að tjónka við þau því þau eru bæði greinilega í ein- hverju annarlegu ástandi en hún þó sérstaklega, eins og undir áhrifum lyfja,“ segir Sigurgeir. „Ég afræð að hringja í lögregl- una, sem er nú fremur óvanalegt hér í sveit, og á meðan ég er að því hleypir stúlkan hrafnsung- unum út. Þeir vissu sem betur fer ekkert hvað þeir áttu að gera greyin og náði ég þeim fljótlega þótt þeir væru svo gott sem fleygir. Lögreglan kemur um svipað leyti og ég náði fuglun- um. Þá var maðurinn farinn upp að hliði, þar sem bíllinn stóð, en stúlkan var úti á túni og vildi greinilega ekki fara til mannsins af einhverjum ástæðum. Lög- reglan gefur sig á tal við mann-

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.