Helgarpósturinn - 18.01.1996, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 18.01.1996, Blaðsíða 28
28 HMM|j RMMTUDAGUR18. JANUAR1996 heitt Að vera orðaður það sterkt við forsetaembættið að fjöl- miðlar séu farnir að veita við- komandi sérstaka athygli. Það er auðvitað hið besta mál í miðri gúrkutíð að hafa tækifæri til að auglýsa sig með orðum eins og: „Myndist um það breið samstaða get ég ekki skorast undan...“ Það er svosem ekki á hverjum áratug sem mönnum gefst færi á að koma jafn dýr- mætum orðrómi um sig á kreik. Þeir vita að orðrómurinn einn kann að gera nafn þeirra ódauð- legt. """ kalt Kreppan og reyndar allt hjal- ið um að henni sé að létta. Burtséð frá því hvort kreppan er að fara eða koma gengur það ekki upp að ríkisstjórn, sem kýs að hafa það kósý, taki á málun- um. Fögur fyrirheit um betri tíð með blóm í haga — hvort sem þau eru frá Þjóðhagsstofnun eða forsætisráðherra komin — eru ekki til annars fallin en að vekja óþarfa bjartsýni hjá ein- földu fólki meðan engin sjáanleg teikn eru á lofti um breytingar. Æðstu stofnanir þessa lands ættu að taka sér til fyrirmyndar börnin, sem segja gjarnan að það sé ijótt að skrökva. mælum með ... að íslendingar stofni með sér samtök gegn ofnotkun an- anass í samlokumar sem mað- ur kaupir úti í sjoppu líkt og ítaiskir Ameríkanar hafa gert til verndar flatbökunni. ... Carrington í Háskólabíói svo að fólk láti ekki framhjá sér fara eitt flottasta ástarsamband hvíta tjaldsins. ... útsölum En hafið samt í huga að aurarnir í buddunni verða ekki fleiri þótt maður kaupi einhvern ódýran óþarfa. ... að hægt verði að hengja reiðhjól utan á strætó það léttir manni óneitanlega líf- ið að þurfa ekki að hugsa til þess á hverjum degi að hjóla heim í skammdeginu. Þetta ætti að vera sjálfsögð þjónusta SVR. Sigríður Anna Sigurðar- dóttir rekur, ásamt finnsk- um eiginmanni sínum, Timo Salola, afar eftirtektarvert verkstæði í Hafnarfirði; Gull- smíðaverkstæði Siggu og Timo. Eins og venjulega á þessum árstíma er verkstæðið þeirra svo að segja tómt eftir jólaösina, en það hjálpaði einnig til við söluna í ár að í desember héldu þau hjón, ásamt þriðja aðila, sýningu á verkum sínum í Hafnarborg. Ef flokka á gullsmiði í iðnaðar- menn, listiðnaðarmenn og listamenn tilheyrir finnsk/ís- lenska parið listræna hópnum. „Mér finnst janúar mjög skemmtilegur mánuður upp á það að gera að nú þarf maður að hreinsa hugann og byrja að hugsa upp á nýtt. Það er svo gaman að hanna nýja línu og nýja hluti.“ Hvernig lítur næsta lína út? „Hún er eðlilega ekki full- mótuð enn, en það sem ég er að hanna akkúrat núna er mjög kúptur hringur, nokkuð í anda þess sem ég var með á sýningunni. Kannski það verði línan ‘96. Jafnframt munum við spila mikið með demanta og halda áfram með lituðu steinana. Ég hef hugsað mér að halda saman demöntunum og gulllínunni og lituðu stein- unum og silfrinu." Hvort er meira í tísku núna, gull eða silfur? „Mér finnst silfrið vera að koma mikið aftur. Annars verður silfur alltaf heitt á sumrin. Það er af því að þegar fólk er brúnt á hörund þá vill það bera skartgripi sem gerir það dekkra." Þrátt fyrir að vera gullsmið- ur segist Sigga velja á sig fötin áður en hún setur upp skart- gripi, ekki öfugt. „Ég á sjálf töluvert magn af skartgripum, en bara fáa sem ég nota dags- daglega." Eins og giftingarhringinn? „Ég er oft með hann, en á það til að rýma baugfingurinn fyrir íburðarmeiri skartgripi þegar ég fer út að skemmta mér. Því miður er ég bara með tíu putta. Ég er meira gefin fyrir gull en silfur. Mér finnst ég vera fínni með gull og nota það því gjarnan við betri tækifæri en silfur til dæmis þegar ég fer í bíó.“ Skokkurinn? „Hann er ég búin að nota óspart í eitt ár, það er einfald- lega vegna þess að mér finnst ég svo fín í honum, og ef manni líður vel í einhverju þá hefur maður meira sjálfstraust. Ég nota hann jafnt við fínni tæki- færi sem í vinnuna, því mér finnst ég þurfa að vera vel til fara þegar ég afgreiði. Þegar ég hins vegar smíða set ég bara á mig svuntu.“ Skokkinn keypti hún í versl- uninni 17, sem þó er alls ekki dæmigert fyrir hana. Hún kýs nefnilega heldur að fara sjald- an og kaupa sér þá frekar vand- aðan og dýran fatnað. „Það er einfaldlega vegna þess að mér leiðist búðaráp — nema þá í skartgripaverslanir." vín vikunnar Fiðlu- matur Gúrkutíð Islensk fréttagúrkutíð hefur löngum farið saman við hina raunverulegu gúrkutíð ís- lenskra garðyrkjubænda. Á þessu verður engin undantekn- ing í ár, þó að framleiðendur séu nú tveimur mánuðum fyrr á ferð með uppskeruna en áður. Ef fram heldur sem horfir verð- ur hægt að rækta gúrkur á Is- landi árið um kring. Þetta eru að sjálfsögðu gleðitíðindi, þ.e.a.s. ef verðið verður með þolanlegu móti og gæðin í sam- ræmi við það. Öllu verra verður þó að teljast ef fréttagúrkutíðin helst áfram í hendur við upp- skerutíma þeirra grænu! Þótt agúrka, svona ein og sér, sé ekki mjög spennandi fæða — svotil bragðlaus og að mestu laus við næringarefni — er gúrkan afbragð í réttu sam- hengi. Hún er næstum ómiss- andi í salöt og afar góð rifin nið- ur, til dæmis í hreina jógurt eða AB-mjólk sem einskonar kæling með bragðsterkum mat. Þá er gúrka eins og flestir vita góð of- an á brauð (sérstaklega fyrir þá sem eru að reyna að losna við aukakílóin) og sem snakk með ídýfum (í staðinn fyrir bráðfit- andi kartöfluflögur). Hér kemur uppskrift sem í senn er fín fyrir fólkið með mjúku línurar, fagur- kerana og þá sem orðnir eru þreyttir á þorramatnum, þótt ekki sé byrjað að bera hann á borð. Innihald: ágúrka stórar rækjur (helst ósoðnar) ólífuolía sítrónusafi dill (helst ferskt) pipar og salt Meðferð: Rækjurnar eru lagðar í lög sem samanstendur af ólífuolíu og sítrónusafa, salti og pipar. Blandað er um það bil tveimur matskeiðum af olíu saman við eina af sítrónusafa. Pipar (ný- mulinn) og salt notað eftir smekk. Ein blanda dugir á um það bil 200 grömm af rækjum. Þetta er látið marinerast í um það bil hálftíma. Þá er rækjun- um ásamt leginum skellt í pott og þær látnar malla uns þær verða bleikar. Látið drjúpa af rækjunum úr sigti og hafið þær þar uns þær verða kaldar. Setj- ið þá eina rækju ofan á hverja gúrkusneið (ekki mjög_þunnar) og skreytið með dilli. Ohætt er að mæla með þessari fitu- snauðu og fögru samsetningu í hvaða samkvæmi sem er, — að ekki sé talað um með kampa- víns- eða hvítvínstári. -GK Stundum getur maður leyft sér að falla fyrir útlitinu, hafi innihaldið eitthvað við sig. Þannig fer saman fagurhönnuð flaska og óvenjulegur austurrískur plómulíkjör sem á næstu dögum kemst inn í allar vínbúðir ÁTVR eftir að hafa verið í vel lukkaðri tilraunasölu í fáein- um útsölum frá því í ágúst á síðasta ári. Líkjör þessi — sem ým- ist er sagður með sveskju- eða plómubragði (óvart einn og sami ávöxtur- inn) — er kenndur við austurríska tónskáldið Jóhann Strauss. I Rik- inu er maður fljótur að reka augun í flösk- una, enda eins og fiðla í iaginu. Plómulíkjör- inn, sem er sveskjubrúnn að lit og ilmar af möndlum, inniheldur 20 prósent alkóhól. Hann er ágætur út í kaffi, en best er að bera hann fram heit- an með ögn af kanil og slettu af rjóma í skammdeginu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.