Helgarpósturinn - 18.01.1996, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 18.01.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR18. JANÚAR1996 gerð á vegum stöðvarinnar. Nú heyrum við hins vegar að Jón Tryggvason kvikmynda- gerðarmaður sé að ganga frá samningum við þá á Stöð 3 um framieiðslu á spjallþáttum. Jón er sagður vera á höttun- um eftir stjórnendum að þess- um þáttum og vill fá þá Gunn- ar Smára Egilsson, fyrrver- andi ritstjóra, Andrés Magn- ússon vefara, Hrafn Gunn- laugsson kvikmyndastjóra og Hrafn Jökulsson ritstjóra tii að skiptast á um að stýra þátt- unum... Ekkert lát er á styrjöld- inni í Lang- holtskirkju og söguburðurinn verður sífellt magnaðri. Við messur um jól og áramót söng kirkjukórinn ekki eins og ailir vita. Séra Flóki lét hins vegar vel yfir kirkjusókninni og fór það mjög fyrir brjóstið á kórfélögum. Nú gengur sú saga að útsendari kórsins hafi verið við eina há- tíðarmessuna og talið 115 kirkjugesti. Séra Flóki hafi hins vegar skráð í kirkjubók að 240 manns hafi komið til messu þann dag... * Isíðasta Helg- urpósti sögð- um við frá nýju viðurnefni sjálfstæðu kon- unnar Láru Margrétar Ragnarsdóttur sökum tíðra utanlandsferða hennar: „Er- Iendína“. Úr allt öðrum geira heyrum við nú af öðr- um ansi ferða- glöðum manni í ábyrgðarstöðu, sjálfum Frið- bert Pálssyni, allsherjargoða Háskólabíós. Friðbert mun dvelja svo oft á erlendri grundu vegna viðskipta fyrir- tækis síns við útlenska kvik- myndarisa og dreifingaraðila, að glottandi starfsmenn eru sín í millum farnir að kalla hann „Friðlaus“... Vaxandi líkur eru á að Guðrún Pétursdóttir og Ellert B. Schram bjóði sig fram til forseta, en þau eru sem kunnugt er hvort með sínum hætti tengd Hanni- balsfjölskyldunni. Þótt Jón Baldvin Hannibaisson, mágur þeirra beggja, hafi ekki gefið upp hug sinn lét hann hafa Þaö er aö veröa daglegt brauö í Kaffileikhúsinu aö uppselt sé áöur en auglýst er. Á laugardagskvöldiö veröur þar frumflutt enn ein nýjungin og nú undir undir grískum formerkjum Zorba, Ouzo & Moussaka Þó að við höfum ekkert aug- lýst er dagskráin farin að spyrjast það vel út að við höf- um þegar ákvéðið að sýna hana að minnsta kosti átta sinnum,“ segir Ása Richards- dóttir, framkvæmdastjóri Kaffileikhússins, sem í sam- vinnu við Zorbahópinn frum- flytur á laugardaginn gríska dagskrá_ í þeim tilgangi að kynnna íslendingum tónlist og sögu Grikkjans Mikis Þeodor- akis. Það var Sif Ragnhildardótt- ir — sem margir gætu ímynd- að sér af raddblænum einum saman að væri grísk að upp- runa — sem átti hugmyndina að því að hópurinn kæmi sam- an, en hann skipa auk Ragn- hildar tveir af helstu Grikk- landssérfræðingum landsins; rithöfundarnir Sigurður. A. Magnússon og Kristján Áma- son. Leikstjóri er Þómnn Sig- urðardóttir, en aðrir sem leggja sitt af mörkum eru þau Jóhann Kristinsson píanóleik- ari, Þórður Ámason sem spil- ar á gítar og boúzouki og Eyr- ún Olafsdóttir sem túlkar söng Sifjar á táknmáli — sem ku vera mikil sjónræn upplif- un. Til að fullkomna menningar- áhrifin verður áður en dag- skráin hefst borinn fram grísk- Þótt ótrúlegt megi viröast er þaö ekki fyrr en í kvöld sem aðdáendaklúbbur Söngkonan Sif Ragnhildardóttir átti hugmyndina að grísku dagskránni sem frumflutt verður á laugardagskvöld. ...fær hinn hégómagjarni Steingrímur Hermannsson fyrir að ætla að öllum líkindum að stíga fram fyrir skjöldu á morgun, föstudag, og lýsa yfir framboði sínu til forseta. Með því myndi Denni dæmalausi slá að minnsta kosti fimm flug- ur í einu höggi. í fyrsta lagi létt- ir hann þrautir Davíðs Odds- sonar, sem hefur mánuðum saman leitað að forsetaefni til að sitja fyrir sig sem varamað- ur í fjögur ár meðan hann klár- ar sig á stjórnmálasviðinu og býr í haginn fyrir eftirmanninn. í öðru lagi hefur Steingrímur Framsóknarflokkinn til vegs og virðingar í samfélaginu, þar sem flokkurinn myndi þannig eignast tvo af þremur mest áberandi valdhöfum þjóðar- innar. í þriðja lagi finnur hann sér eitthvað annað við að dunda í ellinni en að smíða og bæta í listaverka- og myntsafn Seðlabankans. í fjórða lagi fær frú Edda loksins útrás fyrir gestgjafahæfileika sína eftir nokkurra ára hlé. í fimmta lagi nær hann að sparka pólitískt í punginn á öfundarmönnum sínum á félagshyggjuvængn- um, sem um nokkra hríð hafa unnið hörðum höndum að því að tryggja að Davíð fari í for- setann, hætti í pólitík, gefi þannig vinstriflokkunum svig- rúm til fylgisaukningar og fái nógu slappan andstæðing til að hann sigri örugglega (til dæmis Ólaf Ragnar)... ur matur fyrir þá sem vilja. Á borðum verður þjóðarréttur Grikkja, Moussaka, ásamt grísku brauði og grísku salati með þjóðardrykknum Ouzo, en þess má geta að eftir tveggja ára pásu fer þessi anís- drykkur loks að fást aftur í rík- inu. Að sögn Ásu er dagskráin sett saman í þeim tilgangi að létta fólki lundina í skammdeg- inu og hafa þau í Kaffíleikhús- inu fullan hug á að tengjast öðrum þjóðum með sama hætti, það er að segja þar sem maturinn er jafnmikið atriði og menningin. Bítlanna veröur stofnaöur á íslandi. A von á bítlum á öllum aldri Ahuginn er gífurlegur og ég á ekki eingöngu von á að fólk yfir fertugt mæti á stofn- fundinn heldur bítlar á öllum aldri,“ segir Eirikur Einars- son sem kallar sig Eirík frum- bítil, en hann hefur staðið í ströngu undanfarið við að hrinda í framkvæmd margra ára gömlu áhugamáli, sem er stofnun aðdáendaklúbbs í kringum hina bresku Bítla á íslandi. Stofnfundurinn verður nán- ar tiltekið á Hard Rock klukk- an níu í kvöld og er eins og grísku dagarnir til þess fallinn að lyfta brúnum landsmanna eftir „...a hard day’s night“. Flestir, að minnsta kosti Bítla- aðdáendur, furða sig á því að ekki skuli löngu vera búið að stofna aðdáendaklúbb Bítl- anna hér á landi, en slíkir klúbbar blómstra nú um allan heim í kjölfar nýs Bítlaæðis. Hvert verður hlutverk og starf Bítlaklúbbsins? „Við stefnum að því að stofna það öflugan Bítlaklúbb að við getum haft að minnsta kosti einn starfsmann í fullri vinnu við klúbbstarf, sem er starf sem ég hefði sjálfur áhuga á að sinna. Ætlunin er að halda fundi mánaðarlega, árshátíðir, útgáfu fréttabréfs og síðast en ekki síst að fara í hópfeð á hina árlegu Bítlahá- tíð í Liverpool í ágúst, sem verður öflugri með hverju ár- inu.“ Hver er uppáhaldsbítillinn þinn? „Ég geri ekki upp á milli þeirra. “ Þess má geta að meðal þeirra sem boðað hafa komu sína á Hard Rock í kvöld eru Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson og Þorgeir Ást- valdsson. það eftir sér í norsku blaði á dögunum að hann hefði auga- stað á konu nokkurri í emb- ættið. Þeir sem til hans þekkja eru ekki í vafa um hver sú kona er í ljósi þess að Jón Baldvin hefur gjarnan haft það á orði í samsætum, að Hanni- balarnir hafi Schramarana undir hælnum en hafi ekki roð við Engeyjarættinni... Kaffi Reykjavík verður vett- vangur sérstæðra fagnað- arfunda föstudaginn 19. janú- ar þegar gamla Hafskipsgeng- ið — starfsmenn til sjós og lands — ætlar að hittast þar á árlegum fundi sínum, en þessi liður hefur verið fastur punkt- ur í tilveru þeirra undanfarinn áratug. Viðskiptablaðið greinir frá því að hófið hefjist stund- víslega klukkan 17:00 og það er því hægur vandinn fyrir for- vitna velunnara og haturs- menn Hafskips sáluga, að mæta á staðinn þá og bregða sér á glugga veitingahússins á Vesturgötu 2 — eða jafnvel koma askvaðandi inn ef því er að skipta... Eftir að ákveðið var að setja allt púður Sjónvarpsins í dægurmálaþáttinn Dagsljós í haust hefur 19:19 Stöðvar 2 átt verulega undir högg að sækja. Frá og með 1. febrúar hyggst Stöð 2 hins vegar svara samkeppninni með því að bæta við aukafréttatímum klukkan tólf á hádegi og fjögur og sex síðdegis og hefja frétta- magasínþáttinn 19:19 nítján mínútum fyrr eða klukkan sjö á virkum dögum. Þetta þýðir jafnframt að fjölga þarf á fréttastofunni. Eftir því sem HP kemst næst hefur Þorsteinn J. Vilhjálmsson, útvarpsmaður á Rás 2, verið ráð- inn til að létta undir með dæg- urmálagenginu hjá samkeppnisaðilanum, með því skilyrði að hann „komi sér fyrst niður á jörðina". Þá hef- ur HP heimildir fyrir því að Benedikt Sigurðsson, fráfar- andi fréttamaður á RÚV, komi til með að sjá um morgunfrétt- irnar á Bylgjunni...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.