Helgarpósturinn - 18.01.1996, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 18.01.1996, Blaðsíða 10
RMMTVJDAGUR18. JANÚAR1995 10 Útgefandi: Miðill hf. Framkvæmdastjóri: Þorbjörn Tjörvi Stefánsson Ritstjóri: Stefán Hrafn Hagalín Ritstjórnarfulltrúi: Guðrún Kristjánsdóttir Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Helgarpósturinn Fllmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Hömlulaust stríð Tveir einstaklingar haia að undanförnu skorið sig rækilega úr í ummælum fólks innan heilbrigðiskerfisins vegna aðhaldsað- gerða sem valdhafar hafa gripið til á þessum þrengingatímum þjóðarbúsins. Þetta eru þeir Tómas Helgason, yfirlæknir á geð- deild Landspítalans, og Magnús Þorgrimsson, stjórnarmaður í Geðhjálp. Tómas kannast flestir fjölmiðlaneytendur við því hann hefur uppá síðkastið — einsog raunar mörg undanfarin ár — brugðið upp hroðalegum dómsdagslýsingum á ástandinu í kjölfar sparnaðar, væntanlega í því skyni að kreista fleiri aura útúr fjár- veitingavaldinu. Magnús, sem mun vera sálfræðimenntaður, þekkja færri. Hann er á svipaðri línu í ummælum sínum og Tóm- as, en gengur þó enn lengra og lét meðal annars hafa eftir sér í Al- þýðublaðinu, að ef til vill væri þjóðhagslega hagkvæmast að nota gasklefa og murka þannig lífið strax úr sjúklingum frekar en þurfa að kosta meiri þjónustu síðar. Þessi hörmulegu ummæli Iét hann vafalaust falla í góðri meiningu í stíl Tómasar og ætlaði að vera dálítið sniðugur karl í leiðinni og hæða meintan níðingsskap ríkis- stjórnarinnar. Samlíkingin er Magnús valdi sér hlýtur hinsvegar að teljast ein sú ósmekklegasta sem gripið hefur verið til í seinni tíð og þjónar engum tilgangi öðrum en að skerða hag þeirra sem ætlun hans var að bæta. Stöldrum aðeins við og hugleiðum hvata svo harkalegra um- mæla sem Tómas og Magnús hafa fleytt af vörum sínum. Það er staðreynd, að mörg síðustu ár hefur meginþungi vinnu ríkis- stjórna snúist um að bregða böndum á útgjöld ríkisins og hefta meðal annars sjálfvirka þenslu velferðarkerfisins; sérstaklega í heilbrigðisgeiranum. Til að kljást við þetta risavaxna vandamál hafa heilbrigðisráðherrar gripið til misdrjúgra ráða: tafið fjárveit- ingar til heilbrigðisstofnana sem ekki er talin ástæða til að byggja frekar upp í bili; lagt ýmsar hömlur á læknisaðgerðir, lyfjagjöf og - neyslu innan kerfisins sem utan; stungið uppá allskyns forvarna- starfsemi; skert bætur — og svo framvegis. Ekki ein einasta af þessum aðhalds- og niðurskurðaraðgerðum hefur mætt skilningi þjóðarinnar og jafnsljóir og skilningsvana eru flestir þeir embættismenn og aðilar heilbrigðiskerfisins sem ekki starfa beinlínis í ráðuneytunum. Heilbrigðisráðherrar og rík- isstjórnir hafa þar af leiðandi ekki uppskorið annað en skít og skömm í hattinn fyrir viðleitni sína til að rétta þjóðarskútuna af. Gildir þar einu hvort viðleitnin var í rétta átt eða ranga eða hvort viðkomandi heitir Sighvatur, Guðmundur Árni eða Ingibjörg. Varnarhlutverk þeirra sem grípa í örvæntingu til allra hugsan- legra ráða (einsog ummæla á borð við: „Við þurfum að Ioka barnageðdeildum, skera niður þjónustu á slysadeild, fækka að- gerðum og senda aldraða heim!“) til að forðast blóðugan niður- skurðarhnífinn er oft og tíðum jafnvanþakklátt og hlutverk ráð- herranna. Engin dul skal dregin á það. Nú er það svo að ýmsar aðhaldsaðgerðir síðustu ríkisstjórna hafa réttilega verið gagnrýndar fyrir hugsunarleysið sem bjó að baki þeim, flaustursgang og þessháttar. Ekki er vitað til annars en að sú gagnrýni hafi á stundum leitt til endurbóta og valdhafar í nokkrum tilvikum áttað sig á að hyggilegra væri að skera niður annarsstaðar en á viðkomandi stofnun eða stað. Sú gagnrýni sem mestum árangri hefur skilað hlýtur í flestum tilfellum að vera á þeim nótum, að menn gæti lágmarkssiðferðis í ummælum og haldi sig við staðreyndir og raunveruleika. Hitlers-líkingar eiga lítið skylt við það. Athugum að bæði Tómas og Magnús eiga gríð- arlegra hagsmuna að gæta: hagsmuna veikra skjólstæðinga sinna. Hömlulaust áróðursstríð skilar fráleitt árangri í þessu máli; að fara slíku offari og bjóða uppá þvælu af margnefndu tagi skelfir ekki nokkurt yfirvald. Það er óhjákvæmilegt annað en að gassa- gangur, subbuskapur og yfirlýsingar í hömlulausum tóni bitni á skjólstæðingum viðkomandi og þá er tilgangurinn löngu hættur að helga meðalið. Og hvers eiga þá þúsundir íslendinga sem stríða við geðræn vandamál að gjalda? Það er ljóst að hagsmunahópar sem eiga slíka vini sem Tómas og Magnús — hversu velviljaðir sem þeir annars eru — þurfa vart óvina við. Stefán Hrafn Hagalín Helgarpósturinn Borgartúni 27 105 Reykjavík Sími: 552-2211 Bréfasími: 552-2311 Netfang: hp@centrum.is Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2311, fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 552-4777, auglýsingadeild: 552-2211, símbréf: 552-2241, dreifing: 552-4999. Áskrift kostar kr. 800 á mánuði ef greitt er með greiðslukorti, en kr. 900 annars. Af hverju er ríkisreikningurinn svona rammpólitískur? Sjaldan hefur ríkisreikning- urinn vakið eins mikla at- hygli og í ár. Skýrsla Ríkisend- urskoðunar og yfirskoðunar- manna ríkisreikningsins er á dagskrá alla daga í fjölmiðl- um. Fréttirnar upp úr skýrsl- unni skipta orðið tugum og hafa aldrei verið fleiri. Þó er skýrslan hvergi nærri tæmd; staðreyndin er sú að hún er ótrúleg náma af upplýsingum og stórtíðindum. Hún ætti að vera skyldulesning fyrir hvern einasta mann sem kemur ná- lægt stjórnsýslunni. Kannski að það ætti að prófa alþingis- menn úr efni hennar í vor? Hér er ekki ætlunin að fara yfir einstök atriði úr skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þannig vill til að höfundur þessara orða hefur tekið þátt í því, ásamt tveimur öðrum mönn- um, að endurskoða af hálfu Al- þingis fjóra ríkisreikninga. Það er ekki alltaf skemmtilegt verk og þeir eru þykkir og óárennilegir haugarnir af pappírunum sem við höfum stundum farið í gegnum. Yfirskoðunarmenn eru þrír og þeir eru kosnir samkvæmt stjórnarskránni. í fyrra kom- umst við að þeirri niðurstöðu, að rétt væri að afnema þetta sérstaka ákvæði úr stjórnar- skránni. Er því gert ráð fyrir að framvegis kjósi Alþingi ein- staklinga í þingnefnd, líklega þingmenn, til að fara yfir skýrslurnar. Ríkisendurskoð- un heyrir undir Alþingi en hún er óháð stofnun og þess vegna getur hún gagnrýnt af myndugleika. Það, að endurskoða ríkis- reikninga, er mikilvægt pólit- ískt verkefni. Það er mikilvægt frá sjónarmiði mínu sem vinstrimanns að það sé farið vel með almannafé. Almanna- fé er það fjármagn sem inn- heimt er í sköttum fólks. Þjóð- in á rétt á því að það sé farið vel með þessa fjármuni. Yfir- skoðunarmönnum og Ríkis- „Staðreyndin er sú og það sýnir reynslan að Sjálfstæðisflokknum er mjög illa treystandi fyrir almannafé. Hann hefur yfirleitt farið illa með það og sóað því í margskonar óarðbæra vitleysu og hann hefur í nafni skattaandstöðu skilað sam- felldum milljarðatuga halla á ríkissjóði." endurskoðun er ætlað að tryggja þetta eins og kostur er. Svo kemur annað til og það er ekki síður mikilvægt: Ríkis- sjóður er undirstaða velferð- arkerfisins. Félagshyggjufólk á því að leggja meiri áherslu á það en aðrir, að farið sé vel með almannafé. Staðreyndin er sú, og það sýnir reynslan, að Sjálfstæðisflokknum er mjög illa treystandi fyrir al- mannafé. Hann hefur yfirleitt farið illa með það og sóað því í margskonar óarðbæra vit- leysu og hann hefur í nafni skattaandstöðu skilað sam- felldum milljarðatuga halla á ríkissjóði. Það hefur því að mínu mati pólitískt og hugmyndafræði- Íegt innihald að endurskoða ríkisreikninginn. Það er ekki bara leiðinleg gleraugnavinna fyrir neftóbakskalla, eins og það var einu sinni kallað. Nú er því ekki að neita, að á fyrri árum reyndu yfirskoðun- armenn að nota aðstöðu sina til að koma pólitísku höggi á pólitíska mótherja sína. Það er Íöngu liðin tíð, en Sjálfstæðis- flokkurinn var einmitt mjög framarlega í þessum vafasömu vinnubrögðum, enda er hann ábyrgðarlausari í stjórnarand- stöðu en allir aðrir flokkar og er þá langt til jafnað. Við sem höfum unnið að endurskoðun ríkisreiknings- ins undanfarin ár höfum lagt áherslu á faglega samstöðu og okkur hefur tekist að halda þannig á máium, að okkur hef- ur aldrei verið brugðið um það, að við værum að láta flokkapólitík hafa áhrif á skýrslu okkar. Höfum við sinnt þessu verki síðustu árin þrír einstaklingar frá þremur flokkum; Alþýðuflokki, Sjálf- stæðisflokki auk Alþýðu- bandalags. Hefur aldrei komið upp milli okkar pólitískt ágreiningsefni svo orð sé á gerandi. Mestu skiptir þó stofnunin sjálf, Ríkisendurskoðun. Hún þarf að fá að þroskast og dafna áfram, svo sem verið hefur síðustu árin. Hún gegnir mikilvægu hlutverki — að mínu mati rammpólitísku. Því það er mikilvæg undirstaða velferðarkerfisins að farið sé vel með almanníifé. Höfundur er þinguuðurfyrir MWfa- bandalagið i Reytgavík. Sva párar lllugi Jökulsson og er heldur rnikið niðri fyrir, enda dugði ekki minna en heilsíðugrein í skrifin_(Alþýðublaðið, 12. janúar.l Viian í ummælum „En partýið heldur áfram, hið endalausa eftirpartý vest- rænnar menningar, og kjarn- orkusprengjurnar eru ennþá jafn ómissandi ósnertar uppi í skáp og klappstýrurnar hoppa áfram á hverjum skjá og Kali- forníuvínin gerast æ betri. Að vísu eru farin að sjást fyrstu merki þess að það sé að dofna yfir gleðskapnum. Það er búið að banna reykingar. Og keisar- inn bláhærði má ekki lengur halda framhjá, í þessu Rómar- veldi okkar daga.“ Hallgrímur Helgason, myndlistarmaður, pistlahöfundur, standgrínisti og rithöfundur, á hálfsmánaðarlegu flugi. (Alþýðublaðið, 12. janúar.) „í skjóli nafnleysis geta heimildarmenn reynt að mis- nota blaðamenn og óvandaðir blaðamenn geta misnotað nafnleysi heimildarmanna ... Blaðamenn eiga ekki og vilja ekki hafa ótakmarkaðan rétt til að gefa ekki upp heimildar- menn.“ Undarieg niðurstaða leiðarahöfundar sem uppá sitt eindæmi madir fyrir munn heillar stéttar. (Tíminn, 12. janúar.) „Fóstur eru mjög sérstakir sjúklingar. Það er eins og fæð- ingarlæknar séu að meðhöndla mállausan sjúkling gegnum síma.“ Brynjar Karisson eðlisfræðingur í spjalli við Kari Pétur Jónsson um rannséknir hans og smíði tækjabúnaðar sem gerir kleift að fylgjast betur með börnum í móðurkviði. (Morgunblaðið, 14. janúar.) „En þótt mér sé sem sagt ljóst að mörgu góðu fólki sé þessi deila mikið og einlægt hjartans mál, þá verð ég nú engu að síð- ur að segja að sjaldan eða aldrei hefur jafn fáfengilegt, ómerki- legt og í rauninni hlægilegt mál hlotið jafn mikla athygli í fjöl- miðlum landsins og í allri sam- ræðu fólks í landinu." „Landsbyggðin þarf að gera uppreisn gegn ríkjandi ástandi sem fyrirsjáanlegt er að versni fremur en hitt. Fyrsta kastið þarf landsbyggðin að brjóta af sér heimagerða hlekld sem birtast í íhaldssemi, vanahugsun, sofanda- hætti og hrepparíg. Næsta skrefið er að ná frumkvæði í pólitískri um- ræðu.“ Páll Vilhjálmsson ritstjóri leggur sína vikulegu sósíalista/jafnadarmanna/félagS' hyggjulínu óbanginn við kverúlantastimpii- inn. (Vikublaðiðy 12. janúar.) „Hún er ekki árenni- leg KA-vörnin þessa stundina, sérstaklega ekki þessir fjórir í miðjunni sem eru allir á annan metra.“ Þingmannsefnið Jóhann Ingi Gunnarsson fer á kostum í lýs- ingu á handboltaleiknum KA-Aft- urelding. (RÚV, 13. janúar.) „Það er sjálfsagt þjóðhagslega hag- kvæmast að nota bara gasklefa einsog Hitler gerði.“ Magnús Þorgrimsson, sál- fræðingur og stjórnarmaður í Geðhjálp, lét dómsdagsfrasana flakka í samtali um áriegan yfirvofandi nið- urskurð í heilbrigðiskerfinu. (Alþýðublaðið, 16. janúar.) „Ég er ekki leikari sjálfur, þó ég hafi stigið á svið í svolitlum mæli. Við hittumst síðastliðið vor skólasystkin úr Skógaskóla og þá rifjaði Ingibjörg Pálma- dóttir, núverandi heilbrigðis- ráðherra, það upp að við lék- um eitt sinn elskendur á árshá- tíð skólans." Ekki amalegt hlutskipti atarna fyrir leik- listarfræðinginn Trausta Ólafsson, nýviðtek- inn leikhússtjóra á Akureyri, að hafa eitt sinn verið Lady Pálmason Lover... (Oagur, 11. janúar.)

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.