Helgarpósturinn - 18.01.1996, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 18.01.1996, Blaðsíða 8
8 RMMTUDAGUR18. JANUAR1996 Héraösdómur Reykjavíkur hefur fengiö tii úrlausnar harkalegt deilumál eins sendiferöabílstjóra og Bíla- stæöasjóðs borgarinnar. Lögfræöingur sjóösins segir bílstjórann hafa ákveðnar skoðanir á því hvenær sendibílstjórar eigi aö greiöa í stööumæla og hvenær ekki. Bílstjórinn segir sjóöinn ekki fara eftir eigin starfsreglum og harðneitar að borga. Dæmi eru um einstaklinga sem skulda Bílastæöasjóöi hundruð þúsunda króna. Nú set ég hnefann i borðið - segir Grétar G. Guðmundsson sendibílstjóri og telur tímabært að stöðva yfirgang Bflastæðasjóðs. Eg er búinn að standa í þrefi við Bílastæðasjóð Reykja- víkurborgar á þriðja ár og tími til kominn að málið fari fyrir dómstóla. Sjóðurinn krefst þess að ég borgi í stöðumæla meðan ég er að losa eða taka vörur, en það stangast á við lög og reglur. Það var kominn tími til að setja hnefann í borðið og fá þá til að hætta þessum yfir- gangi,“ sagði Grétar G. Guð- mundsson sendiferðabílstjóri í samtali við Helgarpóstinn. Bílastæðasjóður Reykjavík- urborgar hefur stefnt Grétari fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur út af ógreiddum stöðumæla- sektum. Upphæðin er ekki há í þessu tilfelli og nær ekki tíu þúsund krónum að sögn Grét- ars. Hann segir málið snúast um það hvort sendibílstjórum beri að greiða í stöðumæla eða ekki þegar þeir eru að koma vörum í verslanir og stofnanir. Sigurður A. Þóroddsson, lög- maður Bílastæðasjóðs, sagði að það hefði orðið samkomulag beggja aðila að vísa þessu máli til meðferðar í Héraðsdómi, en slíkt er fátítt þegar um ógreidd stöðugjöld er að ræða. í þessu tilviki væri ekki um háar upp- hæðir að ræða en dæmi væru um að einn og sami maður skuldaði Bílastæðasjóði hundr- uð þúsunda króna. „Maðurinn hefur ákveðnar skoðanir á því hvenær sendibíl- stjórar eiga að greiða í stöðu- mæla og hvenær ekki. Hann tel- ur líka að sendibílstjórar megi leggja uppi á gangstéttum og í stæði fyrir fatlaða, svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Sigurður A. Þóroddsson. En er engin undanþága fyrir sendibílstjóra frá því að greiða í stöðumœla? „Nei. Ekki er mér kunnugt um það.“ Eg borga ekki „Ég vil ekki borga í stöðu- mæla þegar ég er að dreifa vörum um bæinn. Þeir vilja víst að ég sé inni í bílastæða- húsum meðan ég er að koma vörum í verslanir. Samkvæmt starfsreglum Bílastæðasjóðs og lögreglusamþykktinni hafa sendibílstjórar heimild til að stöðva bílana við verslanir til að koma þangað vörum án þess að greiða í mæli. Þeir fara ekki eftir sínum eigin reglum,“ sagði Grétar G. Guðmundsson. „Viðskiptin við Bílastæða- sjóð eru á þann veg að ef mað- ur skrifar þeim bréf og biður um niðurfellingu á atriði A í dag þá er það fellt niður en á morgun er atriði A hins vegar ekki fellt niður. Þeir eru letja menn til að sækja rétt sinn og segja bara að það sé ódýrara að borga en standa í einhverju þrefi. Auðvitað er miklu dýr- ara fyrir mig að vera með lög- fræðing í vinnu í langan tíma en að borga Bílastæðasjóði einhverja fimmhundruðkalla. En mér fannst rétt að stöðva þennan yfirgang og því er mál- ið komið fyrir dómstóla,“ sagði Grétar. Sumir skulda stórfé Þeir eru ófáir bíleigendurnir sem lenda í klónum á árvökul- um stöðumælavörðum borgar- innar, sem gegna starfi sínu af mikilli samviskusemi, jafnvel um of að sumra dómi. Standi menn ekki skil á ógreiddum stöðugjöldum kann svo að fara að bíll þeirra verði boðinn upp til að kreista út greiðslu gjald- anna. Sigurður A. Þóroddsson, lögmaður Bílastæðasjóðs, var spurður hvort mörg dæmi væru um erfiða skuldara. „Það er nú sjaldan sem það kemur fyrir að slík máli fari fyr- ir dómstóla. Þó kemur það fyr- ir ef menn skulda mikið vegna margra bíla og þá erfitt að fara annaðhvort aðfarar- eða upp- boðsleiðina. Það eru til dæmi um menn sem hafa skuldað hundruð þúsunda króna í bíla- stæðagjöld. Öðru hvoru koma fram menn sem aldrei borga sín gjöld. Þeir eru gjarnan á einhverjum verðlausum bíl- druslum og segja bara að við getum hirt druslurnar ef við viljum," sagði Sigurður og stundi við. SG Kosningabaráttan í Dagsbrún er nú í hámarki en kosið verður um nýja stjórn félagsins á föstudag og til klukkan 21 á laugardag að kosningu lýkur. Forystumenn beggja lista báru sig vel þegar Sæmundur Guðvinsson ræddi við þá í gær. Næsti formaður án tóbaksdósa Asunnudagsmorgun verður ljóst hvort A-listi eða B- listi hefur sigrað í stjórnarkjöri Dagsbrúnar. Það liggur hins vegar fyrir nú þegar að næsti formaður félagsins mun ekki flagga vörumerki Guðmundar J. Guðmundssonar; tóbaks- dósum og snýtuklút, hvernig sem kosningarnar fara. „Ég átti föður sem tók í nefið en sjálfur hef ég aldrei lært það. Guðmundur er líklega bú- inn að taka í nefið fyrir mig. Ég reykti en hætti því og hef ekki hugsað mér að fara að nota tóbak aftur,“ sagði Halldór Björnsson, varaformaður Dagsbrúnar og formannsefni A-listans. Af B-lista er Kristján Árna- son formannsefni og hann neytir ekki tóbaks. Ekki tókst að ná tali af Kristjáni í gær en hins vegar náðist í Sigurð Rún- ar Magnússon, sem er varafor- mannsefni A-listans. Hann við- urkenndi strax að vera mikill neftóbaksmaður. „Það er Guð- mundi Joð að þakka eða kenna að ég tek í nefið. Þegar við fór- um að vinna saman reykti ég tvo pakka á dag en Guðmund- ur fékk mig til að skipta og fara yfir í neftóbakið. Það er því ljóst að þegar B-listinn tekur við völdum verður áfram tekið í nefið á Lindargötunni þótt það verði ekki í formannsher- berginu. Það gefst vel að taka í nefið. Menn fá tíma til að hugsa meðan þeir eru að því og verða þess vegna ekki eins æstir,“ sagði Sigurður Rúnar. Finn ekki þessa andstöðu „Úrslitin liggja ekki fyrir fyrr en búið verður að telja upp úr kjörkössunum, en ég get ekki fundið annað en okkur sé mjög vel tekið og ég finn ekki þessa miklu andstöðu sem hinir segja að sé gegn okkur í félaginu,“ sagði Halldór Björnsson. „Við erum bara með okkar stefnu, sem er fyrst og fremst sú að hækka kauptaxtana og breyta þeirri launastefnu sem hefur verið í gangi hér, reyndar með okkar samþykki og ann- arra, það er þessi svokallaða þjóðarsáttarleið. Við erum líka að boða breytingar á starfshátt- um félagsins og einnig erum við með betri starfsmenntun á odd- inum, en hún hefur kannski ekki verið í nógu fyrirrúmi hér. Við teljum að hún geti verið lyk- illinn að því að menn fái bætt kjör,“ sagði Halldór. Má þá ekki segja að þetta mótframboð hafi ýtt viðykkur og hvatt núverandi stjórn til að taka til hendi? „Ja, það er nú svo að Dags- brún er 90 ára gamalt félag og því eðlilegt að menn þurfi ein- hvern tímann að breyta hlutun- um. Það hafa orðið miklar breytingar í stjórn Dagsbrúnar þótt formaðurinn hafi verið hér í mjög langan tíma. Formaður eins félags er nú einu sinni ímynd félagsins eins og forsæt- isráðherra er hjá ríkisstjórn. Það er því kannski ekki undar- legt að menn haldi að við höf- um gert litlar breytingar ef þeir horfa bara til eins manns í fé- laginu. En það hafa komið nýir menn í stjórn félagsins með stuttu millibili ef ekki árlega. Það er hins vegar eins og eng- inn muni eftir því og horfi bara á eitt andlit," sagði Halldór Björnsson. Sambandslaus forysta Það var ekki annað að heyra á Sigurði Rúnari Magnússyni en að frambjóðendur A-lista væru önnum kafnir nánast allan sól- arhringinn við að afla listanum fylgis meðal Dagsbrúnar- manna. „Við byrjum klukkan sjö á morgnana áður en þeir byrja að vinna og svo eru kaffi- og mat- artímar nýttir til hins ýtrasta. Síðasti fundurinn á þriðjudag var klukkan hálftíu um kvöldið og fundartíminn fer alltaf langt fram úr áætlun," sagði Sigurð- ur. Hvað er það sem helst brenn- urá mönnum á þessum fundum? „Það eru kjörin og innri mál- efni félagsins. Mikið er rætt um sambandsleysi núverandi for- ystu við hinn vinnandi mann. Við erum að hitta menn sem hafa borgað í félagið árum sam- an en eru ekki einu sinni full- gildir félagsmenn og nánast réttindalausir. Það hefur komið Halldór Björns- son, varafor- maður Dags- brúnar, dreif sig í formanns- framboð nú: „Ég átti föður sem tók í nefið en sjálfur hef ég aldrei lært það. Guðmundur er líklega búinn að taka í nefíð fyrir mig. Ég reykti en hætti því og hef ekki hugsað mér að fara að nota tóbak aftur." skýrt í ljós að á þeim vinnustöð- um þar sem menn eru á lægstu launum Dagsbrúnar er fylgi okkar á A-lista mun meira en hinna. Stjórnarlistinn á sitt fylgi á öðrum stöðum," sagði Sigurð- ur Rúnar. Og þið œtlið auðvitað að sigra í kosningunni? „Já, það ætlum við að gera. En það er svolítið erfitt að átta sig á stöðunni. Menn eru svo af- skaplega jákvæðir meðan fund- irnir standa yfir á vinnustöðum og þá ekki síst ef það er leiðin- legt veður úti,“ sagði Sigurður Rúnar Magnússon. Á sunnudagsmorgun verður Ijóst hvort A-listi eða B-listi hefur sigr- að í stjórnarkjöri Dagsbrúnar. Það iiggur hins vegar fyrir nú þegar að næsti formaður félagsins mun ekki flagga vörumerki Guðmundar J. Guðmundssonar; tóbaksdósum og snýtukiút, hvernig sem kosning- arnar fara.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.