Helgarpósturinn - 24.07.1995, Side 15

Helgarpósturinn - 24.07.1995, Side 15
IÞROTTIR Eiturlyf í enska boltanum Þótt dæmi um eiturlyfja- neyslu leikmanna í fótbolta finnist um allan heim hefur það ekki verið landlægt vandamál í enska boltanum. Svo virðist þó sem áhrifa „Kókaínbræðra“, eins og Bjarni Felixson nefnir þá Mar- adona og Caniggia, gæti víða. Frá því Pau! Merson játaði á sig eiturlyfjaneyslu í vetur hafa engar fréttir borist af vímuefnaneyslu Englendinga. Nú bregður svo við að sautján ára táningur í liði Tranmere, Jamie Hughes, hefur verið dæmdur í tveggja ára keppn- isbann fyrir neyslu á amfet- amíni.H Akraborgartorfæran 1 Gisli sigrar enn — » ?C ,, Éi r Gísli G. Jónsson sigraði í Akra- borgartorfærunni um helgina, en það var þriðja keppnin til ís- landsmeistaratitils. Keppendur á sérútbúnum götubílum voru fyrstir ræstir í þrautirnar en sjö mættu til keppni. Baráttan stóð á milli Siguröar á Lukkutröliinu, Gunnars á Rapparanum og nýlið- ans Kristjáns Hreinssonar á Stjána bláa. Voru þeir nánast jafnir fram að fimmtu þraut þegar Sigurður tók við sér, hristi hina af sér og vann með 1.760 stigum. Gunnar varð annar með 1.550 stig og Kristján sá þriðji. Keppendur í sérútbúna flokkn- um voru tólf. Gunnar skipstjóri Eg- ilsson missti sjálfskiptinguna í annarri þraut og var úr leik og missti af möguleikum á titli. Bar- áttan um titilinn stendur á milli Gísla og Haraldar Péturssonar, en hann hafði forystu fyrstu þrjár þrautirnar. Gísli komst þó fram úr í lokin og sigraði með 1.920 stigum. Einar Gunnlaugsson á Nor- dekk-drekanum varð annar með 1.750 stig og Haraldur þriðji með 1.720 stig.H Gísli G. Jónsson í flugi á Kókómjólkinni unni. Hann er likiegur til að verja titilinn í Akraborgartorfær- , M\Tid/Einar Steinsson C Arangur Skagamanna frá ‘92. 16 1 12 3 Eftir 9 umferðir ótrúlega sterk og fáir sleppa þar í gegn. Miðjan hefur sömuleiðis verið feikisterk, og lið sem hafa herforingja eins og Sigga Jóns þurfa litlu að kvíða. Það er helst að heyra á Skagamönnum að sóknin hafi ekki verið alveg nógu sannfærandi, en ef tvíburarnir Arnar og Bjarki byrja að spila með liðinu er líklegt að sóknar- leikurinn hressist. Annars er gagnrýni á sóknarleik liðsins kannski út úr korti; þeir hafa ásamt ÍBV skorað flest mörk það sem af er móti, alls nítján stykki. Gagnrýnin er líklega til komin vegna þess að menn eru svo ótrúlega góðu vanir þegar Skag- inn er annars vegar. lÉlMAMENN FRAM í FINGURG0MA Áfram um heimamennina. Það er engu líkara en Skagaliðið sé að leika landsleiki þegar það spilar; það leggja sig alltaf allir 100 prósent fram. Nokkuð sem þekkist ekki alls staðar annars staðar, þar sem aðkeyptir leik- menn spila kannski ekki alveg með öllu hjartanu. Á Skaganum spila menn fyrir klúbbinn, sem gerir vel við sína leikmenn. Þá verður að minnast á skynsamleg leikmannakaup. Líklegast gerði Guðjón Þórdarson eina mestu uppgötvun í íslenskum fótbolta þegar hann veðjaði á Ólaf Adólfs- son. Guðjón fékk hann til liðs við Skagann frá Tindastóli og ÓIi segist sjálfur ekki hafa verið fót- boltamaður fyrr en hann kom á Skagann. Eins og alþjóð veit hef- ur Oli vaxið sem leikmaður með hverju ári (í óeiginlegri merk- ingu, hann er nú engin smá- smíð!) og er nú lykilmaður í landsliðinu. Útlendingarnir sem liðið hefur fengið til sín hafa allir staðið fyrir sínu og almenn C Markaskorun Skagamanna 1992-1995 skorað fengið ásig 92 40 19 ‘93 62 16 ‘94 35 11 ‘95 19 3* Eftir 9 umferöir k ánægja verið með þá. Þótt mikil ásókn sé í leikmenn félagsins virðist ekkert innlent félag geta keppt við Skagann. Fjárhags- staða félagsins er slík að þeir eru búnir að festa flesta Ieikmenn sína með álitlegum samningum. Jafnvel gylliboð KR-inga freista ekki, — menn vilja frekar spila fyrir sitt félag. Reyndar eru þeir svo framsýnir að þeir vilja helst ekki missa leikmenn frá sér vegna þess að þeir vilja ekki standa uppi berrassaðir ef til meiðsla kemur. Skagamenn eru fyrir löngu farnir að huga að Evr- ópukeppni, hafa reyndar náð bestum árangri íslenskra félags- liða í þeirri keppni, og vonast til að geta þar notað Arnar og Bjarka. SKALLAGRÍMUR VARALIÐ ÍA Skallagrímur er nú með lið í annarri deild eftir nokkuð langa dvöl í neðri deildum. Segja kunn- ugir að nálægðin við Skagann hjálpi þar til. Nýverið gekk Sig- urður Sigursteinsson til liðs við Skallagrím, en fyrir voru Skaga- mennirnir Haraldur Hinriksson, Valdimar Sigurðsson og fleiri. Valdimar hefur verið marka- hæsti maður Skallagríms mörg undanfarin ár og Haraldur spilar vel með Borgnesingum. Það er engum blöðum um það að fletta að Skallagrímur nýtur góðs af ná- lægðinni við Skagann. „EINFALDLEGA T0PPKLÚBBUR“ Það er vandi að setja saman knattspyrnulið, það þarf að vera vel spilandi og baráttuglatt, eða eins og einhver „stúkusérfræð- ingurinn" sagði: „Það þarf að skora fullt af mörkum og helst ekki fá neitt á sig.“ Á Skaganum er allt til alls. Aðstaðan er góð á íslenskan mælikvarða, eins ferkílómetra æfinga- svæði og sandurinn tryggja góða æfingaaðstöðu. Þá er IA áreiðanlega best rekni klúbburinn á landinu, Gunnar Sigurðsson og fé- lagar í stjórn knatt- spyrnudeildarinnar vita alveg hvernig halda á um taumana á rekstri knatt- spyrnudeildar. Nokkuð sem mörg lið mættu taka sér til fyrirmyndar. Margir halda því fram að leikirnir gegn Feyenoord hafi gefið af sér svimandi upphæðir og lagt grunninn að sterkri fjárhags- stöðu. Það er ekki alls kostar rétt; hvað sem öllum upphæð- um líður er ljóst að þeir fjármunir, sem inn komu, voru líklega klink miðað við það sem kom í kassann við sölu á tvíburunum, Þórði Guðjónssyni og fleirum. Það má því segja að gott ung- iingastarf og kostnað- urinn við það hafi margborgað sig. Skagamenn hafa hins vegar ekki keypt leik- menn, nema erlenda, í dágóðan tíma. Metn- aður og dugnaður Skagamanna virðist engum takmörkunum háður; komi nýr leik- maður í Skagaliðið er hann enginn eftirbátur þess sem hvílir. Nægir að nefna í þessu sam- bandi að Stefán Þórðar- son, kröftugi senterinn þeirra, kom í liðið vegna meiðsla og hef- ur skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum. Það er sama hvernig á málið er litið: ÍA hefur alls staðar algera yf- irburði og auð- vitað eru það fyrst og fremst frábærir leik- menn sem gera Skagalið- ið að því stór- veldi sem það er.H Fyrirliðinn Óli Þórðar með „dolluna" eft- ir að Skagamenn tryggðu sár sigur á ís- landsmótinu í tyrra. Líklega á Óli eftir að hampa honum þessum aftur í ár. í bak- sýn má sjá annan lykilmann í velgengni Skagamanna, Gunnar Sigurðsson, for- mann deildarinnar. SK0ÐENDUR ÁRSREIKNINGA FH SKRIFUÐU UNDIR MEÐ Vegna skorts á upplýs- ingum um greiðslur og vinnu, sem fram koma í uppgjöri vallarráðs til aðalstjórnar, treystu endurskoðendur FH sér ekki til að skrifa undir ársreikninga nema með fyrirvara. Á aðalfundi FH kom fram að fjár- hagsstaða félagsins er slœm en fer þó batn- andi. Heildarskuldir fé- lagsins árið 1994 voru 50 milljónir króna, þremur milljónum minni en árið áður. Segja má að FH-ingar séu á réttri leið í fjármálum, þótt hœgt fariM John Daly fagnar eftir að HAFA PÚTTAÐ STUTT Á 12. H0LU í SÍÐUSTU UMFERÐ 0PNA BRESKA MEISTARAMÓTSINS. Daly sigraði MÓTINU Bandaríski kylfingurinn John Daly vann opna breska meistaramótið í gœr eftir fjögurra holu bráðabana við ítalann Constantino Rocca. Þeir félagar luku báðir keppni á 282 höggum og þurftu því að spila bráðabana. Þar vann Dale með 15 höggum gegn 19 höggum RoccaM <1

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.