Helgarpósturinn - 24.07.1995, Side 14

Helgarpósturinn - 24.07.1995, Side 14
 Marko Tanasic hefur spilað vel með Keflvíkingum það semaf er sumri. Fyrirsjáanlegt tap á þátttöku Keflvíkinga i TOTO-keppninni fmm þegar þátttöku Kefl- víkinga er lokið í Inter- TOTO-keppnlnni er ekki úr vegi að athuga nánar hvað þátttakan kostaði ÍBK. Keflvíkingar riðu reyndar ekki feitum hesti frá viðureignum sínum við erlendu liðin, en fengu þcá dýrmæta reynslu. íslandsmótið hefur verið sett úr skorð- um með þessu og Keflvík- ingarnir hafa þurft að spila tvo leiki á viku frá 14. júní og sú törn stend- ur til 12. ágúst. Ekki eru forráðamenn allra fyrstu- deildarliðanna á eitt sátt- ir um tilhögun keppninn- ar og telja hana skarast óþarflega við ísiandsmót- ið. Til að mynda kemur þetta sér illa fyrir bæði Frammara og Leifturs- menn. Leiftursmenn voru komnir á fljúgandi sigl- ingu en þeir spiluðu ekk- ert í tvær vikur vegna þátttöku ÍBK í TOTO. Spurningar vakna um hvort þátttaka í keppn- inni sé fýsilegur kostur, staðreyndin er sú að í keppninni voru ekki nein evrópsk stórlið og að- sókn á heimaleikina tvo var langt fyrir neðan væntingar. Segja kunnug- ir að fjöldi áhorfenda hafi oft verið meiri á deildar- leikjum en á umræddum leikjum, þannig að segja má að áþreifanlegur gróði af keppninni liggi ekki fyrir. Gera má ráð fyrir að innkoman í kass- ann sé ekki yfir 300 þús- undum. Til að fræðast nánar um útgjöld ÍBK var haft samband við Birgi Þór Runólfsson, gjaldkera knattspyrnudeildar ÍBK. Hverjir eru kostnaðar- liðir ÍBK við keppnina og hvað borga mótshaldar- ar? „Það liggur ekki alveg Ijóst fyrir hver tekjuhlið- In er, en ég get sagt ykkur hver kostnaðurinn er." Er ekki Ijóst hverjar tekjuhliðamar eru? „Öll lið sem þátt taka í Evrópukeppni fá styrk frá sambandinu. Við fáum tii- greindan lágmarksstyrk frá þeim, en hvort við fá- um eitthvað meira liggur ekki fyrir. Styrkurinn frá Evrópusambandinu er getutengdur og því eru líkur til að við fáum ekki meira en þá upphæð sem þeir gáfu upp í bréfi til okkar. Sú upphæð var 1,1 milljón." KQSTNAÐURINN UM 2,6 MILUONIR Hver er þá kostnaðurinn við þátttökuna? „Eg er ekki með þá tölu hundrað prósent á hreinu, en gróf ágiskun er 2,6 miiljónir. Svo er eftir að taka inn í tekjur af miðasölu, um 250 þús- und.“ Það má þá segja að tap- ið af þátttökunni sé um 1.300 þúsund. „Já, það iítur út fyrir það ef við fáum ekki meiri styrk frá UEFA.“ Munuð þið taka þátt í TOTO-keppninni aftur ef ykkur býðst það? „Við erum ekkert farnir að skoða það, en þetta fer að bitna á okkur meiðsla- lega séð. I leiknuin gegn KR gat Jóhann Magnússon ekki verið ineð og Ragnar Margeirsson þurfti að fara af velli um miðjan fyrri hálfleik." 6AMANEN EKKI ÞESS VIRÐI Þótt Keflvíkingarnir komi illa út úr keppninni fjárhagslega gætu íslensk lið komið út í gróða í svona keppnum. Póstur- inn spurði manninn sem kann að græða á svona keppnum, Gunnar Sigurðs- son, formann ÍA, hvort Skaginn myndi taka þátt í TOTO-keppnijini ef hon- um byðist. „Ég efast um það. Við leggjum það mikið upp úr Islandsmót- inu að við förum ekki að taka séns á að taka þátt í svona keppni um mitt mót. Þetta er alltof mikii áhætta, þetta er gaman en ekki þess virði.“M Vann flmmta skip Spánverjinn Miguel Indurain skráði nafn sitt á spjöld sögunn- ar í gær þegar hann sigraði í To- ur de France-hjólreiðakeppn- inni fimmta árið í röð. Engum hefur áður tekist þetta og að minnsta kosti líða ein fimm ár þar til það gerist aftur. Með þessu afreki sínu hefur Indurain skipað sér sess meðal mestu nú- lifandi íþróttagarpa. Tour de France-keppnin, sem haldin er ár hvert í Frakklandi, þykir ákaf- lega erfið. Hjólreiðamennirnir þurfa að hjóla 3.635 kílómetra langa leið á þremur vikum, í tuttugu áföngum. Þótt Indurain hafi ekki komið fyrstur í mark á Sindri Grétarsson: Skorar í hverj- um leik. Eyjapeyi á skotskón- um a íslandi Champs Elysées í gær vann hann yfirburðasigur í keppn- inni. Hann varð 4 mínútum og 35 sekúndum á undan Sviss- lendingnum Alex Zuelle sem varð í öðru sæti. í þriðja sæti varð svo Daninn Bjarne Riis. Nú þegar eru spekingar farnir að spá í hvort Indurain vinni á næsta ári, en hann er 31 árs að aldri og er annar elsti maðurinn til að vinna TdF síðastliðin 35 ár. Mótshalídarar, sjálfir Frakk- ar, eru ekki nógu ánægðir með frammistöðu sinna manna. Síð- ustu sex ár hefur enginn Frakki endað meðal þriggja efstu manna.B ÍT, Sindri Grétarsson, sem spilar með annarrardeildarliði HK, ger- ir það ekki endasleppt. Hann hef- ur skorað í hverjum leik sem hann hefur spilað fyrir félagið og er nú einn af markahæstu leik- mönnum annarrar deildar. Sindri kom til HK frá BÍ, þar sem hann skoíaði 19 mörk, en hann er Vestmanneyingur og á 24 leiki að baki með ÍBV. Sindri hefur átt í þrálátum meiðslum í ökkla og nára, og byrjaði ekki að spila með HK fyrr en í fjórðu umferð. Hvernig líkar þér hjá HK? „Mér líkar ágætlega, þetta eru frábærir strákar og góður þjálf- ari, en stjórnin mætti taka sig verulega á.“ Sindri hefur ekki enn spilað heilan leik með félaginu vegna meiðsla og œfir ekkert, spilar bara. Ertu svona góðurl „Það hefur allt gengið upp og maður hefur nýtt færin mjög vel.“ Nú hafið þið ekki unnið marga leiki það sem af er tímabilinu, er ekki svekkjandi að skora í tap- leikjum? „Það getur verið svolítið þreyt- andi að skora og skora án þess að Iiðið vinni, því auðvitað er maður í þessu til að vinna leiki. Við erum hins vegar á uppleið og ætlum okkur að standa okkur í seinni umferðinni.“ Á að reyna fyrir sér í fyrstu deildinni á næsta ári? „Það er náttúrulega stefnan, svo verður tíminn bara að leiða í ljós hvað gerist.“B Islandsmeistarar síöastliðinna þriggja ára og á góðri leii með að innbyrða fjórða titilinn, þótt mótið sé ekki nema hálfnað. i • Velgengni Skagamanna er lyginni líkust. Þeir hafa nú þegar unnið þrjá íslandsmeistaratitla í röð og fátt bendir til annars en þeim verði afhentur bikarinn löngu fyrir mótslok, slíkir eru yfir- burðirnir. Þetta er kannski enn athyglisverðara fyrir þá sök að Skagamenn hafa orðið fyrir ýmsum áföllum á undanförnum ár- um. Þeir misstu Arnar Gunnlaugs- son, Þórð Guðjónsson og Bibercic, sem voru markakóngar íslands- mótsins sitt árið hver. En maður kemur í manns stað og í ár dreif- ist markaskorun nokkuð milli leikmanna, það er helst hinn sí- ungi Ólafur Þórðarson sem er lík- legur til að verða markakóngur. SMAKALLAR A BEKKNUM Það virðist vera sama hversu mikið af strákum fer frá þeim; alltaf eru einhverjir til að fylla í skörðin. Það er ekki nóg með að Skagaliðið sjálft sé það lang- sterkasta í deildinni, strákarnir sem verma varamannabekkinn á Skaganum kæmust allir í byrjun- arlið hjá hvaða íslensku liði sem er. í leiknum gegn ÍBV á dögun- um byrjuðu eftirtaldir leikmenn ÍA ekki inn á: Pálmi Haraldsson, Árni Gautur Arason, Dejan Stoic, Bjarki Pétursson, Theódór Hervars- son, Gunnlaugur Jónsson, Arnar Gunnlaugsson og Bjarki Gunn- ^augsson. Sumir voru ekki einu sinni á bekknum. Þvílíkt lið! Eftir níu umferðir eru Skagamenn lang- efstir, hafa ekki tapað stigi og gera það varla í fyrirsjánlegri framtíð, jafnvel þótt með hverj- um sigurleik styttist í tapleik. Þess ber að geta að hvorki Arnar né Bjarki eru byrjaðir að spila með íiðinu og líklega hugsa varn- armenn annarra liða með hryll- ingi til þess dags þegar Skagalið- ið mætir með tvíburana innan- borðs „ofan á allt ánnað“, eins og stuðningsmaður KR orðaði það svo skemmtilega. I ÞJALFARAR 0G GOTT YNGRIFLOKKASTARF Þjálfarar liðsins undanfarin ár eru engir aukvisar. Guðjón Þórð- arson, óumdeildur sigurviss her- foringi; hinn rólegi en yfirvegaði Hörður Helgason, tvisvar tvöfald- ur meistari; og Logi Ólafsson, sem þjálfaði kvennalandsliðið með frábærum árangri í fyrra og áður gerði hann Víkinga að meistur- um. Segja má, án þess að kasta rýrð á neinn, að tímabilið 1992 hafi verið eitt það allra besta sem íslenskt félagslið getur stát- að af, að minnsta kosti hvað varðar íslandsmót og bikar- keppni. Hvernig skyldi standa á , þessari ómældu velgengni? Hvað gerir Skagann svona fram- úrskarandi? Líklega er það öflugt yngriflokkastarf ásamt því að á Skaganum er bara ein íþrótt. Út- ungunarstöðin á Skaganum hef- ur alið af sér bestu knattspyrnu- menn þjóðarinnar, ef undan er skilinn Ásgeir Sigurvinsson, og góð klakstöð gerir að verkum að alltaf eru til góðir, knattspyrnu- menn á Skaganum. Reyndar virð- ■ ast þeir spretta fram fullskapað- ir og þroskaðir sem leikmenn þegar þeir byrja að spila með meistaraflokki. I seinni tíð hefur karfan reytt aðeins af fótboltan- um, en varla svo nokkru nemi, ) enda er knattspyrnan trúar- j brögð þarna uppfrá. \NGBESTA VORNIN 0G MIÐJAN I Skagaliðinu er hvergi veikan - blett að finna og líklega kæmist J átjándi maður hjá þeim í mörg^ önnur fyrstudeildarlið. Mark- j varslan hefur verið í góðu lagi, ] en þar bítast um eina stöðu þeir i Árni Gautur og Þórður Þórðar. > Reyndar hefur verið hálfnáðugt í I markinu hjá Þórði, því vörnin er |

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.